Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 5; NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR HESTAR Samkeppni á vegum HELIOS Stóðhestastöðin leigð til fimm ára Jón Vilmundarson ráðinn framkvæmdastjóri Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í FRAMHALDI af því sem rakið var í fyrri grein er ástæða tii að fjalla um samkeppni á vegum HELI- OS, um verkefni og nýjungar í þágu fatlaðra, en EFTA-ríkjunum gafst á þessu ári í fyrsta sinn tækifæri til að taka þátt í slíkri samkeppni. I reglum um þátttökuskilyrði var m.a. lögð áhersia á að í verkefnum væri sýnt fram á að fatlaðir ættu jafna möguleika sem stuðluðu að sjálfstæðu lífi þeirra í samfélaginu og enn- fremur var tekið fram að verkefnin þyrftu að vera þannig að þau mætti nýta í öðrum aðildarríkjum. Sautján Evrópuríki tóku þátt í samkeppn- inni í ár, en hvert ríki mátti senda sex verk- efni sem fjölluðu um mismunandi svið. Sam- tals bárust um 400 verkefni, áður en forval innan hvers iands fór fram. > Sérstök dómnefnd valdi úr átján bestu verkefnin frá tólf lönd- um. í samkeppnina bárust aðeins fjögur verkefni frá íslandi og hlutu tvö þeirra verðlaun, annað gull og hitt silfur. Komst ísland þannig í annað sæti í þessari keppni, sem hlýtur að teljast framúrskarandi Líklegt er að aukin áhersla verði lögð á Jé* rannsóknarverkefni sem tengjast fötluðum, segir Margrét Mar- geirsdóttir í síðari grein sinni. árangur og miki! viðurkenning fyrir þjóðina. (Finnland varð í fyrsta sæti). Bæði verðlaunaverkefnin Ijalia um aðlögun (samskipan) og kennslu fatlaðra í skólakerfinu, grunnskóla (Lundarskóli, Akureyri) og framhaldsskóla. (Menntaskólinn, Hamrahlíð). Sérstakt rit verður gef- ið út af HELIOS með ítarlegri kynn- ingu á verðlaunaverkefnunum. Geta má þess að afhending verðlauna fer fram við sérstaka athöfn 2. desem- ber nk. í Brussel. Handynet-kerfið Á vegum HELIOS II hefur verið starfrækt síðan 1990 umfangsmikið skráningarkerfi varðandi hjálpar- tæki. Upphaflega var einungis mið- að við að skrá hjálpartæki fyrir hreyfihamlaða, en áður en langt um leið var einnig farið að skrá ýmsar aðrar tegundir hjálpartækja s.s. kennsluforrit fyrir skóla, sérstök hjálpartæki fyrir sjónskerta, hjálp- artæki til tjáskipta o.fl. í Handynet-kerfinu eru ennfrem- ur skráðir framleiðendur og dreif- ingaraðilar hjálpartækja innan Evr- ópu svo og ýmsar reglur sem i gildi eru á þessu sviði. Óllum þessum upplýsingum er safnað í gagna- banka á einum 10 tungumálum og fást á geisladiski. Gagnasöfnun til innsetningar í Handynet-kerfið fer fram i hverju landi fyrir sig. Hér á landi hefur Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins tekið að sér að sjá um málefni í tengslum við Handynet, þar á meðal að koma ' upplýsingum inn í gagnagrunninn, og verða því íslenskar upplýsingar væntanlega með á næsta geisladiski sem verður gefinn út. Markmiðið með Handynet-kerfinu er að koma upplýsingum í aðgengilegt form sem veitir aðgang bæði notendum hjálp- artækja, fagfólki og framleiðendum til að notfæra sér það nýjasta sem er á boðstólum en stöðugt er verið að þróa þetta kerfi og bæta inn í nýjum þáttum. Framleiðendur hjálp- artækja á íslandi ættu í framtíðinni að geta notfært sér Handynet-kerf- ið til að komast inn á Evrópumark- að með framleiðslu sína sem vænt- anlega yrði bæði þeim og notendum til ávinnings. Árlegur fræðsludagur Til að kynna starfsemi HELIOS- áætlunarinnar hefur á undanförnum árum verið efnt til fræðslu- dags í hveiju landi samkvæmt tiimælum framkvæmdastjómar- innar. Félagsmálaráðu- neytið stóð fyrir slíkum upplýsingadegi sem haldinn var hér á landi í byijun febrúar á þessu ári með u.þ.b. 140 þátt- takendum. Fram- kvæmdastjóri HELIOS II, Bemhard Wehrens ásamt forstjóra sér- fræðiskrifstofunnar, Philippe Lamoral, fluttu ítarleg erindi um starfsemina og greindu frá hvaða árangur hefði náðst á þeim tíma sem áætlunin hefur stað- ið yfir. Vissulega hefur ýmislegt þokast í rétta átt varðandi fatlaða, en í mörgum ríkjum Suður-Evrópu er þó enn langt í land þangað til mark- miðum um jafnrétti og þátttöku verður náð. Viðhorf eru enn víða þess eðlis að fatiaðir eiga mjög undir högg að sækja bæði á almennum vinnu- markaði og innan menntakerfa. Það fer þó ekki á milli mála að svo víðtæk og yfirgripsmikil starfs- áætlun sem að framan er lýst hefur orðið mikil hvatning til stjórnvalda og félagasamtaka til að tileinka sér nýjar hugmyndir og koma á úrbót- um sem geti bætt hag fatlaðra. Framtí ðarverkefni Eins og áður hefur komið fram í þessari grein, lýkur HELIOS II áætluninni í lok ársins. Ekki er gert ráð fyrir nýrri áætlun í sama formi, en hins vegar mun starfsemi í þágu fatlaðra halda áfram og verða skipu- lögð með öðrum hætti af hálfu fram- kvæmdastjórnar ESB. Þannig er gert ráð fyrir nýrri ráðgjafarnefnd sem á m.a. að fjalla um stefnumark- andi mál og gefa álit á nýrri ESB löggjöf. Annað nýmæli sem þegar er orð- ið að veruleika er stofnun nýs sam- starfsráðs landsfélaga fatlaðra í ríkjum ESB (European Forum) sem mun starfa í tengslum við fram- kvæmdastjórnina. Ennfremur er gert ráð fyrir að haida áfram styrk- veitingum tii að halda námstefnur og kynningarfundi og styrkja áfram upplýsingastarfíð sem hefur þróast á vegum HELIOS. Líklegt er að aukin áhersla verði lögð á að styrkja rannsóknarverkefni sem tengjast fötluðum. Samvinnu um atvinnumál fatlaðra verður vænt- anlega beint inn í framkvæmdaáætl- unina HORIZON, en hún er hluti af uppbyggingarsjóði ESB. Handy- net-kerfið mun halda áfram að þró- ast og eru uppi hugmyndir um að það verði sett inn á intemetið. Ymislegt fleira er á umræðustigi sem of snemmt er að fjalla um þar sem ekki hafa verið teknar endan- legar ákvarðanir um þau mál. Hér að framan hefur verið leitast við að gera grein fyrir þátttöku ís- lendinga í HELIOS II áætluninni sem hefur átt sér stað á sl. tveim árum og þó aðallega á þessu ári. Aðeins hefur verið unnt að tæpa á því helsta þar sem hér er um ákaf- lega umfangsmikið efni að ræða. Höfundur á sæti í ráögjafarnefnd ESB og fer með málefni HELIOS á íslandi. EINS og fram kom í fréttum Morg- unblaðsins fyrir skömmu hafa Hrossaræktarsamtök Suðurlands tekið stóðhestastöðina í Gunnars- holti á leigu til fimm ára. Jafn- framt hefur Jón Vilmundarson ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri sam- takanna og mun hann hafa umsjón með vali hesta inn á stöðina. Til að létta á greiðslu leigugjaids hef- ur hluti stöðvarinnar verið endur- leigður Þórði Þorgeirssyni. Leigir hann aðstöðu fyrir 20 hross en mun temja 7 hross fyrir HS sem er hin nýja skammstöfun samtak- anna. Þá mun Eiríkur Guðmunds- son leigja aðstöðu fyrir 5 hross en temur 5 hesta fyrir HS. Báðir eru þeir hagvanir á stóðhestastöðinni og hafa unnið þar um árabil. Magnús Benediktsson tamn- ingamaður verður hins vegar ráð- inn til starfa hjá HS og mun hann sjá um fóðrun og hirðingu á stöð- inni auk tamninga og þjálfunar fyrir HS. Rannsóknir aðalhvatinn að leigu í vetur hefjast blóðefnarann- sóknir þar sem mæld verða reglu- lega ýmis efni í blóði stóðhestanna sem hafa áhrif á kynhegðun þeirra og sæðisgæði. Tilgangur þessara rannsókna er meðal annars sá að finna út meðalgildi efna í blóði miðað við árstíma. Þessar rann- sóknir eru framkvæmdar af Dýra- læknaþjónustu Suðurlands sem mun einnig hafa með mánaðar- lega heilbrigðisskoðun hesta stöðvarinnar að gera. Þá verður farið út í sæðingar í vor og mun Dýralæknaþjónusta Suðurlands einnig sjá um þær. Jón Vilmundar- son sagði að þessar rannsóknir væru aðalhvatinn að því að ráðist var í leigu stöðvarinnar. Einnig þætti mjög hagstætt að hafa alla hesta HS undir sama þaki. Þá mun Jón ásamt Kristni Hugasyni hrossaræktarráðunaut skoða hesta stöðvarinnar mánaðariega og meta hvort ástæða er til fram- haldstamningar á stöðinni. HESTAR Ættbók og jarðaskrá Fákalönd ÞÁ ERU hestabækurnar byijaðar að streyma inn á markaðinn og er Jónas Kristjánsson fyrstur til eins og oft áður með sína bók sem að þessu sinni heitir „Fákalönd". Er þar um að ræða samsetningu af ættbók ársins eins og venja er til og skrá yfir 3.000 jarðir þar sem hrossarækt hefur verið stunduð í einhveijum mæli á þessari öld eftir því sem höfundur segir í formála. Nánar tiltekið þær jarðir sem hross eru upprunnin frá og hafa verið skráð hjá Búnaðarfélaginu/Bænda- samtökunum. Af þeim skrám sem birtar hafa verið í bókum þessum er þessi minnst áhugaverð en þó fróðleg í að glugga og getur reynst gagnleg Kórína og Seimur á fjórðungsmót á Vesturlandi? Starfsemin hófst formlega á föstudag og voru þeir Þórður og Eiríkur að byija að taka hesta inn. Meðal þess sem Þórður mun temja á stöðinni á eigin vegum má nefna tvo fola á íjórða vetur, annar þeirra er hálfbróðir Seims frá Víðivöllum fremri undan Madonnu frá Sveina- tungu og Hugari frá Ketilsstöðum og heitir Bergur í höfuðið á Bergi á Ketilsstöðum að sögn Þórðar. Hinn folinn er frá Lynghaga í Rangárvallasýslu undan Svarti frá Unalæk og Minningu frá Stóra- Hofi. Þá kvaðst Þórður vera með mjög efnilega hryssu frá Víðivöll- um fremri, undan Madonnu og Otri frá Sauðárkróki, sem Duld heitir og svo fjögurra vetra hest sem Hrókur heitir og er frá Glúms- stöðum, undan Orra frá Þúfu. Þá sagðist hann verða með þá Seim, Svart og Jarl frá Búðardal á stöð- inni í vetur. „Ætli ég mæti ekki með Seim og Kórínu á fjórðungsmótið á Vest- urlandi næsta sumar,“ sagði Þórð- ur og hló létt um leið og slegið var á létta strengi. Af Kórínu sagði hann þær frétt- ir að hún hefði verið hjá Platoni frá Sauðárkróki lungann úr sumr- inu en eitthvað virðist hafa gengið AUK þess að gera hesthúsin í stand fyrir veturinn nota hesta- menn haustið til fundahalda og íhugunar fyrir vetrarþjálfunina. Fer það meðal annars fram á svokölluðum herrakvöldum þar sem karlpeningur hestamenns- kunnar kemur saman, snæðir góðan mat og spjallar um áhuga- málið og skemmtir sér með ýms- um hætti. Um leið eru samkom- urnar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir félagsstarfið. til uppsláttar. Þá er bæjaskráin gagnlegur hlekkur í áhugaverðri keðju. Til frekari glöggvunar eru í bókinni býsna góð kort sem nýtast grúskurunum vel. Ættbókin er með sama sniði og verið hefur. Þar eru myndir af af- kvæmahrossum, stóðhestum sem náð hafa gömlum ættbókarmörkum (7,75) og hryssum sem náð hafa fyrstu einkunn (8,0). Þessum hross- um fylgja ættargröf og einkunnir í súluriti. Sem fyrr má gagnrýna að aðrar upplýsingar s.s. að eigandi, litur og fæðingarár fylgja ekki með á sömu síðu. Til að svo megi vera mætti minnka ættargröfín (sleppa síðasta ættliðnum). Áberandi er að nokkuð víða eru ættargröfin farin að flæða full mikið inn á myndirn- ar. Á það við þar sem ætt hrossins er kunn í flesta eða alla liði. Einnig mætti minnka uppdrátt af íslandi sem er á þessum síðum. Þá er spurn- ing hvort allar þessar númerarunur illa að fylja hana því hún hefði verið að ganga í allt sumar. Síðast var hún sett hjá syni Platons en ekki væri ljóst á þessari stundu hvort hún væri með fyli. Tveir Sauðárkrókshestar hjá Eiríki Eiríkur Guðmundsson verður með Hilmi frá Sauðárkróki sem er undan Hervu og Ófeigi frá Flugumýri en mikiil áhugi virðist fyrir þessum hesti og bíða margir spenntir að sjá hvernig hann muni koma til. Hann var taminn aðeins í fyrravetur og þótti lofa góðu, hreyfingamikill en hafði ekki gott vald á fótaburðinum fyrir æsku sakir. Þá verður Eiríkur með annan hest frá Sauðárkróki, Espi sem er undan Ösp og Kjarvai frá Sauðár- króki. Einnig mætti nefna Hlyn frá Stokkseyri undan Kolskeggi frá Kjarnholtum og Gustsbróðurinn Garra frá Grund sem er undan Flugsvinn frá Bræðratungu og Kveiki frá Miðsitju og munu vafa- laust margir áhugasamir um fram- gang hans í þjálfun vetrarins. Aðeins er byijað að leggja inn pantanir um tamningu á stöðinni og sagði Jón Vilmundarson að þau mál skýrðust á næstu dögum. Valdimar Kristinsson Um síðustu helgi héldu Fáks- menn sitt herrakvöld þar sem að venju var snædd villigæs frá Hafliða Halldórssyni. Á föstudag verða Harðarmenn með sitt kvöld í Harðarbóli. En meðal þeirra sem þar munu mæta er sú landskunna karlremba Rósa Ingólfsdóttir og mun hún halda fyrirlestur yfir körlunum. Einnig verða þarna dansmeyjar og sitt- hvað fleira til að gleðja þá Harð- armenn. eru nauðsynlegar í texta aftar í bókinni. Er þar að nefna í fyrsta lagi fæðingarnúmer sem er hið opin- bera númer sem Jónas kallar bítöl- ur, síðan er það einkakerfi Jónasar sem eru leifar af gamla kerfí Búnað- arfélagsins, löngu orðið úrelt. Jónas kýs að kalla þetta nokkurskonar heiðursmerki ættbókarfærslunnar. Líklega er Jónas að beija hausnum við steininn í þessum efnum því ósennilegt er að þessar tölur eða númer séu notuð á öðrum vett- vangi. Það er liðin tíð að menn leggi ættbókarnúmer á minnið. Þá er hann með raðtöiur fyrir hvert hross sem þjónar tölvunni meðal annars til að kalla einstök hross fram á skjáinn. Með hverri bók sem út kemur eykur Jónas gildi þessa bókaflokks og sömuleiðis viðheldur hann og jafnvel eykur forskot sitt á útgáfu Bændasamtakanna um svipað efni. Valdimar Kristinsson. Margrét Margeirsdóttir Herrakvöld hestamanna Gagnlegur hlekkur í áhugaverðri keðju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.