Morgunblaðið - 24.10.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.10.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 21 40 ár frá uppreisninni í Ungverjalandi „Frelsislogmn“ hjá unga fólkinu Budapcst. Reuter. UNGVERJAR minntust þess í gær, að þá voru liðin 40 ár frá uppreisninni gegn sovéskum yfir- ráðum 1956. Við hátíðlega athöfn í Budapest sagði Arpad Goncz, for- seti Ungveijalands, að það kæmi nú í hlut ungu kynslóðarinnar að halda á loft „frelsisloganum". Aðeins nokkur hundruð manns tóku þátt í athöfninni, þar á meðal sumir þeirra, sem börðust gegn sovésku skriðdrekunum, og lítið var um ungt fólk. Þótti það sýna vel það mikla bil, sem nú er á milli kynslóðanna í Ungvetjalandi. 25.000 manns týndu lífi „Við erum farnir að týna tölunni en nú kemur það í hlut unga fólks- ins að halda frelsisloganum á loft,“ sagði Goncz en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr- ir sinn þátt í uppreisninni en áætl- að er, að hún hafi kostað 25.000 manns lífið. Uppreisnin hófst 23. október og Ungverjum, sem voru illa vopnum búnir, tókst að hrekja sovéska her- liðið frá Budapest. Vonir þeirra um Reuter BUDAPEST var eins og víg- völlur yfir að líta eftir að sovéska hernum hafði tekist að bæla byltinguna niður. hernaðarlegan stuðning Vestur- veldanna brugðust þó alveg og i nóvember kom sovéski herinn aftur og þá tókst honum að kæfa bylting- una í blóði. Sumu ungu fólki í Ungveijalandi finnst sem þessi atburður geti ekki verið neitt sameiningartákn fyrir landsmenn vegna þess, að hægri- flokkarnir í landinu hafi reynt að eigna sér hann umfram aðra og sumir gamlir uppreisnarmenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með þróun- ina að undanförnu. Landið sé að vísu fijálst en lífskjörunum hafi hrakað og einkum hjá ellilífeyris- þegum. Óvelkomnir ráðherrar Nokkur félög þeirra manna, sem börðust 1956, höfðu lýst yfir, að félagar í stjórnarflokknum, arftaka gamla kommúnistaflokksins, væru ekki velkomnir til minningarat- hafnarinnar en Gyula Horn forsæt- isráðherra, Zoltan Gal, forseti þingsins, og Gyorgy Keleti varnar- málaráðherra tóku samt þátt í henni. 9f lharscmer - hvcnær sem er! 23.-26. október o\ FJORA kynnir Kringlukast DAGA Nýjar vö £Q- afsl éai'iilfmloíiÍT itmgul^iksr! PowerMacintosh 7600/132: Örgjörvi: PowerPC 604 RISC Tiftíðni: 132 megariö Vinnsluminni:48 Mb (má auka i 512 Mb) Skjáminni: 2 Mb DRAM (birtir 16.7 milljónir lita á 17" skjá) Harðdiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD1200i (átta hraða) Skjár: Apple Multiple Scan 1710-17" litaskjár Diskadrif: 3.5" - les Mac- og PC-diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt Locaííalk- og Ethernet-tengi Hljóð: 16 bita hljóö inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem aö sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Microsoft Office 4.2.1 sem inniheldur: Word, Excel og PowerPoint 166.250 133.534,- sta Apple LaserWriter 12/640 PS: Prentaðferð: Leysi-xerografískur getur prentað á báðar hliðar blaðsins samtímis (með Duplex-búnaöi sem fæst aukalega) Minni: 8 Mb RAM (Stækkanlegt i 64 Mb) Prentgæði: 600 pát. Fine Print-tækni til að auka upplausnina, prentun grátónamynda í 600 pát, PhotoGrade- tækni til að auka gæði Ijósmynda (+4 Mb) Tengi: Samtímis tenging við Ethernet-, LocalTalk- og samhliðatengi Hraði: Allt að 12 síöur á mínútu Leturgeröir: 64 TrueType- og 35 PostScript-leturgerðir fylgja Apple-umboðið Skipholti 21,105 Reykjavik, sími: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.