Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
AKUREYRI
morgunblaðið
Strætó
rann á
Þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir bæjarsjóðs Akureyrar
Skuldir lækka um rúman
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Tvö útköll hjá Slökkviliði Akureyrar í gærdag
Eitur-
efnaslys
og glóð í
millivegg
SLÖKKVILIÐ Akureyrar var tví-
vegis kallað út í gærdag. í fyrra
skiptið að Efnaverksmiðjunni
Sjöfn við Austursíðu, þar sem
hafði orðið eiturefnaslys, með
þeim afleiðingum að starfsmaður
sem andaði að sér eiturgufu var
fluttur á gjörgæsludeild FSA.
Seinna útkallið var að Gránufé-
lagshúsinu við Strandgötu, þar
sem tilkynnt var um glóð í timbur-
vegg. Greiðlega gekk að drepa
glóðina og urðu skemmdir litlar.
Útkallið í Sjöfn barst um kl. 15,
en þar höfðu blandast saman klór
og saltpéturssýra í íláti með þeim
afleiðingum að eiturský myndaðist
og fór um allt húsið. Sem fyrr
segir var einn starfsmaður fluttur
á gjörgæsludeild FSA. Allt starfs-
fólk Sjafnar yfirgaf húsið á meðan
slökkviðsmenn lofthreinsuðu og
gekk það nokkuð fljótt og vel fyr-
ir sig.
Á gjörgæsludeild FSA fengust
þær upplýsingar að líðan mannsins
Morgunblaðið/Kristján
SLÖKKVILIÐSMENN þurftu að rífa klæðingu utan á Gránufé-
lagshúinu til að komast að glóðinni í milliveggnum. Verkið
gekk fljótt og vel fyrir sig og urðu skemmdir litlar.
væri eftir atvikum góð. Hins vegar
væri það regla að fylgjast vand-
lega með þeim sem anda að sér
eiturgufum í að minnsta kosti einn
sólarhring.
Boraði í gegnum
rafmagnsstofnlögn
Rétt í þann mund sem slökkvi-
liðsmenn höfðu lokið við að ganga
frá búnaði sínum eftir útkallið í
Sjöfn, eða skömmu fyrir kl. 17,
barst seinni tilkynningin. Pípu-
lagningamaður sem þar var að
bora í gegnum millivegg austast
í Gránufélagshúsinu lenti í raf-
magnsstofnlögn með þeim afleið-
ingum að glóð myndaðist milli
þilja. Rífa þurfti klæðningu utan
á húsinu til að komast að glóðinni
í milliveggnum og voru slökkviliðs-
menn fljótir að komast inn í vegg-
inn og slökkva glóðina.
Gránufélagshúsið er eitt elsta
hús bæjarins en þar eru veitinga-
staðirnir Við Pollinn og Bing Dao
til húsa og umboðsskrifstofa
Tryggingamiðstöðvarinnar.
hálfan mílljarð á 4 árum
FYRRI umræða um áætlun, rekst-
ur og framkvæmdir bæjarsjóðs
Akureyrar fyrir árin 1997-1999
verður á fundi bæjarstjórnar Ak-
ureyrar í dag, þriðjudag.
í forsendum þriggja ára áætl-
unarinnar er gert ráð fyrir að íbú-
um fjölgi um 1% á ári frá árinu
1996, þannig að í árslok 1999
verði þeir rúmlega 15.500. Þá er
áætlað að útsvarsstofn árið 1997
verði 13,7 milljarðar króna. Gert
er ráð fyrir að útsvarsprósenta
verði lækkuð um 0,20 prósentu-
stig. Fyrir fólk með 1,5 milljónir
króna í árstekjur þýðir það skatta-
lækkun upp á 3.000 krónur á ári.
Lækkunin gerir að verkum að
skatttekjur bæjarins verða um 27
milljónum króna minni en ef lækk-
unin kæmi ekki til.
í forsendum áætlunarinnar er
einnig gert ráð fyrir hækkun út-
svarsstofns um 1% á ári. Gert er
ráð fyrir að fasteignagjöld hækki
um 1% á ári.
100 milljónir í við-
bótarframkvæmdir
Samkvæmt áætluninni munu
skuldir bæjarins lækka umtalsvert
á tímabilinu. Þannig er gert ráð
fyrir 500 milljóna króna framlagi
á þessu ári frá Framkvæmdasjóði
Akureyrarbæjar vegna sölu á
hlutabréfum í eigu bæjarins. Þar
vegur þyngst sala á hlutabréfum
bæjarins í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. Af þessum 500 milljónum
verður 400 milljónum varið til að
bæta skuldastöðu bæjarins en 100
milljónum verður varið til viðbót-
arframkvæmda á næsta og þar
næsta ári.
Á næsta ári er þannig gert ráð
fyrir að 430 milljónum króna verði
varið til framkvæmda á vegum
bæjarins og sömu upphæð árið
1998, en 380 milljónir fara í fram-
kvæmdir árið 1999. Fram-
kvæmdafénu verður skipt upp
milli einstakra málaflokka og
verkefna á milli umræðna í bæjar-
stjórn.
Á þessu ári greiðir Akureyrar-
bær 55 milljónir króna í vexti af
langtímalánum, en sú upphæð
lækkar í tæpar 25 milljónir á
næsta ári, í um 20 milljónir árið
1998 og tæpar 17 milljónir ári
síðar. Alls námu skuldir bæjarins
um 1 milljarði króna í lok síðasta
árs, þær lækka umtalsvert því
gert er ráð fyrir að þær nemi um
522 milljónum króna í lok þessa
árs og verði komnar í 475 milljón-
ir í árslok 1999. Skuldir á hvern
íbúa bæjarins sem voru 67 þúsund
krónur í lok síðasta árs lækka því
niður í 31 þúsund krónur í lok árs
1999.
Skuldir sem hlutfall af skatt-
tekjum voru 61,5% í lok liðins árs,
þær verða um 30% nú um áramót
og lækka niður í 23,8% í lok árs
1999.
Breytingar á Kristnesspítala
Morgunblaðið/Margrét Þóra
NÝUPPGERT húsnæði iðjuþjálfunar í Kristnesspítala hefur
verið tekið í notkun og var starfsemin kynnt af því tilefni.
Ný og betri iðjuþjálf-
unardeild eflir endur-
hæfingu á svæðinu
UMFANGSMIKLUM breytingum
á suðurálmu Kristnesspítala lauk
nýlega, en húsnæðið var tekið
formlegá í notkun á afmælisdegi
spítalans, 1. nóvember síðastlið-
inn. Um er að ræða 300 fermetra
húsnæði á tveimur hæðum. Á
þeirri efri hefur verið innréttuð
ný iðjuþjálfunardeild, en á þeirri
neðri eru búningsklefar, borðsalur
og skrifstofur starfsmanna.
Baldur Dýrfjörð, formaður
stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, gerði grein fyrir fram-
kvæmdum sem staðið hafa yfir
frá því í nóvember í fyrra. Kostn-
aðaráætlun nemur 30,8 milljónum
króna, útlagður kostnaður er um
27 milljónir en eitthvað lítilsháttar
af húsbúnaði á enn eftir að kaupa.
Hönnunarvinna var unnin hjá
Teiknistofunni Form á Akureyri.
Baldur sagði miklar breytingar
til batnaðar hafa orðið á starfsemi
iðjuþjálfunar á spítalanum, en þær
væru liður í að efla starfsemi
endurhæfingar á svæðinu.
Stefán Yngvason, yfirlæknir á
Kristnesspítala, fór yfir sögu end-
urhæfingar á spítalanum, en hún
hófst árið 1988 þegar fyrsti
sjúkraþjálfarinn var ráðinn tii
starfa. Meiri kraftur komst í þenn-
an þátt starfseminnar við að
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
tók að reka Kristnesspítala árið
1993 og hefur starfsmönnum
fjölgað.
Þórir Haraldsson, aðstoðar-
maður heilbrigðisráðherra, kvað
ánægjulegt að sjá þá miklu upp-
byggingu sem orðið hefði á Krist-
nesspítala, hún væri skýr vitnis-
burður þess að starfsemin hefði
aðlagast breyttum tímum og tekið
við nýju hlutverki. Markmiðið
væri að Norðlendingar þyrftu ekki
út fyrir héraðið til að sækja endur-
hæfingu.
Safnað fyrir sundlaug
Undanfarin misseri hefur stað-
ið yfir söfnun til að kosta gerð
þjálfunarsundlaugar í húsnæði
Kristnesspítala og er hönnun
hennar nú lokið. Fyrsta útboðið
var fyrir helgina, þegar jarðvegs-
skipti og fleira var boðið út. Alls
er áætlað að kostnaður við laugina
nemi um 35 milljónum króna. Við
athöfnina á Kristnesspítala af-
henti Áslaug Magnúsdóttir for-
maður söfnunarnefndar 750 þús-
und króna framlag og táldi Stefán
að söfnunarupphæðin væri með
því komin í um 11 milljónir króna.
Lions-hreyfingin hefur verið ötul
við söfnunina og þakkaði yfir-
læknir rausnarleg framlög hennar
á síðustu misserum.
Fram kom í máii Þóris að heil-
brigðisráðherra hefði hug á að
styðja við verkefnið og myndi
gera það eigi síðar en á 70 ára
afmæli spítalans í nóvember á
næsta ári.
fólksbíl
STRÆTISVAGN rann á lítinn
fólksbíl í Grófargili í gærdag.
Engin meiðsl urðu á fólki,
nokkur fjöldi farþega var í
vagninum en aðeins ökumað-
urinn í fólkbílnum, sem
skemmdist lítilsháttar.
Töluverð hálka var á Akur-
eyri í gær og við slíkar aðstæð-
ur getur verið mjög erfitt að
aka um Grófargilið. Strætis-
vagninn var á leið upp Gróf-
argilið og hugðist beygja inn
á Eyrarlandsveg en varð að
stoppa vegna umferðar að
ofan. Skipti engum togum að
vagnin fór að renna niður
brekkuna og hafnaði á fólks-
bílnum sem var á niðurleið en
hafði verið stöðvaður út í
kanti.