Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 13

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 13 Nemendur Framhaldsskólans Neysluvatnsmál Vestmanna- eyinga skoðuð Vestmannaeyjum - Nemendur í líffræðiáfanga 283 í Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyj- um hafa í vetur unnið að verk- efni um neysluvatn í Eyjum en verkefnið er á vegum Evrópu- sambandsins. Verkefnið er unn- ið af framhaldsskólanemum í þremur löndum og auk fram- haldsskólanemanna í Eyjum vinna nemendur frá Finnlandi og Austurríki að verkefninu. Helga Kristín Kolbeins, kenn- ari við Framhaldsskólann, sem hefur haft umsjón með verkefn- inu, sagði að auglýst hefði verið eftir þátttakendum í verkefnið. Framhaldsskólinn í Eyjum hefði sótt um og fengið. Upplýsingum miðlað milli landanna Markmiðið með verkefninu væri að nemendur á hveijum stað rannsökuðu neysluvatnið í sinni heimabyggð og sínu heimalandi, rektu sögu vatns- veitu, hvernig vatnsöflun var háttað áður og hvernig hún er nú. Athuguðu hreinleika vatns- ins og hvaða kröfur væru gerð- ar um gæði og hreinleika vatns- ins og hvernig þeim væri fylgt eftir. Síðan skiluðu þau skýrslu um verkefnið og yrðu þær þýddar á kostnað Evrópusambandsins og þeir skólar sem tóku þátt í þessu fengju skýrslurnar hver frá öðrum. Þannig ættu nem- endurnir kost á að kynna sér hvernig þessum málum væri háttað í öðrum löndum. Fóru í skoðunarferð upp á land Nemendurnir í Eyjum hafa unnið að verkinu í allan vetur. Þeir fóru m.a. í skoðunarferð upp á land, að vatnsbóli Eyja- manna, og haldnir voru fyrir þá fyrirlestrar af starfsmönnum Bæjarveitna í Eyjum, starfsfólki Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins og fleirum. Nemendurnir skiluðu síðan skýrslum um rannsóknir sínar og að því loknu héldu þeir fyrir- lestur í Framhaldsskólanum og svöruðu fyrirspurnum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson NEMENDUR Framhaldsskólans í Eyjum, sem unnu að verkefn- inu um neysluvatnið, ásamt kennurum. Sitjandi frá vinstri: Aðalbjörg, Kristin Inga, Anna Hulda, Hrefna, Aldis og Björn. Standandi frá vinstri: María Rós, Guðfinna Björk, Guðfinna, Helga Kristín, Gunnar Þorri, Guðrún og María Höbbý. Sjúkrahús Skag- firðinga 90 ára Sauðárkróki - Þess var minnst með hátíðarfundi og kaffisamsæti sl. föstudag að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá stofnun Sjúkra- húss Skagfirðinga. Meðal gesta voru heilbrigðisráðherra, landlækn- ir og þingmenn kjördæmisins. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, gat þess í ávarpi að nú á tímum niðurskurðar og sparn- aðar í heilbrigðiskerfinu væri mönnum kannski hollt að líta til þeirra breytinga sem átt hefðu sér stað á 90 ára starfstíma sjúkra- hússins,1 en í byijun voru aðeins fjórar sjúkrastofur fyrir 20 sjúkl- inga á gamla spítalanum, sem nú er safnaðarheimili Sauðárkróks- kirkju. Ráðherrann afhenti Birgi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra sjúkrahússins, 700 þúsund króna ávísun til tækjakaupa. Magnús Sig- uijónsson, framkvæmdastjóri hér- aðsnefndar, afhenti 200 þúsund krónur frá nefndinni er varið verði til byggingar sundlaugar og endur- hæfingarstöðvar við sjúkrahúsið. Sagði Magnús að þess hafi verið beðið lengi að ráðist yrði í þetta brýna verkefni og það myndi ekki standa á héraðsnefndinni að standa við sinn hlut byggingarkostnaðar þegar þar að kæmi og fjárveitinga- valdið gæfi grænt ljós á að fram- kvæmdir gætu hafist. Ólafur Ólafsson landlæknir vék að sögu heilbrigðismála í Skaga- firði og Sauðárkróki í ávarpi sínu og sagði sögur af fyrstu læknum er störfuðu í Skagafirði og þeirra líferni sem var misgott. Ekki var lækningatækjunum fyrir að fara á þessum tíma, að sögn landlæknis. I kaffísamsætinu fór Friðrik Jens Friðriksson með gamanmál, má segja, því þessi fyrrverandi héraðs- LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir GÓÐ aðsókn var að nautakjötssýningu og umræðufundi Hafnar-Þríhyrnings hf. á Hellu. Sláturhús Hafnar-Þríhyrnings hf. á Hellu Fjölmenni á kj ötsýningu Hellu - Fjöldi gesta kom á fyrstu nautakjötssýningu Hafnar-Þrí- hyrnings hf. sem haldin var nýlega. Sýndir voru nautgripir á fæti, slátr- un, verkun og úrvinnsla afurðanna í stórgripasláturhúsi fyrirtækisins á Hellu, en þar er 24% nautgripa í landinu slátrað eða fleiri en í nokkru öðru sláturhúsi hérlendis. Að sýningunni lokinni fóru fram umræður með þátttöku fulltrúa ýmissa hagsmunasamtaka í grein- inni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem nautakjöt er sýnt á þennan hátt hérlendis. Sýningin þótti tak- ast vel, en hana sóttu aðallega bændur og búalið á Suðurlandi. Miklar framfarir í nautgriparækt Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra ávarpaði sýningar- gesti, en í máli hans kom m.a. fram að miklar framfarir hefðu átt sér stað í nautgriparækt hér á landi og full ástæða til bjartsýni um fram- tíðarhorfur í greininni. Að loknu ávarpi ráðherra var haldið í slátur- húsið þar sem slátrun var í fullum gangi, auk þess sem sýndar voru afurðir í ýmsum gæðaflokkum og úrvinnsla þeirra. Þar mátti sjá tölu- legar upplýsingar í kílóum og krón- um, sem sýndu svart á hvítu hversu misverðmætir skrokkarnir eru, allt eftir því hvernig þeir flokkast og að ræktun hefur verið staðið. Sérstaklega var fylgst með slátr- un Galloway-nautsins Svarts frá Litlu-Tungu í Holtum. Svartur var hreinræktað 26 mánaða gamalt Galloway-naut en móðir hans var Holda frá Gunnarsholti og faðir Mótor frá Hrísey. Byggða- samlag um sorpurðun Fagradal - Fjögur sveitarfélög hafa sameinast um sorpurðun, en þau eru Vestur-Eyjafjallahrepp- ur, Austur-Eyjafjallahreppur, Mýrdalshreppur og Skaftár- hreppur. Þau hafa stofnað byggðasamlagið Hulu. Rekstrar- kostnaður greiðist af aðildar- sveitarfélögunum miðað við magn úrgangs sem til fellur á hverju svæði. Hlutverk Hulu er að annast urðun flokkaðs heimilisorps. Að sögn Hafsteins Jóhannessonar, sveitarstjóra í Vík í Mýrdal, en hann er formaður stjórnar, á að urða sorpið syðst á Skógarsandi en þar eru ákjósanlegar aðstæður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ stofnun Hulu f.v.: Sveinbjörn Jónsson, oddviti V-Eyjafjalla- hrepps, Margrét Einarsdóttir, oddviti A-Eyjafjallahrepps, Haf- steinn Jóhannesson, oddviti í Vík í Mýrdal, og Valur Óddsteins- son, oddviti Skaftárhepps. Morgunblaðið/Björn Björnsson FRÁ hátíðarfundi Sjúkrahúss Skagfirðinga. læknir fór beinlínis á kostum, sagði gamansögur og fór með kveðskap. Fyrstu læknar Skagfirðinga áttu það flestir sammerkt að þeir voru Húnvetningar og hinir mestu merk- ismenn. Árni Jónsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Hannes- son og Sigurður Pálsson. Guðmundur Hannesson mun hafa orðið fyrstur lækna í Skaga- firði til að bera fram formlega til- lögu um smíði sjúkrahúss. Marka þarf stefnu til lengri tíma „Marka verður skýra stefnu til lengri tíma um hlutverk héraðs- sjúkrahúsanna. Sú vinna má ekki fara eingöngu fram á teikniborði í ráðuneytinu, þar verða fleiri að koma að málum. Það þarf að mínu áliti að nást þjóðarsátt um fyrir- komulag og rekstur heilbrigðis- þjónustunnar í landinu til lengri tíma. í þeirri sátt þarf e.t.v. að byija á að skilgreina hvar á að vera byggð og hvar ekki, þ.e. skil- greina ákveðin vaxtarsvæði eða vaxtarkjarna þar sem opinber þjón- usta verði veitt fyrir viðkomandi svæði,“ sagði Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirðinga, m.a. Birgir sagði að forsenda þess að búseta haldist á viðkomandi stað sé greiður aðgangur að öflugri heilbrigðisþjónustu. Á meðan yfir- lýst stefna stjórnvalda sé að byggð eigi að vera í landinu öllu verði jafnframt að tryggja íbúum þess öruggt aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu. „Að öðrum kosti erurn við að skrifa upp á það að tvær þjóðir búi í þessu landi, að það verði annars flokks fólk úti á landi sem fær þriðja flokks heilbrigðisþjónustu.“ í máli heilbrigðisráðherra, Ingi- bjargar Pálmadóttur, kom m.a. fram að æskilegt væri að sjúkra- húsin út um landið hefðu sem allra mest samstarf og sýndu viðleitni í þá átt í auknum mæli. Það væri betri að hagræðingin kæmi þannig fram, frekar en ráðuneytið færi að skipa mönnum fyrir verkum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.