Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristinn MÁGNÚS Leópoldsson kynnti bók sína í gær í klefanum sem hann var lengst af í meðan á 105 daga gæsluvarðhaldi stóð. Nýjar bækur „Missti nánast alla trú á rétt- arkerfið“ „ALLT gekk þetta út á að samsæris- kenningin gengi upp; að við værum smyglarar, að við seidum spíra og hefðum drepið Geirfmn. Það var allt reynt til að láta kenninguna ganga upp en í raun voru yfírmenn rann- sóknarinnar, Hallvarður Einvarðs- son, Örn Höskuldsson, Sigurbjörn Víðir Eggertsson og Eggert Bjarna- son, aðeins leikbrúður utanaðkom- andi þrýstings. Menn eins og Vil- mundur heitinn Gylfason og Kristján Pétursson tollvörður fóru hamförum í fjölmiðlum og svo Sighvatur Björg- vinsson inni á Alþingi. A meðan sátum við saklausir inni í Síðumúla- fangelsi og vissum ekki einu sinni hvað var að gerast. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að taka þetta mál upp aftur. Það þarf að skoða það frá grunni.“ Þannig kemst Magnús Leópolds- son að orði í samtali við Morgunblað- ið um Geirfinnsmálið svokallaða. Hann hefur nú rofið tveggja áratuga þögn um 105 daga gæsluvarðhalds- vist sína í Síðumúlafangelsinu en hann var sakaður um að hafa myrt Geirfinn Einarsson. Bókin heitir Saklaus í klöm réttvísinnar og er skráð af Jónasi Jónas- syni, rithöfundi og út- varpsmaftni. í bókinni lýsir Magn- ús dögunum í gæslu- varðhaldinu og þeim áhrifum sem þeir höfðu á andlega og líkamlega heilsu hans. „Ég reyni að lýsa því nákvæm- lega hvað gerðist og hvað ég hugsaði á með- an ég sat í einangrun- inni. Þetta hefur haft áhrif á allt mitt líf og Ijölskyldunnar minnar. Það er rösalegt að vera talinn morðingi, að vera sakaður um að hafa myrt mann og upplifa það svo í framhaldi að sjá réttarkerfið hrynja, sjá að það getur ekki tekið af réttvísi á málinu. Ég missti nán- ast alla trú á réttarkerfið og kerfið yfirleitt. Það var ekki nóg með að ég væri handtekinn saklaus heldur tók það kerfið á annan mánuð að finna leið til að sleppa mér lausum eftir að þeir höfðu fengið sannanir um sakleysi mitt. Það hlýtur að hafa verið eitthvað meira en lítið að þeim mönnum sem fóru með mín mál.“ Ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur NÝ SKÁLDSAGA eft- ir Vigdísi Grímsdóttur er komin út og nefnist hún „Z, ástarsaga". Þetta er fimmta skáld- saga höfundar, sem einnig hefur sent frá sér smásagnasöfn og ljóðabækur. Skáldsagan Z- hefur undirtitilinn ástarsaga og í kynningu segir m.a.: „Á hrímkaldri vetr- arnóttu rekja tvær ólíkar systur sögur sínar, lýsa ferðum sín- um um lendur ástar- innar, og grímurnar falla ein af annarri uns sér í bera kviku. Þegar dagur rennur er allt breytt ... Ógrandi söguefni verður að magnaðri skáldsögu um ást og afbrýði. Úr ólgandi sárum tilfinningum skapar Vigdís Gríms- dóttir óvenjulega og seiðandi ástarsögu.“ Fyrri skáldsögur Vigdísar eru Kalda- ljós, Ég heiti ísbjörg Ég er ljón, Stúlkan í skóginum og Granda- vegur 7. Bækur Vig- dísar hafa m.a. verið þýddar á sænsku, dönsku, finnsku og frönsku og fyrir skáld- söguna Grandavegur 7 hlaut Vigdís íslensku bókmenntaverðlaunin 1994. Bókaútgáfan Iðunn gefur bók- ina út. Z er 288 bls., prentuð í Prentbæ hf. Verð bókarinnar er 3.980 kr. Vigdís Grímsdóttir Morgunblaðið/Halldór FÓSTBRÆÐRUM var vel fagnað á afmælistónleikunum. Á sviðinu fyrir framan kórinn eru Jón Þórarinsson, Jónas Ingimarsson, Þorgeir J Andréssson, Signý Sæmundsdóttir, Árni Harðarson og Arnar Jónsson. _________TONLIST____________ Háskólabíó KÓRSÖNGUR Karlakórinn Fóstbræður. Saga kórs og söngvar tengdir henni. Einsöngvarar: Signý Sæmundsdótt- ir, Kristinn HalLsson, Grétar Samúelsson, Þorgeir J. Andrésson og Þorsteinn Guðnason. Píanóleik- ari: Jónas Ingimundarson. Stjórnendur: Arni Harð- arson, Jón Þórarinsson og Magnús Ingimarsson. Kynnir: Amar Jónsson leikari. UMGJÖRÐ tónleikanna var saga kórsins frá upphafi og hófust þeir á fyrsta viðfangsefni þess 20 manna kórs er hóf upp raust sína 1917 með lagi Helga Helgasonar, Buldi við brestur og brotn- aði þekjan, við kvæði Hannesar Hafstein um Skarphéðin í brennunni. Sangerhilsen eftir Grieg tengdist fyrstu utanferð kórsins og Fóstbræðra- lagið eftir Jóhann Haraldsson, glæsilegt lag, sem fylgt hefur kómum æ síðan höfundurinn færði kórnum það að gjöf. Fósturiandsins Freyja, við Iag Hartmanns, var tileinkað Fóstbræðrakonunum. Þetta fallega lag var fyrrum sungið við myndrænan texta Stein- gríms Thorsteinssonar, „Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, blómabökkum undir brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku, bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil." Þjóðlagið, Ár var alda, sem Þórarinn Jónsson raddsetti, er hrein perla. Líklega verður ekki vegna þessa frá- bæra lags, hægt að leiðrétta misfærslur í texta, því „vesa-vas“ er „fræðimannavilla“, sem fyrir löngu er búið að leiðrétta í öllum nýrri útgáfum Eddukvæða. Karlakörinn Fóstbræður var þátttakandi í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleikhússins, á óperunni Rigo- letto, eftir Verdi. Kristinn Hallsson söng þá sitt fyrsta hlutverk í óperu og var þess getið að Fóst- bræður hefðu styrkt Kristin til söngnáms með því að leggja til laun sín fyrir sönginn í Rigoletto. Kórinn söng tvo kóra úr óperunni en síðan söng Kristinn In questa tomba oscura, eftir Beethoven. Hallur, faðir Kristins, átti stóran þátt í stofnun kórsins og Kristinn og bróðir hans, Ásgeir, og frændi þeirra, Ágúst Bjarnason, voru og hafa í mörg ár verið „kjölfestan" í frægum bassahljómi kórsins. Sænska þjóðlagið Uti vár háge í raddsetningu eftir Hugo Álvén, var flutt til að minnast ferða 80ára ENN njótum við arðsins af fjárfestingu Fóstbræðra í rödd Kristins Hallssonar, eins og Arnar Jónsson kynnir sagði, því Krist- inn söng með kórnum á afmælistónleikun- um. Hann söng og einnsöng; In questa tomba oscura eftir Beethoven við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. kórsins til Norðurlandanna. Um 1960 urðu þátta- skil í efnisvali Fóstbræðra, er Ragnar Björnsson, sem þá stjómaði Fóstbræðrum, tók til flutnings íslenska og nútímalega lagasyrpu eftir Jón Nor- dal, sem vakti mikla athygli og núverandi stjórn- andi kórsins, Ámi Harðarson, hefur einnig lagt kómum til nútímalegt tónverk, er hann nefnir Spjótalög. Kórinn söng þijú lög úr þessum ágæta lagaflokki og nefnast þau Hjartafrost, Þögn og Líf. Þorgeir J. Andrésson hóf söngferil sinn með Fóstbræðrum og söng hann „Kveðjuna" eftir Þórarin Guðmundsson og raddþjálfari kórsins, Signý Sæmundsdóttir, söng „Gígjuna" eftir Sig- fús Einarsson. Gamlir Fóstbræður fluttu ísland, eftir Sigfús Einarsson, undir stjórn Jóns Þórarins- sonar en fyrri hluta tónleikanna lauk með sænska laginu Hæ, tröllum, sem hátíðarkór gamalla og starfandi söng af mikilli innlifun. Eftir hlé var brugðið til léttara hjals og fluttu 14 Fóstbræður Lagasyrpu undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, er sakir vinsælda þénuðu kórnum drjúgar tekur, sem runnu til byggingar félags- heimilisins. Kvartettsöngur er oft iðkaður innan kóra og komu fram rakarakvartett og tvöfaldur kvartett er sungu nokkur vinsæl lög, meðal ann- ars Bláu augun þín, eftir Gunnar Þórðarson. Grét- ar Samúelsson söng með kórnum Ol’man river og Signý Sæmundsdóttir og Þorsteinn Guðnason sungu Some enchanted evening, eftir Kern og þar með Iauk dægurlagaþættinum í starfssögu Fóstbræðra. Signý Sæmundsdóttir söng með kórnum Sunnudag selstúlkunnar eftir Ole Bull og Þorgeir Andrésson Sjá dagar koma, eftir Sigurð Þórðar- son og Stökur, raddsetningu undirritaðs á nokkr- um íslenskum stemmum. Það sem eftir lifði tón- leikanna var í anda karlakórshefðarinnar, Þei þei og ró, ró, eftir Björgvin Guðmundsson, skemmti- leg' útfærsla á Karl sat undir kletti, eftir Jórunni Viðar og í lokin sungu sameinaðir Fóstbræður, ísland ögrum skorið, sem vel mætti lögleiða sem hversdags þjóðsöng og hið glæsilega kórverk Páls ísólfssonar, Brennið þið vitar. Karlakórinn Fóstbræður er í „toppformi" og hefur sennilega aldrei verið betri, sem auðvitað er söngstjórans verk, varðandi túlkun, tónmótun og jafnvægi raddanna og hefur Árni Harðarson þar með sett punktinn yfir i-ið, til staðfestingar á því að hann er frábær og slyngur kórstjóri sem naut sín sérstaklega í snilldarverkinu Ár var alda, Uti vár hage, Þei, þei og ró, ró, Karl sat undir kletti og lögunum úr Spjótalögum. Einsöngvararnir gerðu góða hluti, Signý í Gígj- unni og sérstaklega Sunnudag selstúlkunnar og Þorgeir í Kveðjunni, Sjá dagar koma og Stökunum og einnig var sérlega gaman að heyra Kristin syngja In questa tomba oscura. Tveir kórfélagar létu einnig heyra í sér, Grétar Samúelsson í 01- ’man river og Þorsteinn Guðnason með Signýju í Some enehanted evening og nutu þau öll sam- spils Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara, fyrr- um söngstjóra kórsins og dyggs félaga. Gamlir Fóstbræður höfðu söngstílinn á valdi sínu, undir öruggri stjórn Jóns Þórarinssonar og í Hæ tröll- um, Island ögrum skorið og lokalagi tónleikanna, Brennið þið vitar, var söngur hátíðarkórsins glæsi- legur. í heild voru tónleikarnir skemmtileg samskipan starfs- og söngsögu kórsins er fékk eðlilegt streymi í lestri Amars Jónssonar leikara en nú er einmitt unnið að því að koma þessari sögu á þrykk. Jón Ásgeirsson Nýjar plötur • EMBÆTTISGJÖRÐ - guð- fræðiþjónustunnar í sögu og samtíð er eftir dr. Einar Sigur- björnsson, prófessor við Guðfræði- deild Háskóla íslands. í formála bókarinnar segir höf- undur: „Orðið Embættisgjörð er í raun annað heiti yfir guðsþjónustu eða helga athöfn. í heitinu felst þess vegna ákveðinn orðaleikur: I fyrsta lagi fjallar embættisgjörð um guðsþjónustu kirkjunnar, eðli hennar, inntak og framkvæmd. I öðru lagi fjallar embættisgjörð um eðli prestsþjónustunnar, stöðu hennar og hlutverk svo og fram- kvæmd þeirra athafna sem prestur- inn ber ábyrgð á innan kirkjunnar." Meginefni bókaiánnar er kirkjan, hlutverk hennar og eðli, athafnir hennar og framkvæmd þeirra. Bók- in skiptist í fimmtán kafla. Bókin er alls 282 bls. að stærð. Útgáfuþjónustan Skerpla sá um umbrot oghönnun ogprentun Steindórsprent - Gutenberg. Bókin fæst íBóksölu stúdenta, Mál og menningu, Eymundsson ogPenn- anum Kringlunni ogíKirkjuhúsinu, Laugavegi 31 og kostar 1.980 kr. • í TILEFNI af 80 afmæli Karla- kórsins Fóstbræðra kemur út af- mælisplatan Ar vas alda þar sem kórinn flytur íslensk kórverk sem spanna íslenska karlakórahefð frá íslenskum þjóðlögum til nýrri kór- verka íslenskra tónskálda sam- tímans. Upptökur fóru fram í Digranes- kirkju í sept. og okt. undir stjórn Árna Harðarsonar og sá Sigurður Rúnar Jónsson um upptökustjórn. Undirleikari er Magnús Ingimars- son og með kórnum koma fram nokkrir einsöngvarar, sem allir hafa tekið þátt í kórstarfinu. Þá er mjög vandað til umslagsins þar sem er m.a. ágrip af sögu kórsins, glefsur úr frábærum dómum úr ferðalagi kórsins til Norðurlanda sl. vor og loks allirtextar. Einnig er ágrip af öllu efni á ensku. Lögin eru: Gefðu að móðurmálið mitt (ísl. þjóðlag/Róbert A. Ottós- son), Ár vas alda (ísl. þjóðlag/Þór- arinn Jónsson), Harmbótarkvæði (ísl. þjóðlag/Þórarinn Jónsson), Skarphéðinn í brennunni (Helgi Helgason), Kirkjuhvoll (Bjarni Þor- steinsson), ísland (Sigfús Einars- son), Sefur sól hjá Ægi (Sigfús Einarsson), Þei, þei og ró, ró (Björgvin Guðmundsson), Á Sprengisandi, (Sigvaldi Kaldalóns), Siglingavísur (Jón Leifs), Júníkvöld (Árni Björnsson), Víkingar (Árni Björnsson), Kall sat undir kletti (Jórunn yiðar), Stökur (ísl. þjóð- lag/Jón Ásgeirsson), Tröllaslagur (Jón Ásgeirsson), Skeggstæðislög- málið (Páll P. Pálsson), Kváll (Atli Heimur Sveinsson), Spjótalög II (Árni Harðarson), Heyr, himna- smiður (Þorkell Sigurbjörnsson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.