Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 27 Vituð ér enn - eða hvað? LISTIR Morgunblaðið/Kristinn TÓNLISTARHÓPURINN Sequentia flutti Eddukvæði í anddyri Þjóðminjasafnsins. TONLIST Þjóöminjasafnið SÖNGUR OGSTRENGJA- SLÁTTUR Tónlistarhópurinn Sequentia flutti Eddukvæði við undirleik á miðalda- hljóðfæri. Sunnudagurinn 3. nóvem- ber, 1996. ÖLL trúarbrögð eiga sér ein- hverja heimsmynd um tilorðningu lifandi og dauðra hluta og sé gert ráð fyrir, að í Norður- og Mið-Evr- ópu hafi búið vitiborið fólk, fyrir daga kristni, er líklegt að sú heiðni, sem við íslendingar þekkjum eigi sér afar fornar rætur og miklu mun fjarri okkur en ritunartími þeirra, þ.e. Eddukvæðanna. í Landmámu er gerður strangur munur á að syngja og kveða og þeir sem hafa athugað muninn á kristnum slétt- söng, sem á rætur sínar í trúarsöng gyðinga og öðrum frumstæðum skrautsöng, þar sem allskyns til- færslur á söngtónuninni gerði radd- aðan söng nærri óhugsandi, nema ef vera skyldi í þeim „heterofón- iska“ kraðaksöng, sem Platon segir frá og enn er tíðkaður meðal araba- þjóða, geta gert sér í hugarlund hversu kveðið hafi verið fyrrum. Söngur íslenskra kvæðamanna í dag hefur bæði orðið fyrir lagræn- um og tónmyndunaráhrifum hins katólska sléttsöngs og þeir hafa einnig tileinkað sér síðari daga raddferli, er felur í sér ákveðna hljómskipan, er byggir að mestu á samskipan aðalþríhljómanna. Þá er eitt athyglisvert við þann söngarf okkar íslendinga, sem við gjarnan nefnum íslensk þjóðlög, að í þeim er ekkert að finna, sem teng- ir hann við hljóðfæraleik. Lögin eru ekta söngtónlist og má þar tvennt til taka, að hér á landi var býsna lítið um hljóðfæraleik og nær alls ekkert fyrir kristni og katólski söngurinn, er eins og allir vita, hrein söngtónlist. Þrátt fyrir þetta, er ekkert við því að segja, að reynt sé að sam- stilla söng og hljóðfæraleik við flutning hins forna trúararfs íslend- inga og fer síst á undirrituðum að finna að svo gerðum tiltektum. Slíkt er trúlega gert í þeim tilgangi að færa þetta forna efni til samtímans með einhvetjum hætti en varla er hugsanlegt, að þar komi til einhver sú sagnfræði, er nota megi til að nálgast hið upprunalega. Þetta mega Grikkir þola varðandi tónlist sína, þar sem aðeins finnast þijú forn dæmi um fornan söng þeirra en heilmikið um tónfræði og heim- spekilegar og fagurfræðilegar vangaveltur um áhrif og gagnsemi tónlistar. Vel ættum við Islendingar að geta sætt okkur við það sem við höfum og líklegt að hinn forni tví- söngur, sem iðkaður var og er af alþýðu manna, eigi sér upprunaræt- ur í fyrstu dögum kristni hér á landi og verið trúlega mikið iðkaður, áður en bann á samstígum fimmundum og dibólustónbilinu, sem fræðimenn kalla „trítónus", gekk í gildi sam- kvæmt páfaboði á 13. öld. Sem sagt tvísöngurinn á sér sannanlega um sjö til átta hundruð ára iðkunar- tíma og því trúlega einhveijar elstu menjar „alþýðusöngs", sem til eru í heiminum, að áliti „erlendra“ fræðimanna. Á tónleikum Sequentia voru not- uð miðaldahljóðfæri, strengjahljóð- færi sem rekja sögu sína til perulög- uðu arabísku fiðlunnar, rabab, er í Evrópu nefndist rebec og tengist evrópuvist þessara hljóðfæra ferð- um krossfararriddaranna. Leikið var einnig á fiddle eða viella, en svo nefnist önnur frumgerð nútím- afiðlunnar, sem talin er hafa verið í notkun á 13. og 14. öld. Harpan er talin vera elsta hljóðfæri sögunn- ar og finnast ýmsar gerðir hennar bæði í myndum og einnig hafa mjög heilleg hljóðfæri slíkrar gerðar fundist við fornleifauppgröft, svo dæmi sé nefnt, í gröf Tut-Enk- Ammons. Til eru ótrúlega margar gerðir af hörpum og er sú gerð sem notuð var af Sequentia, er að formi til mjög lík krottu, en ein af grísku hörpunum, kithara (skjaldbaka) á sér trúlega uppruna í afrískri hörpu, þar sem umgjörð strengjanna er skjalbökuskel og eru slík hljóðfæri enn til þar í landi. Tónmál það sem Sequentia notar hljómaði ekki sannfærandi og t.d. fiðluleikur Elizabetar Gaver, var næstum pínleg stæling á „harðang- urs“ fiðlutónlist. Það litla sem minnti á kvæðasöng var helst að finna í söng Benjamins Bagby, er flutti m.a. Þrymskviðu á rnjög skemmtilegan og leikrænan máta, sem verður þó að telja frekar vera leikrænn upplestur en söngflutning- ur. Framburðurinn hjá Bagby í Þrymskviðu var nokkuð góður en mun lakari hjá kvensöngvurunum, Barböru Thornton og Lenu Susanne Norin og var vart greinanlegur á köflum, þó undirritaður teldi sig vel munandi á texta Völuspár. Þrátt fyrir að vel megi virða framlag Sequentia, er flutningur textans of fjarri því sem hann bestur getur orðið og því fráleitt að slíkur flutn- ingur hafi nokkuð gildi, hvorki fræðilega eða sem skemmtan og hefur Sequentia hópurinn því fang- tekið það sem honum er ofviða. Mætti í framhaldi af þessum við- burði, spyija þá, sem ef til vill hafa vaknað við vondan draum, að eitt- hvað sé ógert 1 endurlifun okkar forna menningararfs og að eitthvað merkilegt sér þar að finna.. Vituð ér enn - eða hvað? Jón Ásgeirsson Hlaðvarpinn Tjarnar- kvartettinn og hinar kýrnar TJARNARKVARTETTINN úr Svarfarðardal kemur fram í Kaffi- leikhúsinu, Hlaðvarpanum, á morg- un, miðvikudag 6. nóvember, kl. 21. Þar mun hann hita upp fyrir leikritið „Hinar kýrnar" en það er nýtt íslenskt gamanleikrit í einum þætti sem hefur verið á f|ölum Kaffileikhússins frá því í ágúst sl. Tjarnarkvartettinn hefur starfað frá því 1989, haldið Qölda tónleika víða um land og erlendis og sent frá sér tvo geisladiska. í þetta sinn er kvartettinn á leið til Kaupmanna- hafnar til að syngja á Norrænum menningardögum. Kvartettinn skipa þau Rósa Kristín Baldursdóttir sópran, Krist- jana Arngrímsson alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjart- arson bassi. Hinar kýrnar eru eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, lög og söngtextar í leikritinu eru eftir Árna Hjartarson. Leikendur eru: Ámi Pétur Guðjóns- son, Edda Arnljótsdóttir og Sóley Elíasdóttir. Leikstjóri Þórhallur Sig- urðsson. Sýningin hefst kl. 21 og lýkur kl. 23. • Tjarnarkvartettinn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson TÁKNRÆNT, að börnin í Hjallaskóla hófu tónleikana og að þeim lauk á einum fallegasta meiðinum í menningargarði okkar íslend- inga sem er söngur Hamrahlíðarkórsins. Vetrarsýning handrita Að eign- ast hús TÖNLIST Listasafn Kópavogs, Gcröarsafn TÓNÞING Tónþing tónlistamianna í tilefni fyr- irhugaðrar byggingar tónlistai'húss í Kópavogi. Kynnir var Jónas Ingi- mundarson píanóleikari en hann kallaði tónlistarmenn til þessa tón- þings. Sunnudagurinn 3. nóvember, 1996. FLESTAR menningarþjóðir eiga sér sögu, 'sem er tengd gömlum og merkum byggingum, en Islendingar eru þat' fátækir og bygginar úr steini eru vart eldri en 200 ára. Líklega misstum við af þeirri tækni, að byggja úr steini, vegna þess að landnámið var um garð gengið, þegar Norðurlandaþjóðirnar hófu að temja sér að vinna hús úr steini og er frásögnin af vandræðum danskra múrara, þegar þeir leituðu eftir starfshjálp Islendinga við að byggja Dómkirkjuna, næsta grát- leg. Vinnulagi og verkkunnáttu er sennilega mjög erfitt að breyta, nema á löngum tíma og svo virðist sem bygging tónlistarhúss, sé álíka þung fyrir fæti og steinbyggingar- saga okkar, þó menn sjái ekki í aurana, þegar byggja skal til þeirra nytsemda, sem þeir þekkja af eigin raun. Nú hafa Kópavogsbúar undir forustu Gunnars Birgissonar, Jón- asar Ingimundarsonar og fleiri góðra manna þar á bæ, lagt í ævin- týri og stefna á að byggja 350 manna tónleikasal og hús til marg- víslegrar menningarstarfsemi og listiðju. Jónas Ingimundarson kallaði til þessa tónþings og sagði í upphafi tónleikanna, að allir hefðu sýnt málinu mikinn áhuga. Tónleikarnir hófust á söng barna úr Hjallaskóla, undir stjórn Guðrúnar Magnúsdótt- ur við undirleik Ágústu Hauksdótt- ur. Kórinn söng mjög fallega tvö lög, Hljóðnar haustblær, þjóðlag frá Búlgaríu, og Nú sefur jörðin sumar- græn, eftir Þorvald Blöndal. Guðrún Birgisdóttir og Peter Máté fluttu Fantasíu eftir Faure. Halldór Har- aldsson lék Fantaisie Impromptu, eftir Chopin. Anna Júliana Sveins- dóttir söng Kveðju, eftir Þórarin Guðmundsson, og tvö lög, Befreid og Kling, eftir Richard Strauss, við undirleik Sólveigar Önnu Jónsdótt- ur. Bernadel kvartettinn lék fyrsta þáttinn úr strengjakvartett eftir Borodin. Peter Máté lék Allegro barbaro eftir Bartók. Jón Þorsteins- son söng Nacht und Tráume, eftir Schubert og Traum durch Dámmer- ung, eftir Richard Strauss. Hildi- gunnur Halldórsdóttir ásamt Sól- veigu Önnu Jónsdóttur lék Róm- önsu eftir Johann Svendsen og Blásarakvintett Reykjavíkur skemmtitónlist eftir Ibert. Tónleikunum lauk með söng Hamrahlíðarkórsins, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, fyrst söng hann tvö lög eftir Þorkel Sigur- björnsson, Tröllaslag og Fararsnið, þá lag við tvær vísur í Víglundar- sögu, Stóðum tvö í túni, eftir undir- ritaðan, Amorsvísur, eftir Snorra Sigfús Birgisson, Þijú lög eftir Jón Nordal, við ljóð eftir Snorra Hjart- arson og lauk söng kórsins með Næturlagi, eftir Ingunni Bjarna- dóttur í raddsetningu Hróðmars Sigurbjörnssonar. Það þarf ekki að taka það fram að flutningur listafólksins var mjög góður og spannaði þónokkurn hluta af tónlistarflórunni og táknrænt, að börnin í Hjallaskóla liófu tónleik- ana og að þeim lauk á einum falleg- asta meiðinum í menningargarði okkar íslendinga sem er söngur Hamrahlíðarkórsins. Tvennir tónleikar til viðbótar eru á dagskrá, mánudags- og þriðju- dagskvöld, og vonandi láta hlust- endur sig ekki vanta, ekki aðeins Kópavogsbúar, heldur allir sem unna góðri tónlist, vilja veg hennar sem mestan og vita að hún gegnir stóru hlutverki í faguruppeldi þjóð- arinnar. Fyrirfram hamingjuóskir til Kópavogsbúa. Jón Ásgeirsson STOFNUN Árna Magnússonar hef- ur frá upphafi haft opna sumarsýn- ingu handrita sem afhent hafa ver- ið til íslands úr safni Árna Magnús- sonar og Konungsbókhlöðu í Kaup- mannahöfn. Vegna takmarkaðs sýningarrýmis hjá stofnuninni get- ur aðeins lítið úrval handrita úr safninu verið til sýnis hveiju sinni. í haust hefur stofnunin tekið upp það nýmæli að hafa opna handrita- sýningu að vetrarlagi. Til sýnis eru 9 handrit auk 3ja ljósprentana af handritum. Handritin eru; Konungsbók Grágásar, Grettis saga og fleiri sögur, Ketilsbók Egils sögu, Rím- fræði, Kalendarium (messudaga- rím, almanak), Veraldar saga o.fl., Rímnabók, Reykjafjarðarbók Sturl- ungu a fol. Brot úr skinnbók sem skrifuð var seint á 14. öld og Jóns- bók. Að auki eru svo sýnd ljósprent af Flateyjarbók, Konungsbók eddu- kvæða og Skarðsbók Jónsbókar. Vetrarsýningin verður opin sem hér segir: Frá 1. október til 12. desember 1996 og frá 7. janúar til 15. maí 1997 verður opið á þriðju- dögum, miðvikudögum og fimmtu- dögum frá k. 14-16. Tekið verður á móti hópum á öðrum tímum þessa sömu daga ef pantað er með dags fyrirvara hið minnsta. 15.-31. maí 1997 verður lokað ÞRIÐJU tónleikarnir í tilefni af áformum bæjaryfirvalda í Kópa- vogi um að byggja yfir tónlist í Kópavogi verða í Listasafni Kópa- vogs - Gerðarsafni í kvöld, þriðju- dagur kl. 20.30. Eftirtaldir listamenn koma fram: Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Ossurar Geirssonar, Kristín Sigtryggsdóttir og Hrefna Unnur Eggertsdóttir, Orn Magnússon, Úr Skarðsbók Jónsbókar. vegna uppsetningar hátíðarsýning- ar í tilefni af lokum afhendingar handrita frá Danmörku sem opnuð verður 1. júní 1997. Sýningarskrá er innifalinn í að- gangseyri sem er 300 kr. fyrir hvern, en 200 krónur fyrir eldri borgara, námsmenn og fólk í hópi (fleira en 10). Ókeypis er fyrir þá sem eru 16 ára eða yngri og fyrir hópa skólanemenda sem koma í fylgd kennara. Sigurður Ingvi Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Örn Magnússon, Koibeinn Bjarnason, Einar Kr. Einarsson og Pétur Jón- asson, Ágústa S. Ágústsdóttir, Harpa Harðardóttir, og Kristinn Örn Kristinsson, Eydís Fransdóttir og Bryndís Ásgeirsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson,. Hljómeyki. Þriðju tónleikarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.