Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TEIKNING af norrænu menningarsetri á Manhattan. Sviknir varahlutir í sjö SAS-þotum Ekki tilefni til að fara yfir inn- kaup Flugleiða Norrænt menningar- hús fyrirhugað á Manhattan Kostnaður rúmlega 1 milljarður AMERICAN Scandinavian Foundation áformar að reka nor- rænt menningar- og upplýsinga- setur í New York. Bandaríska stofnunin hefur óskað eftir fjárstuðningi ríkisstjórna Norð- urlandanna en heildarkostnaður við kaup á húsinu, töluverðar endurbætur auk fjármagns í stofnsjóð er áætlaður rúmlega 1 milljarður íslenskra króna. Að sögn Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra verður sá kostnaður að meginhluta greidd- ur af stofnuninni sjálfri og söfn- unarfé en ekki er Ijóst hver hlut- ur ísland verður. Samstarfsráðherrar Norðurlanda jákvæðir Ríkisstjórn íslands er reiðubú- in að taka þátt í verkefninu ef önnur Norðurlönd gera slíkt hið sama, að sögn Halldórs Ásgríms- sonar. Á fundi norrænu samstarfs- ráðherranna í Kaupmannahöfn í gær var vel tekið í að veita stofn- uninni stuðning en málið er þó enn í athugun, að sögn utanríkis- ráðherra. Forsagan er sú að Halldór hitti fulltrúa American Scandinavian Foundation í New York í septem- ber sl. þar sem honum voru kynntar hugmyndir að menning- arhúsinu. Halldór hafði síðan forgöngu um að kynna verkefnið utanríkisráðherrum hinna N orðulandanna. Fyrirhugað er að norræna upplýsinga- og menningarhúsið verði staðsett í miðborg Manhatt- an, á Park breiðstræti og horni 38. strætis. Áður var húsið í eigu Austur- Þýskalands en fasta- nefnd þess hjá Sameinuðu þjóð- unum var þar til húsa. „VIÐ kaupum varahluti í okkar flugvélar í samræmi við mjög stranga staðla evrópskra flugmála- stjórna, sem eru hluti af vottunar- kerfi viðhaldsstöðvarinnar í Kefla- vík,“ segir Einar Sigurðsson, að- stoðarmaður forstjóra Flugleiða. Aðspurður segir Einar að fréttir af því að sviknir varahlutir hefðu verið í sjö þotum SAS-flugfélags- ins gæfu ekki sérstakt tilefni til að fara yfir öll innkaup á varahlut- um í flugvélar Flugleiða. Stöðugt innra eftirlit væri hluti af því gæðaeftirliti sem fylgt væri við innkaup varahluta hjá félaginu og aukið öryggi fælist í því að stór hluti allra varahluta í vélar Flug- leiða væri keyptur beint af fram- leiðendum. Innkaupakerfi Flugleiða eins öruggt og kostur er „Við kaupum fyrst og fremst varahluti af verksmiðjunum sjálf- um, af Boeing og hreyflaframleið- endum eða af framleiðendum svo- kallaðra íhluta,“ segir Einar. „Þegar við kaupum varahluti af öðrum gerum við ítarlegar kröfur í samræmi við staðla um uppruna- vottorð. Við skiptum einungis við viðurkennd fyrirtæki á þessu sviði. Við teljum að innkaupakerfið sé eins öruggt og hægt er að hafa það,“ segir hann. Jacman Aircraft ekki meðal birgja Flugleiða Fram hefur komið að SAS-flug- félagið fékk ábendingar frá banda- ríska loftferðaeftirlitinu um að fyr- irtækið Jacman Aircraft sem selur flugvélavarahluti hafi ekki getað lagt fram upprunavottorð fyrir fjölda varahluta. Hjá Flugleiðum kannast menn ekki við þetta fyrir- tæki og er það ekki á lista yfir birgja félagsins, skv. upplýsingum Einars. Mikil síldveiði út af Austfjörðum undanfarna daga og gott verð fæst Morgunblaðið/Þorsteinn Þorsteinsson Á SÍLDVEIÐUM út af Austfjörðum. Síld finnst við Eldeyjarboða Veiðanlegar síldartorfur hafa fundist suð- vestur af landinu, þar sem mest veiddist áður en stofninn hrundi. Helgi Þorsteinsson spurði síldarfrétta. RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson hefur fundið síld í veiðanlegum torfum suð- vestur af landinu, við Eldeyj- arboða, suðvestur af Eldey. Vitað er um þrjú skip sem halda munu til veiða á svæðinu í dag. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fískifræð- ings sem er leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, er síldin á um 10-15 mílna löngu og fjögurra mílna breiðu svæði sem liggur suðvestur og norð- austur. Síld fannst á sama svæði í nóvember í fyrra. Þá var hún mun smærri og blandaðri en var samt nokkuð veidd. Hjálmar segir að síld- in sé 30-34 sm að stærð og vel veið- anleg ef hún gefur sig til. Mikil síldveiði hefur verið síðustu daga á svæði sunnarlega í Héraðs- flóa, út af Borgarfírði eystra, þar sem ekkert hefur veiðst síðan snemma á 9. áratugnum. Sfldarvertíðin fór ró- lega af stað og mun minna hefur veiðst en á sama tíma í fyrra, en vonir manna hafa glæðst. Kemur ekki á óvart Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar segir að ekki sé óvenjulegt að síldin breyti um vetursetustað austan við landið. Honum kemur heldur ekki á óvart að hún finnist við Suðvesturland. „Við höfum verið að búast við að síldin skipti sér. Fyrir hrunið var aðalveiðin við Suðvesturland, en hef- ur eftir það verið meira austanlands. Við höfum túlkað það þannig að síld- arstofninn væri afkomendur þeirra 12 þúsund tonna sem lifðu af hrunið og áttu heima við Suðausturland. En eftir að stofninn fór að stækka vorum við alltaf að búast við honum á gömlu slóðunum. Við mældum tölu- verða síld á síðastliðnu hausti á þessu svæði við Eldey og þetta er eiginlega framhald af því. Þetta er stærri og betri síld en fannst þá, enda hefur hún vaxið og dafnað í eitt ár.“ Jakob segir að nýtingarmöguleik- ar síldarinnar gerbreytist ef veiðar geta einnig hafist við Suðvesturland. „Það kemur í Ijós í kvöld þegar fleiri skip koma á vettvang hvort draumur- inn rætist." Jakob segir að líklega skýrist góð veiði nú að hluta til af síld úr sterk- um árgangi frá 1991 sem skilaði sér verr í fyrra en búist hafði verið við. Hann segist þó ekki vilja fullyrða um það því engin sýni eru komin til rannsóknar. „Þetta breytir engu um okkar ráðgjöf því í henni er gert ráð fyrir sfldinni við Eldeyjarboða. Við höfum miðað við að það séu veidd 20-25% af stofninum af ári og okkar úttektir benda til þess að hann sé 450-500 þúsund tonn.“ Gott verð á mörkuðum Gott verð er á síld í Evrópu og mikil eftirspurn og ræðst það annars vegar af helmings niðurskurði á síld- arkvóta í Norðursjó og hins vegar af aukinni eftirspum í Austur-Evr- ópu. Gunnar Gíslason, markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna segir að verð á mörkuðum hafí hækk- að, en þó minna en hráefnisverð sem er 30% hærra en í fyrra. „Menn eru vongóðir, en við byggjum ekki neinar skýjaborgir á þessu.“ Gunnar segir að ef meiri síld fengist í frystinguna væri hægt að selja mun meira. . Gunnar Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, tekur í sama streng. „Við erum bún- ir að gera samninga um sölur á 70 þúsund tunnum á vestræna mark- aði. Það er meira en á sama tíma í fyrra. Þetta hefur verið stígandi síð- ustu árin og við höfum bætt við okk- ur á hveiju ári síðastliðin þijú ár. Við höfum líka verið að selja til Rússlands og það hefur farið ágæt- lega af stað. Við höfum möguleika á meiri sölu ef við fáum meira fram- leitt en það er samkeppni um af- kastagetuna, sérstaklega varðandi síldarflökunina. Við áætlum að við þurfum 30 þúsund tonn af síld upp úr sjó til söltunar á þessari vertíð en í fyrra voru það 23 þúsund tonn.“ Stemmning fylgir síldinni Gunnar segist ekki vilja kalla ástandið nýtt síldarævintýri en segir þó að mikil stemmning sé fyrir síld- inni. Hilmar Þór Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs Hrað- frystöðvar Þórshafnar, segir að þar sé unnið í síld bæði dag og nótt á vöktum. „Það er alltaf ákveðin stemmning sem fylgir síldinni. Menn brosa yfirleitt í vinnunni." Ríkisendurskoðun um Neyðarlínuna Ótvírætt hagræði RÍKISENDURSKOÐUN tel- ur í áliti sínu um málefni Neyðarlínunnar hf. að hag- ræði ríkissjóðs og sveitarfé- laga af fyrirkomulagi neyðar- vaktstöðvarinnar sé ótvírætt, skv. upplýsingum Morgun- blaðsins. Ríkisendurskoðun telur að ætla megi að heildarkostnað- ur opinberra aðila sé um 227-243 milljónum kr. lægri á átta ára gildistíma samn- ingsins sem gerður var við Neyðarlínuna en áætlað var í upphafi. Nokkur óvissa er um hvaða áhrif það hefur á árleg fram- lög að Öryggisþjónunstan hf. gerðist hluthafi í Neyðarlín- unni en ef þau áhrif verða lít- il telur Ríkisendurskoðun að kostnaðurinn verði um 180-200 millj. kr. minni en upphaflega var ráðgert eða nálægt 25 millj. króna á hveiju ári, skv. heimildum blaðsins. Athugun Ríkisendurskoð- unar mun einnig hafa leitt í ljós að þeir aðilar sem stofnunin ráðfærði sig við voru sammála um að þjónustu Neyðarlínunnar væri góð. Fasteigna- salar áfryja STJÓRN Félags fasteignasala ákvað í gær að áfrýja niður- stöðu samkeppnisráðs þess efnis að ákvæði um rétt fast- eignasala til einkasölu- þóknunar bryti í bága við góða viðskiptahætti. Jón Guðmundsson formað- ur félagsins segir að stjórnin hafi ákveðið að kæra úrskurð- inn til áfrýjunarnefndar Sam- keppnisstofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.