Morgunblaðið - 06.11.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 06.11.1996, Síða 36
. 36 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN MAGNÚSSON, Tunguvegi 46, Reykjavik, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. nóvember. Ása Pálsdóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Philip Cart Ledge, Magnús Björgvinsson, Edda Pálsdóttir, Jón Björgvinssom, Signý Guðmundsdóttir, Silvia Sigurðardóttir, Mike Haith, Páll Björgvinsson, Ástrós Guðmundsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Marólína Erlendsdóttir, Hannes Björgvinsson, barnabörn og barnabarnbörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR SIGURJÓNSSON, skipstjóri, fyrrverandi forseti Slysavarnafélags íslands, Háholti 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Jóhanna Guðrún Brynjólfsdóttir, Brynja Einarsdóttir, Jón Birgir Þórólfsson, Sigurjón Einarsson, Guðný Birna Rosenkjær, Einar Jónsson, Eygló Karlsdóttir, Guðný Agla Jónsdóttir, Jóhann GunnarJónsson, Þórey Einarsdóttir. GUÐRÍÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Guðríður Sigurðardóttir var fædd á ísafirði 6. júlí 1921. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 25. október. Þegar Friðþjófur hringdi og sagði okkur lát Gurru varð ég hálfdofin. Kona, sem stödd var hjá mér spurði: „Var þetta ung kona?“ „Já, svaraði ég án umhugsunar, „hún var ung.“ Hún var ung og falleg, lífsglöð, umvefjandi allt og alla í kærleika. Það má vel vera, að fæðingarár Gurru hafi verið 1921. Það skiftir ekki máli. Henni tókst að halda sál sinni ungri í 75 ár og áreiðanlega lengur hefði hún fengið að lifa. Fyrst man ég eftir Gurru fyrir 45 árum, klæddri bláum vinnubux- um. Þau Friðþjófur voru þá að Handrit afmælis- o g minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. byggja húsið við Kársnesbraut, framtíðarheimilið. Hún gekk þar í öll störf, jafnt erfiðisvinnu sem kaffihitun. Hafgolan lék í hári hennar og steypurykið náði ekki að hylja töfra andlitsins né ljóma hamingju hennar. Ef ég man rétt höfðu þau reist tjald á „landareign- inni“, sem þjónaði sem vinnuskúr. í þessu tjaldi var gestkvæmt. Þar var alltaf veisla. Og æ síðan finnst mér hafa verið veisla á Kársnes- brautinni. Friðþjófur og Gurra voru einstaklega samvalin hjón. Vegna starfs síns þurfti Friðþjófur að ferðast mikið um landið. Gurra sagðist hafa þurft að taka ákvörð- un um, hvort þau yrðu aðskilin langtímum saman eða lifðu fjöl- skyldulífi. Hvort það var venjulegt fjölskyldulíf má deila um, en hún tók saman nesti, prímus, svefn- poka, tjald og bleiur fyrir börnin og fylgdi Friðþjófi á ferðum hans. Til slíks þarf ást, kjark og létta lund. Allt þetta átti Gurra í ríkum mæli. Léttur, smitandi hlátur hennar hljómar í endurminning- unni. Aldrei heyrðist hún kvarta eða hallmæla öðrum. Hún var sér- staklega vönduð manneskja sem alls staðar kom fram til góðs. Hjálpsemi hennar var einstök. Þar fór fögur sál í fögrum likama. Þótt fyrsta minning mín um Gurru sé um kraftmikla konu í bláum vinnubuxum, þá man ég hana líka skartklædda í glæstum veislusölum. En trúlega verður þó ein sérstök minning ofan á í mínum huga. Það er kaldur vetrarmorgun. Klukkan er 8, þann 22. desember 1977. Dyrabjallan hringir, og þeg- ar ég opna smýgur napur vindur inn í forstofuna. Fyrir utan í myr- krinu stendur Gurra með hakkavél undir hendinni. „Ég er komin til að baka,“ segir hún og hlær dil- landi. Ekki er að orðlengja það. Gurra kenndi mér þennan dag að baka smákökur. Ekki man ég hvað sortirnar voru margar þegar við hættum kl. 12 á miðnætti, en þær voru ótrúlegar bæði að útliti og fjölda. Sonur minn, sem fæddist fjórum dögum eftir kökudaginn mikla, hefur líka alltaf sagt um Gurru - það er bara ein til af henni. Gurra var heppin í lífrnu. Hún var gift heiðursmanninum Frið- þjófi Hraundal og átti miklu bama- láni að fagna. Allir elskuðu hana, sem þekktu hana. Regnboginn, sem blasti við þegar komið var úr kirkju föstudaginn 25. okt. sl., var eins og lokapunktur þeirrar fallegu kveðjustundar. Það verða fátækleg orð, sem á pappírinn koma, þegar minnast á þessarar afbragðs konu. Hún var stærri í sniðum en svo að það verði tíundað í örfáum línum. Þakklæti er mér efst í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Guðríði Sigurðardóttur og kannski að læra ofurlítið fleira af henni en köku- bakstur. En ég á langt í land. Elsku Friðþjófur, Gummi, Ómar, Fiffi, Berglind og fjölskyldur. Bömin mín, Gunnar og ég vottum ykkur dýpstu samúð. Mikils er misst, en eftir stendur minninga- sjóður, sem öllu er dýrmætari. Helga Friðfinnsdóttir. t*JK*>AUGL YSÍNGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Frá Grunnskólanum i'Þorlákshöfn Kennara vantar til bóklegrar kennslu í 4. bekk ásamt kennslu í heimilisfræði frá 1. janúar 1997 vegna barnsburðarleyfis. Upplýsingar veita Halldór Sigurðsson, skóla- stjóri, í vs. 483 3621/hs. 483 3499 og/eða Jón H. Sigurmundsson, aðstoðarskólastjóri, í vs. 483 3621/hs. 483 3820. RANNÍS Rannsóknarráð íslands óskar eftir að ráða ritara Starf ritara felur í sér móttöku og almenna afgreiðslu og þjónustu við viðskiptamenn á aðalskrifstofu ráðsins, þ.m.t. símsvörun, Ijós- ritun, undirbúning funda, létta tölvuvinnslu o.fl. Ritari starfar undir stjórn skrifstofustjóra aðalskrifstofu. Krafist er góðrar málakunnáttu og góðra samskiptahæfileika. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendast framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13, fyrir 20. nóvember nk. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Svansdóttir í síma 562 1320. Starfskraftar óskast ítískuverslun við Laugaveginn í heilsdags- og hálfsdagsstarf. Meðmæli óskast. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 10. nóv- ember, merkt: „EDG - 864“. Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða aðstoðarverkstjóra í jarð- vinnudeild, vanan garðyrkjuvinnu. Framtíðarvinna fyrir góðan mann. Upplýsingar í síma 562 2991. Starfsmenn íþróttamiðstöðin Ásgarður - þjónustumiðstöð - Garðabær auglýsir laus til umsóknar störf við íþróttamiðstöðina Ásgarð. Um er að ræða tvö 100% störf (karl og kona). Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Æskilegur aldur er 25-45 ára. Leitað er að starfsmönnum með góða þjónustulund og sem eiga gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg, eða til forstöðumanns fræðslu- og menning- arsviðs Garðabæjar fyrir 13. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs í síma 565 8066. Bæjarritarinn í Garðabæ. Útboðnr. 1185/96 Skipatækni ehf. óskar eftir tilboðum í endur- bætur á bv. Sturlaugi H. Böðvarssyni AK-10. Fyrirhugað er m.a. að tvöfalda bobbinga- rennur, koma fyrir 2 stk. af nýjum grandara- vindum, stækka móttöku, sandblása togþil- far og aðalþilfar og mála skipið ofan dekks. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu okkar og eru seld á kr. 3.000. Tilboðin verða opnuð á sama stað 22. nóv- ember nk. kl. 11.00. Verk getur hafist í lok febrúar 1997. Skipatækni ehf., Grensásvegi 13, 108 Reykjavík. SIGUNGASTOFNUN Útboð Árskógssandur - sjóvörn Siglingastofnun íslands óskar eftir tilboðum í gerð sjóvarnar á Árskógssandi. Verkefnið er fólgið í því að vinna, flokka, flytja og raða allt að 2.000 m* af grjóti í garðstæði. Verkinu skal lokið eigi síðar en 20. desem- ber 1996. Útboðsgögn verða afhent á Siglingastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi, og frá og með mið- vikudeginum 6. nóvember gegn 2.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað 15. nóvem- ber 1996 kl. 11.00. Siglingastofnun íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.