Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 47 ELINBORG ÓLADÓTTIR + Elínborg Óla- dóttir fæddist í Reykjavík 25 nóv- ember 1928. Hún lést á Landspítalan- um aðfaranótt mánudagsins 28. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Arnlín (Adda) Árnadóttir, f. 20.06.. 1905,^ d. 1985, og Óli J. Óla- son, stórkaupmað- ur, f. 16.09. 1901, d. 1974. Systkini hennar eru: 1) Elín, maki Björn Jensson. 2) Óli Jón, maki Stein- unn Hansdóttir. 3) Gunnar, maki Ásta Árnadóttir. Hinn 26. maí, 1951 giftist Elínborg eftirlifandi eigin- manni sínum, Hermanni Sig- urðssyni, f. 27.05. 1923. Her- mann er sonur Eyríðar Árna- dóttur, f. 30.06.1896, d. 1983, og Sigurðar Guðbrandssonar, skipsljóra hjá Kveldúlfi, f. 25.04.1886, d. 1943. Börn Elín- borgar og Hermanns eru: 1) Adda, maki Ólafur Óskarsson. 2) Óli Jón, maki Kristín E. Jónsdóttir. 3) Sigurður G. maki Sigrún A. Ámundadóttir. 4) Hermann, maki Fanney Jó- hannsdóttir. 5) Katrín. 6) Ei- ríkur Árni, maki Kristín Hjálmarsdóttir. 7) Valdimar Oddgeir, maki Sigurbjörg Pétursdóttir. 8) Snorri Goði, maki Sjöfn Guðnadóttir. 9) Örn, maki Guð- laug L. Brynjars- dóttir. 10) Helgi Magnús, maki Björk Baldursdótt- ur. 11) Gunnar, maki Sigrún Þor- björnsdóttir. Son- ur Hermanns af fyrra hjónabandi er Guðmundur, maki Auður Guðmundsdóttir. Barnabörn Elínborgar og Hermanns eru 35, og barnabarnabörn 2. Elín- borg vann á unglingsárum sín- um hjá föður sínum sem rak um árabil Skóbúð Reykjavíkur en þegar farþegaflug hófst á Islandi var hún ráðin sem fyrsta flugfreyja hjá Loftleið- um og var Elínborg því fyrsta starfandi flugfreyja á íslandi. Með húsmóðurstörfum á stóru heimili gegndi Elínborg ýms- um störfum en síðustu árin starfaði hún hjá Áklæði og gluggatjöldum. Utför Elínborgar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú hefur hún mamma verið köll- I uð til æðri starfa, starfa sem okkur I eru ókunn. En það er víst að þau störf mun hún leysa af hendi af sömu alúð og sama dugnaði og þau ófáu verkefni sem hún tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Mamma var þeirrar gerðar sem hafði ekki hug- takið „Hálfnað verk þá hafið er“ að leiðarljósi, heldur miklu frekar „Það er ekki búið fyrr en það er . búið“. Það var sama hvort það var dagur eða nótt, það skyldi klára I það sem til stóð. Man ég vel eftir I því þegar við áttum heima austur í Ölfusi og mamma sá um mötu- neytið í barnaskólanum í Hvera- gerði, sem manni fannst nú vera aiveg full vinna, þá skyldi hún allt- af ná sér í aukaverk sem hún gat unnið heima og var þá gjarnan að fram á rauða nótt. Var það oftar en ekki þannig að ég gat ekki hugs- ! að mér að horfa á sjónvarpið eða hvað þá að fara að sofa þegar t maður sá hvað hún ætlaði sér að | komast yfir að gera það kvöldið. Og þótt hún væri ekki að biðja okkur um aðstoð var það nú oft þannig að við strákarnir sem heima vorum brettum upp ermar og reynd- um að hjálpa henni að klára svo hún myndi nú örugglega hvíla sig eitthvað þá nóttina. Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð I sinn ávðxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. Sem móðir hún býr í barnsins mynd; það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. 0g víkja skal hel við garðsins grind, því guð vor, hann er sá sterki. Af eilífðarljósi bjarma ber, | sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. 0g upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) : I ! Það er ómetanlegt að geta horft til móður sinnar jafn stoltum augum Og við systkinin getum. Því að fram- ganga mömmu var í einu og öllu þannig að ekki var hægt að gera betur og dugnaðurinn ótrúlegur. Þó að það væri nú ekki henni að skapi að þurfa að vera rúmliggjandi eins og hún var síðustu vikurnar eða láta aðra hafa fyrir sér kvart- aði hún ekki. Hún bar sig vel fram á síðustu stundu enda ekki vön öðru. Elsku mamma, ég vona að þér líði vel á nýjum og framandi slóðum. Þinn sonur, Helgi Magnús. Þú hafðir öllum hreinni reiknisskil, í heimi þínum gekk þér allt í vil. M hirtir lítt um höfðingsnafn og auð, því hógværð þinni nægði daglegt brauð. (Davíð Stef.) Með nokkrum orðum langar mig til að kveðja tengdamóður mína, Elínborgu Oladóttur. Fyrir tæpum 14 árum hitti ég þig fyrst. Þá rakst þú kaffistofu á Grensásveginum og vannst þar frá sjö á morgnana fram til kvölds, sást um rekstur, bakstur og allt sem því fylgdi. Svo komst þú heim á kvöldin, þá var heimilið eftir og svo jafnvel saumar og pijónar, því aldrei sast þú auðum höndum. Þá undraðist ég þennan kraft, alla þessa orku hjá konu á miðjum aldri, ellefu barna móður. En í gegnum árin lærðist mér að skilja að þinn sólarhringur entist mun betur en hjá okkur hinum. Þú barst ekki á í orðum, kærleik- ur þinn var ekki hávaðasamur, en verkin töluðu. Alltaf varstu boðin og búin og allt lék í þínum höndum. Enginn afmælisdagur leið að ekki kæmi pakki frá ömmu og afa á Klepps- veginum, oftar en ekki eitthvað sem þú saumaðir eða prjónaðir sjálf og í var lögð alúð og hlýja. Allir voru alltaf jafnir og hvergi gert upp á milli. Lukka dóttir mín var þriggja ára þegar við komum inn i fjölskylduna og frá fyrsta degi varst þú amma hennar, jafnt og hinna barnanna. Þú sagðir sjálf að ríkidæmi þitt fælist í fjölskyldunni, börnunum, barnabörnunum og langömmubörn- unum. Já, ef ríkidæmið er skoðað á þennan hátt varst þú ein ríkasta kona landsins. En með lífi þínu hefur þú í raun skrifað þín eftirmæli. Minning þín mun lifa í hjarta mínu, kærleikur þinn ylja mér og styrkur þinn hjálpa mér, þegar ég kveð þig svo allt of fljótt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem.) Þín, Kristín Jónsdóttir (Dæda). Látin er mágkona mín, Elínborg Óladóttir, eftir stranga sjúkdóms- legu á 68. aldursári. Maður er alltaf jan óviðbúinn að mæta dauða náinna vandamanna. Þegar setja skal minningar á blað vill það veíjast fyrir manni, þótt minningarnar um Elínborgu séu aðeins góðar eftir nærri hálfrar ald- ar kynni. Elínborg var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Hún var af góðu bergi brotin, dóttir hjónanna Arnlínar Árnadóttur og Óla J. Óla- sonar stórkaupmanns. Þau bjuggu lengi við Laugarásveginn og voru raunar í hópi frumbyggja þar. Þar ólst Elínborg upp ásamt systur sinni og tveimur bræðrum. Eftir að hafa lokið barnaskóla- námi settist hún í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi árið 1947. Þá fór hún til náms í Bandaríkjunum og bjó sig undir að starfa sem flugfreyja. Þá var far- þegaflug frá íslandi að hefjast fyrir alvöru. Þegar hún sneri heim réðst hún til Loftleiða þar sem hún þjálf- aði verðandi flugfreyjur, en sjálf var hún í hópi fyrstu íslenzku flug- freyjanna. Eg minnist þess hve glæsileg hún var í einkennisbúningi sínum. í maí 1951 giftist hún bróður mínum, Hermanni Sigurðssyni. Hjónaband þeirra var farsælt og mat hann dugnað hennar mjög. Þeim varð 11 bama auðið, sem öll lifa móður sína ásamt 32 barna- börnum. Mjög kært var á milli henn- ar og Guðmundar sveitarstjóra í Þorlákshöfn, sonar Hermanns af fyrra hjónabandi. Það segir sig sjálft að mikið starf liggur að baki því að koma upp svo stórum barna- hópi. Börnin eru öll mætir þjóðfé- lagsþegnar og bráðduglegt fólk. En Elínborg var mikil móðir, sí- starfandi við sauma og handavinnu. Undanfarin ár starfaði hún við af- greiðslu hjá fyrirtækinu Áklæði og gluggatjöld hér í borg, hjá góðum húsbændum sem hún rómaði mjög. Henni féll aldrei verk úr hendi. Elínborg var nokkuð dul að eðlis- fari og flíkaði ekki tilfinningum sín- um og virtist aldrei haggast á hveiju sem gekk. Hún var trúuð kona og trygglynd og hélt góðu sambandi við vini sína og skyldfólk. Ég hygg að hún hafi verið félags- lynd að eðlisfari og hún naut sín vel í góðra vina hópi. Á kvenna- skólaárunum eignaðist hún margar góðar skólasystur sem urðu hennar einlægu vinkonur til dauðadags. Við sem höfum verið samferðamenn Elínborgar og Hermanns um langa hríð, minnumst margra góðra stunda hjá þeim, ýmist í Skíðaskál- anum í Hveradölum, Arnarbæli eða Öndverðarnesi þegar þau héldu fjöl- mennar skírnar-, fermingar- og brúðkaupsveizlur, sem gamla fólkið sagði að væru raunveruleg ættar- mót. Öll eigum við eftir að sakna Boggu, ekki sízt eiginmaður hennar sem misst hefur tryggan lífsföru- naut, og hinn stóri barnahópur og makar þeirra og barnabörnin. Megi Guð gefa þeim styrk til að takast á við sorgina og lífið sem framund- an er. Ég kveð mágkonu mína með þakklæti fyrir samfylgdina. Með Elínborgu er góð kona gengin. Blessuð sé minning hennar. Katrín Sigurðardóttir. Það var kyrr og bjartur morgunn þegar mér var tilkynnt um andlát móðursystur minnar Elínborgar Óladóttur. Hún hafði látist þá um nóttina eftir erfið veikindi. Það er erfitt að kveðja konu sem var rétt að byija að njóta ævikvöldsins. Ævi Boggu frænku var um margt sérstök. Ung fékk hún tæki- færi til að ferðast um heiminn sem ein af fyrstu flugfreyjum Loftleiða hf. Mér er sagt að hún hafi borið af ungum stúlkum í þá daga hvað varðar glæsileika og lagt sitt af mörkum til að skapa tískustrauma í Reykjavík með fallegum klæða- burði. Færri vissu að þessi unga kona saumaði fötin sín sjálf eftir erlendum „mode“ blöðum. Bogga var mikill snillingur í höndunum og kom það sér vel síðar á lífsleiðinni. Það var frænku minni mikið gæfuspor þegar hún giftist eftirlif- andi manni sínum Hermanni Sig- urðssyni. Hún stofnaði með honum heimili fyrst hér í Reykjavík en síð- ar eftir að barnahópurinn stækkaði bjuggu þau fyrst suður með sjó og síðan lengst af fyrir austan fjall. Hjónaband þeirra var einstaklega hamingjuríkt og saman eignuðust þau 11 börn. Systkinin, tvær stúlk- ur og níu drengir, eru samhentur hópur sem í dag eru öll komin með sína eigin fjölskyldu. Lífsgildi þeirra hjóna var því framar öllu hamingjusamt fjöl- skyldulíf þar sem tími og pláss var til staðar fyrir alla. Þess nutum við systkinin ríkulega því oft bauð Bogga frænka okkur að vera hjá sér og skipti þá tími dvalarinnar ekki öllu máli. Oft furða ég mig á hvernig þetta var mögulegt; að ala upp svo stóran barnahóp og hafa heimilið ávallt opið fyrir frænkum og frændum sem að sjálfsögðu sótt- ust eftir að fá að vera í fijálsræðinu og leika lausum hala í sveitinni. Þau hjón höfðu ótrúlega þolin- mæði gagnvart hinum ýmsu uppá- tækjum sem búast má við að fjörug- ur frændsystkinahópur taki uppá. Mörg prakkarastrikin sem við vor- um hreykin af að framkvæma eru mér hugleikin nú. Heimilishaldið hefur væntanlega verið auðveldara fyrir þær sakir að Bogga var í eðli sínu róleg, en mjög dugleg og góður verkstjórnandi. Öll höfðu systkinin ákveðnu hlut- verki að gegna og eins við hin sem vorum gestkomandi. Það var í senn skemmtilegt og lærdómsríkt að sjá að hlutirnir ganga ekki nema allir hjálpist að. Það kom sér vel á stóru heimili hve allt lék í höndum Boggu. Það var sama hvað hún lagði fyrir sig, allt var það gert með miklum myndarbrag og saumaskapur var henni sérlega hugleikinn. Eftir að börnin fóru að heiman og þau hjón settust að í Reykjavík að nýju þá hóf Bogga verslunarstörf hjá Áklæði og gluggatjöld hf. þar sem hún naut sín við að þjóna viðskipta- vinum við val á efnum og sauma- skap. Nú í sumar var staðið fyrir ættar- móti á æskuslóðum Óla afa á Snæ- fellsnesi. Þar hittust Bogga og systkini hennar ásamt mökum og afkomendum þeirra. Samband þeirra systkina hefur ávallt verið sérlega gott og nutu þau þess að hittast og eiga glaða stund saman með fjölskyldum slnum. Einnig nut- um við frændsystkinin þess að hitt- ast og kynnast börnum og jafnvel barnabörnum hvert annars og rifja upp gamlar minningar frá yngri árum. Þá var Bogga þegar orðin mjög veik, en það aftraði henni ekki frá því að vera tilbúin með heitt á könnunni þegar aðrir voru að rísa úr rekkju, það var henni líkt. Elsku Hermann, ég og fjölskylda mín vottum þér okkar dýpstu sam- úð. Arndís Björnsdóttir. Elsku amma. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þegar mamma sagði mér fyrir rúmu ári að þú værir alvarlega veik grunaði mig ekki að þú færir svona fljótt frá okkur. Þú sem áttir svo margt ógert en varst samt búin að gera meira en flestar aðrar konur. Alltaf þegar ég átti afmæli eða á jólum, þá var spurningin hvað skyldi amma hafa saumað eða prónað á mig núna, því þú saumaðir ekki svo fáar flíkumar, heilu tjull-kjólana og kápurnar. Oftast þegar ég kom í heimsókn varstu að pijóna eða sauma á einhvern af öllum hópnum þínum. Það er lýsandi fyrir þig að á seinustu vikunum þegar þú varst orðin mikið veik léstu kaupa í eina lopapeysu, því það gæti líka verið kalt á Ítalíu þar sem eitt barna- barna þinna var, en þú fékkst ekki tíma til að klára þessa peysu. Elsku amma, þakka þér fyrir allt, minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu að eilífu. Vertu sæl. Elsku afi, missir þinn er mestur og vona ég að Guð vaki yfir þér og gefi þér von um að þið munið hittast á ný. Þín dótturdóttir, Diana. Kveðja frá samstarfsfólki Elínborg Óladóttir var af stórum snæfellskum ættum_ í föðurætt. Faðir hennar Óli J. Ólason var frá Stakkhamri í Miklaholtshreppi, síð- ar mikilsmetinn borgari í Reykjavík, kaupmaður í Skóbúð Reykjavíkur og einn af brautryðjendum við stofnun Loftleiða hf. Þegar við kveðjum Elínborgu hinstu kveðju er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Bogga, eins og við kölluðum hana, átti við- burðarríka ævi. Hún var önnur af fyrstu flugfreyjum Loftleiða á fyrstu millilandavél félagsins, Hekl- unni. Með Heklunni ferðaðist hún víða um heim m.a. til Suður-Amer- íku, sem þá var mjög fátítt meðal íslendinga. Víst er að flugfreyju- starfið þá hefur verið mjög krefj- andi og ekki alltaf dans á rósum. Þá hefur móður- og húsmóður- starfíð ekki verið síður krefjandi fyrir Elínborgu, sem var gæfukona í einkalífinu, en hún og Hermann eiginmaður hennar eignuðust 11 börn. Það að hafa komið þessum barnahóp til manns er út af fyrir sig stórkostlegt afrek í nútíma kröfuþjóðfélagi. Eiginmaður henn- 'ar, börn og barnabörn voru henni afar kær og leyndi sér ekki vænt- umþykja og virðing hennar fyrir fjölskyldu sinni. Bogga hóf störf hjá versluninni Áklæði og gluggatjöld 1. ágúst 1985. Hún var mjög þægilegur og góður vinnufélagi og það sem ein- kenndi hana var óbilandi bjartsýni, lífsgleði og starfsorka. Hún var ávallt reiðubúin til þess að rétta félaga hjálparhönd eða hlaupa í skarðið á aukavöktum ef svo bar undir. Síðustu árin kenndi Bogga veik- leika og af einstökum dugnaði var hún búin að ná sér eftir erfiðaJ" hjartaaðgerð fyrir nokkru þegar enn alvarlegri veikindi dundu yfír en í vinnuna skyldi hún fara meðan stætt var og var hún oft lasnari en hún vildi viðurkenna. Þannig kom hún á sinn vinnustað í byijun sept- ember og afsakaði að einhver töf yrði á því að hún kæmi til vinnu á ný. Okkur óraði ekki fyrir því þá að þetta yrði síðasta kveðjan en við lifum í minningunni um góðan fé- laga og trúum því að Elínborg sé hjá frelsara þessa heims því í Bibl- íunni segir Jesús: „Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann dyyi.“ Starfsfólk og eigendur Áklæða og gluggatjalda votta eftirlifandi^ manni Elínborgar, Hermanni Sig-* urðssyni og fjölskyldu, sína dýpstu samúð. Ari Bergmann Einarsson. • Fleiri minningargrein&r um Elínborgu Óladóttur bíða birting- ar og munu birtast íblaðinu næstu daga. Erfidrykkjur P E R L A N Sími 562 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.