Morgunblaðið - 09.03.1997, Qupperneq 18
YDDA F69.99 / SlA
18 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Franshl og
Shemmlun vefrarins
íSúlnnsnl
Það er
franskt jjör
á laugardagskvöldum
í Súlnasal.
Skemmtikraftarnir
Egill Ólafsson,
Sigrún Eva Armannsdóttir,
Rósa Ingólfsdóttir ogfulltrúarfrá hinni óborganlegu
Spaugstofu: ÖmÁmason og KarlAgúst Úlfison nueta
ásamt Tamlasveitinni. Dansarar sýna can can og önnur
frönsk spor undir stjórn Helenu Jónsdóttur.
Tónlistarstjóri er Jónas Þórir.
Aggi SLe og Tamlasveitin ásamt Sigrúnu Evu
leikajyrir dansi til kL 3.00.
Þríréttuð kvöldmáltíð að frönskum hœtti.
Æft í Svíþjóð
flutt í Finnlandi
Hinn víðfræffl sænski Kroumata-hópur
ásamt fremsta trompetleikara Svíþjóðar
flytja Kappann, nýtt tónverk eftir Atla Ing-
*
ólfsson, í Operuhúsinu í Helsinki í Finnlandi
þessa helgi. Sigurjón Pálsson hitti Atla í
Stokkhólmi þar sem Kappinn var æfður.
KAPPINN er nýjasta verk tón-
skáldsins Atla Ingólfssonar, sem
Kromuata-hópurinn mun flytja á
tónlistarhátíðinni Tvíæringnum í
Helsinki (Helsinki Biennale) í Finn-
landi í kvöld, laugardagskvöld.
Kroumata-hópurinn samanstendur
af sex slagverksleikurum en með
þeim til að flytja Kappan (L’Atlcta)
verður trompetleikarinn Hákan
Hardenberger, fremsti trompetleik-
ari Svía og þótt víðar væri leitað.
Tónverkið segir Atli að megi
hugsa sér þannig: „Kappinn birtist,
byijar að gera æfingar sínar og
kennir öllum viðstöddum þær þang-
að til þeir eru orðnir fullnuma.
Kappinn gengur svo eins og aðrir
í gegnum breytingaskeið, lendir í
ævintýrum og eldist. Það kemur
hins vegar að því að hann verður
að standa fyrir framan þá sem áður
voru nemendur hans og sýna og
sanna að hann er enn bestur og
getur gert sínar æfingar jafnvel og
áður.“
Hákan Hardenberger spilar hlut-
verk kappans á tónleikum í Finn-
landi en Atli skrifaði verkið með
hæfileika hans í huga. Kroumata-
hópurinn spilar hlutverk þeirra sem
læra af kappanum. Það voru þeir,
sem fengu Atla til að skrifa verkið
fyrir sig en Norræna tónlistarráðið
NOMUS greiddi kostnaðinn við
það. Undir lok verksins, sem er um
þrettán mínútna langt, kemur allt
að því yfirgengilega erfiður kafli.
Atli segist viljandi hafa gengið mjög
langt í að gera verkið erfitt fyrir
trompetinn en þó ekki fyrir erfið-
leikans sakir heldur þannig að það
hefði þýðingu í verkinu.
ísland, Mílanó,
París, Bologna
Atli Ingólfsson lauk námi árið
1990 eftir að hafa lært fyrst á ís-
landi, svo í Mílanó á Ítalíu og loks
í París. Núna býr hann í Bologna
á Ítalíu. Eitt af fyrri verkum Atla
er til dæmis La Métrique du eri
(Bragur hrópsins), sem var fyrst
flutt í París, síðan á íslandi núna
í febrúar af Caput hópnum og verð-
ur flutt í Noregi og Lissabon í
maí. Eins flutti íslenska hljómsveit-
in verkið 0 versa fyrir píanó og
tólf hljóðfæri árið 1991 og En-
semble intercontemporaine hefur
flutt í París verk hans, Envoi, fyrir
tölvupíanó og nítján hljóðfæri. ít-
alska útgáfufyrirtækið Ricordi gef-
ur út nótur eftir Atla en einnig
innifalið í verði:
Flug og gisting
með morgunverði
og þríréttuðum
kvöldverði.
Skoðunarferðir og
verslunarferðir.
Brottfarar- og komudagar:
26. iúní - 3. júlí
17. júlí - 24. júlí
7. ágúst - 14. ágúst
21. ágúst - 28. ágúst
4. sept. -11. sept.
Fjölbreytt og skemmtileg ferð um
Skotland. Dvalið er í 7 nætur á
Inversnaid hótelinu sem stendur við
Loch Lomond, eitt frægasta stöðuvatn
Skotlands.
Daglegar ferðir um skoskar sveitir
og borgir, farið í siglingar,
verslunarferðir o.fl. undir leiðsögn
Ólafar H. Guðmundsdóttur fararstjóra.
I'lvRDASKRIFS'IDfA 1
ÍSLANDS
ICELAND TOURIST
BUREAU
Sími 562 3300