Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vitnisburður um trú BÆKUR Trúmál ÞÁ MUNU STEINARNIR HRÓPA Eftir Sigurbjöm Þorkelsson. Utgef- andi höfundur, 1996; 71 blaðsíða, innbundin. Verð: 1.500 kr. SIGURBJöRN Þorkelsson er fæddur í Reykjavík 1964 og uppal- inn þar. Hann hefur stundað versl- unarstörf, sinnt félagsmálum, bæði í KFUM og Sjálfstæðisflokknum og setið í stjórnum ýmissa félaga innan þessara hreyfinga, auk þess sem hann hefur fengist nokkuð við ritstörf. Sigurbjörn hefur verið framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins frá 1987. Þá munu steinarnir hrópa er önnur bók höfundar. Sú fyrri Ég get ekki annað en talað það sem ég hef séð og heyrt kom út í fyrra. í inngangi segir höfundur að hann hafí heillast af orðum Bibl- íunnar frá unga aldri og að orð hennar hafi sagt honum sannleik- ann bæði um sjálfan sig og Guð. Þá munu steinarnir hrópa skipt- ist í 14 kafla. í þeim eru 17 stuttar frásög- ur víða að úr heimin- um, sem byggjast á sönnum atburðum. Þær hafa það allar sameiginlegt að fjalla um áhrif, sem Biblían hefur haft á líf fólks. Með frásögunum eru tilvitnanir úr Biblíunni og sálmar. Þá munu steinarnir hrópa er einfaldur og einlægur vitn- isburður um kristna trú höfundar og ber vott um brennandi löngun hans til þess að Biblían, orð Guðs, breiðist út sem víðast. Hún vitnar einnig um trú hans á mætti orða Heilagrar ritningar og mikilvægi þess að sem flestir eignist hana og lesi sér til trúar og trúarstyrk- ingar. Efnistök eru keimlík í öllum köflunum og minna mjög á fyrri bók höfundar Eg get ekki annað en talað það sem ég hef heyrt og séð. Höfunda frásagnanna er hvergi getið. Að minnsta kosti þriðj- ungur bókarinnar eru tilvitnanir og andleg ljóð eftir ýmsa höf- unda, sem er stórt hlutfall af ekki lengri bók. Höfundur segir í inngangi að hann hafi „umskrifað atburði nokkuð, og færi jafnvel svolítið í stílinn á köflum án þess að kjami þeirra eða boðskapur raskist." Slík meðferð efnis getur orkað tvímælis. Kjartan Jónsson Sigurbjörn Þorkelsson Úr kulda í sól BÓKMENNTIR Myndasaga fyrir bö r n Texti og myndir: Anna Cynthia Leplar. Litgreining: Litróf hf. Prentun: Norhaven a/s, Dan- mörk. Mál og menning 1996, 32 síður. HÉR segir frá sumarfríi Freyju og Rósu, dúkku hennar, og auðvitað eru þau mamma og pabbi með í för. Haldið er úr kulda og trekki á sólhýra strönd, þar sem pálmar vagga í blænum, og náhvítar tví- fætlur flatmaga á brennheitri strönd í þeirri trú, að brúnka á snjáldri og skrokki sé fegurðar- hraustleikamerki. Lítilli hnátu verður margt að undri: Ullarsokkar og lopapeysa hæfa ekki sem klæði, þar sem sum- ar og vetur hlýða ekki íslenzku dagatali; afgreiðslumaðurinn í mót- töku hótelsins er vita smekklaus á tónlist, kann ekki að meta lagið sem telpan töfrar fram á bjölluna hans, skilur heldur ekki, hve miklu auð- veidar er að nota handrið en tröpp- ur, til þess að flýta för á neðri hæðir; og það er engu líkara en aðeins ræstingakonan skilji, að villugjarnt getur orðið á hótelum, eftir nokkrar „salíbunur" í lyftunni. Ja, þetta fullorðna fólk! Nennir ekki að að hreyfa sig, greiðir fyrir að leika seli á sjávarströnd frá morgni til kvölds. Þá er nú skárra að vera í vetri og snjó, umhverfi sem þær stöllur kannast við - rek- ur leti á braut. Aðalefni kversins eru myndirnar, litríkar, sterkar, og það hefi eg reynt, að þær gleðja augu barna. Textinn er meira svona til uppfyll- ingar - skýringar. Bók sem gaman er að fletta með ungum börnum. Frágangur allur er höfundi og útgáfu til sóma. Sig. Haukur Stutt og laggott Milljóna- mæringnr í fyrstu tilraun HÁTTSETTUR bankamaður, sem einnig hefur starfað í bandarísku utanríkisþjónustunni, hefur fengið yfir eina milljón dala, tæpar 70 milljónir ísl. kr. fyrir fyrstu skáld- sögu sína og kvikmyndaréttinn að henni. Um er að ræða spennusögu eft- ir John nokkurn McLaren og skrif- aði hann bókina á nokkrum vikum. Hún kallast „Press Send“ (Ýtið á senda) og fjallar um hvernig tölvu- snillingur hefnir sín á fyrrverandi vinnuveitendum sínum, þó að kom- inn sé undir græna torfu. McLaren gekk illa í fyrstu að finna umboðsmann, sem vildi taka að sér að kynna bókina. Hann sendi hana sjálfur til nokkurra bókaútgáfa, sem vildu ólmar gefa hana út. McLaren samdi að end- ingu við Simon & Schuster en leit- aði hins vegar til sömu umboðs- manna og komu einni af nýjustu metsölubókunum á framfæri, „The Horse Whisperer“, þar sem hann treysti sér ekki í slaginn við kvik- myndafélögin. Nú hefur verið samið við Universal-kvikmynda- verið um gerð myndar eftir bók McLarens. Mun Mike Nicols leik- stýra henni en búist er við að Tom Cruise og Michael Douglas muni fara með aðalhlutverkin. TONLIST Dómkirkjan ORGELTÓNLEIKAR íslenzk orgelverk eftir Jón Þórarins- son, Pál ísólfsson, Jón Leifs, Þorkel Sigurbjömsson, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Marteinn H. Friðriksson, orgel. Dómkirkjunni, laugardaginn 2. nóvember kl. 17. FYRSTU tónleikarnir af alls fímm, sem haldnir eru í tilefni af tveggja alda afmæli Dómkirkju ís- lendinga þennan nóvembermánuð, fóru fram sl. laugardag í sólfögru en frostsvölu logni við heldur dræma aðsókn. Tónleikarnir voru fremur stuttir (tæpar 50 mín.), en vandaðir og helgaðir íslenzkum orgeltónverkum í fremstu röð. Fyrst var Orgelmúsík (Prelúdía, Sálmur og Fúga) eftir Jón Þórarinsson. Tónsmíðaár verkanna voru aðeins tilgreind í einu tilviki í hinni annars veglegu 32 blaðsíðna löngu hátíðadagskrá, en ef treysta má verkaskrá ITN (íslenskrar tón- verkamiðstöðvar), nun verk Jóns vera frá árinu 1954. Undirritaður var ögn of seinn á ferð og missti af innganginum, en heyrði þó ekki betur en að sálmurinn og fúgan, hvort tveggja vandaðar og heil- steyptar tónsmíðar, væru hér leiknar af miklu öryggi. Sama alúð var lögð við verkin sem á eftir komu. Hinn stutti en hnitmið- aði tvíþáttungur Páls • ísólfssonar, Ostinato e Fughetta, naut sín vel í ágætum flutningi Marteins. Sama gilti um hina sérkennilegu þijá Org- elforleiki eftir Jón Leifs Op. 16, og hin „stamandi gleðijátning“, ef svo mætti nefna Fótaferð, hina frumlegu etýðu Þorkels Sigurbjörnssonar fyir pedal frá 1970, virðist alltaf jafn fersk í hvert sinn sem maður heyrir hana á nýjan leik. Tónskáldið leggur út af Jesaja 52.7 („Hve yndislegir eru fætur friðarboðans"), og má sannarlega segja (svo lagt sé út af Lenín), að þar fái færustu organistar lýðveldisins gullið tækifæri til að greiða friðarboðskapnum atkvæði með fótum sínum. Marteinn H. Frið- riksson lék verkið með þónokkrum bravúr. Kóralforspil Jóns Nordal um sálm sem aldrei var sunginn er frá árinu 1980. Verkið er meðal hinna áhrifa- meiri styttri íslenzkra orgelverka frá síðari áratugum, dulúðugt framan af en kröftugt í lokin, og tengist tilfínningaheimur þess í huga undir- ritaðs einhverra hluta vegna atriðinu í Brekkukotsannál, þar sem heims- söngvarinn Garðar Hólm lætur upp raust sína í fyrsta og hinzta sinn, þó að ólíku sé saman að jafna að gæðum, eins og nærri má geta. Dómorganistinn lék þessa perlu með tilþrifum, er sýndu næma skynjun á mystík verksins og drama. Loks var Prelúdía eftir Hjálmar H. Ragnarsson frá 1993, stílrænt séð nokkuð leitandi verk, þar sem kenna mátti tiltölulega ólíkra grasa, þ.ám. hjakkandi mínimalisma og krassandi „tvítænis", að ógleymdu nánast tónölu innslagi í anda lúðra- kalla fyrri tíma. Verkið tók verulega í, bæði fyrir áheyrendur og flytj- anda, en dómorganistinn virtist engu að síður eiga nóg eftir og lauk vel- valdri dagskrá þessara stuttu en lag- góðu síðdegistónleika með ótvíræð- um glæsibrag. Ríkarður Ö. Pálsson. Nýjar bækur Ur örbirgð til áhrifa SOFFI í særoki söltu, endurminningar Sof- faníasar Cesilssonar í Grundarfirði eru komnar út. Hjörtur Gíslason skráði. „Þetta er saga manns sem brýst úr örbirgð til áhrifa. Hann missti ungur föður sinn í sviplegu sjóslysi og er alinn upp í þrengingum og fá- tækt. Soffanías segir frá lífi og starfi fjöl- skyldunnar á Búðum undir Kirkjufelli, þar sem einstæð móðir hans þurfti að heyja harða lífsbaráttu til þess að þrauka og sjá sér og sínum farborða. Bókin greinir frá lífi og starfi sjómanna í sjávarþorpi á Snæfells- nesi og fólks við sjávarsíðuna, og lýsir vel lífsbaráttu við óblíð nátt- Soffanías Cesilsson úruöfl og erfíðar aðstæður," segir í kynningu. Einnig segir frá sam- ferðamönnum í sjávarútvegi. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 199 blaðsíður. Prent- vinnsla: Oddi hf. Hjörtur Gíslason Voveiflegir atburðir ÚT er komin skáld- sagan Snæljós eftir Eystein Björnsson. Skáldsagan gerist í Reykjavík nútímans. Undir sléttu og felldu yfirborði hversdags- leikans leynist önnur veröld sem afhjúpast smátt og smátt með upplýsingum úr nútíð og fortíð. „ÖIl framvinda sög- unnar hnígur að ein- um ósi en það er fyrst undir lokin þegar vov- eiflegir atburðir hafa Eysteinn Björnsson gerst, að lesandanum verður ljóst hvert stefnir,“ segir í kynn- ingu. Eysteinn Björnsson hefur sent frá sér skáldsöguna Berg- numinn og ljóðabók- ina Dagnætur. Útgefandi er Tind- ur. Bókin er 189 bls. Prentun og bókband: Offsetfjölritun. Kápa er eftir Ríkharð Valt- ingojer. Bókin kostar 3.180 kr. Fólk og örlög ÆÐRULAUS mættu þau örlögum sínum. Frásangir af eftir- minnlegum atburðum og skemmtielgu fólki er ný bók eftir Braga Þórðarson. Höfundur segir m.a. frá atburðum sem tengjast fjölskyldu hans, þegar amma hans, sem var ekkja með tíu börn, missti allt sitt. Þá rifjar hann upp æskuminningar frá Akranesi. Sagt er frá læknis- aðgerðum við erfiðar aðstæður, samgöngum og svaðilförum á landi og sjó, dugmiklum skipstjórnarmönnum, réttum og réttarferð- um, verkalýðsbaráttu, skottulæknum og hómópötum, brúð- kaupssiðum og skemmtanalífí, og einnig einum sérstæð- asta fréttaritara landsins fyrr og síðar „Oddi“ á Akranesi. Þættirnir voru upp- haflega samdir fyrir Ríkisútvarpið og flutt- irþar haustið 1995. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 237 blaðsíður. Hönnun bókar og kápu: Halldór Þor- steinsson, Oddi, hf. Prentvinnsla: Oddihf. Bragi Þórðarson • ÚT er komin sjálfsævisaga Nel- sons Mandela, leiðtoga Suður-Afr- íku, og ber hún heitið Leiðin til frelsis. Þetta er mikið verk, yfir 500 blaðsíður, liður í áætlun útgáf- unnar að koma út stórum ævi- sögum, sem hafa þótt of viðamiklar og kostnaðars- amar fyrir ís- lenskan markað. „Mandela skrifaði kjarnann í þessari ævisögu sinni í fangelsi, en hann sat sam- tals 27 ár í fangavist og þótt ótrúlegt að hann skyldi sleppa óskaddaður á sál og líkama úr þeirri nauð því að fangavarslan var oft mjög harkaleg og miðaði beinlínis að því að brjóta menn niður,“ segir í kynningu. I ævisögunni rekur Mandela all- an æviferil sinn, allt frá bernsku í frumstæðu strákofaþorpi til forystu í þjóðarflokknum ANC. Að lokum er lýsing á hinum skjóta ferli „úr fangelsi í forsetastól". Fjölvaútgáfan gefur út. Leiðin til frelsis er 512 bls. og skiptist í 11 meginkafla. Fjöldi Ijósmynda er felldurinn. ístað nafnaskrár kemur ítarlegur annáll í tímaröð með tilvís- uðum blaðsíðutölum. Jón Þ. Þórog Elín Guðmundsdóttir íslenskuðu bókina. Prentmyndastofan PMS í Súðarvogi sá um filmutöku, en bók- in erprentuð í Singapore. Verð er 3.480 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.