Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 19 ERLENT „Fundum höggin þegar byssukúl urnar grófu sig inn í vegginn“ Jón Valfells, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, lýsir átökunum um Goma STARFSMENN Alþjóða Rauða krossins söfnuðu í gær saman og grófu lík nokkurra af þeim 400 mönnum, sem létu lífíð í átökunum um bæinn Goma í Zaire í síðustu viku. Jón Valfells, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, fór með síðustu flugvélinni til Goma síðdegis á mið- vikudag, 30. október, áður en átök- in hófust og komst brott við illan leik á laugardagsmorgun. Jón var í gær staddur í Nairobi í Kenýa, þar sem leiðtogar Afríku- ríkja hófu í gær fyrsta fund sinn um ástandið í austurhluta Zaire, en þar er talið að líf rúmlega einnar milljónar flóttamanna úr röðum Hútúa sé í hættu. Það varpaði skugga á fundinn að forsætisráð- herra Zaire, Kengo wa Dondo, skyldi hundsa hann. Leiðtogafundinum í Nairobi lauk með sameiginlegri áskorun á Sam- einuðu þjóðirnar um að senda hlut- lausan her til austurhluta Zaire til að vernda flóttamennina. Viðvörun frá SÞ „Við vorum að búa okkur þá um morguninn þegar heyrðust hljóð í sprengjuflaugum," sagði Jón Val- fells. „Við heyrðum einnig kallað í okkur í talstöð og reyndust það vera Sameinuðu þjóðirnar að segja okkur að ekki væri öruggt að vera utan dyra og við ættum að láta fyrir- berast inni í húsi okkar.“ Jón starfar sem upplýsingafull- trúi Rauða krossins og hann hófst því handa við að gera það sem hann kann best og koma boðum til um- heimsins. Hann hringdi í ijölmiðla með aðstoð gervihnattasíma og komst í tölvusamband við iandsfélög Rauða krossins víða um heim. Þenn- an morgun voru veitt um hundrað viðtöl og hver sendifulltrúi komst að. „Það kann að virðast harðneskju- legt að gera þetta í neyðinni," sagði Jón. „En það hafði tvennt jákvætt í för með sér. Það dró úr einangr- unartilfinningu sendifulltrúanna, sem fengu útrás og tilfinningu fyrir að vera að gera gagn, þótt þeir gætu ekki unnið beint að hjálpar- starfi. Þá fékk almenningur um all- an heim upplýsingar um það, sem var að gerast." Farartækjum rænt Þegar leið á daginn fór skothríðin að ágerast og bardagar að færast nær bænum. Starfsmenn Rauða krossins mega ekki bera vopn og var hópurinn, sem Jón Valfells var í, því varnarlaus. Síðdegis á fimmtu- deginum koma skyndilega vopnaðir hermenn úr her Zaire og vilja taka öll farartæki Rauða krossins. Jón og félagar gátu ekki komið í veg fyrir það, en settu þó eitt skil- yrði: fyrst yrði að fjarlægja merki Rauða krossins af bifreiðunum þar sem koma yrði í veg fyrir að menn Endurklœbum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. BólstnutÁsgríms, Bergstaðastræti 2, sími 551 6807 undir vopnum gætu dulist undir merkjum samtakanna. „Þeir urðu stöðugt grimmari og því varð að vinna hratt,“ sagði hann. „En þeir leyfðu okkur að ijarlægja merkin." Upplausnin í bænum fór nú jafnt og þétt vaxandi. „Við settumst niður og fórum að velta fyrir okkur hvað væri nú til bragðs að taka, sérstaklega ef aðrir vopnaðir hópar kæmu aðvífandi, því ekki væri hægt að flýja,“ sagði Jón. „Við ákváðum að leita skjóls á skrif- stofu flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna í bænum. Eftir nokkra stund barst loks hjálp frá Samein- uðu þjóðunum. Þetta voru hermenn frá Zaire, sem flóttamannahjálpin hafði ráðið til að vernda starfsmenn sína á svæðinu. Síðan var ekið á 150 km hraða gegnum miðjan bæ- inn.“ Þessir hermenn vöktu hins vegar frekar skelfingu, en öryggiskennd, þar sem þeir ráfuðu um með Kalas- hnikov-byssur í annarri hendi og hálfar viskýflöskur í hinni. f eldlínunni „Skyndilega fóru hermenn flótta- mannahjálparinnar að skjóta og þeirri skothríð var svarað um hæl,“ sagði Jón. „Það var þá, sem við fórum að skríða meðfram gólflist- um. Sem betur fer voru veggirnir í húsinu þykkir. Þegar mest var sát- um við með bökin uppvið veggina og fundum höggin þegar byssukúl- urnar grófu sig inn í vegginn hinum megin.“ Skyndilega dró úr átökunum. Vildu þá hermenn SÞ komast brott og ætluðu þeir að taka með sér hjálparstarfsmenn. „Við sögðum nei takk og það var hættulegt augna- blik,“ sagði Jón. „Hefðu þeir reynt að þvinga okkur með hefðum við verið dauðans matur." Starfsmaður Rauða krossins, sem var fyrrverandi norskur hermaður, tók nú fána Rauða krossins og gekk út með hann og annar fór út með hvítt lak. Mannslffi bjargað „Við sáum fjóra dauða hermenn liggja fyrir utan húsið og einn með lífsmarki," sagði Jón. „Þegar okkar maður sá að einn var á lífi sagði maður Sameinuðu þjóðanna, „Æi, látið hann bara liggja". En við bár- um hann inn. Læknir og tveir hjúkr- unarfræðingar frá Rauða krossinum tóku að gera að sárum hans. Við gátum bjargað lífi mannsins og af því gátum við starfsmenn Rauða krossins verið hreyknir." Á föstudagskvöld var bardagan- úm í raun lokið. Her Rúanda náði Goma á sitt vald síðdegis á föstu- degi og eftir það var aðeins um smáskærur að ræða. „Á laugardagsmorgni kom til- kynning frá Sameinuðu þjóðunum um að haldið skyldi af stað,“ sagði Jón. „Fóru þá allir upp í bílana og við ókum á brott, hundrað manns í um 30 bíla lest.“ Goma er aðeins spottakorn frá landamærunum og eftir fimm mínút- ur var bílalestin komin til Rúanda. Reuter UPPREISNARMENN vakta götur Bukavu, sem féll í þeirra hendur fyrir tæpri viku. Útboðsfjárhæð: 250.000.000 kr. Flugleiðirhf. kt. 601273-0129, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík. Sölutímabil: Frá 6. nóvember til 31. desember 1996. Forkaup sréttartímabil: Frá 6. nóvember 1996 til 27. nóvember 1996. Sölugengi: Útboðsgengi tilforkaupsréttarhafa er 2,80. Gengi hlutabréfanna verður 3,10 við upphaf almennrar sölu, en getur breyst í takt við markaðsaðstæður. Hlutabréf Flugleiðahf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands. Umsjón og sölu annastVerðbréfamarkaður Islandsbanka hf.. Skráningarlýsing og samþykktir Flugleiða hf. liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf„ Kirkjusandi. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Aöili að Veröbréfaþingi íslanris Kirkjusandi, 155 Reykjavfk. Sími S60-8900, myndsendir 560-8921

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.