Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frá ráðstefnu Ferðafélagsins um ferðastefnu á miðhálendinu Morgunblaðið/RAX BRENNISTEINSALDA við Landmannalaugar, sem er í nálægð við hina vinsælu gönguleið milli Landamannalauga og Þórsmerkur. Nauðsynlegt að einfalda stjórn á hálendinu Á ráðstefnu Ferðafélags íslands um ferða- stefnu á miðhálendinu kom meðal annars fram að félagið hyggst m.a. auka fjölbreytni gönguleiða um hálendið. Jóhannes Tómas- son sat ráðstefnuna og dregur hér fram nokk- ur atriði úr erindunum sem þar voru flutt. ORKUIÐNAÐURINN hefur ráðið ferðinni á hálendinu. Gera verður áætianir um þarfir orkuiðnaðarins og ferðaþjónustan á að beita sér fyr- ir skipulagi á þörfum hans til að þessar greinar geti búið saman. Við getum ekki lagst gegn öllum virkjun- um en taka verður tillit til ferðaþjón- ustunnar sem veltir milljörðum króna. Þetta kom m.a. fram í erindi Hauks Jóhannessonar, jarðfræðings og varaforseta Ferðafélags Islands, um umhverfis- og skipulagsmál á ráðstefnu félagsins sl. laugardag þar sem rædd var ferðastefna á hálend- inu. Þar voru flutt sex erindi og sóttu ráðstefnuna um 200 manns. Páll Sig- urðsson, forseti félagsins, sagði í setningarávarpi sínu að ráðstefnan væri haldin til að fá umræðugrund- völl um stefnu félagsins, hún væri liður í endurskoðun sem nú stæði yfir á rekstri, starfi og stefnu þess á mikilvægum starfssviðum. Sagði hann endurskoðunarstarfið og bætta stefnumörkun vera eins konar af- mælisgjöf en félagið heldur upp á 70 ára afmæli á næsta ári. Páll Sigurðsson minnti á að yfir- völd ferðamála í landinu hefðu fyrir alllöngu markað þá stefnu að gisti- og þjónustuaðstöðu fyrir ferðamenn sem sæktu inn á hálendið skyldi komið upp við jaðra þess en í óbyggð- unum sjálfum 'verði aðstaðan með einföldum hætti. Sagði hann þessa stefnu tvímælalaust framlag til auk- innar og basttrar náttúruverndar á hálendinu. „Á síðari árum hefur mjög aukist og dýpkað skilningur manna á því hversu mikilvæg auðlind há- lendið er og hve miklu varðar að þar verði ekki - af skammsýni og vegna hugmynda um skyndigróða og marg- vísleg „gerviþægindi" - framin ill- bætanleg eða jafnvel óbætanleg glöp gagnvart náttúrunni sjálfri sem og komandi kynslóðum íslendinga. Sá auður sem felst í ósnortnu landi - ekki síst þegar fegurð þess og tign er jafnmikil og við blasir á hálendi okkar - er einnig í vissum skilningi „siðferðileg sameign" allra manna,“ sagði Páll enn- fremur. Sagði hann Ferða- félagið aðhyllast þessa stefnu og hefði unnið eftir henni og taldi ólíklegt að á því yrðu breytingar á næstu árum. Gísli Gíslason, landslagsarkitekt hjá Landmótun, gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram að undanförnu um skipulag miðhálend- isins. Með því eru skilgreind svæði sem vemda þarf vegna náttúrufars, vatnsbúskapar, sögu eða fornminja, skipuleggja þarf nytjar eins og orku- öflun, byggingar, samgöngur og þjónustu við ferðamenn og væri há- lendinu þannig skipt í reiti. Skipulag- ið yrði síðan lagt fyrir sveitarfélögin sem aðild ættu að málinu og með- ferð þess yrði að öllu Ieyti hin sama og væri með aðra skipulagsvinnu hjá hinu opinbera. Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðing- ur kynnti hugmyndir um gönguleiðir á hálendinu sem nefnd á vegum Ferðafélagsins hefur kannað og gæti staðið að, hugsanlega í samvinnu við aðra aðila. Sagði hann hins vegar erfitt að setja fram stefnu um fram- tíðargönguleiðir, yfirleitt byijaði fólk að ganga um áhugaverðar slóðir og í kjölfarið kæmu skálar og göngu- brýr. Þegar hugað væri að nýjum gönguieiðum sagði hann mikilvægt að þær væru ekki samliggjandi veg- arslóðum en upphaf og endir leiðanna þyrftu þó að vera í góðu vegasam- bandi. Einnig þyrfti að huga að hættum og hugsanlegum skemrndum vegna ágangs og spurning væri hvort merkja þyrfti slíkar leiðir, nota e.t.v. stikur í upphafi sem síðar mætti fjar- lægja þegar leiðin hefði markast. Þvert yfir hálendið Ferðafélagið og deildir þess hafa undanfarin ár byggt upp aðstöðu við eftirtaldar gönguleiðir: Landmanna- laugar-Þórsmörk; Hveravellir-Hvít- árnes; um Ódáðahraun; Snæfell- Lónsöræfi. Þá kynnti Jón Viðar hug- mynd um gönguleið þvert yfir há- lendið, milli Skóga og Ásbyrgis. Sagði hann hugmyndina að ganga mætti leiðina í áföngum milli þjón- ustumiðstöðva, t.d. í 5-6 áföngum. Telja mætti hvern áfanga fyrir sig sjálfstæðan og sagði hann ljóst að þörf væri að skap- ast hérlendis fyrir áfanga- skipta leið af þessum toga. Góðar samgöngur væru við alla áfanga leið- arinnar, Skóga, Þórsmörk, Land- mannalaugar, Nýjadal, Öskju, Mý- vatn og Asbyrgi og því auðvelt að skipta henni niður. Sagði hann Ferðafélagið og deildirnar eiga skála á sjö stöðum á leiðinni, einnig nýtt- ust skálar og gistiaðstaða í eigu annarra aðila en ljóst væri að reisa þyrfti 7-8 nýja skála. Leiðin frá Skógum norður í Ás- byrgi er hugsuð yfir Fimmvörðuháls, um Þórsmörk, Emstrur, Álftavatn, Hrafntinnusker, Landmannalaugar, um Veiðivötn og Hraunvötn að Jökul- heimum, vestan Vatnajökuls í Vonar- skarð, Nýjadal, norðan Trölladyngju að< Öskju, að Bræðrafelli, um Hvammsfjöll, Heilagsdal, Seljahjal- lagil og Þrengslaborgir, að Reykja- hlíð við Mývatn og síðan að Leir- hnjúk, um Hólmatungur og meðfram Jökulsárgljúfrum í Asbyrgi. Af öðrum leiðum sem Jón Viðar kynnti má nefna göngu umhverfis Langjökul. Ferðafélagið á nú sex skála við jaðar jökulsins og með því að bæta við 5 væri hægt að ganga umhverfís jökuiinn með hæfilegum dagleiðum. Þá sagði hann að hluti af þessari leið gæti einnig þjónað fólki á fjallahjólum. Kanna þyrfti þó betur leiðina með tilliti til þess og hvort fjallahjólaleið fari saman við gönguleið. Kvóti í gistiskálum Sigríður Þorbjarnardóttir, líffræð- ingur og formaður ferðanefndar fé- lagsins, fjallaði um ferðalög og ferða- mennsku. Sagði hún að árið 1936 hefðu um 1.400 manns tekið þátt í ferðum félagsins, um tvö þúsund árið 1956, rúmlega 6 þúsund árið 1985 og 6.672 á síðasta ári. Farnar hefðu verið 26 ferðir milli Land- mannalauga og Þórsmerkur og þátt- takendur hefðu verið 409. Væru vin- sældar leiðarinnar slíkar að á stöku stað þyrfti að huga að gerð göngustíga vegna ágangs og hún taldi einnig vafa leika á því að þessi leið væri hentug fyrir fólk á flallahjólum eins og bor- ið hefði stundum við. Þá nefndi hún að með nýrri heilbrigðisreglugerð um skálabyggingar væri gert ráð fyrir tilteknum rúmmetrafjölda (6) svefn- rými fyrir hvem gest og sagði Ijóst að ætti að fara að slíkum reglum ’yrði mjög fámennt og góðmennt í skálum á hálendinu! Sagði hún að í skálanum í Drekagili væru nú 16 gistirými en ef fara ætti eftir reglu- gerðinni mættu aðeins 4 sofa þar. Ættu allir sem önnuðust rekstur slíkra skála að reyna að fá þessar reglur endurskoðaðar. Haukur Jóhannesson, jarðfræð- ingur og varaforseti Ferðafélagsins, ræddi umhverfis- og skipulagsmál. Sagði hann nauðsynlegt að skipu- leggja nýtingu á hálendinu og þar yrði að skoða mörg yjónarmið, orku- mál, náttúruvernd og afnotarétt. Nýting hálendis væri margvísleg, hin hefðbundna snerti búfjárbeit, ferða- menn vildu fá að njóta þess, orku- geirinn nýta fallvötn og efnistaka væri víða hugsanleg. Aðaihættu á árekstrum sagði hann vera milli orkugeirans og ferðaþjónustunnar og ef ekki ætti að koma eitt nýtt uppistöðulón á ári á hálendinu yrði að koma þessum málum undir skipu- lag. Ekki væri þó hægt að leggjast gegn öllum virkjunum en taka yrði tillit til ferðaþjónustunnar. Ferða- menn vildu komast í ósnortna nátt- úru, víðáttu og jökla og stilla yrði mannvirkjagerð í hóf. Þá sagði hann að einnig yrði að koma skipulagi á sjálfa ferðamennskuna um hálendið og ekki færi saman að ferðast á skíðum, vélsleðum eða gangandi og spurning væri hvort afmarka mætti að einhverju leyti hvern flokk fyrir sig. Þá sagði Haukur það skoðun sína að einn aðili ætti að stjóma málefn- um hálendisins en skiljanlegt væri að sveitarstjórnir vildu nýta mögu- leika sína ti! tekjuöflunar þar. Sex stundir milli skála Kristján M. Baldursson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélagsins, sagði frá fyrirkomulagi fjallaferða í Noregi en ferðafélagið þar er mjög öflugt. Félagsmenn ei'u um 180 þúsund og félagið rekur 341 gistiskála. Margir þeirra hefðu upphaflega verið sel og bændur sem stunduðu seljabúskap hefðu áður fyrr drýgt tekjur sínar með því að bjóða gistingu i seljum. Félagið stefndi að því að milli göngu- skáianna væri um 6 stunda ganga og að leiðir væru aðeins merktar þar sem það teldist nauðsyn- legt af öryggisástæðum. Þá sagði hann nokkra skálana útbúna með mat, m.a. niðursuðuvörum, sem göngumenn gætu gengið í og greitt fyrir og þetta væri jafn- vel fyrir hendi í skálum þar sem ekki er gæsla. Sigrún Helgadóttir líffræðingur ræddi um miðhálendið sem þjóðgarð. Taldi hún nauðsynlegt að stjóma málum öðruvísi en nú væri ef ná ætti tökum á hálendinu, þessu stærsta víðemi í Evrópu og spurði hvort svo væri í raun og sagði að skilgreiningin á víðerni væri mismunandi. Jafnréttismál Ráðherra andvígur fhitningi PÁLL Pétursson, félagsmála- ráðherra, sem jafnframt fer með jafnréttismál í sínu ráðu- neyti, lýsti því yfir í umræðum utan dagskrár um stöðu jafn- réttismála á Alþingi í gær, að hann teldi málaflokknum bezt komið í sínu ráðuneyti, þar sem íjölskyldumál væru einnig, og hann myndi leggjast gegn því að hann yrði fluttur til forsætis- ráðuneytis, eins og hugmyndir hefðu verið uppi um. Málshefjandi, Kristín Ást- geirsdóttir, Kvennalista, hafði í framsögu sinni spurt ráðherr- ann m.a. álits á þessari flutn- ingshugmynd, sem byggist á því að jafnréttismál séu mann- réttindamál, sem ekki veitti af að gert yrði hærra undir höfði í stjórnsýslukerfinu. Lýst eftir viðhorfsbreytingu Kristín gerði einnig skýrslu félagsmálaráðuneytis um fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn- ar í jafnréttismálum að umtals- efni, sem m.a. skyldar ráðuneyti og ríkisstofnanir til að setja sér jafnréttisáætlanir. Áætlunin rennur út í árslok 1997 og eiga því ákvæði hennar að vera kom- in til framkvæmda fyrir þann tíma. Kristín vitnaði til nýlegrar viðhorfskönnunar meðal starfs- manna í stjórnunarstöðum ráðu- neyta og ríkisstofnana, sem bendir til að þeir telji flestir enga þörf á sérstökum jafnrétt- isáætlunum. Þetta sé að hennar mati til marks um skortandi við- horfsbreytingu og skort á pólit- iskum vilja til að fylgja eftir ákvæðum gildandi laga og reglugerða um jafna stöðu kynj- anna sem og alþjóðlegra sam- þykkta sem Island á aðild að. Ráðherra tók undir að tryggja yrði framkvæmd áætl- unarinnar og að drög að nýrri áætlun verði tilbúin við upphaf haustþings á næsta ári, og lagði ennfremur áherzlu á, að ekki sé nóg að stjórnvöld grípi til aðgerða af þessu tagi; það sem mestu skipti sé að allir lands- menn leggist á eitt um að koma á þeirri nauðsynlegu viðhorfs- breytingu, sem t.d. er forsenda þess að útrýma megi kynbundn- um launamun. Búfé ferst í skurðum Svðra-Langholti Á FIMMTUDAG og föstudag gerði hér stífa skafhríð af norðri og skóf víða í harða skafla. Skurðir fylltust af snjó og sauðfé hraktist undan veðrinu og lenti í skurðunum. Ekki er þetta þó talið vera í miklum mæli, en fé hefur fundist dautt í skurðum og á nokkrum bæjum vantar dálítið af kindum. Stein- ar Halldórsson í Auðsholti vant- ar t.d. átta ær sem hann telur hafa lent undir fönn í skurðum. Þá hrakti þijár ær frá Auðs- holti undan veðrinu í Hvítá. Vegna tíðarfarsins hafa flestir bændur tekið sauðfé á hús sem er óvenju snemma hausts enda eru takmarkaðir hagar. Þekktur hátt verðlaunaður stóðhestur, Kolskeggur frá Kjamholtum, fórst og í skurði en það mun hafa verið eftir að bylinn gerði og er talið að hann hafi runnið í hálku í skurðinn. En það eru líka jákvæðar fréttir af búfé, því Tungnamenn sóttu á laugardag tvílembu í Þjófadali inni á Kili eftir ábendingu frá ijúpnaskyttum. Taka verður tillittil ferða- þjónustunnar Stilla þarf mannvirkja- gerð í hóf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.