Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI morgunblaðið Strætó rann á Þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir bæjarsjóðs Akureyrar Skuldir lækka um rúman Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Tvö útköll hjá Slökkviliði Akureyrar í gærdag Eitur- efnaslys og glóð í millivegg SLÖKKVILIÐ Akureyrar var tví- vegis kallað út í gærdag. í fyrra skiptið að Efnaverksmiðjunni Sjöfn við Austursíðu, þar sem hafði orðið eiturefnaslys, með þeim afleiðingum að starfsmaður sem andaði að sér eiturgufu var fluttur á gjörgæsludeild FSA. Seinna útkallið var að Gránufé- lagshúsinu við Strandgötu, þar sem tilkynnt var um glóð í timbur- vegg. Greiðlega gekk að drepa glóðina og urðu skemmdir litlar. Útkallið í Sjöfn barst um kl. 15, en þar höfðu blandast saman klór og saltpéturssýra í íláti með þeim afleiðingum að eiturský myndaðist og fór um allt húsið. Sem fyrr segir var einn starfsmaður fluttur á gjörgæsludeild FSA. Allt starfs- fólk Sjafnar yfirgaf húsið á meðan slökkviðsmenn lofthreinsuðu og gekk það nokkuð fljótt og vel fyr- ir sig. Á gjörgæsludeild FSA fengust þær upplýsingar að líðan mannsins Morgunblaðið/Kristján SLÖKKVILIÐSMENN þurftu að rífa klæðingu utan á Gránufé- lagshúinu til að komast að glóðinni í milliveggnum. Verkið gekk fljótt og vel fyrir sig og urðu skemmdir litlar. væri eftir atvikum góð. Hins vegar væri það regla að fylgjast vand- lega með þeim sem anda að sér eiturgufum í að minnsta kosti einn sólarhring. Boraði í gegnum rafmagnsstofnlögn Rétt í þann mund sem slökkvi- liðsmenn höfðu lokið við að ganga frá búnaði sínum eftir útkallið í Sjöfn, eða skömmu fyrir kl. 17, barst seinni tilkynningin. Pípu- lagningamaður sem þar var að bora í gegnum millivegg austast í Gránufélagshúsinu lenti í raf- magnsstofnlögn með þeim afleið- ingum að glóð myndaðist milli þilja. Rífa þurfti klæðningu utan á húsinu til að komast að glóðinni í milliveggnum og voru slökkviliðs- menn fljótir að komast inn í vegg- inn og slökkva glóðina. Gránufélagshúsið er eitt elsta hús bæjarins en þar eru veitinga- staðirnir Við Pollinn og Bing Dao til húsa og umboðsskrifstofa Tryggingamiðstöðvarinnar. hálfan mílljarð á 4 árum FYRRI umræða um áætlun, rekst- ur og framkvæmdir bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árin 1997-1999 verður á fundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar í dag, þriðjudag. í forsendum þriggja ára áætl- unarinnar er gert ráð fyrir að íbú- um fjölgi um 1% á ári frá árinu 1996, þannig að í árslok 1999 verði þeir rúmlega 15.500. Þá er áætlað að útsvarsstofn árið 1997 verði 13,7 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta verði lækkuð um 0,20 prósentu- stig. Fyrir fólk með 1,5 milljónir króna í árstekjur þýðir það skatta- lækkun upp á 3.000 krónur á ári. Lækkunin gerir að verkum að skatttekjur bæjarins verða um 27 milljónum króna minni en ef lækk- unin kæmi ekki til. í forsendum áætlunarinnar er einnig gert ráð fyrir hækkun út- svarsstofns um 1% á ári. Gert er ráð fyrir að fasteignagjöld hækki um 1% á ári. 100 milljónir í við- bótarframkvæmdir Samkvæmt áætluninni munu skuldir bæjarins lækka umtalsvert á tímabilinu. Þannig er gert ráð fyrir 500 milljóna króna framlagi á þessu ári frá Framkvæmdasjóði Akureyrarbæjar vegna sölu á hlutabréfum í eigu bæjarins. Þar vegur þyngst sala á hlutabréfum bæjarins í Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Af þessum 500 milljónum verður 400 milljónum varið til að bæta skuldastöðu bæjarins en 100 milljónum verður varið til viðbót- arframkvæmda á næsta og þar næsta ári. Á næsta ári er þannig gert ráð fyrir að 430 milljónum króna verði varið til framkvæmda á vegum bæjarins og sömu upphæð árið 1998, en 380 milljónir fara í fram- kvæmdir árið 1999. Fram- kvæmdafénu verður skipt upp milli einstakra málaflokka og verkefna á milli umræðna í bæjar- stjórn. Á þessu ári greiðir Akureyrar- bær 55 milljónir króna í vexti af langtímalánum, en sú upphæð lækkar í tæpar 25 milljónir á næsta ári, í um 20 milljónir árið 1998 og tæpar 17 milljónir ári síðar. Alls námu skuldir bæjarins um 1 milljarði króna í lok síðasta árs, þær lækka umtalsvert því gert er ráð fyrir að þær nemi um 522 milljónum króna í lok þessa árs og verði komnar í 475 milljón- ir í árslok 1999. Skuldir á hvern íbúa bæjarins sem voru 67 þúsund krónur í lok síðasta árs lækka því niður í 31 þúsund krónur í lok árs 1999. Skuldir sem hlutfall af skatt- tekjum voru 61,5% í lok liðins árs, þær verða um 30% nú um áramót og lækka niður í 23,8% í lok árs 1999. Breytingar á Kristnesspítala Morgunblaðið/Margrét Þóra NÝUPPGERT húsnæði iðjuþjálfunar í Kristnesspítala hefur verið tekið í notkun og var starfsemin kynnt af því tilefni. Ný og betri iðjuþjálf- unardeild eflir endur- hæfingu á svæðinu UMFANGSMIKLUM breytingum á suðurálmu Kristnesspítala lauk nýlega, en húsnæðið var tekið formlegá í notkun á afmælisdegi spítalans, 1. nóvember síðastlið- inn. Um er að ræða 300 fermetra húsnæði á tveimur hæðum. Á þeirri efri hefur verið innréttuð ný iðjuþjálfunardeild, en á þeirri neðri eru búningsklefar, borðsalur og skrifstofur starfsmanna. Baldur Dýrfjörð, formaður stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, gerði grein fyrir fram- kvæmdum sem staðið hafa yfir frá því í nóvember í fyrra. Kostn- aðaráætlun nemur 30,8 milljónum króna, útlagður kostnaður er um 27 milljónir en eitthvað lítilsháttar af húsbúnaði á enn eftir að kaupa. Hönnunarvinna var unnin hjá Teiknistofunni Form á Akureyri. Baldur sagði miklar breytingar til batnaðar hafa orðið á starfsemi iðjuþjálfunar á spítalanum, en þær væru liður í að efla starfsemi endurhæfingar á svæðinu. Stefán Yngvason, yfirlæknir á Kristnesspítala, fór yfir sögu end- urhæfingar á spítalanum, en hún hófst árið 1988 þegar fyrsti sjúkraþjálfarinn var ráðinn tii starfa. Meiri kraftur komst í þenn- an þátt starfseminnar við að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri tók að reka Kristnesspítala árið 1993 og hefur starfsmönnum fjölgað. Þórir Haraldsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, kvað ánægjulegt að sjá þá miklu upp- byggingu sem orðið hefði á Krist- nesspítala, hún væri skýr vitnis- burður þess að starfsemin hefði aðlagast breyttum tímum og tekið við nýju hlutverki. Markmiðið væri að Norðlendingar þyrftu ekki út fyrir héraðið til að sækja endur- hæfingu. Safnað fyrir sundlaug Undanfarin misseri hefur stað- ið yfir söfnun til að kosta gerð þjálfunarsundlaugar í húsnæði Kristnesspítala og er hönnun hennar nú lokið. Fyrsta útboðið var fyrir helgina, þegar jarðvegs- skipti og fleira var boðið út. Alls er áætlað að kostnaður við laugina nemi um 35 milljónum króna. Við athöfnina á Kristnesspítala af- henti Áslaug Magnúsdóttir for- maður söfnunarnefndar 750 þús- und króna framlag og táldi Stefán að söfnunarupphæðin væri með því komin í um 11 milljónir króna. Lions-hreyfingin hefur verið ötul við söfnunina og þakkaði yfir- læknir rausnarleg framlög hennar á síðustu misserum. Fram kom í máii Þóris að heil- brigðisráðherra hefði hug á að styðja við verkefnið og myndi gera það eigi síðar en á 70 ára afmæli spítalans í nóvember á næsta ári. fólksbíl STRÆTISVAGN rann á lítinn fólksbíl í Grófargili í gærdag. Engin meiðsl urðu á fólki, nokkur fjöldi farþega var í vagninum en aðeins ökumað- urinn í fólkbílnum, sem skemmdist lítilsháttar. Töluverð hálka var á Akur- eyri í gær og við slíkar aðstæð- ur getur verið mjög erfitt að aka um Grófargilið. Strætis- vagninn var á leið upp Gróf- argilið og hugðist beygja inn á Eyrarlandsveg en varð að stoppa vegna umferðar að ofan. Skipti engum togum að vagnin fór að renna niður brekkuna og hafnaði á fólks- bílnum sem var á niðurleið en hafði verið stöðvaður út í kanti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.