Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 19
ÚR VERIIMU
FRÁ sýningarbás íslenzkra sjávarafurða í Qindao í Kina.
ITTTTTTTTTVTTVTVfTTTTTTTTTTTTTTTTfT
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260
Þú færð allt til rafsuðu
hjá okkur, bæði
TÆKl, VÍR og
FYLGIHLUTI.
Forysta ESAB
er trygging fyrir
gæðum og
góðri þjónustu.
Allt tll rafsuðu
= HÉÐINN =
VERSLUN
Góður árangur á
sýningunni í Kína
ISLENZKU þátttakendurnir á kín-
versku sjávarútvegssýningunni í
Qindao eru mjög ánægðir með
árangurinn af þátttökunni. Fjögur
íslenzk fyrirtæki voru með eigin
sýningarbása og tvö til viðbótar
voru með aðstöðu til kynningar á
sýningarbás Útflutningsráðs ís-
lands.
Katrín Björnsdóttir, sýninga-
stjóri útflutningsráðs, segir sýn-
inguna hafa tekizt vel. Islenzku
fyrirtækin hafi hlotið verðskuldaða
athygli og ljóst sé að þarna sé
markaður fyrir íslenzkt hugvit og
fiskafurðir á viðunandi verði.
Það voru fyrirtækin Aggva, Is-
lenzkar sjávarafurðir, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og Traust, sem
voru með eigin bása, en Samherji-
Strýta og Sameinaðir útflytjendur
kynntu afurðir sínar á bás Útflutn-
ingsráðs.
Katrín segir að vel hafi verið
staðið að sýningunni og meðal
annars hafi hún heyrt af sýnend-
um frá Bandaríkjunum og Norður-
löndunum, sem hafi verið mjög
ánægðir með árangurinn.
Samhliða sýningunni hélt Út-
flutningsráð sérstaka kynningu á
íslenzkum sjávarútvegi og at-
vinnulífi með aðstoð Jóhanns
Xiang, sem er Kínveiji með ís-
lenzkan ríkisborgararétt. Hann
kynnti ennfremur starfsemi, af-
urðir og tæki átta íslenzkra fyrir-
tækja. Um 150 manns komu á
þessa kynningu og enn fleiri í
móttöku hjá sendiherra íslands í
Kína, Hjálman W. Hannessyni, á
eftir. Jafnframt voru þátttöku ís-
lendinga gerð góð skil á forsíðu
bæjarblaðisins og fjallað um hana
í sjónvarpi, en alls voru um 25
íslendingar alls á sýningunni,
bæði sýnendur og gestir.
Morgunblaðið/Sveinn Óskar
TRAUST var eitt fjögurra íslenzkra fyrirtækja, sem tóku þátt
í sýningunni, en eigandi þess er Trausti Eiriksson.
•r 5«tltcKfV
Lx t
\_A
SIPiilÍÍllllllll
FRAMTÍÐ ÍSLENSKRA FEUGMÁLA f EVRÓPU
SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM, 7. NÓVEMBER 1996, KL. 9 - 17
Á Flugþingi '96 verður í fyrsta sinn á íslandi fjallað um framtíð íslenskra flugmála í Evrópu
með efhismiklum og markvissum hætti.
Komið og öðlist grunnþekkingu á evrópskum flugmálum, hlustið, spyrjið, ræðið og fræðist
um atriði sem koma tii með að hafa áhrif á framtíðarstarfsumhverfi flugs á íslandi.
Áhugafólk um flug, ferðaþjónustu og samgöngumál velkomið.
Aðgangur ókeypis.
09:00 Setning Flugþings '96.
Hilmar B. Baldursson, formaður Flugráðs.
09:05 Ávarp.
Halldór Blöndal samgönguráðherra.
YFIRLIT UM FLUGSAMGÖNGU- OG
FLUGÖRYGGISMÁL í EVRÓPU
Fundarstjóri: Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í
samgönguráðuneytinu.
09:10 ísland í evrópsku flugmálaumhverFi.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri.
09:30 Hlutverk og stefna Flugöryggissamtaka Fvrópu (JAA).
Klaus Koplin, aðalritari JAA.
09:50 Nýir straumar og steíhur í evrópskum flugsamgöngum.
Alan Winn, ritstjóri Flight International.-
EVRÓPSKAR FLUGSAMGÖNGUR Á
KROSSGÖTUM
Fundarstjóri: Guðmundur Magnússon, prófessor í viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla íslands.
11.00 Reynsla íslands af flugmálalöggjöf Evrópusambandsins
og framtíðarsýn.
Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í
samgönguráðuneytinu.
11:20 Framkvæmd flugmálareglugerða
Evrópusambandsins á íslandi.
Þórður Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri alþjóðadeildar
Flugmálastjórnar.
11:35 Afstaða Flugleiða hf. til breytinga á evrópsku
flugsamgönguumhverfi.
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf.
11:50 Afstaða Atlanta hf. til breytinga á evrópsku
flugsamgönguumhverfi.
Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta hf.
EVRÓPSK FLUGÖRYGGISMÁL Á
UMBREYTINGATÍMUM
Fundarstjóri: Guðmundur Matthíasson, framkvæmdastjóri
loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar.
13:30 Þátttaka íslands í JAA og annarri evrópsJtri
flugöryggissamvinnu.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri.
13:50 Áhrif reglugerða JAA á íslenskan flugrekstur.
Jens Bjarnason, flugrekstrarstjóri Flugleiða hf.
14.10 Áhrif reglugerða JAA á rekstur íslenskra
viðhaldsstöðva.
Ellert Eggertsson, gæðastjóri í tæknideild íslandsflugs hf.
14:30 Sjónarmið atvinnuflugmanna til þróunar
flugöiyggismála í Evrópu.
Fulltrúi atvinnuflugmanna.
15:30 HRINGBORÐSUMRÆÐUR
Stjórnandi: Bogi Ágústsson, fréttastjóri ríkissjónvarpsins.
17:00 Móttaka samgönguráðherra
FLUGMÁLASTJÓRN
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Flugmálastjórnar. Símar 569 4113 - 569 4100. Bréfasími 562 3619
ARGUS & ÖRKIN / SÍA