Morgunblaðið - 24.10.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 24.10.1996, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TEIKNING af norrænu menningarsetri á Manhattan. Sviknir varahlutir í sjö SAS-þotum Ekki tilefni til að fara yfir inn- kaup Flugleiða Norrænt menningar- hús fyrirhugað á Manhattan Kostnaður rúmlega 1 milljarður AMERICAN Scandinavian Foundation áformar að reka nor- rænt menningar- og upplýsinga- setur í New York. Bandaríska stofnunin hefur óskað eftir fjárstuðningi ríkisstjórna Norð- urlandanna en heildarkostnaður við kaup á húsinu, töluverðar endurbætur auk fjármagns í stofnsjóð er áætlaður rúmlega 1 milljarður íslenskra króna. Að sögn Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra verður sá kostnaður að meginhluta greidd- ur af stofnuninni sjálfri og söfn- unarfé en ekki er Ijóst hver hlut- ur ísland verður. Samstarfsráðherrar Norðurlanda jákvæðir Ríkisstjórn íslands er reiðubú- in að taka þátt í verkefninu ef önnur Norðurlönd gera slíkt hið sama, að sögn Halldórs Ásgríms- sonar. Á fundi norrænu samstarfs- ráðherranna í Kaupmannahöfn í gær var vel tekið í að veita stofn- uninni stuðning en málið er þó enn í athugun, að sögn utanríkis- ráðherra. Forsagan er sú að Halldór hitti fulltrúa American Scandinavian Foundation í New York í septem- ber sl. þar sem honum voru kynntar hugmyndir að menning- arhúsinu. Halldór hafði síðan forgöngu um að kynna verkefnið utanríkisráðherrum hinna N orðulandanna. Fyrirhugað er að norræna upplýsinga- og menningarhúsið verði staðsett í miðborg Manhatt- an, á Park breiðstræti og horni 38. strætis. Áður var húsið í eigu Austur- Þýskalands en fasta- nefnd þess hjá Sameinuðu þjóð- unum var þar til húsa. „VIÐ kaupum varahluti í okkar flugvélar í samræmi við mjög stranga staðla evrópskra flugmála- stjórna, sem eru hluti af vottunar- kerfi viðhaldsstöðvarinnar í Kefla- vík,“ segir Einar Sigurðsson, að- stoðarmaður forstjóra Flugleiða. Aðspurður segir Einar að fréttir af því að sviknir varahlutir hefðu verið í sjö þotum SAS-flugfélags- ins gæfu ekki sérstakt tilefni til að fara yfir öll innkaup á varahlut- um í flugvélar Flugleiða. Stöðugt innra eftirlit væri hluti af því gæðaeftirliti sem fylgt væri við innkaup varahluta hjá félaginu og aukið öryggi fælist í því að stór hluti allra varahluta í vélar Flug- leiða væri keyptur beint af fram- leiðendum. Innkaupakerfi Flugleiða eins öruggt og kostur er „Við kaupum fyrst og fremst varahluti af verksmiðjunum sjálf- um, af Boeing og hreyflaframleið- endum eða af framleiðendum svo- kallaðra íhluta,“ segir Einar. „Þegar við kaupum varahluti af öðrum gerum við ítarlegar kröfur í samræmi við staðla um uppruna- vottorð. Við skiptum einungis við viðurkennd fyrirtæki á þessu sviði. Við teljum að innkaupakerfið sé eins öruggt og hægt er að hafa það,“ segir hann. Jacman Aircraft ekki meðal birgja Flugleiða Fram hefur komið að SAS-flug- félagið fékk ábendingar frá banda- ríska loftferðaeftirlitinu um að fyr- irtækið Jacman Aircraft sem selur flugvélavarahluti hafi ekki getað lagt fram upprunavottorð fyrir fjölda varahluta. Hjá Flugleiðum kannast menn ekki við þetta fyrir- tæki og er það ekki á lista yfir birgja félagsins, skv. upplýsingum Einars. Mikil síldveiði út af Austfjörðum undanfarna daga og gott verð fæst Morgunblaðið/Þorsteinn Þorsteinsson Á SÍLDVEIÐUM út af Austfjörðum. Síld finnst við Eldeyjarboða Veiðanlegar síldartorfur hafa fundist suð- vestur af landinu, þar sem mest veiddist áður en stofninn hrundi. Helgi Þorsteinsson spurði síldarfrétta. RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson hefur fundið síld í veiðanlegum torfum suð- vestur af landinu, við Eldeyj- arboða, suðvestur af Eldey. Vitað er um þrjú skip sem halda munu til veiða á svæðinu í dag. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fískifræð- ings sem er leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, er síldin á um 10-15 mílna löngu og fjögurra mílna breiðu svæði sem liggur suðvestur og norð- austur. Síld fannst á sama svæði í nóvember í fyrra. Þá var hún mun smærri og blandaðri en var samt nokkuð veidd. Hjálmar segir að síld- in sé 30-34 sm að stærð og vel veið- anleg ef hún gefur sig til. Mikil síldveiði hefur verið síðustu daga á svæði sunnarlega í Héraðs- flóa, út af Borgarfírði eystra, þar sem ekkert hefur veiðst síðan snemma á 9. áratugnum. Sfldarvertíðin fór ró- lega af stað og mun minna hefur veiðst en á sama tíma í fyrra, en vonir manna hafa glæðst. Kemur ekki á óvart Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar segir að ekki sé óvenjulegt að síldin breyti um vetursetustað austan við landið. Honum kemur heldur ekki á óvart að hún finnist við Suðvesturland. „Við höfum verið að búast við að síldin skipti sér. Fyrir hrunið var aðalveiðin við Suðvesturland, en hef- ur eftir það verið meira austanlands. Við höfum túlkað það þannig að síld- arstofninn væri afkomendur þeirra 12 þúsund tonna sem lifðu af hrunið og áttu heima við Suðausturland. En eftir að stofninn fór að stækka vorum við alltaf að búast við honum á gömlu slóðunum. Við mældum tölu- verða síld á síðastliðnu hausti á þessu svæði við Eldey og þetta er eiginlega framhald af því. Þetta er stærri og betri síld en fannst þá, enda hefur hún vaxið og dafnað í eitt ár.“ Jakob segir að nýtingarmöguleik- ar síldarinnar gerbreytist ef veiðar geta einnig hafist við Suðvesturland. „Það kemur í Ijós í kvöld þegar fleiri skip koma á vettvang hvort draumur- inn rætist." Jakob segir að líklega skýrist góð veiði nú að hluta til af síld úr sterk- um árgangi frá 1991 sem skilaði sér verr í fyrra en búist hafði verið við. Hann segist þó ekki vilja fullyrða um það því engin sýni eru komin til rannsóknar. „Þetta breytir engu um okkar ráðgjöf því í henni er gert ráð fyrir sfldinni við Eldeyjarboða. Við höfum miðað við að það séu veidd 20-25% af stofninum af ári og okkar úttektir benda til þess að hann sé 450-500 þúsund tonn.“ Gott verð á mörkuðum Gott verð er á síld í Evrópu og mikil eftirspurn og ræðst það annars vegar af helmings niðurskurði á síld- arkvóta í Norðursjó og hins vegar af aukinni eftirspum í Austur-Evr- ópu. Gunnar Gíslason, markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna segir að verð á mörkuðum hafí hækk- að, en þó minna en hráefnisverð sem er 30% hærra en í fyrra. „Menn eru vongóðir, en við byggjum ekki neinar skýjaborgir á þessu.“ Gunnar segir að ef meiri síld fengist í frystinguna væri hægt að selja mun meira. . Gunnar Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, tekur í sama streng. „Við erum bún- ir að gera samninga um sölur á 70 þúsund tunnum á vestræna mark- aði. Það er meira en á sama tíma í fyrra. Þetta hefur verið stígandi síð- ustu árin og við höfum bætt við okk- ur á hveiju ári síðastliðin þijú ár. Við höfum líka verið að selja til Rússlands og það hefur farið ágæt- lega af stað. Við höfum möguleika á meiri sölu ef við fáum meira fram- leitt en það er samkeppni um af- kastagetuna, sérstaklega varðandi síldarflökunina. Við áætlum að við þurfum 30 þúsund tonn af síld upp úr sjó til söltunar á þessari vertíð en í fyrra voru það 23 þúsund tonn.“ Stemmning fylgir síldinni Gunnar segist ekki vilja kalla ástandið nýtt síldarævintýri en segir þó að mikil stemmning sé fyrir síld- inni. Hilmar Þór Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs Hrað- frystöðvar Þórshafnar, segir að þar sé unnið í síld bæði dag og nótt á vöktum. „Það er alltaf ákveðin stemmning sem fylgir síldinni. Menn brosa yfirleitt í vinnunni." Ríkisendurskoðun um Neyðarlínuna Ótvírætt hagræði RÍKISENDURSKOÐUN tel- ur í áliti sínu um málefni Neyðarlínunnar hf. að hag- ræði ríkissjóðs og sveitarfé- laga af fyrirkomulagi neyðar- vaktstöðvarinnar sé ótvírætt, skv. upplýsingum Morgun- blaðsins. Ríkisendurskoðun telur að ætla megi að heildarkostnað- ur opinberra aðila sé um 227-243 milljónum kr. lægri á átta ára gildistíma samn- ingsins sem gerður var við Neyðarlínuna en áætlað var í upphafi. Nokkur óvissa er um hvaða áhrif það hefur á árleg fram- lög að Öryggisþjónunstan hf. gerðist hluthafi í Neyðarlín- unni en ef þau áhrif verða lít- il telur Ríkisendurskoðun að kostnaðurinn verði um 180-200 millj. kr. minni en upphaflega var ráðgert eða nálægt 25 millj. króna á hveiju ári, skv. heimildum blaðsins. Athugun Ríkisendurskoð- unar mun einnig hafa leitt í ljós að þeir aðilar sem stofnunin ráðfærði sig við voru sammála um að þjónustu Neyðarlínunnar væri góð. Fasteigna- salar áfryja STJÓRN Félags fasteignasala ákvað í gær að áfrýja niður- stöðu samkeppnisráðs þess efnis að ákvæði um rétt fast- eignasala til einkasölu- þóknunar bryti í bága við góða viðskiptahætti. Jón Guðmundsson formað- ur félagsins segir að stjórnin hafi ákveðið að kæra úrskurð- inn til áfrýjunarnefndar Sam- keppnisstofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.