Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 64
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL^CENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Annað eldgos eða hlaup að hefjast? Morgunblaðið/Árni Sæberg Legsteinn tmnst í húsagarði LEGSTEINN frá 19. öld fannst í garði við Tjarnargötu 28 fyrir nokkrum dögum. Verið var að helluleggja þegar steinninn fannst, en hann var um 40 sm undir yfirborðinu. Að sögn Björns Líndal aðstoðarbanka- stjóra Landsbankans, sem býr í 'Tiúsinu, sem garðurinn tilheyrir, er áletrunin á steininum illlæsi- leg. Sjá má nafnið Þór og ártal, sem sennilega er dánarár, og virðist vera annaðhvort 1883 eða 1889. Björn hafði samband við Þjóðminjasafnið strax eftir að steinninn fannst og búast má við að hann verði rannsakaður á næstunni. UM KLUKKAN hálftíu í gærkvöldi fór að koma fram órói á jarðskjálfta- mæli á Grímsfjalli sem bendir til þess að annaðhvort sé nýtt eldgos hafið undir jökli eða að vatnið hafi brotist í g_egnum ísstífluna í Gríms- vötnum. Óróinn fór hægt vaxandi fram á nótt. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið laust fyrir kl. 1 í nótt að óvenju margir smáskjálftar hefðu mælst á Grímsfjalli frá því á sunnudags- morgun, en óróinn sem hófst í gær- kvöldi væri af öðrum toga. Páll seg- ir að skjálftarnir gætu skýrst af þrýstingi sem stafar af þunga vatns- ins í Grímsvötnum, en þeír gætu einnig hugsanlega verið fyrirboði eldgoss. Óróinn væri þá merki þess að eldgosið væri hafið. Hann sagði að ef eldgos væri hafið væri ekki hægt að sannreyna það fyrr en birti, en jarðvísindamenn hugðust fylgjast með mælunum í nótt. Ef ísstíflan hefur brostið stafar óróinn af því að vatnið er að bræða göng undir ísinn og brjóta sér leið út á sandinn. Vatnamælingamenn á Skeiðarársandi fundu ekkert óvenju- legt við mælingar í Skeiðará síðdeg- is í gær, en ekki er vitað hversu langan tíma tekur fyrir flóðið að berast niður á sand eftir að ísstíflan brestur. Tiltölulega bjart og heið- skírt var yfir sandinum í nótt og hugðust vatnamælingamenn fara með kastara að Skeiðarárbrúnni til að kanna hvort breytingar hafi orðið á vatnsstraumnum. ■ Lent/32-33 ÓVENJU miklir kuldar eru nú á norðaustanverðu landinu og í fyrri- nótt mældist rúmlega 26 gráðu frost við Mývatn. Er það mesta frost sem mælst hefur á landinu frá 1949 þegar mældist 27 stiga frost í Möðrudal. Lítið dró út kuldunum á þessum slóðum í gær en þá var 23 stiga frost í Mývatnssveit yfir daginn, skv. upplýsingum Haraldar Eiríks- sonar, veðurfræðings á Veðurstofu íslands. „Eg veit til þess að 27 stiga frost hafi mælst síðari hluta nóvember samkvæmt mælingum sem ná aftur til ársins 1949 en við höfum ekki Morgunblaðið/RAX Á gjósku- strönd IGÆR var í fyrsta sinn lent ofan í ísgjánni í Vatnajökli. Tvær þyrlur áttu skamma viðdvöl á gjóskuströnd nyrst í sprungunni. Leiðangurs- menn skoðuðu sig um, tóku myndir, söfnuðu sýnishorn- um af gjóskunni og skildu þeir eftir íslenska fánann með áletruðum nöfnum allra leið- angursmanna. A myndinni sjást þeir Omar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður, Ari Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur og Sigmundur Arn- grímsson kvikmyndatöku- maður. upplýsingar um svona mikið frost snemma í nóvember á síðari áratug- um,“ sagði hann. Kalt loft yfir landinu Búist var við áframhaldandi miklu frosti á þessum slóðum í nótt. „Það er mjög kalt loft yfir landinu. Það hefur verið léttskýjað og logn á Norðausturlandi og það er snjór yfir. Það er því mikil útgeislun og loftið verður mjög kalt niður við jörðina. Það þarf áreiðanlega ekki að fara í mikla hæð til að komast í hlýrra loft. Það hefur til dæmis verið hátt í tíu gráðum kaldara við Mývatn en uppi á hálendinu," sagði Haraldur. Samheiji og Hrönn í viðræðum Sameining kem- ur til greina STJÓRNENDUR útgerðarfyrir- tækjanna Hrannar hf. á Isafirði og Samheija á Akureyri ræddu saman um helgina um samstarf fyrirtækjanna með hugsanlega sameiningu þeirra í huga. Þor- steinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samheija, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar efn- islega að öðru leyti en því að þær hefðu farið fram og um- ræðuefnið væri samstarf fyrir- tækjanna. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hrannar hf. sem gerir út Guðbjörgu, einn nýjasta og stærsta frystitogara landsins, sagði að markmiðið með viðræðunum væri að tryggja stöðu fyrirtækjanna. Á þessari stundu lægi ekki fyrir hvað kæmi út úr viðræðunum. Samheiji er með á þessu fisk- veiðiári 19.103 tonna fiskveiðik- vóta í þorskígildum talið. Hrönn er með 3.409 tonna kvóta. Mestu kuldar í nóvember í 47 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.