Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SAMBMOl • SIGURVEIG JONSDOTTIR líV'jírír M.R. Bagsljóí ☆ ☆☆ V2 $.W. Mbl ☆☆☆☆ A.E. HP ☆☆☆¥2 M.K. BV ☆☆ U.M. DagiuiTMnn ☆☆☆ Ö.H.T. Rís 2 Far-eða Gullkortshafar VISAogNámu- og Gengismeðlimir Lands- banka fá 25% AFSLÁTT. Gildirfyrirtvo. ATH! Djöflaeyjan í Stjörnubíói er sýnd í A-sal á öllum sýningum. SYND I A-SAL KL. 5f 7, 9 og 11 í THX KVIKMYNDAHATID I REYKJAVIK Sjá auglýsingu á bls 13. McCon- aughey og Sandra í Synd kl. 5, 6.30, 9 og 11.05 í THX. B.i. 16 FYRIRBÆRIÐ ©LtA rttappy (jilmore Sýnd kl. 4.45. ÍSLENSKTTAL Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10. 15-30% AFSLATTUR aföllum skóm I<asi e! = SAMBÍÓ CICBCC 0^-0 SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.Í5landia. is/sambioin Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. sambúð DAUÐASÖK ► NEISTARNIR hafa flogið á milli leikaranna Söndru Bullock og Matthews McConaughey síð- an þau léku saman í myndinni „Time to Kill“ fyrr á þessu ári en myndin hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og víðar frá því hún var frumsýnd síðastliðið sumar. Fregnir herma að turtildúfurnar búi nú saman í íbúð Söndru í Holly- wood og á meðfylgjandi mynd sést hún benda unnustanum á hvar best sé að fara inn í íbúð- ina með dótið sem hann hefur með sér. Innantóm nekt KVIKMYNPIR Rcgnboginn, Laugarásbíó FATAFELLAN („STRIPTEASE") ★ V2 Leikstjóri Andrew Bergman. Hand- ritshöfundur Andrew Bergman, byggt á skáldsögu Carls Hiaasen. Kvikmyndatökustjóri Stephen Gold- blatt. Tónlist Howard Shore. Aðal- leikendur. Demi Moore, Burt Reyn- olds, Armand Assante, Ving Rham- es, Robert Patrick, Rumer Willis. Bandarisk. Castle Rock/Columbia 1996.117 mín. í AUGLÝSINGUM er Fatafellunni helst talið til tekna að Demi Moore fékk greidda metupphæð fyrir kvenhlutverk fyrir leik sinn í mynd- inni. 12,5 milljónir dala. Dálagleg summa þegar búið er að margfalda hana með tæpum sjötíu. Moore er barmmikil kona og svellandi útlín- ur hennar hafa átt að tryggja aðal- persónunni, fyrrum einkaritaran- um, nú fatafellunni Erin Grant hið lífsnauðsynlega, kynþokkafulla út- lit. Því miður rís ekki konan undir þessu og er oflaunaðasta leikkonan í Vesturheimi um þessar mundir. Moore er álíka kynæsandi og Barbídúkka og nektardansatriði hennar minna meira á gólfæfingar hjá fimleikakonu en erótíska sýn- ingu. Það er semsagt ekki lík- amsfegurðin sem stendur frú Will- is fyrir þrifum heldur virðist hún einatt vera að basla við að halda á lofti virðingu sinni sem leikkona sem ber að taka alvarlega, misskil- ur hlutverkið ofaná getuleysið. Erin er kjarni myndarinnar, sem er mislukkuð. Hin íðilfagra Erin hefur misst starf sitt sem einkaritari hjá FBI vegna drykkfellds eiginmanns (Ro- bert Patrick), sem hún hefur skilið við og stendur í málaferlum vegna forræðis yfir ungri dóttir þeirra. Til að hafa í sig og á reytir Erin af sér spjarirnar á nektarbúllu, undir verndarvæng útkastarans Shads (Ving Rhames). Meðal gesta eitt kvöldið er Dilbeck (Burt Reyn- olds), gufuruglaður þingmaður sem verður bálskotinn í Erin og kemur henni til aðstoðar er ráðist er á hana á sviðinu. Á sá atburður eftir að draga dilk á eftir sér; fjár- kúgun morð, o.s.frv. Þótt Moore standi sig ekki í stykkinu sem nektardansmær þá er hún jafnvel verri sem einstæð móðir í forræðismálaferlum. Fær enga samúð hjá áhorfandanum. Jafnvel þótt það sé engin önnur en dóttir hennar og Bruce Willis sem fer með hlutverk þeirrar stuttu er allur sá kafli ótrúlega tilfinn- ingalaus. Það liggur við að maður sé á bandi mannlerans Darrells, fyrrum manns hennar, enda er hann ein af fáum persónum sem vakna til lífsins, leikinn með tilþrif- um af Patrick. Rhames kemst einn- ig vel frá útkastaranum og Burt Reynolds er í öllu falli kostulegur sem þingmaðurinn, þótt hann of- leiki sem óður sé á báða bóga. Þessi fyrrum ofurstjarna hefur ekki fengið bitastætt hlutverk í herrans mörg ár og hefur heldur betur ætlað að grípa gæsina þegar hún gafst. Fatafellan átti að hafa alla burði til að verða toppmynd. Byggð á einni af betri sögum hins mein- fyndna rithöfundar og (Pulitzer- verðlauna-) blaðamanns, Carls Hiaasen, kostaði stórfé, jafnvel á Hollywoodmælikvarða, með mikið af hæfileikamönnum innanborðs. Vond útkoman verður að skrifast fyrst og fremst á handritshöfund- inn og leikstjórann Bergman, sem þó á að baki ágætar, skynsamlegar gamanmyndir. Hann glutrar niður öllu háðinu í Hiaasen, að ekki sé minnst á pólitísku ádeiluna sem jafnan er fyrirferðarmikil í verkum hans, reynir að púrra uppá þetta utangarðsfólk og umhverfi þess með hörmulegri útkomu. Þeir sem gaman hafa af myndinni - sem býr yfír örfáum tilsvörum frá Hia- asen - ættu að lesa bókina. Þeir hljóta að hlæja sig máttlausa. Sæbjörn Valdimarsson □KSs ÖPEBLADES KASTI.ER SDCB COUNMCC OLDSKCX OLRAIL BLUN ONSORAWL DANNYWAY OBBNOBLE 3VSSLI V B SEA R LES AVRASOLISTAVEW í JEULA^OSCBUNOACCEL KRINGLUNNI, SÍMI 553-1717, LAUGAVEGI, S. 511-1758 LAUGAVEG 94 DCSHOECOUSA SANDRA BULLOCK SAMUEL L. JACKSON MATTHEVV MCCONAUGHEY KEVIN SPACY „Myndin er byggð á sterkri sögu sem gott handrit hefur verið gert eftir og hún er mjög vel leikin." ★ ★★ A.I. Mbl „Mynd sem vekur Axel Axelsson FM 95,7 Ómar Friðleifsson X-ið DIGITAL Sannkölluö stórmynd gerð eftir samnefndri metsölubók John Grisham (The Client, Pelican Brief, The Firm). Faðir tekur lögin í sínar hendur þegar illmenni ráðast á dóttur hans. Saksóknarinn krefst þyngstu refsingar og réttarhöldin snúast upp i fjölmiðlasirkus. Frábærir leikarar í öllum hlutverkum. Samuel L. Jackson (Pulp Fiction), Sandra Bullock (While You Were Sleeping), Matthew McConaughey, Oliver Platt (Flatliners), Brenda Fricker (My Left Foot). Leikstjóri: Joel Schumacher (The Client, Batman Forever, Falling Down, Flatliners).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.