Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 39 AÐSENDAR GREINAR Tryggingar og samkeppni SKAMMT er stórra högga á milli á vátrygg- ingamarkapnum. Með tilkomu FÍB-Trygging- ar sáu gömlu trygg- ingafélögin að vænleg- ast væri að krafsa að- eins í milljarðasjóðina - bótasjóðina - dg lækka iðgjöld af bílatrygging- um. íslenskir neytendur njóta góðs af því bíla- tryggingar hafa stór- lækkað og vísitala neysluvöruverðs lækk- aði um síðustu mánaða- mót um 0,31 stig. Þess- ar hræringar eiga sér stað aðeins nokkrum mánuðum eftir að talsmenn þessara sömu félaga höfðu fullyrt frammi fyrir allsherjarnefnd Alþingis og í fjölmiðlum að gera mætti ráð fyrir allt að 30% hækkun á iðgjöldum bílatrygginga, vegna breytinga á skaðabótalögum sem komu til fram- kvæmda á miðju ári! Enn eru hræringar því VÍS er búið að kaupa_ Skandia. Með kaup- unum hefur VÍS komið óþægilegum samkeppnisaðila frá og markaðs- hlutdeild þeirra í bílatryggingum er orðin það mikil að fyrirtækið telst vera markaðsráðandi. Væri VÍS í heilbrigðu markaðsumhverfi t.d. eins og í Danmörku, og með þessa mark- aðshlutdeild kæmi til sérstakra að- gerða af hálfu þarlendra stjórnvalda. Skandia kom inn á íslenska vá- tryggingamarkaðinn 1992 og bauð þá þegar lægri iðgjöld og nýja áhættuflokkun sem markaðurinn svaraði og neytendur nutu góðs _af. Með brotthvarfi Skandia er FÍB- Trygging eini raunhæfi valkostur neytenda til þess að tryggja sann- gjörn iðgjöld. Með samstöðu er hægt að tryggja virka samkeppni og koma í veg fyrir að gamla samtryggingin og háu iðgjöldin nái aftur fótfestu. í yfirlýsingum VÍS vegna yfirtök- unnar á Skandia kemur fram að VÍS hyggst láta neytendur njóta þeirrar hagkvæmni sem verður vegna stækkunar fyrirtækisins. Miðað við það að VÍS hefur verið með hátt í 40% markaðshlutdeild í bíiatrygg- ingum furðar FÍB sig á því að sú stærðarhagkvæmni skuli ekki hafa skilað sér til neytenda á undanförn- um árum. Til skamms tíma voru iðgjöld bílatrygginga hjá VÍS með 40% markaðshlutdeild, þau sömu og hjá Ábyrgð, með 3% markaðshlut- deild! I fréttatilkynningu frá VÍS dag- settri 26. september sl. sagði m.a. að þóknist erlendum aðilum að koma inn á íslenska vátrygginga- markaðinn gerist það smám saman að „störf- in færast úr landinu". Nú berast fréttir um að nálega 70 starfs- mönnum Skandia hafi verið sagt upp störfum í kjölfar yfirtöku VÍS og að aðeins hluti þeirra eigi von á endur- ráðningu. Er þetta svar VÍS til varnar störfum íslendinga? Athyglisvert er að þrátt fyrir þessa svo- kölluðu samkeppni hef- ur forstjóri hjá Sjóvá-Almennum lát- ið hafa eftir sér í fjölmiðlum að þetta sé lexía fyrir FÍB, því óraunhæft sé að koma inn á markaðinn með lág iðgjöld! Forstjórinn hefur engar Er þetta svar VÍS, spyr Runólfur Ólafs- son, til varnar störf- um íslendinga? áhyggjur af því að VÍS stækki og verði markaðsráðandi með því að taka enn stærri hluta af markaðinum til sín. Þessar yfirlýsingar staðfesta það sem neytendur hafa mátt þola - samráð um hátt verðlag á trygg- ingum. Samkvæmt_ fréttum sameinast Skandia og VÍS formlega um næstu áramót. Viðskiptavinir Skandia þurfa ekki að láta þvinga sig til við- skipta við nýtt fyrirtæki. I 86. gr. vátryggingalaga segir: Vátryggin- gatakar geta sagt upp vátrygginga- samningi sínum við félagið frá þeim degi er flutningur stofnsins á sér stað tilkynni þeir uppsögn skriflega innan mánaðar frá flutningsdegi og eiga lagalegan rétt á að segja tiygg- ingum sínum lausum innan mánaðar frá því að sameining hefur átt sér stað. í ljósi þessa geta allir viðskipta- vinir Skandia verið með lausa vá- tryggingasamninga í síðasta lagi frá og með 1. febrúar 1997. Best er fyrir þá viðskiptavini Skandia sem þess óska að segja nú þegar upp tryggingum sínum til að eiga fijálst val sem fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur Ólafsson Jólamatur, gjafír og föndur Sunnudaginn i. desember nk. kemur út hinn árlegi blaðauki Jólamatur, gjafir ogfondur. Blaðaukinn verður sérprentaður á þykkan pappír og í auknu upplagi þar sem jólablaðaukar fyrri ára hafa selst upp. í blaðaukanum verður fjallað um hvernig menn gera sér dagamun í mat og drykk um jólin og hvernig jólaundirbúningi og jólahaldi er háttað. Birtar verða uppskriftir af hátíða- og jólamat, meðlæti, eftirréttum, smákökum, konfekti og fleira góðgæti, að ógleymdri umfjöllun um jólavín og aðra jóladrykki. Einnig verður fjallað um þýðingu jólanna í huga fólks, rætt um jólasiði, jólagjafir, skreytingar og föndur við fólk víðs vegar um land og þá sem haldið hafa jól á erlendri grund. Agnes Amardóttir, Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Petrina Ólafsdóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í símum 569 1171 og 569 1111 eða með símbréfi 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 þriðjudaginn 19. nóvember. - kjarni málsins! KJARAVIKA 4. -8. NÓVEMBER t MANUDAGUR Í i « i i i Samsung Sjónvarp og myndJbandstœki í KJARA- pakka. frá kr 99.800slgr Caravell Frystikistur 1/2 Lambaskrokkur fylgir hverri KJARA- frystikistu Candy Þvottavélar ÁrsbirgÖir af Ariel þvottaefni fylgir hverri KJARA- þvottavél Candy Eldavélar Glæsilegur búsáhaldapakki fylgir hverjum KJARA- ofni + helluborSi Candy Kœliskápar 10.000-kr. vöruúttekt frá 10-11 fylgir hverjum KJARA- kæliskáp \ i | I I : : i!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.