Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR G. GÍSLASON + Ólafur G. Gísla- son fæddist Hafnarfirði 18. september 1909 og bjó þar alla ævi. Hann lést i Sjúkra- húsi Reykjavíkur 25. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísli G. Guðmundsson frá Hákoti, Innri- „ Njarðvík, f. 15. júlí 1879, d. 18. mars 1963, og Ingunn Ól- afsdóttir frá Höfða, Vatnsleysuströnd, f. 30. ágúst 1881, d. 16. apríl 1968. Þau hjónin eignuðust auk Ólafs fjögur börn: 1) Guðfinnu, f. 23. ágúst 1914, 2) Sigurgeir, f. 6. júní 1919, d. 4. mars 1953. Tvö börn dóu í barnæsku. Ólafur var ókvæntur. Hann hélt heimili með foreldrum sín- um og systur og síðar einnig bróðursyni, Gisla Inga, f. 7. jan- úar 1942, en hann er élstur fimm barna Sigurgeirs og Guð- rúnar Karlsdóttur. Námi í Flens- borgarskóla lauk Ólafur 1926. Hann réðst 1928 til Gunn-. laugs Stefánssonar, kaupmanns, og vann í Gunnlaugs- búð til ársins 1956. Síðan starfaði hann sem verslunarsljóri í verslun Skipa- smíðastöðvarinnar Drafnar til 1988. Ólafur var í stjórn Verslun- armannafélags Hafnarfjarðar 1931-1943. Var hann sérstaklega heiðraður á 60 ára afmæli félagsins 1988, en það ár lét hann af samfelldu starfi við verslun í 60 ár. Þá var Ólafur meðal stofnenda Skíða- og skautafélags Hafnar- fjarðar 1935 og sat um árabil í stjórn félagsins. Utför Ólafs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f B'yrir jólin 1928 leituðu foreldrar mínir til Ólafs G. Gíslasonar, þá 19 ára, um aðstoð í verslun föður míns, sem þá var flutt í nýtt hús á Austur- götu 25. Starfstíminn varð lengri en í upphafi var ætlað, en í Gunn- laugsbúð starfaði Ólafur allt til 1956, en þá hætti faðir minn versl- unarrekstri. Ég kynntist því strax á barns- aldri traustum mannkostum Ólafs. Hann varð okkur systkinum fljótt eins og góður bróðir. Alltaf ljúfur elskulegur, einkar hjálpsamur og naut þess að gleðja okkur og leiðbeina. Honum mátti treysta í orði og verki. Er mér mjög Ijúft að mega minnast hans með nokkrum orðum. Ólafur tók lokapróf frá Flens- borgarskóla 1926. Hlaut hann hæstu prófseinkunn þeirra, sem þá urðu gagnfræðingar. Þótt Ólafur hafi haft mjög góðar gáfur og ver- ið vel hæfur til framhaldsnáms, kaus hann fremur að fara strax að vinna. Mun þar mestu hafa ráðið hagir fjölskyldunnar og löngunin að létta undir með foreldrum sínum og systkinum. Og það gerði Ólafur svo sannarlega með miklum mynd- - arskap. Öllum störfum í þágu foreldra minna sinnti Ólafur með ágætum. Á betri starfsmann varð ekki kosið. Hjá honum fór saman einstök sam- viskusemi, ósérhlífni, reglusemi, lipurð í samskiptum, ljúfmennska og einlægur vilji til að láta gott af sér leiða. — Þá var hann mjög fjöl- hæfur. Auk afgreiðslustarfa veitti hann föður mínum aðstoð við bók- hald og reikningsfærslu og stund- um í_ kaffibrennslu hans í Reykja- vík. Ólafur hafði fagra skrift og var hugmyndaríkur við að kynna vörur, en jólaútstillingar hans í Gunn- laugsbúð vöktu alltaf mikla athygli. Sem dæmi um samviskusemi Ólafs er eftirfarandi atvik: Farist hafði fyrir eitt sinn, án þess að við Ólaf væri að sakast, að vörur úr búðinni kæmust á laugardagskvöldi með áætlunarbíl til Grindavíkur. Þá lét Ólafur sig ekki muna um að fara sjálfur á reiðhjóli með vörurnar eftir holtóttum veginum alla leið frá Hafnarfirði að Hópi í Grindavík, svo að vinir hans þar misstu ekki _af sunnudagssteikinni. Þetta gerði Ól- afur að eigin frumkvæði og lýsir þetta atvik honum betur en mörg orð. Allt frá unglingsárum eru mér hugstæðar margar ljúfar samveru- stundir á heimili Ólafs. Þar ríkti ' t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEINDÓRS ÖNUNDARSONAR, Hóli, Neskaupstað. Stefanfa Steindórsdóttir, Sveinn Einarsson, Önundur Steinsdórson, Rannveig Höskuldsdóttir, Guðni Þór Steindórsson, Jóhanna Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 'T t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og vinkonu, DAGNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, Dalalandi 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Þórarinn V. Grfmsson, Þorbjörg H. Grímsdóttir, Magnús V. Grfmsson, Ástríður S. Grímsdóttir, Kolbeinn Grímsson, Hulda D. Grímsdóttir, Þóra G. Grímsdóttir, Sigrún B. Grímsdóttir, EmilSigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Valgerður Jóhannesdóttir, Guðbjörn Dagbjartsson, Ingibjörg Dís Geirsdóttír, Atli S. Ingvarsson, Lovfsa Heiðarsdóttir, Kjartan Valdimarsson, Gunnar Óskarsson, eindrægni, heilbrigð glaðværð og gestrisni. Stundum var lagið tekið við orgelleik, en faðir Ólafs var söngelskur og lék á orgel. Og hlý- leiki Ingunnar, móður Olafs, er mér ógleymanlegur. Það var alltaf svo notalegt að þiggja hjá henni vel- gerðir í litlu borðstofunni í Austur- götunni. Þannig bauð hún mér að borða hjá sér, meðan foreldrar mín- ir dvöldust um tíma í Grindavík, en þá var ég sendisveinn í búðinni hjá Ólafi. Og enn lifa í ljósu minni kvöldin, sem Ólafur sat með mér eftir strangan vinnudag í herberg- inu sínu og veitti mér fyrstu leið- sögn í ensku af áhuga og þolin- mæði, en hann hafði gott vald á enskri tungu. Ólafur átti góða foreldra, sem höfðu kristin lífsviðhorf að leiðar- ljósi. Veganestið úr foreldrahúsum var dyggilega ávaxtað hjá þeim systkinum. Þannig var alltaf mikill kærleikur og einlægt trúnaðar- traust milli ðlafs og Guðfinnu, en þau héldu saman heimili alla tíð. Þau voru mjög samhent og varð- veittu af kostgæfni þann anda góð- vildar og hlýju, sem einkenndi heim- ilisbraginn frá upphafi. Eftir að fjölskyldan hafði átt heima á Austurgötu 21 frá 1921- 1955 fluttust þau á Ölduslóð 36 í fallegt hús, sem Ólafur byggði með aðstoð foreldra sinna og systur. Þar undu þau vel hag sínum við einkar fagurt útsýni. Og svo skemmtilega vildi til að við Ólafur byggðum þarna hús okkar hlið við hlið. Ekki var hægt að hugsa sér betri ná- granna og vini. Ánægjustundirnar með þeim geymast ætíð í þakklátum huga. Ölafur hafði sterka trúarvitund og treysti á leiðsögn Guðs. Heilög ritning kennir að ávöxtur andans sé meðal annars „kærleikur, góð- vild, trúmennska, hógværð og bind- indi“. Óiafur hlúði vel að þessum dyggðum. Þannig hafnaði hann alla ævi neyslu áfengis, vitandi um kristilega samábyrgð og gildi hins góða fordæmis í baráttunni við böl- valdinn mesta. Aldrei sóttist Ólafur eftir vegtyll- um eða metorðum. Hann var mjög heimakær og þótti vænt um bæinn sinn og landið. Hafði yndi af því að ferðast um landið og njóta feg- urðar. Aldrei fór hann til útlanda og sagði þá í gamansömum tón: „Ég á eftir að sjá svo mikið af landinu mínu:“ Já, Ölafur gat oft verið gam- ansamur og sagði skemmtilega frá. Ólafur var vandaður í dagfari, jákvæður og bjartsýnn, heiðarlegur og ræktarsamur. Honum fylgdi ró- semi og festa og hann var sáttur við ævistarfið eins og fram kemur í eftirfarandi orðum hans í bókinni „Höfuðstaður verslunar“: „Ég hafði ánægju af starfi mínu af því að ég var alltaf í góðu sambandi við fólk. Þeir, sem komu í búðina, voru kunn- ingjar mínir og vinir. Maður, sem hefur nýja gesti allan daginn, hve- nær honum að leiðast." Það er mér mikið lán að hafa átt vináttu Ólafs, foreldra hans, Guð- finnu og Gísla Inga, en Ólafur reyndist honum sem besti faðir eft- ir að Gísli, ellefu ára, missti föður sinn. Veit ég, að Gísli metur að verðleikum alla umhyggjuna, sem hann hefur notið hjá Ólafi og Guð- finnu og hefur hann sýnt það með hjálpsemi sinni og nærgætni. Þegar mikill fjölskylduvinur og velgerðarmaður er hér kvaddur með hjartans þökk og virðingu er einnig mælt fyrir hönd bróður míns, Stef- áns, en þegar þetta er ritað, er óvíst, að hann geti vegna fjarveru erlendis, verið við útför Ólafs. Bróð- ur mínum þótti alltaf mjög vænt um Ólaf og naut ríkulega velvildar hans og vináttu. Sú er bæn okkar bræðra að al- góður Guð styrki Guðfinnu og Gísla Inga sem mest hafa misst við frá- fall Ólafs. Megi bjartar minningar um göfugan mann verða þeim huggun og gleðigjafí. Árni Gunnlaugsson. Að morgni 26. október hringir síminn. Pabbi er að bera mér þær fréttir að Óli frændi sé dáinn. Hann hafði verið mikið veikur. Mér brá mikið þó þetta hefði kannski ekki átt að koma á óvart, en svo er víst að aldrei er maður tilbúinn. Óli frændi var mér sem annar afi og ber ég annað nafn mitt eftir honum. Alltaf var hann tilbúinn fyrir mig frá fýrstu tíð. Heimsóknir á Ölduslóð voru mér alltaf mikið tilhlökkunarefni, þá kom sterkur faðmur og hlýtt bros á móti mér, og seinna fjölskyldu minni. Oft lagði Óli mér lífsreglurnar og hvernig mér myndi farnast best í lífinu því hann vildi mér og mínum allt það besta í einu og öllu. Nú seinni ár hef ég komið sjaldnar á Ölduslóðina en áður en engu að síður leitar hugur minn oft þangað þó svo ég hafi ekki komist, því eins og geng- ur varð mér á í lífinu en alltaf brast mér kjarkur til að tala um það við Óla frænda, hræddur um að valda honum vonbrigðum sem ég vissu- lega gerði því hann fyldist vel með honum Runa Óla eins og hann gjarnan kallaði mig, en sem betur fer vissi hann af mér komast á rétt- an kjöl þó ég hefði heldur viljað hafa haft kjark til að tala við hann og leita ráða þegar ég átti sem erfiðast, því ég veit að hugur hans til mín hefði alltaf verið sá sami. Óli frændi var vinur í raun. Ég geymi í hjarta mínu minningu um dásamlegan mann sem aldrei gleymist og mér og fjölskyldu minni á eftir að finnast vanta mikið þegar Óla frænda vantar í anddyrið er við komum á Ölduslóðina til pabba og Finnu. Megi Guð leiða ykkur og styrkja í þessari sorg. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja ástkæran frænda minn hann Óla og þakka honum allar þær dá- samlegu stundir sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Runólfur Ólafur Gíslason. t Innilegar þakkir færum við þeim fjöl- mörgu, sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför elskulegs eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, BJÖRNS BJÖRNSSONAR, Hólabraut 4, Hrísey. Guðrún Baldvinsdóttir, Baldvin Björnsson, Sigríður Kristin Jónasdóttir, Björn Björnsson, Ingibjörg Gísladóttir, Elín Björnsdóttir, Björn Ingimarsson, Rúnar Þór Björnsson, Arna Georgsdóttir, Birkir Björnsson, Ólöf Inga Andrésdóttir, Viðir Björnsson, Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningar mínar um Ólaf frænda minn ná aftur til þess tíma er ég 12 ára gömul dvaldi sumarlangt á heimili hans en ég var fengin til að aðstoða við heimilið þar sem móðir hans lá veik. Óli bjó þá á heimilinu með foreldrum sínum og systur. Mér líkaði vistin sérstaklega vel. Heimilisbragurinn þar var með einstökum hætti, samskipti manna þar einkenndust af væntumþykju og hlýju. Þarna kynntist ég fallegu og góðu heimili en jafnframt var þetta framandi heimili fýrir mig. Þarna fékk ég að gera ýmislegt sjálfstætt og var treyst fyrir störf- um sem mér fannst mikils um vert. Ég fékk mikla hvatningu fyrir störf mín og fékk að njóta mín. Þetta sumar var sólskin upp á hvern dag í minningunni, frá garðinum með rifsberjarunnunum í hrauninu í Hafnarfírði. Ein af minningunum er einnig mikil ævintýraferð sem Óli stóð fyrir. Þá fór allt heimilis- fólkið í dagsferð austur í Múlakot í Fljótshlíð. Næstu vetur á eftir var ég í skóla og var þá heimagangur á heimilinu þar sem ég var hjá þeim í fæði. Á þessum tíma kynntist ég Óla vel og lærði fljótt að meta hvaða mann hann hafði að geyma. Óhætt er að segja að fáir menn hafi búið yfir öðrum eins mannkostum, en þeir komu m.a. fram í stakri umhyggju fyrir foreldrum og systkinum. Meðan foreldra hans naut enn við bjó Óli með þeim og systur sinni og byggði hann myndarlegt hús á Ölduslóðinni, í nábýli við nunnurn- ar. Sá myndarbragur sem einkenndi heimilisbraginn á Austurgötunni færðist yfir í nýju heimkynnin. Óli var alla tíð höfðingi heim að sækja. Hann var ætíð sá sem veitti og tók jafnframt á móti sínumgestum sem væru þeir höfðingjar. Eg, og síðar fjölskylda mín, fengum að njóta margra góðra samverustunda með Óla og hans nánasta fólki en þar var umræðan ætíð lífleg og jákvæð yfir kaffibollunum. Nú á þessari kveðjustund þakka ég yndislegum frænda mínum fyrir tryggð hans og fýrir allt það sem hann var og ég kunni svo vel að meta. Megi góður Guð styrkja Finnu frænku mína og Gísla, en þau hafa misst mikið. Hanna frænka. Ólafur Gíslason frændi minn er látinn 86 ára gamall. Ólafur hafði átt við vanheilsu að stríða í nokkra mánuði en lítt gert úr því eins og hans var háttur. Ég er einn þeirra sem sakna hans mikið. Hann var uppáhaldsfrændi minn sem barns og fram á þennan dag. Hann var einstaklega frændrækinn og kom alltaf til að tala við yngri meðlimi ættarinnar ekki síður en þá eldri, þótt ekki hefðu þeir alltaf frá stór- kostlegum tíðindum að segja. Ef til vill hefur hann áttað sig á því snemma að lítt var eftirsóknarvert að vera venjulegur fréttafíkill og haft því meira gaman af að heyra einfeldningslegar en ómengaðar hugmyndir barnanna af og til. Ég hafði vonast til þess að eiga orða- stað við þennan góða, hollvitra mann enn um nokkur ár. En menn ráða litlu hér á jörð. Ólafur hefur kvatt okkur en hann skilur eftir minningu um staðfastan mann, minningu sem ekki er öllum lagið að meta. Hann var hvorki athygli- sjúkur né fíkinn í völd. Hann trúði á hið góða í manninum en forðaðist afskiptasemi og siðapredikanir. Hann var sá sem manni hefði aldr- ei dottið í hug að gæti svikið nokk- urn mann. Ólafur hafði mildan húmor. Eitt sinn kom það upp í umræðunni að hann hafði aldrei farið til útlanda, ekki langað sérlega mikið til þess. „Þetta er kannski eins og með Múhammeð og fjallið", sagði hann, „ef ég fer ekki til útlanda þá koma þau til mín og það hafa þau verið að gera í sjónvarpinu og víð- ar.“ Ég kveð nú Ólaf frænda minn og þakka honum fyrir samfylgd okkar í þessu lífí. Ég votta þeim Gísla bróðursyni hans og Guðfínnu systur hans mína dýpstu samúð. Matthías Kjeld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.