Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ -F STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁTÖKIN í ZAIRE MEIRA en milljón flóttamanna af þjóð hútúa frá Rúanda og Búrundí er nú á vonarvöl í Zaire vegna bardaga upp- reisnarmanna tútsa í austurhluta landsins við stjórnarher lands- ins og stríðsmenn úr röðum hútúa. Flóttafólkið flúði Rúanda og Búrundí fyrir nokkrum misserum af ótta við að tútsar hefndu fjöldamorðanna, sem hútúar frömdu á þeirra fólki. Nú hafa tútsar í Zaire gert uppreisn og frændur þeirra, sem eru við stjórnvölinn í Rúanda, sent herlið þeim til aðstoðar. Fólkinu var því ekki lengur vært í flóttamannabúðum í Zaire. Stjórnin í Zaire sakar tútsa í Rúanda um að ætla að leggja Austur-Zaire undir sig. Orsakir bardaganna í Zaire eru flókið sambland djúpstæðs haturs milli þjóða og ættbálka á svæðinu umhverfis vötnin miklu í Austur-Afríku, stjórnleysis og fátæktar í landinu eftir 30 ára valdatíð Mobutus einræðisherra og þess valdatóms, sem myndað- ist eftir að erlend ríki hættu að mestu stuðningi sínum við stjórn hans eftir að kalda stríðinu lauk. Það verkefni, sem fyrst blasir við þjóðum heims vegna átak- anna í Zaire, er að koma matar- og heimilislausum flóttamönn- um til hjálpar. Takist það ekki innan tíðar stefnir í hörmulegt stórslys. Ríki heims og alþjóðlegar hjálparstofnanir vinna nú að því að finna leiðir til að hjálpa fórnarlömbum styrjaldarinn- ar, en hætt er við að fátt verði að gert nema fyrst takist að koma á vopnahléi milli stríðandi fylkinga. Til lengri tíma litið verða ríki heims að aðstoða ríkin á svæð- inu við að taka á þjóðernisvandamálum, jafnframt því sem þau reyna að koma á lýðræði og efla efnahagslífið. í Zaire er talið að búi um 200 þjóðir og þjóðabrot. Landamæri í Afríku fara sjaldnast eftir búsetu þjóða og ættbálka, heldur voru þau dreg- in af handahófi af nýlenduveldum fyrri tíma. Hættan er sú að verði ekki eitthvað að gert, liðist Zaire — og jafnvel fleiri ríki — í sundur. Rifja má upp í þessu sambandi að hið auðuga hérað Katanga eða Shaba, syðst í Zaire, hefur gert þrjár tilraunir til aðskilnaðar eftir að Zaire hlaut sjálfstæði árið 1960. Slík upplausn myndi leiða af sér enn meiri hörmungar fyrir almenna borgara; sú skelfilega mynd, sem nú blasir við í Aust- ur-Zaire, yrði daglegt brauð í Afríku. Mikið ríður því á að fram- búðarlausnir finnist. ÁRANGUR KOHLS HELMUT Kohl er nú orðinn sá kanziari Þýzkalands, sem lengst hefur setið á valdastóli frá því Sambandslýðveldið var stofnað eftir síðari heimsstyrjöld. í síðustu viku hafði hann verið við völd lengur en lærifaðir hans og fyrirmynd, Konrad Adenauer. Kohl hafði hins vegar löngu áður sannað sig sem leiðtogi og lykilmaður í stjórnmálum Evrópu. Kohl hafði mikil áhrif á það að sameining Þýzkaiands gat orðið að veruleika. Hann er lykilmaður í samskiptum Vestur- landa við Rússland vegna persónulegra tengsla sinna við Borís Jeltsín og sömuleiðis er samband þeirra Bills Ciinton mikilvæg- ur þáttur í tengslum Evrópu og Bandaríkjanna. Aukinheldur hafa í valdatíð Kohls verið stigin stór skref í átt til þeirrar sameinuðu Evrópu, sem verið hefur hugsjón kanzlar- ans frá því hann upplifði hörmungar heimsstyijaldarinnar sem unglingur. Eitt stærsta skrefið hefur enn ekki verið stigið, en virðist þó á næsta leiti. Efnahags- og myntbandalag Evrópu er frá sjónarhóli Kohls einn mikilvægasti áfanginn á leið hans að því markmiði að binda Þýzkaland öðrum Evrópuríkjum órjúf- anlegum böndum. Gangi áformin um myntbandalag eftir hefur Helmut Kohl náð árangri á stjórnmálaferli sínum, sem fáir aðr- ir stjórnmálaleiðtogar geta látið sig dreyma um. HÚSATRYGGINGAR HÚSATRYGGINGUM Reykjavíkur hefur verið breytt í hluta- félag og í framhaidi af því hefur borgarráð ákveðið að kanna möguleika á sölu fyrirtækisins. Öll innlend tryggingafé- lög og tryggingamiðlar hafa fengið send gögn um söluna, en tilboðsfrestur er til 20. nóvember. í ársbyrjun 1995 glötuðu Húsatryggingar Reykjavíkur einka- rétti sínum á brunatryggingum fasteigna í Reykjavík vegna samninga um EES. Jafnframt tapaði Brunabótafélag íslands einkarétti á brunatryggingum fasteigna á iandsbyggðinni. Önn- ur tryggingafélög hafa síðan náð hluta af viðskiptunum, en talið er að Húsatryggingarnar einar hafi enn um fjórðung allra brunatrygginga fasteigna á landinu. Þar af er meginþorri íbúða- trygginga í Reykjavík og stór hluti trygginga atvinnuhúsnæðis í borginni. Húsatryggingar Reykjavíkur hafa verið starfræktar á fimmta áratug, voru stofnaðar 1954. Þær voru barn síns tíma en eru í raun löngu úrelt fyrirbrigði, þar sem tryggingafélög á frjálsum markaði geta annast tryggingar á þeim eignum, sem Húsatrygg- ingarnar hafa annazt. Það er því í raun löngu tímabært að gera þá breytingu, sem nú er að verða með sölutilboði Reykjavík- urborgar á fyrirtækinu. ÖNNUR þyrlan lendir á gjóskuströndinni í ísgjánni. í henni voru þeir Ari Trausti Guðmunc kvikmyndatökumaður en flugmaður var Jón Bj LENTIISG UM klukkan 15:30 í gær var í fyrsta sinn lent í gjánni sem myndast hefur eftir eldgosið í Vatnajökli. Tvær þyrlur lentu á gjallströnd norðarlega í gjánni með stuttu milli- bili en Ragnar Axelsson, ljósmynd- ari Morgunblaðsins, og Ómar Ragn- arsson, fréttamaður hjá Sjónvarp- inu, voru fyrstir tii að stíga niður fæti. Viðdvöiin var stutt, um 8-9 mínútur, því þyrlurnar voru með lágmarkseldsneyti til að draga úr þyngdinni og ekki þótti hættandi á að drepa á vélunum. Rétt eftir að seinni þyrlan lenti heyrðust miklir skruðningar og í kjölfarið kom flóðbylgja sem fór langt upp á ströndina og að ann- arri þyrlunni. Jaki hafði fallið úr ísveggnum ofan í vatnið, utan sjón- máls leiðangursmanna. Á flugi yfir gjánni sáu þeir fleiri jaka hrynja ofan í enda er vatnið fullt af ís. Lítið rennsli er í því, nema rétt við endann á gjánni, þar sem það renn- ur inn undir ísinn í átt að Gríms- vötnum. Að sögn Ara Trausta Guðmunds- son jarðeðlisfræðings sem lenti skömmu á eftir þeim Ragnari og Ómari, var um 19 gráða frost í flæðarmálinu, um 3 gráðum heitara en uppi á ísbrúninni, þar sem einn- ig var lent. Lauslega áætlað er vatnið 5-10 gráðu heitt, en víða lýkur úr því vegna hitamismunar- ins. Smám saman mun ísinn safnast fyrir í gjánni og að sögn Ara er búist við því að eftir nokkra mán- uði eða í hæsta lagi 1-2 ár muni jökulinn loka henni og eyða öllum ummerkjum um gosið. ÓMAR Ragnarsson horfir í austur en í baksýn er gjáin Stöðugt hrynja fleiri j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.