Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 37 Framkvæmd friðarsamn- inga og blint auga fjölmiðla UNDANFARNAR vikur hafa íslenskir fjölmiðlar greint frá framkvæmd^ friðar- samninga ísraela og Palestínumanna. Frétt- ir fjölmiðla, misjafnar að gæðum, hafa löng- um verið á þá leið, að ísraelar hafi verið að æsa til ófriðar, með því að opna göng sem væru móðgun við íslamstrú og hættuleg helgidóm- um hennar á Musteris- hæðinni og síðan með því að standa ekki við Óslóarsamningana í einu atriði, brotthvarfí hermanna frá Hebron. I þessum fréttum hefur málstaður Palestínu- manna fengið góða umfjöllun og honum verið hampað sem miklu réttlætismáli, einkum á fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Þar á bæ voru menn lengi að skilja, að göngin lágu ekki undir Al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni, heldur í hálfs kíló- metra íjarlægð. Jafnvel þegar Stöð 2 hafði komist að þessari merkilegu uppgötvun, hélt Ríkissjónvarpið áfram að tala um göng undir Must- erishæðinni, löngu eftir að Súmerar fundu upp hjólið. Síðan kom umfjöll- un um Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, bæði í frétt- um og textavarpi, þar sem kom fram að hann hafi nú á örfáum mánuðum nær gengið af friðarferl- inu dauðu, m.a. með þvi að neita að framfylgja friðarsamningunum frá Ósló, þ.e. með því að draga ekki ísraelsher frá borginni Hebron. Ég hef lengi verið að bíða eftir nokkuð hlutlausari fréttaflutningi. Jú, það er sjálfsagt að minnast á •þá staðreynd, að Israelsmenn áttu að vera fyrir löngu farnir frá Hebr- on með hersveitir sínar. En úr því að fjölmiðlar á íslandi, einkum sjón- varpsstöðvamar tvær, hafa lagt sig niður við að fjalla rækilega um þetta eina alvarlega brot Israela á friðar- samningunum, hvers vegna í ósköp- unum hafa fréttamenn ekki gætt hlutleysisskyldu sinnar og minnst á brot ráða- manna Palestínu- manna á þessu sama samkomulagi. Og síð- an til að klikkja út í hlutdrægninni, hefur Yasser Arafat formað- ur PLO og forseti sjálf- stjórnarsvæðis Palest- ínumanna verið titlað- ur forseti Palestínu. Slíkt felur í sér viður- kenningu á Palestínu sem sjálfstæðu ríki, en ég minnist þess ekki að ríkisstjórn íslands hafí lýst slíku yfir. Kannski hafa frétta- menn gerst diplómatar? Því miður virðast fréttamenn, einkum á ríki- smiðlinum, ekki hafa migið í saltan sjó lengi, og komið sér hjá því að kynna sér nokkuð þau deilumál sem nú rísa hátt fyrir botni Miðjarðar- hafs. En til að fræða þá og aðra landsmenn um hvernig staða mála er, skal ég taka til tíu alvarlegustu brot Palestínumanna á Óslóarsamn- ingunum. 1. Palestínska lögreglan skaut á ísraelska hermenn og óbreytta borg- ara í ganga-óeirðunum í september. Palestínsk yfirvöld ýttu undir óeirð- ir og átök, af tilefni sem var eins fátæklegt og mögulegt var. Þátt- taka lögreglumanna á fyrri stigum átakanna var gróft brot á friðar- samningunum. 2. Palestínsk yfírvöld hafa komið sér hjá að gjöra upptæk ólögleg vopn og afvopna að öðru leyti vopn- aðar sveitir, s.s. Hamas, Islamic Ji- had, PFLP, DFLP og Fatah, en þessa sveitir reka allar öfluga starf- semi, yfirleitt vopnaða, á sjálfstjórn- arsvæðum Palestínuanna og jafnvel meðal ísraelskra Araba. 3. Palestínsk yfirvöld hafa neitað að framselja þekkta hryðjuverka- menn, sem framið hafa stórkostlega glæpi, morð, sprengt upp óbreytta borgara og fleira. Með því að neita að framselja þessa menn hafa pa- lestínsk yfirvöld sett fordæmið og Þá kröfu verður að gera til ríkisfjölmiðla, segir Snorri G. Bergsson, að þeir sýni hlutleysi í erlendum fréttum. komið öðrum í skilning um, að hryðjuverk gegn ísrael séu hættu- laus, hvað þau snerti. 4. Palestínsk yfirvöld hafa enn ekki fylgt þeim ákvæðum að hætta að hvetja til ofbeldis gegn ísrael. Yasser Arafat hefur ítrekað lýst yfir heilögu striði (jihad) gegn Isra- el, nú síðast í Betlehem, fimmtudag- inn 24. október. Nýlegar ofbeld- ishvatningar og stríðsyfirlýsingar Arafats og annarra leiðtoga Palest- ínumanna gætu fyllt margar síður hér. 5. Palestínsk yfirvöld eiga, sam- kvæmt Óslóarsamkomulaginu, að hafa breytt stofnskrá Frelsishreyf- ingar Palestínu um að ísraelsríki skuli jgjöreytt og vopnuð barátta gegn Israel sé eina leiðin til lausnar Palestínudeilunni. I apríl s.l. tókst Arafat með hörðu að berja í gegn viljayfirlýsingu þingmanna á þjóð- þingi Palestínumanna um að ljúka þeim breytingum innan sex mán- aða. Síðan hefur ekkert gerst í þeim málum, og sex mánuðir eru Iiðnir. Reyndar hafa aldrei fleiri ísraelar verið myrtir en á tímabilinu frá því að Óslóarsamningarnir gengu í gildi. 6. Palestinsk yfirvöld hafa geng- ið þvert á friðarsamningana með því að opna skrifstofur í Jerúsalem. Þau hafa gengið svo langt að flytja palestínska lögreglumenn þangað og hafa þeir hrint af stað öldu of- beldis meðal arabískra íbúa Jerúsal- em, handtekið saklausa borgara, pyntað marga, myrt aðra. Siðgæð- issveitir Arafats hafa einar og sér drepið um þijátíu konur á rúmlega einu ári, fyrir, að manni fmnst, lítil- mótlegar sakir. Og hvar er Kvenna- listinn? Hættur að skipta sér af Miðausturlöndum? 7. Eftirlýstir hryðjuverkamenn hafa verið ráðnir í palestínsku lög- regluna, þvert á samninga. Því má svo bæta við, að það getur varla talist friðsamleg uppbygging að skylda væntanlega lögreglumenn til að lesa Mein Kampf Hitlers á arab- ísku og heilsa með nasistakveðju á hersýningum og annars staðar. Pa- lestínska lögreglan er þjálfuð í Líbýu, undir stjórn terrorista Mu- hammeds Khaddafis. 8. Samkvæmt Ósló I áttu palest- ínskir lögreglumenn að vera ekki fleiri en 9.000.1 Ósló II leyfðu ísra- elsk stjómvöld Palestínumönnum að halda þeim 24.000 lögreglu- mönnum sem þá voru starfandi, 15.000 of margir. Nú eru palest- ínskir lögreglumenn um og yfir 50.000, samkvæmt heimildum frá palestínskum yfirvöldum, vel vopn- aðir og tilbúnir til átaka ef þurfa þykir. 9. Palestínsk yfirvöld hafa geng- ið framhjá ákvæðum friðarsamn- inga um meðhöndlun mannréttinda, samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Friðarhreyf- ingar, eins og Amnesty Internation- al og fleiri, hafa ítrekað greint frá grófum mannréttindabrotum palest- ínskra yfírvalda, s.s. misþyrming- um, morðum, pyntingum fanga og fangelsun mannréttindafrömuða án dóms og laga. 10. Meðhöndlun utanríkismála í nafni palestínskra yfirvalda er bönn- uð samkvæmt Óslóarsamningunum. Það ákvæði hefur verið miskunnar- laust brotið. Þegar þetta er skrifað er Yasser Arafat í opinberri heim- sókn í Noregi, sem forseti sjálf- stjómarsvæða Palestínumanna, kaldhæðið samningsbrot og ekki það fyrsta. Þessi tíu alvarlegustu brot palest- ínskra yfirvalda á Oslóarsamning- unum era aðeins toppur ísjakans. Reyndar er nokkurt verk að finna hvaða ákvæði samninganna palest- ínsk yfirvöld hafa staðið við að fullu. Hvernig stendur þá á því, að eitt Snorri G. Bergsson brot ísraela á samningum er ógnun við friðarferlið? Netanyahu hefur margoft sagt, að ekki kæmi til greina að fullnægja öllum skilyrðum Öslóarsamningsins — og hér setja fréttamenn, íslenskir og erlendir, punkt — án þess að Palestínumenn standi við í það minnsta veigamestu þætti samningsins að sínu leyti. Vísast hafa fréttamenn tekið fréttir sínar hráar upp eftir erlend- um fréttastofum. En það gildir einu. Á tækniöld, þar sem Internetið hef- ur riðið inn með fríðu fylgdarliði, eiga fréttamenn að geta aflað sér heimilda, utan við stutt fréttaskot frá útlöndum. Eins og landslag er lítils virði ef það heitir ekki neitt, svo eru fréttamenn lítils virði ef þeir vita ekki neitt. Lesendur hljóta"1 * * 4 5 6 að gera þá kröfu til annars ágætra fréttamanna ríkisfjölmiðla að þeir sýni hlutleysi í meðferð þessara mála og annarra. Því miður hefur orðið misbrestur á því að undan- förnu. I þessu máli hefur komið í ljós, að fréttastofa allra landsmanna virðist vera annað af tvennu, hlut- dræg og pólítísk áróðursstofa, vit- andi eða óafvitandi, eða ekki störf- um sínum vaxin. Illt er, ef satt reyn- ist. Höfundur er sagnfræðingur. Passamyndir • Portretmyndir Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir Brúðkaupsmyndir • Stúdentamyndir PÉTUR PÉTURSSON LJ ÓSMYND ASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 VW Golf GL 1800 ST 4WD árg. '98, ek. 8 þús., hvítur, 5 g„ álfelg., samlitur, central r/rúðum. Verð 1.650.000. Nissan Sunny GTi árg. '92, ek. 63 þús km„ hvítur, 5 g„ geislasp. Verð 1.090.000. MMC Pajero 3,0L V6 langur, bensin, árg. '96, ek. 10 þús. km„ dökkgrænn, álfelgur, spoiler, krók., geislasp. Verð 3.450.000. Nissan Patrol S2,8 disel árg. '92, ek. 118 þús. km„ dökkgrár, 5 g. Verð 2.490.000. VANTAR BÍLA A STAÐINN OG A SKRÁ Grand Cherokke (LTD) 6 cyl árg. '95, ek. 19 þús. km„ dökkblár, álfelg., m-öllu. Verð 3.750.000. Toyota Double Cap árg. '95, ek. 33 þús. km„ dökkgrænn, 5 g„ 38" dekk, hús, blæst ur, flækjur. Verð 2.790.000. Kláradu dæmid med SP-bilaláni Með SP-bílalán inní myndinni kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni Sími 588-7200 '&ívÁRMÖGNUN HF Félag Löggiltra Bifreiðasal Sðlumenn: Ingimar Sigurðsson, lögg. birfsali Axel Bergmann Funahöfða 1 • Simi: 567-2277 ♦ Rífandi sala • Friar auglýsingar • Frítt innigjald Audi 100 2,3 árg. '92, ek. 65 þús. km„ dökk blár, sjálfsk., ABS, álfelg. Verð 1.990.000. Ákv. bílalán. Subaro Inpreza túrbó árg. '94, ek. 24 þús. km„ svartur, álfelg., þjóvav. Verð 2.350.000. Ath. skipti á dýrari jeppa. Nissan Sunny SLX árg. '92, Hyundai Sonata 2,0 GLSi árg. ek. aðeins 33 þús„ grár, sjálf- '95, ek. 43 þús. km„ Ijósblár, 5 g. sk. Verð 850.000. Verð 1.490.000. VW Polo Fox 1,3 árg. '95, ek. 30 þús. km„ fjólublár, 5 g„ 5 dyra. Verð 890.000. Toyota Corolla XLi arg. '96, ek 11 þús. km„ dökkblár, sjálfsk. Verð 1.290.000. Bein sala. Áhv. bílalán. Nissan Micra LX 1,3 árg. '95, ek. 27 þús. km„ rauður, sjálfsk. 3 dyra. Verð 920.000. Opel Corsa Ecco árg. '96, ek. 3 þús„ rauð ur, 5 g„ 5 dyra. Verð 970.000. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.