Morgunblaðið - 06.11.1996, Side 27

Morgunblaðið - 06.11.1996, Side 27
26 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Byggjum fljótt - byggjum betur HLAUP er hafið úr Grímsvötnum. Vatnsflaumurinn, eðja, aur, jökuldrangar og hnullungar, ryðjast fram Skeiðar- ársand af ofurafli og rífa með sér nýleg og glæsileg brúar- mannvirki og vegi. Brýrnar á Skeiðarársandi voru upphaflega hannaðar til þess að geta staðið af sér 10 þúsund rúmmetra vatns á sek- úndu, en vísindamenn áætluðu í gærkveldi að vatnsmagnið í hámarki hlaups gæti numið á milli 20 þúsund og 30 þús- und rúmmetrum vatns á sekúndu. Af þessu er augljóst að sú ákvörðun var tekin við hönnun brúarmannvirkjanna á Skeiðarársandi, að þau þyrftu ekki að standast hlaup af þessari stærðargráðu. Auðvitað má spyrja nú, þegar mörg hundruð milljóna króna og jafnvel milljarða tjón er orðið á samgöngumann- virkjum, hvort gætt hafi skammsýni við ákvarðanatöku um hönnun mannvirkjanna fyrir um aldarfjórðungi. En það breytir í engu þeirri staðreynd, að þessi samgönguæð, vegur- inn og brýrnar yfir Skeiðarársand, hefur ekki síst gert það að verkum að við höfum um 22 ára skeið verið ein þjóð í einu landi. Samgöngubótin með tilkomu vegarins og brúnna yfir sandinn var slík, að við byltingu má líkja. Á því má engin breyting verða - alls engin. Davíð Odds- son, forsætisráðherra, sagði réttilega í gær að nú yrði að byggja upp á Skeiðarársandi eins hratt og kostur væri. Nú ríður á, að landsmenn sameinist um endurbyggingu þessara samgöngumannvirkja, skjóta endurbyggingu, þar sem metn- aðarfyllri markmið verða höfð að leiðarljósi en fyrir 25 árum, þegar mannvirkin á Skeiðarársandi voru hönnuð. Taka ber ákvörðun um að endurbyggja brýr og vegi á Skeiðarársandi þegar í stað. Taka ber ákvörðun um að byggja fljótt, byggja vel og byggja betur en gert var. Við verðum að læra af þessari dýrkeyptu reynslu. UMSKIPTI í AUSTUR- EVRÓPU SÓSÍALISTAR, arftakar fyrrverandi stjórnarflokka kommúnista, töpuðu kosningum bæði í Rúmeníu og Búlgaríu um seinustu helgi. Það sama átti sér stað í þing- kosningum í Litháen fyrir skömmu. Víðar í fyrrverandi kommúnistaríkjum Austur-Evrópu bendir margt til að vinstrisveifla sú, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, fari rénandi. í mörgum Austur-Evrópuríkjum, t.d. í Litháen, Búlgaríu, Póllandi og Ungverjalandi, þróuðust mál þannig fyrst eftir fall kommúnismans, að almenningur fól völdin í hendur frels- ishreyfingum, sem aðhylltust markaðsbúskap, en varð fyrir vonbrigðum með það að lífskjörin bötnuðu ekki, heldur versn- uðu, auk þess sem nýju stjórnendurnir voru reynslulitlir. Víða batt fólk vonir við að arftakar gömlu kommúnistaflokk- anna hefðu bæði meiri reynslu af því að stjórna og að þeir myndu fara sér hægar í umbótum og standa vörð um lífs- kjörin. Oftast hafa tilraunir sósíalista til að hægja á markaðsum- bótum hins vegar leitt hið gagnstæða af sér; lífskjörin hafa haldið áfram að versna. Auk þess að græða á vonbrigðum almennings með efnahagsstjórn vinstrimanna hafa frjáls- lyndir hægri- og miðjuflokkar eflst að skipulagi og reynslu á undanförnum árum. Þeir eru af þeim sökum einnig fýsi- legri valkostur en áður. í Júgóslavíu unnu vinstrimenn hins vegar sigur í þing- og sveitarstjórnarkosningum um helgina undir forystu Slob- odans Milosevic forseta. Líklegt er að þar hafi frammistaða Milosevic í friðarviðræðum í Bosníu ráðið meiru en árangur í efnahagsmálum, enda er efnahagur Serbíu og Svartfjalla- lands rjúkandi rúst. í mörgum öðrum Austur-Evrópuríkjum sitja sósíalistar enn á valdastólum. Sums staðar, til dæmis í Póllandi og Ungverjalandi, hafa þeir þó neyðst til að hraða markaðsvæð- ingu vegna þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og frá Evrópusambandinu, sem setur róttækar umbætur í efnahags- málum að skilyrði fyrir aðild fyrrverandi kommúnistaríkja. Gömul sannindi eru hugsanlega að renna upp fyrir kjósend- um í Austur-Evrópu: Frjálst framtak og einstaklingsfrelsi er forsenda verðmætasköpunar og velmegunar. Gamli áætl- unarbúskapurinn og ríkisreksturinn hefur aldrei átt sér við- reisnar von. I þeim ríkjum, sem hafa hraðað markaðsumbót- um mest, til dæmis í Tékklandi og Eistlandi, hafa kjörin jafnframt batnað hraðast. SjilllSiSliSs- a BRÚIN yfir Sæluhúsavatn stóð enn þegar síðast sást til hennar fyrir myrkur í gærkvöldi, en hún var skekkt og skemmd og heldur veigalítil í svörtum ógnarflauminum allt í kring. Morgunblaðið/Golli Hlaupið úr Grímsvötnum einstakt á þessari öld ÁÆTLAÐ er að fram til klukkan 14 í gær hafi vatnsmagn í Grímsvötnum og ísgjánni við eldstöðvarnar í jöklinum samtals minnk- að um 0,7-0,9 rúmkílómetra. Að sögn Magn- úsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræð- ings má ætla að um helmingur þess hafi þá þegar verið kominn undan Skeiðarár- jökli, en afgangurinn enn verið á leiðinni niður. „Samtals eru um 3,2 rúmkílómetrar af vatni í Grímsvötnum og ísgjánni og búast má við því að mestur hluti þess komi niður á sand. Við þetta bætist ís sem bráðnar á leið vatnsins undir jöklinum, en það er þó ekki mikið magn í þessu samhengi," segir Magnús. Vatnamælingamenn töldu í gær að um Yatnið rann á röskum gönguhraða þegar það fór í gegnum jökulinn eft- ir að hlaupið hófst þijátíu þúsund rúmmetrar af vatni rynnu niður eftir sandinum á sekúndu. Að sögn Magnúsar Tuma samsvarar það vel áætlun- um um hversu mikið hafi runnið í heild fram að þeim tíma. „Miðað við vatnsmagn- ið sem farið hefur úr Grímsvötnum hefur meðalrennslið verið nálægt 15 þúsund rúm- metrum á sekúndu að meðaltali á sextán fyrstu klukkustundunum. Minna rann í bytjun, svo þijátíu þúsund rúmmetrar á sekúndu nú er sennilega ekki fjarri lagi.“ Samkvæmt skjálftamælinum á Gríms- fjalli brast ísstíflan um klukkan tíu í fyrra- kvöld en vatnið náði jaðri tíu tímum síðar. Það fór því með um 5 kílómetra hraða á klukkustund, eða röskum gönguhraða. Eftir að hlaupið hófst má búast við að hraði rennslis undir jöklinum hafi aukist. Grímsvötn lækkað um 20-25 metra Grímsvötn voru orðin um 20-25 metrum lægri klukkan 14 í gær en á mánudag og sprungukerfi hafði myndast meðfram jöðr- um íshellunnar vegna sigsins. Þessar sprungur eru mun utar en þær sem mynd- ast í venjulegu Skeiðarárhlaupi, enda voru Grímsvötn miklu stærri fyrir þetta hlaup. Einnig sást móta fyrir sprungum beggja vegna við rásina þar sem vatnið streymir úr Grímsvötnunum. Þessi ummerki eru svipuð þeim sem sjást á ísnum þar sem vatn rennur úr ísgjánni ofan í Grímsvötn. Rásin úr Grímsvötnum er mun ógreini- legri, en þó sjáanleg 3-4 kílómetra niður eftir jökli. Engin ummerki um vatnsflaum- inn sjást neðar, fyrr en kemur fáeina kíló- metra ofan við jökulsporðinn. Þar hefur vatnið víða þrýst sér upp í gegnum ísinn og rennur ofan á honum niður að jökulrönd- inni og litar hann svartan. Mestur hluti vatnsins fer þó undir jöklinum alla leið að sporðinum þar sem það brýst fram með miklum látum. Þrýsti sér eins og fleygur í gegnum ísinn Magnús segir að Skeiðarárhlaup hafi í þetta sinn hafist með allt öðrum hætti en önnur hlaup á þessari öld. I stað þess að bræða sér göng í gegnum ísinn þrýsti það sér eins og fleygur undir hann, lyfti upp ísstíflunni við Grímsvötn og hélt þannig áfram allt að sporði Skeiðaráijökuls. Af þessum sökum var vatnið mun fljótara á leiðinni og vatnsmagnið óx hraðar. Allt gengið mun hraðar en 1938 „Rennslið og hraðinn í þessu hlaupi er mun meiri en menn bjuggust við. Við höfðum reiknað með einhveiju svipuðu og gerðist 1938, en nú gerist allt mun hraðar. Reynd- ar eru litlar líkur til þess að ísstíflan hafi lyfst 1938 eins og nú virðist hafa gerst.“ Magnús segir að heildarvatnsmagn í hlaup- unum á fjórum fyrstu áratugum aldarinnar hafi verið meira en búast má við í þessu lilaupi, þó vöxturinn hafi verið hægari þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.