Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 1
ÍOOSIÐURB/C 3to*KswibUútíb 253. TBL. 84. ARG. STOFNAÐ 1913 ÞRIÐJUDAGUR 5. NOVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í forseta- og þingkosningum Allar kannanir benda til öruggs sigurs Clintons Líklegt að repú- blikanar haldi meirihluta í öld- ungadeild en mik- il óvissa um full- trúadeildina Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Bob Dole, forsetaefni repúblik- ana, fóru af einum fundinum á ann- an í gær, síðasta daginn fyrir kjör- dag, og ýttu til hliðar samsafnaðri þreytu og svefnleysi síðustu vikna. Skoðanakannanir segja samt, að úrsiitin séu ráðin, að Clinton verði kjörinn forseti í annað sinn í dag, en óvissan er um skipan næsta þings. Repúblikanar virðast líklegir til að halda meirihluta sínum í öldunga- deild en með fulltrúadeildina er hins vegar allt í járnum. Skoðanakannanir fteuíers-frétta- stofunnar hafa sýnt aukið fylgi við Dole undir lok kosningabaráttunnar, allt niður undir fjögurra prósentu- stiga mun Clinton í vil, en könnun, sem hún birti í gær, sýnir, að munur- inn hefur aukist aftur og er nú 7,3%. f skoðanakönnun stórblaðsins New York Times hefur Clinton aftur 18 prósentustiga forystu, en það þýddi stórsigur fyrir hann. Aðrar kannanir voru þarna á milli. Harðar árásir á persónu Clintons Minna fylgi við Clinton í sumum könnunum síðustu daga er rakið til EINS og Bob Dole lofaði hefur hann farið dagfari og náttfari í kosningabaráttunni síðustu daga og það var ekki enn farið að lýsa af degi þegar hann efndi til fundar í Phoenix í Arizona í gærmorgun. Þrátt fyrir það mættu á fundinn nokkur þúsund manns. mikilla persónulegra árása andstæð- inga hans og ásakana um vafasöm framlög í kosningasjóð demókrata frá kaupsýslumönnum í Asíu. Ætl- aði Ross Perot, frambjóðandi Umbótaflokksins, að ljúka sinni bar- áttu með 30 mínútna sjónvarpsþætti um ýmsar ávirðingar Clintons, en sjálfur hefur hann ekki komist upp fyrir 10% fylgi. Clinton hóf daginn í New Hamp- shire og í ræðu sagði hann, að hafi Bandaríkjamenn ekki vitað á hverju þeir áttu von með kjöri hans fyrir fjórum árum, þá vissu þeir það núna. Síðan rakti hann ýmislegt, sem hann sagði, að áunnist hefði, og sagði, að kjósendur myndu skera úr um það í dag hvort áfram yrði haldið á sömu braut. Fundur fyrir dagrenningu Nokkur þúsund manns mættu á fund með Bob Dole, sem haldinn var fyrir birtingu í gærmorgun í Phoen- ix í Arizona, en gífurlegt álag síð- ustu daga var augljóslega farið að segja til sín. Mátti hann varla mæla fyrir hæsi og lét Jack Kemp, varafor- setaefni sitt, eftir að fiytja ræðuna. Dole ætlaði að fara um sjö ríki í gær en vera síðan í heimabæ sínum, Russell í Kansas, á kjördag. Þá ætl- aði Clinton að vera á sínum slóðum í Little Rock í Arkansas. Bandaríkjamenn, sem hafa látið skrá sig á kjörskrá, eru um 140 millj- ónir, en búist er við, að kjörsókn verði ekki nema rúmlega 50%. Búist er við fyrstu tölum úr kjördæmum á austurströndinni upp úr miðnætti, en líklega verður nokkuð liðið á nóttina þegar úrslitin verða endanlega ljós. ¦ Kosningarnar/20-21 Pakistan Bhutto rekin frá völdum Islamabad. Reuter. FAROOQ Leghari, forseti Pakistans, leysti í gær upp þingið eða neðri deildina og rak Benazir Bhutto forsætis- ráðherra og ríkisstjórn hennar frá völdum. Skýrði opinbera fréttastofan APP frá þessu seint í gærkvöld. „Farooq Ahmed Leghari, forseti Pakistans, hefur leyst upp þingið og forsætisráðherr- ann og ríkisstjórnin hafa ekki lengur nein völd í landinu," sagði í tilkynningunni, sem fréttastofan flutti. Að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins, BBC, var Bhutto enn í gær í aðsetri for- sætisráðherraembættisins í Islamabad. Herinn á verði „Það eru hermenn fyrir utan húsið," sagði hann en bætti við, að Bhutto væri ekki opin- berlega í stofufangelsi. Sagði hann einnig, að hermenn hefðu verið á verði við sjónvarps- og útvarpsstöðvar í borginni og stöðvað umferð um alla flug- velli í landinu. Þá var einnig lokað fyrir fjarskipti um far- síma. Fréttaritarinn kvaðst ekki telja, að um væri að ræða valdarán hersins í landinu, miklu fremur væri hér um að ræða ákvörðun forsetans, sem hefði þegar ákveðið, að nýjar þingkosningar yrðu haldnar 3. febrúar næstkomandi. Þá hefði hann einnig útnefnt for- sætisráðherra til bráðabirgða. Hægrisveifla í austurvegi Prag. Reuter. KJÓSENDUR í Rúmeníu og Búlgaríu höfnuðu vinstrimönn- um, arftökum gömlu kommún- istaflokkanna, í kosningunum um helgina, en þeir eru þó enn við völd sums staðar í Austur- Evrópu og í Júgóslavíu. Almenningur í Búlgaríu og Rúmeníu er augljóslega búinn að gefast upp á þeirri stefnu gömlu kommúnistanna, að unnt sé aðbjarga efnahagnum með haegfara umbótum. I Búlgariu vann umbóta- sinninn Petar Stoyanov öruggan sigur á Ivan Marazov, frambjóð- anda sósíaiista, fékk 59,9% á móti 40,1%, en í Rúmeníu fékk Ion Iliescu, frammámaður í gamla kommúnistaflokknum, aðeins meira fylgi í forsetakosn- ingunum en miðflokksmaðurinn Emil Constantinescu. í Rúmeníu þarf ao kjósa aftur á miHi þeirra tveggja en jafnvel þótt Hiescu sigraði yrði hann lík- lega að starfa með borgaralegri stjórn í fyrsta sinn frá því Nic- Reuter EMIL Constantinescu kemur á kjörstað með dóttur sinni. olae Ceausescu var steypt af stóli. I Júgóslavíu stefndi hins vegar flokkur Slobodans Milosevics forseta í sigur í þing- og sveitar- stjórnarkosningunum á sunnu- dag. ¦ Fyrrv. kommúnistar/22 Uppreisnarmenn í Zaire boða vopnahlé UPPREISNARMENN tútsa í Zaire buðust í gær til að semja um þriggja vikna vopnahlé að sögn Reuters- fréttastofunnar, en áður höfðu þeir lýst yfir, að borgin Goma væri öll í þeirra höndum. Jón Valfells, starfs- maður Alþjóða Rauða krossins, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að þegar hann og aðrir hjálparstarfs- menn hefðu farið frá Goma á laugar- dag, hefðu þar aðeins verið matar- birgðir til nokkurra daga. Leiðtogi uppreisnarmanna, Laur- ent Kabila, sagði í Bukavu í gær, að þeir myndu halda áfram landvinn- ingum sínum ef Zaire-stjórn féllist ekki á vopnahlé. Ekki er líklegt að um það semjist, þar sem stjórnin í Kinshasa hefur heitið að ná austur- héruðunum aftur. Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, skoraði í gær á Einingarsamtök Afríkuríkja, Evr- ópuríkin, Bandaríkin og Kanada að ræða strax aðgerðir til að koma í „Ottuðumst zaírsku hermenn- ina,"segir Jón Valfells veg fyrir stórslys í Zaire. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýska- lands, tók undir það með honum. Með hvítan fána Jón Valfells sagði, að á föstudag hefði mátt heyra skothríðina í út- hverfum Goma, en um kvöldið hefði henni linnt og kyrrð komist á að kalla. „Þá voguðum við okkur út úr húsi, starfsmennirnir á skrifstofu Rauða krossins, og bárum fyrir okk- ur hvítan fána. Zaírsku hermennirn- ir á vegum Sameinuðu þjóðanna voru þá flúnir, létu áður greipar sópa ög rændu meðal annars af okkur bifreiðunum, og ég verð að segja, að við óttuðumst þá. Uti á götunni hittum við hins vegar fyrir hermenn frá Rúanda, sem eru miklu agaðri, og þeir fullvissuðu okkur um, að okkur væri engin hætta búin," sagði Jón. Hjúkruðu særðum hermanni Jón sagði, að fyrir utan húsið þeirra í Goma hefðu legið lík fjög- urra zaírskra hermanna og einn særður hermaður. Hefðu þeir farið með hann inn húsið og hjúkrað honum og þótt ann hefði verið illa særður, hefði lk' n hans verið miklu betri daginn ef . Á laugardag íengu hjálparstarfs- mennirnir, rúmlega 100 talsins, skipun um að halda á brott og var farið til Kigali, höfuðborgar Rúanda, á 30 bílum og þaðan flogið til Na- irobi í Kenýa. Jón mun halda í kvöld til Genfar en sagði, að þess væri beðið, að unnt væri að halda hjálpar- starfinu áfram. Örlög hundruð þús- unda manna væru í húfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.