Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 43 mér að skondra augunum yfir borð- ið til Bríetar. Augnaráð hennar veitti mér alla þá örlátu uppörvun sem henni var svo eiginlegt að gefa. Sennilega hefði hún liðið mér hvaða vitleysu sem var, aðra en yfirgang og hroka. Tveimur árum seinna, þegar Þjóðleikhúsið sýndi leikgerð mína á sögu Dickens um Oliver Twist var Bríet leikstjórinn. Hún leiddi mig í gegnum þá eldskím af aðdáunarverðum trúnaði. Sú sam- vinna batt okkur vináttuböndum sem hafa verið mér ómetanleg. Bríet öfundaði engan mann. Hún þoldi hvorki stærilæti né hégóma, en átti stolt og var ástríðufullur listamaður. Auðmýkt átti hún í rík- um mæli, einkum gagnvart listinni. Hún var réttsýn allajafna, víðsýn, og virti skoðanir annarra og bjó yfir þeim sjaldgæfa eiginleika að geta glaðst af hjartans einlægni yfír velgengni annarra, hver sem átti í hlut, og hún var örlát á hrós. Fátt gladdi hana meira en það sem var vel gert í listum. Hún var sjálf- stæð í skoðunum, sem hún fór sjald- an dult með. Henni stóð stuggur af þeim eðlisþáttum manneskjunnar sem eru andskotar menningar og mennta. Hún sagði mér einhvern tíma sögu úr kennslustund hjá Haraldi Björnssyni, einum kennara sinna í Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins. Haraldur hafði spurt nemana hvað væri sterkasta aflið í heimin- um, en fátt orðið um svör þar til Bríet „áræddi að svara, eins og sá stelpukjáni" sem hún sagðist hafa verið þá, að sterkasta aflið hlytu að vera peningarnir. Lærimeistar- inn kvað svarið rangt því að sterk- asta og háskalegasta aflið væri „heimskan." Bríet talaði síðan í hálfum hljóðum þegar hún bætti við að hún væri búin að átta sig á því sér til skelfingar að þetta hafí sennilega verið rétt mat hjá Haraldi. Bríet var einnig afbragðsgóður rithöfundur. Þó lét hún aðeins eftir sig eitt frumsamið skáldverk, út- varpsleikritið Það var haustið sem ... (1985), sem hún leikstýrði sjálf, enda yfirburðamaður við leikstjóm á þeim vettvangi. Eftir hana er einnig Bókin um Bríeti Bjamhéðins- dóttur Strá í hreiðrið, sem er að minni hyggju á meðal skemmtileg- ustu bóka sem hafa komið út hin seinni ár, kjammikil, íjörleg og Bríetarleg. Sú bók er byggð á ómet- anlegum bréfum ömmu hennar og er raunar afar persónulegur vitnis- burður um bókarhöfundinn og bamabamið, vegna þess að Bríet yngri kemst stundum á gott flug og lendir í hrókasamræðum við skoðanir hinnar goðsagnakenndu ömmu sinnar. Hún var einnig ágæt- ur þýðandi eins og sér á íslenskun hennar á skáldsögunni Mefístó eftir Klaus Mann sem kom út á seinasta ári, eða af þýðingum hennar á ólík- um höfundum á borð við Gunther Eich og Bertolt Brecht. Bríet með sína þekkingu á leikhúslífi, og þýskri menningu og hugsjónum, var auðvitað rétta manneskjan til þess að þýða Mefistó. Sá bakgrunnur gerir það að verkum að íslenski textinn fellur einkar vel að sög- unni, en slík samsömun er því mið- ur of sjaldgæf í bókmenntaþýðing- um á Islandi. Þá eru ótaldar allar leikgerðimar sem hún vildi síður kalla leikgerðir. Henni þótti það ekki vera sköpun að færa fýrirliggjandi skáldskap í leikbúning. Að minnsta kosti taldi hún sig ekki þess umkomna að slá eign sinni á þann skáldskap. Hún kaus því að kalla leikgerðimar ein- faldlega „handrit" eða „leikhandrit" og jafnvel „leikstjórahandrit." Hún vildi hvorki troða sinni persónu né sínu höfundarverki fram fyrir skáld- ið eða skáldskapinn. Og skáldskap mat hún afar mikils þó ef til vill hafí tónlistin skipað veglegri sess í huga hennar. Hún færði Qölmörg skáldverk annarra höfunda í leik- búning og vann þau verk af ein- lægri virðingu en jafnframt með raunsæi hins listræna verkstjóra; ef til vill hefur enginn afkastað eins miklu á þeim vetvangi hér á landi: Sögu Jakobínu Sigurðardóttur, Dægurvísu, færði hún í leikbúning fyrir útvarp, fyrir leiksvið komu síð- an Atómstöðin hans Halldórs Lax- ness, það skáld sem hún dáði mest, Jómfrú Ragnheiður eftir Skálholti Guðmundar Kambans, Svartfugl Gunnars Gunnarssonar, Mörður Valgarðsson, upp úr leikriti Jóhanns Siguijónssonar Lögneren, sem hún vann fyrir útvarpið, og loks Hið ljósa man upp úr íslandsklukku Halldórs Laxness, sem birti okkur þá sögu frá alls óvæntu sjónarhomi. Það hefur verið mér ómetanlegt að fá að njóta leiðsagnar hennar, trúnaðar og vináttu. Hún jós mér af brunni reynslu sinnar og visku, krafði mig um afstöðu til flestra mála og mat það ekki síður við mig ef skoðanir mínar voru aðrar en hennar sjálfrar, svo fremi mér væri stætt á þeim. í gamni, okkar á milli, kallaði ég hana stundum fóstm mína, en í sannleika sagt: Ég lít á hana sem einn af mínum mikilverð- ustu lærimeistumm. Fordæmi henn- ar verður mér vonandi áminning og innblástur um ókomna daga. Ég votta samúð mína Þorsteini og dætmm Bríetar, móður hennar og öðmm, ættingjum. Þeirra er missirinn mestur. Megi minning góðrar mannskju lifa. Arni Ibsen. Fjóra mánuði stóð stríðið, það var tíminn frá því sá illvígi sjúkdóm- ur krabbamein var greindur, þar til hann hafði betur. Leikurinn var ójafn frá upphafí, enda ekki barist til sigurs gegn vágestinum. Það var lærdómsríkt að kynnast því hvemig hugsuður og hetja mætti þeim dómi sem féll, þar flugu fleyg orð og „húmorinn" alltaf til staðar. Bríet var einkabarn hjónanna Héðins Valdimarssonar og Guðrún- ar Pálsdóttur. Það stóðu að henni sterkir stofnar gáfu- og hæfíleika- fóiks. Hún var aðeins bam að aldri, þegar sögur fóm af gáfum hennar og sérstæðum persónuleika. Árið 1948 hóf Bríet nám í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar, en það sama ár hafði gagnfræðadeild Menntaskól- ans í Reykjavík verið lögð niður. Þetta haust missti hún föður sinn sem lést snögglega fyrir aldur fram. Hún vakti hvarvetna athygli þar sem hún fór, hávaxin og grönn, augun brún og stór og hárið jarpt. Fasið ftjálslegt og gustmikið á stundum, svipurinn einarður og blik í augum. Hún fangaði þegar bekkj- arsystkini sín, enda bjó hún yfír sérstökum persónutöfram og leiftr- andi gáfum. Hugsunin fijó tilsvörin hnyttin og „húmorinn" sem aldrei brást breytti oft á tíðum leiðindum og gráma hversdagsins í veislu. Ekki náði hún síður tökum á kenn- urum enda afburða nemandi og er okkur skólasystkinum hennar minnisstætt, m.a. þegar kennari einn sagði, að hann langaði að gefa henni 10 fyrir ritgerð, það hefði hann aldrei gert, en þar sem frá- gangi var eitthvað ábótavant, þá lækkaði hann einkunnina niður í 8.0 til að aga okkur æskulýðinn í þeim efnum, en Ijóst var að ritgerð- in var listaverk. Fleiri sögur af þess- um toga væri hægt að segja. Þetta haust sáum við vinkonurnar Bríeti fyrst. Við vomm sex unglingstúlkur sem bundumst vináttu- og tryggð- arböndum, sem haldist hafa fram á þennan dag, en emm nú aðeins fjórar eftir að Bríeti látinni. Ein vinkvennanna, Helga Vilhjálms- dóttir lyfjafræðingur, lést árið 1990 aðeins 56 ára, öllum harmdauði. Við höfum oft velt því fyrir okk- ur, hví böndin urðu svo sterk sem raun ber vitni, því að á vissan hátt vorum við ólíkar og lífshlaup okkar sömuleiðis. Það sem kannski hefur átt þar ríkastan þátt, er að við hlóg- um allar að sömu hlutunum. Bríet sagði einhveiju sinni: „Segðu að hveiju maðurinn hlær og ég skal segja hver hann er.“ En við gerðum fleira en að hlæja saman að sömu hlutum, við gerðum nánast allt sam- an. Ekkert var okkur óviðkomandi og allt milli himins og jarðar var rætt, ekkert undanskilið, mannlífið, stjórnmál, trúmál, listir og ekki síst ástin. Bríet setti óneitanlega sterkan svip á hópinn. Þó ekki þannig að hún segði fyrir verkum, öldurnar gátu risið hátt, við oft á öndverðum meiði og skoðanaskiptin urðu snörp. Hefði mátt halda að vináttuböndin væm tekin að slakna, en þvi fór fjarri, okkur lá aðeins mikið á hjarta. Bríet var skelegg í sínum málflutningi, rökföst og tók oft djúpt í árinni, á hljómfagurri ís- lensku. Það vom forréttindi að fá að njóta vináttu hennar og sam- vista við hana, við höfðum oft á orði að það væri eins og háskólanám að vera í hennar félagsskap. Á þessum ámm vom kvikmyndir sú skemmtun, sem unglingar stund- uðu hvað mest, enda mannlífíð fá- breytt og ekki búið að uppgötva unglinga sem sérstakan þjóðflokk. Leiksýningar vom ekki fleiri en svo að allflestir Reykvíkingar sáu þær sýningar sem í boði vom. í okkar heimi á þessum unglingsámm vom hetjur kvikmyndanna okkar fyrir- myndir, en afar fjarlægar og óraun- vemlegar, í raun goðum líkar vemr. Að loknu stúdentsprófí, hélt Bríet til náms í Vínarborg, það kom okkur ekki á óvart að hún skyldi leggja stund á þýskar og enskar bókmennt- ir, hún var afburða tungumálamaður og bókmenntir vom henni hugleikn- ar. Það kom okkur hins vegar nokk- uð á óvart þegar hún hóf leiklist- amám í Vínarborg. Ætlaði vinkona okkar að verða ein af þessum stjöm- um, sem við dáðum í fjarlægð? Eitt var okkur þó ljóst, hún tæki aldrei að sér verk, sem hún gæti ekki sinnt vel, af þekkingu og fagmennsku. Heim til íslands kom hún og lauk sínu leiklistarnámi með glæsibrag. Þjóðin þekkir hennar listamannsfer- il. Bríet var félagshyggjumaður „sósialisti" í bestu merkingu þess orðs. Jafnræði átti að vera leiðar- ljósið, menning og listir áttu að vera fyrir alla. Hún hafnaði þeirri lífssýn að allt væri falt fyrir pen- inga. Hún lifði sjálf eftir þessari kenningu, gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig eins og lífsstíll henn- ar sannar. Hins vegar gerði hún ómældar kröfur til listarinnar og heiðarleikans. Við bernskuvinkonur hennar vor- um vissulega afar stoltar af henni sem listamanni og glöddumst yfír velgengni hennar en fyrir okkur var hún fyrst og fremst traustur og góður vinur, flestum skemmtilegri. Hún tók þátt í lífi okkar, bæði gleði og sorg, og þegar í nauðir rak þá var Bríet nærri. Vegna síns andlega atgervis, mannskilnings og mann- legrar hlýju urðu menn sáttari eftir hennar fund. Hún var sá máttar- stólpi og bakhjarl sem á þurfti að halda. Enn kom hún á óvart, þegar hún fór að sýna raunvísindum áhuga, þar sem „humanismi" virtist eiga hug hennar og hún hafði helgað líf sitt grein af þeim meiði. Töldum við að raunvísindi væru heimur, sem hún léti fremur liggja milli hluta. Stjömufræði, hið undarlega fyrir- bæri tíminn o.fl. þess háttar höfðu fangað hug hennar og hafði hún aflað sér þó nokkurrar þekkingar á því sviði, en leiðarljósið var alltaf virðing fyrir hinu rétta og sanna. Bríet var gæfusöm í einkalífí. Hún átti glæsilegar dætur Laufeyju fíðluleikara og Guðrúnu Theodóru sellóleikara með sínum fyrri manni. Eru báðar afbragðslistamenn sem bera ættemi sín fagurt vitni. Síðar gekk hún að eiga Þorstein Þor- steinsson, kennara og þýðanda, og þar eignaðist hún félaga sem var henni styrkur og aflgjafi, þar var sá haukur í horni sem var ómetan- legur fyrir listamann eins og Brí- eti, enda áhugamálin sameiginleg. Þorsteinn var henni til halds og trausts hveija stund í veikindunum og gerði henni þann tíma eins létt- bæran og unnt var. Þau áttu dóttur- ina Steinunni Ólínu leikara, þjóð- kunnan listamann. Hún eignaðist sex barnaböm, þar af er ein Bríet. Bríet átti góða bernsku og því ljúfar og góðar bernskuminningar, ólst upp á óvenju glæsilegu menn- ingarheimili. Föðurmissirinn hefur að sjálfsögðu verið sár á viðkvæm- um aldri en Guðrúnu móður sína átti hún að alla tíð. Á bemskuheim- ilinu vomm við vinkonumar heima- gangar og nutum ómældrar gest- risni Guðrúnar. Hún ferðaðist víða um heim, og kynntist menningu og listum og þá sérstaklega leiklist annarra þjóða og naut þess til hiítar. Ein eftir- minnilegasta ferð hennar var til Kína, sem hún fór ásamt Steinunni Ólínu dóttur sinni. Bríet fékk að sinna list sinni frá upphafi og þjóðin mat hana að verð- leikum og dáði. Hún fékk góðar gáfur og fjölbreytta hæfíleika í vöggugjöf og að því hlúði hún vel. Bríet lést um aldur fram. Þjóðin hefur misst mikið, enn átti Bríet eftir að gefa henni margt þó ekki aðeins sem leikari og leikstjóri. Hún var snjall þýðandi og höfum við notið þýðinga hennar bæði í útvarpi og ritmáli, en hún var einnig ritfær svo að af bar. Þar var alltof mikið verk óunnið þótt þjóðin njóti frá- sagnalistar hennar m.a. í bókinni „Strá í hreiðri" sem var saga ömmu hennar. Hugur okkar er nú hjá fjölskyldu Bríetar, Þorsteini eiginmanni henn- ar, dætmnum þremur og þeirra fjöl- skyldum og Guðrúnu móður henn- ar, biðjum við þeim blessunar. Veri okkar góða vinkona kært kvödd með þökk fyrir samfylgd- ina. Bergljót Líndal, Gíslrún Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Katrin Þorbergsdóttir, ^ Helga Steffensen. Veturinn ’95 ákvað Félag ís- lenskra leikara að velja sér nefnd til þess að sjá um útgáfu einhvers konar málgagns, sem sinnti áhyggju- og áhugamálum leikhús- fólks. í þessari ritnefnd störfuðum við Bríet síðan og stóðum að útgáfu þriggja hefta „Leikhúsmála" en hið þriðja lítur dagsins ljós um þessar mundir. Það var fyrst og fremst áhugi hennar og eftirfylgja sem gerði þessa útgáfu að vemleika. í hennar skýru og vakandi menning- arvitund fólgst, meðal svo margs annars, það viðhorf að stétt okkar þyrfti vettvang til þess að fjalla um fróðleg og forvitnileg málefni leik- listarinnar. Í leikhúsi ligga leiðir fólks gjarn- an saman stuttan tíma í senn, með- an sýning varir, síðan skilur oft leiðir nokkuð um sinn. Ég naut þeirrar gæfu að vinna með Bríeti í nokkrum sýningum, stundum undir hennar stjórn. Það var lærdóms- ríkt, því þar fór vel menntuð og smekkvís leikhúsmanneskja, kröfu- hörð á sjálfa sig og aðra, en á hinn bóginn full auðmýktar gagnvart því stórbrotna, skáldskapnum. Gáfur hennar vom góðar og margvísleg- ar. Allt þetta og ekki þó síst óborg- anleg kímnigáfa gerðu hana heill- andi karakter, sem hafði mikið að gefa og því urðu kynni við hana einstaklega ánægjuleg. Við áttum meira saman að sælda síðustu misseri en oftast áður af fyrrgreindu tilefni. Mér varð betur ljóst en fyrr hvem mann Bríet Héð- insdóttir hafði að geyma. Hún var vissulega uppfóstmð í menningar- umhverfi, en hún lifði líka og hrærð- ist í listmenningu. Hún var vel heima í tónlist og ritlist að ekki sé talað um þær listgreinar, sem tengj- ast sviðinu og hún naut þess besta sem í boði var og taldi það meðal æðstu gæða daglegs lífs. Hún hafði ákaflega heilbrigðan metnað varð- andi íslenska menningu og vildi gjarnan sjá hana rísa upp úr þeirri lágkúm og dægurglammi, sem oft ber hæst. Það var mér sem fleiram góður skóli að ræða við hana, opn- aði ekki einasta víðari sýn og rækt- aði réttlætiskennd, heldur var það svo ákaflega skemmtilegt. — Og þakklátur er ég fyrir vináttu hennar og ærlegt þel við mig og mína. Fágæt reynsla var að sjá og fínna af hvílíkri reisn þessi kona mætti örlögum sínum, hve mikið æðm- leysi og karakterstyrk hún sýndi í -*- því stríði, sem hún mátti heyja sið- ustu fjóra mánuði. „Ég hef fengið að lifa og leika mér öll þessi ár,“ sagði hún einhverntíma í haust, og var þakklát fyrir. Enga biturð var þar að fínna. Hún vissi þó að henni gafst einungis fárra vikna frestur. Hann varð raunar styttri en vonir stóðu til. Sviðið verður tómlegra. Við höfum misst einarðan málsvara og baráttumann fyrir því sem mestu varðar í lífsstríði lítillar þjóðar, menningarrækt og lifandi list. Við Ragnheiður sendum Þor-^ steini, dætmnum, Steinunni, Guð- rúnu, Laufeyju, og öðmm ástvinum alúðarkveðjur og biðjum þeim bless- unar. Jón Hjartarson. • Fleiri minningargreinar um Bríeti Héðinsdóttur bíða birtmgar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ljósmynd/Grímur Bjamason BRÍET Héðinsdóttir í hlutverki dönsku skáldkonunnar Karen Blixen í Dóttur Lúsifers 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.