Morgunblaðið - 06.11.1996, Page 13

Morgunblaðið - 06.11.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 13 SKEIÐARARHLAUP Mikill áhugi er- lendis á hlaupinu ERLENDIR fjölmiðlar hafa sýnt náttúruhamförunum á Skeiðarársandi mikinn áhuga og bárust fyrirspurnir um ferðir meðal annars frá sænskum blaðamönnum og ljósmyndurum, að sögn Margrétar Hauksdóttur, deildarstjóra í upplýsingadeild Flugieiða. Einnig eru á leið til landsins þrír hópar töku- manna frá breskum sjón- varpsstöðvum, að hennar sögn. Einar Falur Ingólfsson, myndstjóri á Morgunblaðinu, segist hafa orðið var við mik- inn áhuga á hamförunum er- lendis frá í gær; síminn hafi vart stoppað. Seinni partinn í gær var búið að símsenda um 30 myndir. Þeim er dreift um allan heim af fyrirtækjum á borð við Reuter og AP og til Norðurlandanna gegnum Scanfoto og Nordfoto. Missti næstum af hlaupinu eftir langa bið Þá er myndum komið til tímarita gegnum franska fyr- irtækið Gamma og jafnframt keypti National Geographic ljósmyndir þótt ljósmyndari á þeirra vegum, Steve Winter, hafi verið að mynda hér í gær. Winter tók meðal annars myndir í nýju gjánni í Vatna- jökli í fyrradag og hefur dval- ið hér á landi um langt skeið til að mynda umbrotin í jöklin- um. Hann átti hins vegar pantað far af landi brott í gær og var ferðbúinn í gærmorgun er vart varð við hlaup. Mátti því litlu muna að hann missti af hamförunum. Svo fór hins vegar ekki og flaug Winter ótal ferðir yfir Skeiðarársandi í gær til að festa hlaupið á filmu.- Margir föluðust eftir mynd- efni hjá fréttastofu Stöðvar 2, meðal annars Reuter, WTN og sænsku dagblöðin og jafn- framt var mikið leitað til Ríkissjónvarpsins í sama til- gangi. Var meðal annars dreift myndefni úr þremur fréttatímum í gegnum EBU sem síðan sendir það áfram til tuga sjónvarpsstöðva víðs vegar um heim. Stefán Benediktsson þjóðgarðsvörður hefur ekki séð neitt þessu líkt Skildi núna fyrst orðið hlaup ÞAÐ eru 100-200 metrar úr eld- húsglugganum heima hjá Stefáni Benediktssyni þjóðgarðsverði í bænum Skaftafelli og niður að beljandi Skeiðarárhlaupinu á sandinum. Stefán stóð úti á hlaði þegar hlaupið hófst i gærmorgun. Hann hefur séð mörg Skeiðarár- hlaup, „en ekki neittþessu líkt“. „í raun og veru var upplifunin merkilegust klukkan hálfniu í morgun þegar hlaupið ruddist fram nánast eins og flóðbylgja fullt af krapa og jökum og kol- svart eins og jökullinn þannig að fyrst var maður ekki einu sinni viss hvað var í raun og veru að gerast," sagði Stefán þegar rætt var við hann í gær og hann beðinn um að lýsa því hvernig hann hefði upplifað hlaupið. „Eg hafði orð á því einhvern tíma í dag að núna skildi ég fyrst orðið hlaup. I raun og veru var maður líka hissa á að þetta gerðist má segja alveg eins og vatnamæl- ingamenn áttu von á. Þrátt fyrir allar þær lýsingar sem maður er búinn að lesa á þess- um hlaupum frá fyrri tíma kom þessi þáttur aldrei beint fram einhvern veg- inn.“ Allt saman svart Stefán sagðist hafa farið á fætur klukkan átta í gærmorgun, litið út og þá hafi ekkert verið merkilegt að sjá. „Um klukkan hálfníu var ég að leggja af stað með dóttur mína í skólann og þá renndi bíll vatnamælingamanna í hlað. Þeir höfðu einhvern pata af því að þetta gæti verið að byrja og þarna stóðum við og horfðum á þetta, ég og vatna- mælingamaðurinn. Síðan þegar fór að birta betur áttuðum við okkur á að við höfðum sennilega ekki séð nema hluta af þessu sjónarspili vegna þess að svona fimm kílómetrum utar á sandinum hefur trúlega verið á ferðinni önnur eins flóðbylgja með miklu stærri jaka en við sáum. Birtan leyfði ekki að maður greindi það vegna þess að þetta er allt sam- an alveg svart, bæði vatnið, jakarnir og sand- urinn.“ Stefán segir að það hafi ekki hvað síst komið á óvart að það var engin fýla af vatn- inu. „Vindurinn stóð það sterklega af manni hérna að ég fann fýluna ekki fyrr en um hádegi þegar ég renndi niður á varnargarða og fór alveg niður að vatninu. Hún hefur lítið fundist hér uppi á bæjurn." Eins og fyrr sagði eru 1-200 metrar frá bænum að Skaftafelli í vatnselginn en bærinn stendur mun hærra og horfir Stefán ofan á hlaupið heiman frá sér. Þjónustumiðstöðin í Skaftafelli er hins vegar í um 2 km fjarlægð frá varnargörðunum. Garðarnir halda enn og aðspurður hvort hann teldi miðstöðina hugsanlega í hættu vegna hlaupsins sagði hann að ekki væri séð fyrir endann á hlaup- inu. „Menn giskuðu á að vatnið væri í 30.000 m3 rennsli um hálfsexleytið og þá vita menn að það á enn eftir að vaxa því það er enn ekki farinn að renna nema partur úr Gríms- vötnum af því sem á eftir að renna. Þannig að það eru allar Hkur á að þetta nái hámarki í nótt.“ Hann taldi ekki hættu á að land sem telst til þjóðgarðsins spilltist í hlaupinu; „en auð- vitað veit maður ekki hvaða áhrif það á eft- ir að hafa, að vatnsmagnið tvöfaldist," sagði Stefán Benediktsson. Utsýnisstaðir beggja vegna Skeiðarársands Morgunblaðið/Ásdís RÍKISSTJÓRNIN kom saman til fundar síðdegis í gær og kvaddi til ráðgjafa til að ræða næstu skref vegna náttúruhamfaranna á Skeiðarársandi. Ráðgert er að ráðherrar og fulltrúar í Al- mannavarnaráði fljúgi yfir Skeiðarársand og Vatnajökul í dag. Útflutningur beint frá Austfjarðahöfnum SAMSKIP ákváðu í gær að grípa til sérstakra ráðstafana til að bæta flutningsþjónustu við Austurland eftir að þjóðvegurinn um Skeiðarár- sand rofnaði. Þannig verða dagleg- ar ferðir flutningabíla á vegum Landflutninga-Samskipa hf. norð- urleiðina milli Reykjavíkur og Aust- urlands, og vikulega verður boðið upp á útflutning frá Djúpavogi og Hornafirði beint til Bremerhaven í Þýskalandi. Áætlun Mælifells í strandsiglingum verður hins vegar óbreytt frá því sem verið hefur. Að sögn Baldurs Guðnasonar, framkvæmdastjóra flutningasviðs Samskipa, munu vöruflutningar frá Austfjörðum hafa forgang á næst- unni með Mælifellinu, og auk þess verður siglt beint til Bremerhaven með síldarafurðir í samvinnu við færeyskt skipafélag með skipi sem kemur til Djúpavogs og Hornafjarðar vikulega með viðkomu í Færeyjum. „Með þessu teljum við okkur tryggja það að þetta liafi engin áhrif á framleiðslu sjávarafurða á svæðinu né flutninga á almennum nauðsynjavörum og rekstrarvör- um,“ sagði Baldur. Nýtt kerfi Eimskips sannar sig Eimskip hóf beinar siglingar einu sinni í viku frá Eskifirði til Bret- lands og Hollands í janúar á þessu ári, og að sögn Þórðar Sverrisson- ar, framkvæmdastjóra flutninga- sviðs Eimskips, getur því allur flutningur farið beint frá Austfjörð- um til meginlands Evrópu. „Þetta mun nýtast mjög vel í síld- arútflutningnum sem er vaxandi þessa dagana. Þá erum við með strandsiglingaskip sem hefur við- komu frá Hornafirði austur til Eski- fjarðar og þaðan er hægt að flytja vörur út beint. Þetta nýja siglinga- kerfi mun nú sanna sig og það mun koma sér vel að vera með beinar siglingar frá Austurlandinu," sagði Þórður. í gærmorgun var breytt áætlun landflutningafyrirtækis Eimskips, Viggós hf. á Norðfirði, en það ann- ast nú vöruflutninga milli Aust- fjarða og Reykjavíkur með því að fara norðurleiðina. SÓLVEIG Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins, segir yfirlýst hættusvæði frá Skaftárvegi að Núpsstað, allt frá jökli niður að sjó, líkt og verið hef- ur. Vegurinn um Skeiðarársand hefur verið lokaður að næturiagi frá því jarðhræringar hófust í Vatnajökli í bytjun október. Sólveig segir að vegurinn hafi verið opnaður klukkan átta á þriðju- dagsmorgun eins og að undanförnu en verið lokað skömmu síðar þegar vart varð við hlaup í Skeiðará úr Grímsvötnum. Aimannavarnir ríkis- ins samræma aðgerðir vegna ham- farann'a og tryggja öryggi og segir Sólveig að búið sé að skipuleggja útsýnisstaði austan og vestan Skeiðarársands þar sem fólki eigi ekki að vera hætta búin. Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn, segir að búið hafi verið að gera ráðstafanir í hans umdæmi þegar umbrotin hófust í október og meðal annars hafi verið fylgst með því að fénaði væri smalað af hættu- svæðum. Segir hann Skeiðará ekki hafa flætt austur enn sem komið er, heldur stystu leið til sjávar. Fylgjast með framvindunni Sýslumaðurinn segir að búið sé að koma upp aðstöðu fyrir lögreglu og björgunarsveitamenn í þjón- ustumiðstöðinni í Skaftafelli og að fylgst verði með framvindunni. Gert er ráð fyrir því að þeir sem vilja njóta útsýnis og koma austan að aki yfir Skaftafellsá, að melöldu vestan árinnar, þegar komið er yfir brúna að Páls sögn. „Þar er hægt að leggja bílum og ganga slóða inn að þjónustumiðstöð og þaðan liggur leiðin að göngustígum um allan þjóðgarð. Þarna er gríðarlegt útsýni og afar ólíklegt að vegur teppist þarna,“ segir hann. Páll segist hafa fengið upphring- ingu frá Almannavörnum klukkan hálfníu í gærmorgun vegna yfirvof- andi hlaups. Hálftíma síðar hafi verið komið vatn um allan sand. „Sautján minútum síðar er vatn farið að renna yfir veginn milli Skeiðarár og Sæluhúsavatns og klukkan 9.50 er flóðið farið að bijót- ast yfir varnargarðinn austan Skeiðarár," segir hann. „Rafmagnið fór síðan af sandin- um klukkan 9.52 og rúmiega 11 fer símasambandið að slitna og gekk illa að ná sambandi um nokk- urt skeið,“ segir Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn, að lokum. Sigurður Gunnarsson, sýslumað- ur í Vík, segir búið að gera ráðstaf- anir til þess að fólk geti farið gamla þjóðveginn inn hjá Núpsstað. „Þar er hægt að leggja bílum og síðan getur fólk gengið fyrir endann á Lómagnúpi og upp í hlíðarnar,“ segir hann. Hann segir ekkert í hættu á þessum slóðuin vegna hlaupsins nema vegamannvlrki. Sigurður segir að ef frekara hættuástand skapast séu Almanna- varnir ríkisins yfirmönnum al- mannavarna í viðkomandi sýslum til aðstoðar. Flugleiðir fjölga ferðum FLUGLEIÐIR munu fjölga ferð- um milli Reykjavíkur og Horna- fjarðar næstu vikuna og verða brottfarir nú 16 í stað 11 áður. Flugleiðir fljúga til Hornafjarðar í samvinnu við íslandsflug, og að sögn Margrétar Hauksdóttur, deildarstjóra kynningardeildar Flugleiða, verða Fokker-vélar félagsins nú notaðar í auknum mæli á flugleiðinni og sæta- framboð þannig aukið til muna. „Það verður síðan að koma í ljós hvernig framhaldinu verður háttað, en við vitum ekki hver eftirspurnin verður. Það verður hins vegar reynt að mæta henni, en auðvitað hlýtur að koma þarna til aukin þöif á samgöngum í lofti. Það verður reynt að svara því sem best og vera þá með nægilegt framboð," sagði Margrét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.