Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 51 > 3 I I i I 1 I I FRÉTTIR NEÐRA stig f.v.: Stefán Ingi Valdimarsson, Þorbjörg Sæmunds- dóttir, Brynjar Grétarsson og Marteinn Þór Harðarson. EFRA stig f.v.: Hannes Helgason, Kári Ragnarsson og Finnbogi Oskarsson. Stærðfræðikeppni framhaldsskóla- nema 1996-1997 Niðurstöður úr fyrri hluta FYRRI hluti stærðfræðikeppni framhaldsskólanema var haldinn þann 15. október sl. Úrslit voru kunngerð í Skólabæ sunnudaginn 27. október. Keppnin skiptist í neðra stig fyrir tvo yngri bekki framhaldsskólans og efra stig fyrir eldri bekkina.. í ár mættu alls 827 nemendur úr 21 skóla til leiks, 491 á neðra stigi og 336 á efri stigi. Þetta er besta þátttaka sem verið hefur þau 12 ár sem keppnin hefur verið hald- in. Alls hlaut 22 nemendur á neðra stigi og 21 nemandi á efra stigi viðurkenningu fyrir góðan árangur. Þeim hefur verið boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í mars á næsta ári. Fyrstu fimm sem komust í úrslit á neðra stigi eru: 1. Marteinn Þór Harðarsson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, 2. Stefán Ingi Valdi- marsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 3.-4. Brynjar Grétars- son, Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði, 3.-4. Þorbjörg Sæmunds- dóttir, Menntaskólanum við Hamra- hlíð og í 5. sæti varð Daníel Har- aldsson, Fjölbrautaskólanum Breið- holti. í fyrstu fimm sætunum á efra stigi urðu: 1. Kári Ragnarsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 2. Hannes Helgason, Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði, 3. Finnbogi Óskarsson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, 4.-5. Borghildur Rósa Rúnarsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, og einnig í 4.-5. sæti varð Stefán Freyr Guðmundsson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Niðurstöður stærðfræðikeppn- innar voru hafðar til hliðsjónar við val þátttakenda í 7. Eystrarsalts- keppninni í stærðfræði sem verður haldin í Valkeakoski í Finnlandi 1.-5. nóvember nk. Fyrir íslands hönd keppa þar Borghijdur Rósa Rúnarsdóttir, Finnbogi Óskarsson, Hannes Helgason, Kári Ragnars- son og Marteinn Þór Harðarson. Einnig stendur til að taka þátt í Norðurlandakeppni í stærðfræði í apríl á næsta ári og Alþjóðlegu ólympíukeppninni í stærðfræði sem fer fram í Argentínu í júlí á næsta ári. íslenska stærðfræðifélagið og Félag raungi'einakennara í fram- haldsskólum standa að keppninni. Fjölmargir félagar úr báðum félög- um hafa lagt hönd á plóginn við framkvæmd keppninnar. Félögin njóta stuðnings menntamálaráðu- neytisins, skóla keppendanna, Raunvísindastofnunar Háskólans og Seðlabanka íslands. Meistari í málmsuðu ÍSLANDSMEISTARAMÓT í málmsuðu fór fram í húsnæði Iðn- tæknistofnunar íslands að Keldna- holti á laugardag og tóku þátt 16 keppendur. íslandsmeistari varð Sveinbjörn Jónsson hjá íslenskum aðalverktökum með 161 stig en Sveinbjörn varð að veija titil sinn frá síðasta ári. I 2. sæti varð Guðmar Sigurðsson hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar með 140 stig og í 3. sæti varð Jonny Svard, starfsmaður hjá Vélsmiðju Steindórs hf. á Akureyri, með 132 stig. Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur í hverri einstakri suðuaðferð og urðu úrslit eftirfar- andi: Sveinbjörn Jónsson, íslenskum aðalverktökum, fyrir TIG suðu, Böð- var Magnússon, Samsuða hf., fyrir rafsuðu, Sveinbjörn Jónsson, ís- lenskum aðalverktökum, fyrir MAG suðu og Páll Róbertsson, Suðulist, fyrir logsuðu. Verðlaunaafhendingin fór fram í lokahófi á laugardagskvöld sem fram fór í húsnæði Sindra að Borg- artúni 31. -------------- Fyrirlestur um ástarfíkn VILHELMÍNA Magnúsdóttir held- ur fyrirlestur um samskiptaferli og hegðunarmynstur náninna ástvina í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 í þingsal 6, Hótel Loftleiðum. NÝÚTSKRIFAÐIR meinatæknar. Talið f.v. i efri röð: Sóley Björnsdóttir, Steinþóra Þórisdóttir, Unnur Helga Arnórsdóttir. Neðri röð f.v.: Katrín Helgadóttir, Hrefna Sigurbjörg Jóhanns- dóttir og Berghildur Magnúsdóttir. Tækniskóli íslands Brautskráning meinatækna f KKogMagnús á Hótel Borg KK og Magnús Eiríksson ásamt þeim Jóni Sigurðssyni á kontra- bassa og Stefáni Magnússyni á trommur verða með tónleika í . Gyllta sal Hótels Borgar í kvöld, I þriðjudagskvöldið 5. nóvember. Þeir félagar munu flytja lög af g nýrri plötu sinni „Ómissandi fólk“ sem væntanleg er á markaðinn ný fyrir jólin ásamt eldra efni í bland. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 en húsið verður opnað kl. 20. Miða- verð er 990 krónur. ----♦ ♦ ♦ LEIÐRÉTT I g Rangt nafn I frétt um ferðir íra til íslands á bls. 8 í blaðinu á sunnudag var Gunnar Rafn Birgisson, deildar- stjóri hjá Samvinnuferðum-Land- sýn, ranglega nefndur Guðmund- ur. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. SEX meinatæknar voru braut- skráðir laugardaginn 28. septem- ber með BSc-gráðu frá Tækni- skóla Islands. Meinatækni er þriggja og hálfs árs bóklegt og verklegt nám sem fer fram í Tækniskólanum og á rannsóknarstofum Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landspítala og rannsóknastofu Háskólans. Við athöfnina fluttu erindi for- maður meinatæknafélagsins, Edda Sóley Óskarsdóttir og Erla Sveinbjörnsdóttir fulltrúi lOára afmælisárgangs meinatækna. f máli þeirra kom fram að atvinnu- horfur meinatækna væru bjart- ar. Fyrstu styrkir úr Rann- * sóknasjóði leikskóla RANNSÓKNASJÓÐUR leikskóla var stofnaður 1993 í minningu formanns Félags leikskólakenn- ara, Selmu Dóru Þorsteinsdóttur. Markmið sjóðsins er að styrkja t rannsóknir tengdar leikskólaupp- » eldi. Nýlega voru í fyrsta skipti veitt- | ir styrkir úr sjóðnum. Eftirfarandi hlutu styrk: Jóhanna Einarsdóttir, kennari í Fósturskóla íslands. Hún hlaut styrk að upphæð 500 þús. kr. til að rannsaka starfshætti í leikskól- um með áherslu á hvernig leik- skólakennarinn og annað starfs- fólk undir hans stjórn nýtir leikinn | sem náms- og þroskaleið. | Ingibjörg Símonardóttir og Jó- i hanna Einarsdóttir talmeinafræð- " ingar hlutu styrk að upphæð 300 t þús. kr. til að vinna að rannsókn sem felur í sér að finna börn innan leikskóla sem hafa slaka hljóð- og málvitund og örva þau með ákveðnum aðferðum. Athugað verður hvort örvunin skili sér í bættri lestrargetu barnanna í grunnskóla. Jóhanna Björk Jónsdóttir og Hildur Skarphéðinsdóttir, fyrir hönd leikskólafulltrúa sveitarfé- laga, hlutu styrk að upphæð 200 þús. kr. Styrkurinn er vegna rann- sóknar sem unnin verður hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Leitað verður svara við hver sé æskileg stærð hópa eða deilda í leikskólum og skoðað hvaða áhrif mismunandi starfsað- ferðir og skipulagning húsnæðis og dagskipulags hafa á gæði leik- skólastarfsins og starf leikskóla- kennarans. Fjallað um Grímsvötn EFNT er til málstofu á vegum um- hverfis- og byuggingarverkfræði- skorar við Háskóla íslands um Grímsvötn í Vatnajökli. Málstofan fer fram í dag, þriðju- dag, kl. 16 í stofu 158 í VR-II. Allir verkfræðingar og áhugamenn eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. ----------♦ ♦ ♦--- Basar eldri borgara í Kópavogi NÓVEMBERBASAR verður opnaður í Gjábakka, miðvikudag kl. 14. A basarnum verða handgerðir munir, unnir af eldri borgurum. Bas- arinn verður opinn til kl. 19 og renn- ur allur ágóði til eldri borgara sjálfra. Hefðbundið vöfflukaffi verður selt í Gjábakka til kl. 18. Schiesser harnanœrfatnaöur ARGUS & ORKIN / S(A DS044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.