Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 37 I ) ) 9 I ) 9 1 I I I 1 I í I I I MINIMINGAR RAGNAR GUÐMUNDSSON + Ragnar Guð- mundsson fædd- ist á bænuni Kjós í Arneshreppi í Strandasýslu, 26. mars 1903. Hann Iést á Hrafnistu í Reykjavík 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Ragnars voru Guðmundur Pálsson, bóndi í Kjós, f. 27. júlí 1831, d. 26. apríl 1911, Jónssonar bónda i Kaldbak, sem Páls- ætt er komin frá og Ólína Elísabet Óla- dóttir, þá vinnukona í Kjós f. 20. september 1862 , d. 15. októ- ber 1957, Ólasonar __ (Viborg), bónda í Reykjarfirði, Ófeigsfirði og víðar í Arneshreppi. Ragnar kvæntist Ólöfu Sveinsdóttur, húsmóður, 24. jan- úar 1932. Hún var fædd í Goð- dölum í Skagafirði 19. mars 1902, d. 24. maí 1988. Foreldrar Ólafar voru séra Sveinn Guð- mundsson prestur í Arnesi, 1916 til 1937, f. 13. janúar 1869, d. 2. mars 1942, og frú Ingibjörg Jónasdóttir, f. 21. júní 1866, d. 30. apríl 1956. Ragnari og Ólöfu varð ekki barna auðið. Ragnar nam loftskeytafræði á fyrsta skólaári Loftskeyta- skólans og lauk þaðan prófi vor- ið 1923. Hann var einn af stofn- endum Félags íslenskra loft- skeytamanna hinn 9. júlí 1923. iniinmi Erfidrykkjur * P E R L A N Sími 562 0200 TlIIIIIIIlf Hann var loft- skeytamaður og há- seti á togaranum Rán og fleiri togur- um í styttri tíma frá því hann lauk námi við Loftskeytaskól- ann. Vorið 1931 lauk hann prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og var eftir það 2. stýri- maður og loft- skeytamaður á Rán- inni til ársins 1934. Eftir það var Ragn- ar stýrimaður og lengst af skipsljóri á fiskiskipum til ársins 1954. A sumrin stundaði Ragnar síld- veiðar fyrir Norðurlandi og var jafnan í hópi fengsælustu síldar- skipstjóra þeirra tíma. Utan síldveiðitímans var hann mikið skipstjóri á skipum sem fluttu ísfisk til Englands, t.d. sigldi hann meira og minna öll stríðs- árin. Hann var einnig oft með trollbáta fyrir Norðurlandi. Hann starfaði í tvö ár, 1955 til 1957, sem ráðgjafi hjá FAO ■ (Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna) í Tyrklandi. Frá 1957 var hann starfsmaður íslenskra aðal- verktaka á Keflavíkurflugvelli þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Ragnar Guðmundsson var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk hinn 5. október. Þegar mér var sagt lát vinar míns Ragnars Guðmundssonar skipstjóra kom mér það í sjálfu sér ekki á óvart. Eg heimsótti hann í síðasta sinn um miðjan september. Var mér þá ljóst að hveiju stefndi, enda maðurinn orðinn háaldraður. í fyrstu var eg ekki viss um að hann skynjaði ná- vist mína. Þegar eg sagði honum að nýju hver eg væri og að eg ætl- aði að takast ferð á hendur til átt- haga okkar beggja, þ.e. norður í Arneshrepp á Ströndum, var eins og ljós kviknaði og við ræddum um stund um búsetu þar og framtíðar- horfur, jafnframt því að hann minnt- ist æskustöðvanna þar norðurfrá og þess fólks, sem þar bjó. Þetta var honum reyndar ætíð hugleikið þótt hann flíkaði því að jafnaði ekki við hvern sem var. Fyrstu átta árin ólst Ragnar upp í Kjós með föður sínum og móður. Eftir lát föður síns var Ragnar með Ólínu móður sinni í vistum á ýmsum bæjum í Árneshreppi. Hún var mik- ii dugnaðarkona og sérstaklega eft- irsótt til að hreinsa dún en dúntekja var víða í hreppnum og gekk hún milli bæja til þeirra verka og hafði Ragnar son sinn ævinlega með sér. Þannig kynntist Ragnar fólki á mörgum bæjum. Sumarið 1921 óskuðu útgerðar- menn sem stunduðu síldarverkun á Djúpuvík og Ingólfsfirði eftir að sett yrði upp loftskeytastöð þar norð- urfrá, þannig að þeir gætu komist í samband við Reykjavík, en sími hafði þá ekki verið Iagður í Árnes- hrepp og þurfti því að fara til Hólma- víkur til að komast í símasamband. Við þessu var orðið og „Konungs- stöðin“ svonefnda, sem áður hafði verið sett upp hjá Geysi í Haukadal vegna komu Kristjáns X Danakon- ungs, flutt norður og valinn staður í Ámesi. I Árnesi bjuggu þá prests- hjónin séra Sveinn Guðmundsson og frú Ingibjörg Jónasdóttir, sem síðar áttu eftir að verða tengdaforeldrar Ragnars, og voru þau mæðginin Ólína og Ragnar þá vinnuhjú á prestssetrinu. Þessi atburður átti eftir að skipta sköpum fyrir ungmennið Ragnar Guðmundsson. Hann heillaðist af þessari nýju íjarskiptatækni, sem þarna birtist við bæjardyrnar og sá í henni framtíðarmöguleika. Hann hleypti því heimdraganum árið 1922 og sótti um inngöngu í Loftskeyta- skólann og lauk þaðan prófi með fyrsta útskriftarárgangi skólans vor- ið 1923. Þetta var ekki í lítið ráðist af bláfátækum sveitadreng með tvær hendur tómar. Elínborg, dóttir séra Sveins og frú Ingibjargar, lánaði honum fyrir skólavistinni að ein- hveijum hluta og lítilsháttar kennslu í ensku fékk hann hjá séra Sveini, sem dugði honum við inntökuprófið í skólann. Að öðru leyti var farar- eyririnn góðar óskir sveitunganna og þá sérstaklega móður hans, sem bar velferð hans alla tíð mjög fyrir bijósti og hann endurgalt ríkulega meðan bæði lifðu. Uppfrá þessu var sjómennska ævistarf Ragnars. Kynni okkar Ragnars hófust vorið 1948. Hann var þá að taka við skip- stjórn m.s. Rifsness og réðst eg til hans háseti og átti eg eftir að vera með honum nokkur sumur á síldveið- um á togurunum Gylli og Skalla- grími. Er mér minnisstætt hversu Ragnar tók mér vel stráklingnum, sem aldrei hafði verið til sjós og kunni því ekkert til verka. Á sumrun- um sem í hönd fóru, fóru síldveiðar fyrir Norðurlandi minnkandi ár frá ári. Á Rifsnesinu fiskuðum við þó allvel og vorum með hæstu skipum sumarið 1948. Ragnar var reyndar oft með aflahæstu síldarskipstjórum og þekkti þennan veiðiskap eins og fingurna á sér enda hafði hann stundað síldveiðar fyrir Norðurlandi frá því hann hóf sjómennsku fyrst sem loftskeytamaður og háseti, síðar stýrimaður og lengst af sem skip- stjóri og jafnframt nótabassi eða til 1954 en það var síðasta síldarsumar hans. Þá var hann skipstjóri á togar- anum Ask frá Reykjavík. Það sumar var nær engin síldveiði og sagði Ragnar það hörmulegasta sumar sitt. Sumarið 1947 sökk síldarskipið Snerrir á Skagagrunni. Þegar þetta gerðist var logn og síld um allan sjó. Áhöfnin á Snerri, 21 maður, komst í snurpubátana. Ragnar var þarna skammt frá, þá skipstjóri á línuveiðaranum Alden. Hann hafði rétt lokið við að háfa og fór þegar í stað og tók áhöfn Snerris um borð í Alden, setti bátana í slef og hélt til löndunar á Hjalteyri. Það mun hafa verið glatt yfir skipstjóranum á Alden þegar hann kom til hafnar með fullt skip af síld, tvær skips- hafnir og nótabátan að tveimur skip- um. Ragnar var góður sjómaður. Hann var varfærinn en þó kapps- fullur við veiðarnar; var mikið upp í bassaskýli og sá með ólíkindum vel. Hann var óragur að taka sig út úr hópi annarra skipa í tregfiski og stíma á vit hins óþekkta. Þetta lánaðist honum oft og ósjaldan lent- um við í síld einskipa í þessum risp- um. Ragnar lét sér ákaflega annt um skipshöfn sína og fór ekki í manngreinarálit. Hann hafði mikið, og máske sérstakt, skopskyn en gætti þess ávallt að meiða engan. Framkoma hans var jafnan fijálsleg og ákveðin. Ragnar var mikill reglumaður bæði til orðs og æðis. Til marks um þetta má nefna að þau tvö ár sem hann var ráðgjafi FAO í Tyrklandi skrifaði hann dagbók og það svo nákvæma að engum degi er þar sleppt úr hvort sem viðburðir voru stórir í sniðum eða ekki. í þessari bók sést glöggt að Ragnar hafði gott vald á íslensku máli og skrifaði mjög læsilega rithönd. A síðustu árum hans, eftir að hann hafði tapað sjóninni, fórum við í sameiningu yfir þessa bók. Það voru okkur báðum ánægjulegar stundir. Stuttu eftir að Ólöf kona Ragnars lést fékk hann inni á Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Það var við hæfi. Þar undi hann hag sínum vel og var þakklátur fyrir þá aðstoð og umönnun sem hann fékk þar. Síðustu árin mátti heita að hann væri alblindur og setti það auðvitað mark sitt á hann en hann kvartaði ekki. Sagðist vera sáttur við lífíð eins og það lægi fyrir. Nú þegar eg kveð vin minn Ragn- ar Guðmundsson þakka eg honum samveruna og alla vinsemd hans í minn garð frá því við sáumst í fyrsta sinn. Eg mun minnast hans þegar eg heyri góðs og heiðarlegs manns getið. Guðlaugur Gíslason. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS. HELGASON HF STEINSMIBJA SKEMMUVEGI 48 SIGMUNDUR HJÁLMARSSON + Sigmundur Hjálmarsson var fæddur á Akur- eyri 7. ágúst 1937. Hann lést á Land- spítalanum 12. október siðastlið- inn. Sigmundur var sonur hjónanna Hjálmars Sig- mundssonar og Þórlaugar Gunn- laugsdóttur frá Ak- ureyri. Systkini Sig- mundar eru Erla Hlín Hjálmarsdótt- ir, Hjálmar Hjálm- arsson og Jóna, sem dó ung. Systir sammæðra er Hólmfríð- ur Guðmundsdóttir. Útför Sigmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi, að heiminum verðirðu’ ekki að bráð, þá berast lætur lífs með straumi og lystisemdum sleppir taumi, - hvað hjálpar, nema herrans náð? Og þegar allt er upp á móti, andinn bugaður, holdið þjáð, andstreymisins í ölduróti allir þó vinir burtu fljóti, Guðs er þó eftir gæszka’ og náð. Hver dugar þér í dauðan^i stríði, er duga ei lengur mannleg ráð, þá horfin er þér heimsins prýði, en hugann nístir anpr og kvíði, - hvað dugar, nema Drottins náð? (G. Thomsen.) Systkinum Sigmundar, Lóló og Bóbó, og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Elsku frændi. Nú hvflist þú á himnum og ert orðinn heill. Hvíl þú í friði. Þín frænka, Gréta Sólveig Gunnlaugsdóttir. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, áðurtil heimilis Hringbraut 39, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. október. Marfa Árnadóttir, Jóhannes Árnason, Guðrún Sveinjónsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GEIRMUNDUR JÚLÍUSSON, dvalarheimilinu Hlff, ísafirði, verður jarðsunginn frá Hnífsdals- kapellu, laugardaginn 26. október kl. 14.00. Halldór Geirmundsson, Guðný Hermannsdóttir, Gunnar Geirmundsson, Gunnhildur Magnúsdóttir, Geir Geirmundsson, Sigrfður Sigfúsdóttir, Helgi Geirmundsson, Erna Magnúsdóttir, Ásta Geirmundsdóttir, Kristófer Edilonsson, Baldur Geirmundsson, Karitas Pálsdóttir, Karl Geirmundsson, Rannveig Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR BJÖRN SIGVALDASON, Laugarnesvegi 78, sem lést í Hrafnistu 17. október, verður jarðsunginn fró Lang- holtskirkju föstudaginn 25. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ólafsdóttir, Einar Þórketill Einarsson, Sigrfður Emilía Eiríksdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Sigvaldi Sveinbjörn Einarsson, Heiðdís Sigurðardóttir, Olafur Einarsson, barnabörn, Björn Einar Sigvaldason og fjölskylda, Lennard Sigvaldason og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma, KATRÍN DAGMAR EINARSDÓTTIR, Rauðagerði 22, Reykjavfk, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavlkur, Foss- vogi, föstudaginn 18. október síðastlið- inn, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 25. október kl. 15.00. Eyjólfur Jónsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Jón Ótti Gíslason, Katrfn Dagmar Jónsdóttir, Eyjólfur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.