Morgunblaðið - 06.11.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 11
FRÉTTIR
FRÉTTIR
Nunnur af
Lög um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins
reglu Móð-
ur Theresu
flytjast til
Islands
FJÓRAR nunnur af reglu Móður
Theresu munu koma til íslands í
janúarbyijun og setjast hér að.
Fyrst um sinn munu þær eiga heim-
ili í Breiðholti í Reykjavík. „Þær
koma til landsins vegna allra íslend-
inga og þar sem meirihluti fólksins
býr hér á höfuðborgarsvæðinu
munu þær hefja störf sín hér,“ sagði
Johannes Gijsen, biskup kaþólska
safnaðarins á Islandi. Ekki er enn
vitað hvaðan nunnurnar koma né
hverrar þjóðar þær eru.
Gijsen sagði að heimili þeirra
yrði opið öllum sem þangað leituðu,
vildu biðjast fyrir eða spjalla. „Þær
munu einnig bjóða upp á trú-
fræðslu fyrir þá sem hafa áhuga,“
sagði hann. Sjái þær síðar meir
fram á að þörf sé fyrir störf þeirra
annars staðar á landinu munu þær
færa sig um set. Þannig er til dæm-
is gert ráð fyrir að þær muni dvelj-
ast eitthvað á í,safirði næsta sumar.
Persónuleg ósk Móður
Theresu
Að sögn Johannesar Gijsen er
nokkuð um liðið síðan honum barst
bréf frá Móður Theresu, sem ósk-
aði eftir að systur af hennar reglu
hæfu hér trúboðastörf. Nú þegar
starfa systur af þeirri reglu í um
250 ríkjum, þar á meðal á hinum
Norðurlöndunum. Kvaðst Móðir
Theresa sannfærð um að þeirra
væri einnig þörf á íslandi. Gijsen
sagði að þó að Móður Theresu-syst-
ur byggju víða meðal fátækra og
gæfu þeim húsaskjól fælist starf
þeirra ekki síður í að boða kristna
trú og kærleika. Tii þess kæmu þær
hingað til lands.
------» ♦ ♦-----
Sveitarfélög við
Breiðafjörð
Gilsfjarðar-
brú stuðlar að
samvinnu
FORSENDUR fyrir nánara sam-
starfi sveitarstjórna Saurbæjar-
hrepps, Dalabyggðar og Reykhóla-
hrepps hafa skapast vegna brúar-
smíðar sem hafin er yfir Gilsijörð,
að sögn Guðmundar H. Ingóifsson-
ar sveitarstjóra í Reykhólahreppi.
Á fundi sveitarstjórnanna þriggja
á þriðjudag var samþykkt að efla
samstarfið enn frekar en verið hef-
ur en slæmar samgöngur hafa hing-
að til staðið náinni samvinnu fyrir
þrifum.
Á þessu stigi málsins er þó ekki
unnt að segja til um með hvaða
hætti samvinnan verður aukin,
sagði Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið. Ýmsar leiðir hafa þó
verið ræddar m.a. á sviði menning-
ar- og félagsmála.
Meiri samvinna táknar ekki sam-
einingu sveitarfélaganna að sögn
Guðmundar m.a. þar sem Reykhóla-
hreppur tilheyrir Vestfjarðakjör-
dæmi en Saurbæjarhreppur og
Dalabyggð Vesturiandskjördæmi
og samkvæmt lögum er ekki unnt
að sameina sveitarfélög yfir kjör-
dæmamörk.
Á fundinum var einnig ályktað
að vegtenging Vestfjarða við helstu
vegi landsins skuli vera um Gils-
fjarðarbrú.
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
Embættismaimabústaðir seldir
BÚAST má við að 120-130 emb-
ættisbústaðir ríkisstarfsmanna
víða um landið verði seldir á
næstu árum. Þetta kom fram í
máli Friðriks Sophussonar, fjár-
málaráðherra, er hann í gær
mælti á Alþingi fyrir frumvarpi
um breytingu á lögum um íbúðar-
húsnæði í eigu ríkisins. Samtals
eru slíkir embættisbústaðir um
400 talsins.
Fjármálaráðherra sagði frum-
varpið vera skref í átt til þess að
samræma þau skilyrði sem opin-
berir starfsmenn búa við í landinu
ásamt því að vera liður í að fram-
fylgja þeirri stefnu ríkisstjórnar-
innar, að þær eignir, sem ríkið
þurfi ekki að eiga, verði seldar.
Samkvæmt frumvarpinu á sú
regla að gilda, að íbúðarhúsnæði
í eigu ríkisins á stöðum með yfir
1.000 íbúa verði selt og að þeim
ríkisstarfsmönnum sem búa í
umræddu húsnæði verði boðið að
kaupa húsnæðið á sérkjörum.
Afnám hlunninda
Gagnrýnendur frumvarpsins úr
röðum stjórnarandstöðunnar
sögðu það löngum hafa talizt til
kjarabótar starfsmanna f opin-
berri þjónustu í fámennum byggð-
arlögum, að eiga þess kost að búa
í ódýru leiguhúsnæði í eigu ríkis-
ins.
Þessi hlunnindi hefðu í mörgum
tilvikum ráðið úrslitum um hvort
takast mætti að manna stöður í
opinberri þjónustu á ýmsum stöð-
um á landinu. Nú ætti að svipta
þá þessum hlunnindum, sem gæti
leitt til þess að enn erfiðara reynd-
ist að manna sumar stöður en nú
er.
Fjármálaráðherra svaraði því
til, að fráleitt væri að tengja á
þennan hátt „óeðlilega“ húsaleigu
á íbúðum í eigu ríkisins við launa-
kjör opinberra starfsmanna.
Hundruð þúsunda karla,
kvenna og barna eru á
vergangi vegna átakanna í
Saír. Umfangsmikillar
neyðaraðstoðar er þörf.
Rauði kross Islands leitar
liðsinnis Islendinga vegna
hjálparstarfsins og hvetur
landsmenn til þess að bregðast
við neyð flóttafólksins.
Söfnunarsíminn
í bönkum og sparisjóðum
Reikningur
Hjálparsjóðs:
ávísanareíkn. nr.12
í SPRON, Seltjarnarnesi
RAUÐI KROSS ISLANDS
Framlögin renna óskert til hjálparstarfsins
1 '^l rra
1 - • I L “ 1 :..
.1*1
-m ■Yy‘ '"-cálS■■
Rmjyi
v,;0 m .V » V . -•£;
I
li <v/l
mmmm