Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
MGRGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIVIAR
Reykjavíkur-
bréfí svarað
ÁHUGI ritstjóra
Morgunblaðsins fyrir
veiðileyfagjaldi er öllurn
ljós og að _ þar fylgir
hugur máli. í Reykjavík-
urbréfí blaðsins sl.
sunnudag var beint tii
mín ákveðnum spum-
ingum um veiðileyfa-
gjald sem mér er ljúft
að svara. Ég vil þó fyrst
hafa að þeim ákveðinn
formála.
Umræðan um veiði-
leyfagjald hefur að mínu
mati snúist allt of mikið
um það hvort og hvernig
leggja skuli nýjan skatt
á útgerðina í stað þess að skera agnú-
ana af núverandi kerfi. Mér sýnist
að flestir séu einmitt hlynntir núver-
andi fískveiðistjórnunarkerfí með
aflamarksleiðinni. Misnotkun útgerð-
armanna sjálfra á kerfínu hefur sært
réttlætisvitund þjóðarinnar en ekki
dæmt stjómkerfið óhæft ennþá. Hug-
myndir veiðileyfagjaldsmanna um
uppboð á öllum úthlutuðum veiði-
heimildum eiga ekki hljómgmnn enda
'iun sú leið skapa algjöra ringulreið
í sjávarútveginum og um leið þjóðfé-
laginu öllu. Hugmyndir veiðileyfa-
gjaldsmanna hafa breyst að þessu
leyti frá því sem áður var og er það
ánægjulegt. Allir sem áhuga hafa á
þessu máli geta nú farið að fínna
leið út úr því óréttlæti
sem kerfíð hefur óhjá-
kvæmilega skapað og
sætta þar með þjóðina
og Morgunblaðið við
það. Þau þrjú atriði sem
standa þar hæst og þarf
að breyta eru:
a) að útgerðarmenn
geti leigt frá sér kvóta
án þess að senda nokk-
um tíma fley sitt til
fískjar.
b) að „neyða“ sjó-
menn til að taka þátt í
kvótakaupum.
c) að þjóðareignin geti
orðið erfðagóss ein-
stakra fjölskyldna.
Hvað varðar fyrsta atriðið þá er
það þekkt og útgerðarmenn hafa
kvartað yfír því í mín eyru, að kvóta-
hafar selji kvótann sinn ár eftir ár
án þess nokkurn tíma að þurfa sjálf-
ir að senda eigin skip eftir þeim afla.
Þeir em sumir hvetjir í annarri vinnu
eða lifa í vellystingum á sólarströnd-
um fyrir leiguna af aflahlutdeildinni
sem þjóðin hefur úthlutað þeim. Það
em aðrir útgerðarmenn og sjómenn
eins og t.d. á Reykjanesi sem veiða
þennan kvóta og með loftfimleikum
kemst kvótaeigandinn hjá því að
veiða 50% kvótans annað hvert ár
eins og lögin um stjórn fískveiða
gera ráð fyrir. Þetta er ólíðandi og
Kristján
Pálsson
Yfirlýsing frá
JBjörgólfi Guðimmdssyni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
yfírlýsing frá Björgólfí Guðmunds-
syni, sem er svohljóðandi:
„Þar sem ég hef orðið fyrir marg-
víslegum óþægindum vegna umfjöll-
unar í fréttatímum Stöðvar 2 9. og
30. október leyfí ég mér að vekja
athygli á eftirfarandi:
1) Að umfjölluninni mátti skilja
að trúverðugt „breskt“ stórfyrirtæki
stæði að baki málaferlum gegn mér,
en það er i raun hlutafélag tveggja
manna með aðsetur á Jómfrúreyjum
í Karíbahafínu, með nær ekkert hlut-
afé. Slík fyrirtæki eru stundum köll-
uð „skúffufyrirtæki". Eigendurnir
tveir eru Bernard J. Lardner og Ingi-
-rnar H. Ingimarsson, arkitekt í
Garðabæ.
2) Af fréttum mátti skilja að mála-
ferli væru einvörðungu af hálfu hins
„breska fyrirtækis“ gegn Björgólfi
Guðmundssyni sem er rangt eins og
hér er rakið.
3) Ekki kom fram að í raun eru
það aðallega rússnesku hluthafarnir
sem eiga í málaferlum í Rússlandi
við Baltic Group-fyrirtæki tvímenn-
inganna vegna margvíslegra meintra
vanefnda og svika, þ.m.t. vanefnda
á hlutafjárframlagi samkvæmt stofn-
samningi. M.a. er deilt um greiðslur
fyrir leigu á tækjum sem þeir sam-
kvæmt stofnsamningnum áttu að
leggja fram sem hlutafé.
4) Ekki var heldur greint frá því
að rússnesk yfirvöld hafa sömuleiðis
hafið opinbera rannsókn á starfsemi
og starfsháttum tvímenninganna í
Rússlandi að beiðni hinna rússnesku
samsatarfsaðila.
5) Það er sömuleiðis rangt sem
gefið var í skyn í fréttinni að mála-
rekstur hins „breska“ fyrirtækis sé
háður gegn undirrituðum hér á ís-
landi. Þvert á móti hefur undirritaður
höfðað mál gegn félagi tvímenning-
anna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
í samræmi við ákvæði samninga þar
um (þingfest 6. júní sl.).
6) I sjálfu sér er hér um að ræða
einfalda viðskiptadeilu. Hún snýst
um að félag tvímenninganna, Baltic
Group, vill fá meira fé fyrir þann
hlut sem það seldi en undirritaður
og samstarfsaðilar hans telja eðlilegt
samkvæmt samningum og vilja
greiða. Annars hafa deilurnar aðal-
lega verið á milli hinna ágætu rúss-
nesku meðeigenda í verksmiðjunni
og margnefdra tvímenninga.
Með mér og rússnesku samstarfs-
aðilunum hefur frá upphafí tekist
góð samvinna _og skapandi sam-
starfsandi. Við Islendingar höfum í
vaxadi mæli verið að taka þátt í at-
vinnustarfsemi í Rússlandi. Miklu
skiptir að vanda til verka og sýna
hinu spennandi þróunarstarfi velvilja
og skilning. Það á ekki síður við um
vígreifa fjölmiðla en athafnamenn í
viðskiptalífmu."
verður að breyta með strangari
ákvæðum í lögum. Annað atriðið er
afleiðing af því fyrsta, þeir sem sitja
á aflaheimildunum krefjast einfald-
lega hæsta mögulega verðs og skipt-
ir þá engu hvort útgerðin er í stakk
búin til að mæta því verði eða ekki.
Aðferðin hefur þvi verið sú að sjó-
mennirnir hafa verið „neyddir“ til að
greiða hluta launa sinna til kvóta-
kaupa svo þeir fái vinnu. Þessu
ástandi hef ég líkt við það að kennar-
inn þyrfti að kaupa allar bækurnar
sem þarf við skólann svo hann fái
að kenna. Slíka ánauð á sjómenn er
ekki hægt að líða. Auðvitað kemur
ekkert í veg fyrir að útgerðarmenn
sem jafnframt eru sjómenn á sínum
skipum taki þátt í slíku heldur er átt
við þá sem ekki eiga í útgerð og
geta ekki nýtt sér arðinn af útgerð-
inni á móti.
Útgerðin á, segir
Kristján Pálsson, að
taka þátt í kostnaði sem
hlýst af stjórnun
veiðanna.
Hvað varðar síðasta atriðið þá er
ljóst að ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar heimilaði að aflahlut-
deildina mætti færa sem eign útgerð-
ar og var það gert til að mæta slæmri
eiginijárstöðu Sambandsfyrirtækja
svo þau fengju úthlutun úr Stein-
grímssjóðunum. Erfðarétturinn var
þar með tryggður við skipti á fyrir-
tækjum og verður ekki breytt öðru-
vísi en með því að kaupa upp allar
aflaheimildimar. Ekki mæli ég með
slíku en vara við frekari festingu með
því að heimila veðsetningu aflaheim-
ilda. Að tryggja í stjómarskránni
eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum
hafsins er einnig nauðsynlegt svo
enginn freistist til að ljarlægja sama
ákvæði úr lögunum um stjórn físk-
veiða. Svo ég svari spurningum sem
höfundur Reykjavíkurbréfs beindi til
mín varðandi veiðileyfagjald þá hef
ég lýst því yfír áður að útgerðin eigi
að taka þátt í kostnaði sem hlýst af
stjórnun veiðanna. Það er sambæri-
legt og fyrirtæki í landi þurfa að
greiða þjónustugjöld eins og holræsa-
gjöld, lóðargjöld, fasteignagjöld og
gatnagerðargjöld til að mæta kostn-
aði sveitarfélaganna vegna reksturs
síns. Slíkar álögur er lagðar á útgerð-
ina nú þegar að hluta sem ég tel
eðlilegt að fari vaxandi eftir því sem
afkoman batnar innan greinarinnar.
Varðandi það hvort ég telji eðlilegt
að útgerðarmenn í mínu kjördæmi
þurfí að greiða 1 milljarð fyrir veiði-
heimildir á einu ári þá er því til að
svara, að svo lengi sem útgerðin ber
ein kostnaðinn af þeim kaupum sé
ég enga ástæðu til að amast við því.
Ég tel aftur á móti mjög óeðlilegt
að útgerðarmenn í öðrum kjörædm-
um geti selt allar aflaheimildir sínar
til Reykjaness eða annað, árum sam-
an og haldi þeim jafnvel án þess að
þurfa sjálfír að gera út. Þann kvóta
ætti að færa á skipin í Reykjaneskjör-
dæmi sem sýnilega þurfa mikið stærri
kvóta en þeim er úthlutað. Þannig
nytu þeir auðlindarinnar sem vinna
við hana og þar með þjóðin öll.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
REYKJAVÍKUR-
BORG héfur kynnt
áform um að gera
einstökum stofnun-
um auðveldara að
taka sjálfar ákvarð-
anir um skynsamlega
ráðstöfun fjármuna
sem þær fá í hendur.
Dregið verði úr mið-
stýringu sem fram til
þessa mun hafa tekið
til minnstu smáatr-
iða.
Rammafjárlaga-
smíð jákvæð
Ef vel er á haldið
getur þetta orðið til
góðs enda eðlilegt að ákvarðanir
um nýtingu peninganna séu sem
næst þeim sem eiga að fram-
kvæma verkin, sinna þeirri þjón-
ustu sem viðkomandi stofnun hefur
á hendi. Mikilvægt er að starfs-
mönnum verði tryggt svigrúm til
breyttra vinnubragða.
En mjög miklu máli skiptir
hvernig á þessum málum er hald-
ið. Opinberir aðilar hafa víða er-
lendis gert þjónustusamninga við
einstakar stofnanir beinlínis með
það fyrir augum að markaðsvæða
Sumir fá launahækkun,
segir Ögmundur
Jónasson, á meðan aðr-
ir sitja eftir.
starfsemina og firra stjórnmála-
menn ábyrgð á niðurskurði og
launamisrétti. Forstjórum er gefið
fullt sjálfdæmi um aílt sem viðkem-
ur manni og mús innanbúðar í
„sínum“ stofnunum. Þetta hefur
fært þeim aukin völd í hendur
gagnvart öðrum starfsmönnum og
yfirleitt leitt til aukins launamis-
réttis.
Og það er í þessu samhengi sem
menn líta til þeirra hugmynda sem
eru uppi varðandi ákvarðanir um
launagreiðslur.
Tvær stefnur
Uppi er tvær stefnur. Annars
vegar að samið verði heildstætt
fyrir einstaka starfshópa og hins
vegar að einvörðungu gildi þar lág-
markstaxtar en launagreiðandinn,
sem í valddreifðu kerfi er forstöðu-
maðurinn, hafi sjálfdæmi um
hvemig hann verðlaunar „góða
starfsmenn".
Hið síðara var inntakið í þeirri
stefnu sem fjármálaráðherra boð-
aði með lögum um réttindi og
skyldur opinberra
starfsmanna sl. vor.
Hann hét því að-vísu
þá að um þessar
greiðslur ættu að
gilda ákveðnar reglur
og yrði haft samráð
við verkalýðshreyf-
inguna um smíði
þeirra þótt ekki féllist
hann á að um þetta
yrði samið.
Boðar stefnu
Friðriks
Nú hefur borgar-
stjóri boðað svipaða
starfsmannastefnu
hjá Reykjavíkurborg.
Þar er einnig í ráði að hafa sam-
ráð við verkalýðsfélögin en ákvarð-
anir um sjálfar greiðslurnar verði
í hendi yfirvaldsins. „Við viljum
að það séu einhveijar ákveðnar
leikreglur í þessu. Hvort stéttarfé-
lögin koma síðan að því umbunar-
kerfi er önnur saga.“ Þessi um-
mæli borgarstjóra í Morgunblaðs-
viðtali 27. október skil ég á þann
veg að ætlunin sé að forstöðumað-
urinn fái vald til að ákveða hvaða
einstaklingar eru verðugir sér-
stakrar umbunar og hveijir ekki.
Allar kannanir, þar á meðal
launakönnun Reykjavíkurborgar,
benda í sömu átt: launamisrétti er
að verulegu leyti vegna ákvarðana
þessara sömu forstjóra um greiðsl-
ur til viðbótar því sem samið er
um í kjarasamningum. Sumir fá
launahækkun á meðan aðrir sitja
eftir.
Sameiginlegt verkefni verka-
lýðshreyfingarinnar á að vera að
uppræta þetta misrétti og sjá til
þess að allir hækki, ekki bara hin-
ir útvöldu.
Varnaðarorð að utan
Anita Hariman, sérfræðingur í
jafnréttismálum frá Svíþjóð, sem
hér var á ferð í boði Jafnréttis-
ráðs, benti á að ef launagreiðandi
vildi tryggja launajafnrétti yrðu
ákvarðanir um viðbótarlaun, ef um
slíkt væri að ræða, að byggjast á
traustum og gagnsæjum grunni
eins og t.d. kynhlutlausu starfs-
mati.
BSRB er fylgjandi slíku starfs-
mati og varðandi launagreiðslur
er það afdráttarlaus krafa samtak-
anna að stéttarfélögin komi að öll-
um ákvörðunum á því sviði frá
upp- hafi til enda. Reynslan sýnir
að það er forsenda þess að dregið
verði úr kjaramisrétti.
Höfundur er er formaður BSRB
og alþingismaður.
Með hagræð-
ingu - móti
launamisrétti
Ögmundur
Jónasson
SPRENGIDAGAR 1.-9. NOV.
Frábærar vörur á ótrúlega góðu verði
Dæmi um verb:
Mittisúlpur fullorðinna nú kr. 4.990,
Úlpur fullorðins síðar nú kr. 6.990,
Úlpur og anorakkar nú kr. 4.990,
Le Caf íþróttagallar barna, verb frá
ábur kr. 7.990 Le Caf íþróttagallar fullorðinna, verð frá kr. 3.990
áður kr. 9.990 Innanhús leikfimiskór st. 28-46 kr. 1.990
ábur kr. 12.900 Barnaúlpur, verb frá kr. 4.900
kr. 2.990 Kuldagallar barna, verð frá kr. 6.990
Erum nú í Nóatúni 17
»hummél
SPORTBÚÐIN
Nóatúni 17
s. 5113555