Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 13 Nemendur Framhaldsskólans Neysluvatnsmál Vestmanna- eyinga skoðuð Vestmannaeyjum - Nemendur í líffræðiáfanga 283 í Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyj- um hafa í vetur unnið að verk- efni um neysluvatn í Eyjum en verkefnið er á vegum Evrópu- sambandsins. Verkefnið er unn- ið af framhaldsskólanemum í þremur löndum og auk fram- haldsskólanemanna í Eyjum vinna nemendur frá Finnlandi og Austurríki að verkefninu. Helga Kristín Kolbeins, kenn- ari við Framhaldsskólann, sem hefur haft umsjón með verkefn- inu, sagði að auglýst hefði verið eftir þátttakendum í verkefnið. Framhaldsskólinn í Eyjum hefði sótt um og fengið. Upplýsingum miðlað milli landanna Markmiðið með verkefninu væri að nemendur á hveijum stað rannsökuðu neysluvatnið í sinni heimabyggð og sínu heimalandi, rektu sögu vatns- veitu, hvernig vatnsöflun var háttað áður og hvernig hún er nú. Athuguðu hreinleika vatns- ins og hvaða kröfur væru gerð- ar um gæði og hreinleika vatns- ins og hvernig þeim væri fylgt eftir. Síðan skiluðu þau skýrslu um verkefnið og yrðu þær þýddar á kostnað Evrópusambandsins og þeir skólar sem tóku þátt í þessu fengju skýrslurnar hver frá öðrum. Þannig ættu nem- endurnir kost á að kynna sér hvernig þessum málum væri háttað í öðrum löndum. Fóru í skoðunarferð upp á land Nemendurnir í Eyjum hafa unnið að verkinu í allan vetur. Þeir fóru m.a. í skoðunarferð upp á land, að vatnsbóli Eyja- manna, og haldnir voru fyrir þá fyrirlestrar af starfsmönnum Bæjarveitna í Eyjum, starfsfólki Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins og fleirum. Nemendurnir skiluðu síðan skýrslum um rannsóknir sínar og að því loknu héldu þeir fyrir- lestur í Framhaldsskólanum og svöruðu fyrirspurnum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson NEMENDUR Framhaldsskólans í Eyjum, sem unnu að verkefn- inu um neysluvatnið, ásamt kennurum. Sitjandi frá vinstri: Aðalbjörg, Kristin Inga, Anna Hulda, Hrefna, Aldis og Björn. Standandi frá vinstri: María Rós, Guðfinna Björk, Guðfinna, Helga Kristín, Gunnar Þorri, Guðrún og María Höbbý. Sjúkrahús Skag- firðinga 90 ára Sauðárkróki - Þess var minnst með hátíðarfundi og kaffisamsæti sl. föstudag að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá stofnun Sjúkra- húss Skagfirðinga. Meðal gesta voru heilbrigðisráðherra, landlækn- ir og þingmenn kjördæmisins. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, gat þess í ávarpi að nú á tímum niðurskurðar og sparn- aðar í heilbrigðiskerfinu væri mönnum kannski hollt að líta til þeirra breytinga sem átt hefðu sér stað á 90 ára starfstíma sjúkra- hússins,1 en í byijun voru aðeins fjórar sjúkrastofur fyrir 20 sjúkl- inga á gamla spítalanum, sem nú er safnaðarheimili Sauðárkróks- kirkju. Ráðherrann afhenti Birgi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra sjúkrahússins, 700 þúsund króna ávísun til tækjakaupa. Magnús Sig- uijónsson, framkvæmdastjóri hér- aðsnefndar, afhenti 200 þúsund krónur frá nefndinni er varið verði til byggingar sundlaugar og endur- hæfingarstöðvar við sjúkrahúsið. Sagði Magnús að þess hafi verið beðið lengi að ráðist yrði í þetta brýna verkefni og það myndi ekki standa á héraðsnefndinni að standa við sinn hlut byggingarkostnaðar þegar þar að kæmi og fjárveitinga- valdið gæfi grænt ljós á að fram- kvæmdir gætu hafist. Ólafur Ólafsson landlæknir vék að sögu heilbrigðismála í Skaga- firði og Sauðárkróki í ávarpi sínu og sagði sögur af fyrstu læknum er störfuðu í Skagafirði og þeirra líferni sem var misgott. Ekki var lækningatækjunum fyrir að fara á þessum tíma, að sögn landlæknis. I kaffísamsætinu fór Friðrik Jens Friðriksson með gamanmál, má segja, því þessi fyrrverandi héraðs- LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir GÓÐ aðsókn var að nautakjötssýningu og umræðufundi Hafnar-Þríhyrnings hf. á Hellu. Sláturhús Hafnar-Þríhyrnings hf. á Hellu Fjölmenni á kj ötsýningu Hellu - Fjöldi gesta kom á fyrstu nautakjötssýningu Hafnar-Þrí- hyrnings hf. sem haldin var nýlega. Sýndir voru nautgripir á fæti, slátr- un, verkun og úrvinnsla afurðanna í stórgripasláturhúsi fyrirtækisins á Hellu, en þar er 24% nautgripa í landinu slátrað eða fleiri en í nokkru öðru sláturhúsi hérlendis. Að sýningunni lokinni fóru fram umræður með þátttöku fulltrúa ýmissa hagsmunasamtaka í grein- inni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem nautakjöt er sýnt á þennan hátt hérlendis. Sýningin þótti tak- ast vel, en hana sóttu aðallega bændur og búalið á Suðurlandi. Miklar framfarir í nautgriparækt Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra ávarpaði sýningar- gesti, en í máli hans kom m.a. fram að miklar framfarir hefðu átt sér stað í nautgriparækt hér á landi og full ástæða til bjartsýni um fram- tíðarhorfur í greininni. Að loknu ávarpi ráðherra var haldið í slátur- húsið þar sem slátrun var í fullum gangi, auk þess sem sýndar voru afurðir í ýmsum gæðaflokkum og úrvinnsla þeirra. Þar mátti sjá tölu- legar upplýsingar í kílóum og krón- um, sem sýndu svart á hvítu hversu misverðmætir skrokkarnir eru, allt eftir því hvernig þeir flokkast og að ræktun hefur verið staðið. Sérstaklega var fylgst með slátr- un Galloway-nautsins Svarts frá Litlu-Tungu í Holtum. Svartur var hreinræktað 26 mánaða gamalt Galloway-naut en móðir hans var Holda frá Gunnarsholti og faðir Mótor frá Hrísey. Byggða- samlag um sorpurðun Fagradal - Fjögur sveitarfélög hafa sameinast um sorpurðun, en þau eru Vestur-Eyjafjallahrepp- ur, Austur-Eyjafjallahreppur, Mýrdalshreppur og Skaftár- hreppur. Þau hafa stofnað byggðasamlagið Hulu. Rekstrar- kostnaður greiðist af aðildar- sveitarfélögunum miðað við magn úrgangs sem til fellur á hverju svæði. Hlutverk Hulu er að annast urðun flokkaðs heimilisorps. Að sögn Hafsteins Jóhannessonar, sveitarstjóra í Vík í Mýrdal, en hann er formaður stjórnar, á að urða sorpið syðst á Skógarsandi en þar eru ákjósanlegar aðstæður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ stofnun Hulu f.v.: Sveinbjörn Jónsson, oddviti V-Eyjafjalla- hrepps, Margrét Einarsdóttir, oddviti A-Eyjafjallahrepps, Haf- steinn Jóhannesson, oddviti í Vík í Mýrdal, og Valur Óddsteins- son, oddviti Skaftárhepps. Morgunblaðið/Björn Björnsson FRÁ hátíðarfundi Sjúkrahúss Skagfirðinga. læknir fór beinlínis á kostum, sagði gamansögur og fór með kveðskap. Fyrstu læknar Skagfirðinga áttu það flestir sammerkt að þeir voru Húnvetningar og hinir mestu merk- ismenn. Árni Jónsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Hannes- son og Sigurður Pálsson. Guðmundur Hannesson mun hafa orðið fyrstur lækna í Skaga- firði til að bera fram formlega til- lögu um smíði sjúkrahúss. Marka þarf stefnu til lengri tíma „Marka verður skýra stefnu til lengri tíma um hlutverk héraðs- sjúkrahúsanna. Sú vinna má ekki fara eingöngu fram á teikniborði í ráðuneytinu, þar verða fleiri að koma að málum. Það þarf að mínu áliti að nást þjóðarsátt um fyrir- komulag og rekstur heilbrigðis- þjónustunnar í landinu til lengri tíma. í þeirri sátt þarf e.t.v. að byija á að skilgreina hvar á að vera byggð og hvar ekki, þ.e. skil- greina ákveðin vaxtarsvæði eða vaxtarkjarna þar sem opinber þjón- usta verði veitt fyrir viðkomandi svæði,“ sagði Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirðinga, m.a. Birgir sagði að forsenda þess að búseta haldist á viðkomandi stað sé greiður aðgangur að öflugri heilbrigðisþjónustu. Á meðan yfir- lýst stefna stjórnvalda sé að byggð eigi að vera í landinu öllu verði jafnframt að tryggja íbúum þess öruggt aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu. „Að öðrum kosti erurn við að skrifa upp á það að tvær þjóðir búi í þessu landi, að það verði annars flokks fólk úti á landi sem fær þriðja flokks heilbrigðisþjónustu.“ í máli heilbrigðisráðherra, Ingi- bjargar Pálmadóttur, kom m.a. fram að æskilegt væri að sjúkra- húsin út um landið hefðu sem allra mest samstarf og sýndu viðleitni í þá átt í auknum mæli. Það væri betri að hagræðingin kæmi þannig fram, frekar en ráðuneytið færi að skipa mönnum fyrir verkum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.