Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laun yfirmanna Pósts og síma hf. Ráðherra verði skylt að svara ÁSTA R. Jóhannesdóttir, Þing- flokki jafnaðarmanna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgönguráðherra verði gert skylt að gefa upp laun yfirmanna Pósts og síma hf. Ásta lagði fyrir nokkru fram fyrirspurn til ráðherrans um þessi efni en hann neitaði að svara á grundvelli þess, að stjórnsýslu- tengsl ríkisins og fyrirtækisins hefðu verið rofin þegar því var breytt í hlutafélag og launaupplýs- ingar væru trúnaðarmál milli stjórnar og starfsmanna. Ásta segir að réttindi þingmanna þessara upplýsinga séu tryggðar í hlutafjárlögum og stjórnarskrá. Launakjör yfirmanna Pósts og síma séu í raun aðeins lítill hluti máls- ins, meginatriðið sé samband lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds og hvernig líta beri á upplýsinga- skyldu um ríkisfyrirtæki sem breytt hafi verið í hlutafélög. -----»--»■-♦--- Ila'gl miðar hjá flug-- mönnum HÆGT miðar í samningaviðræðum flugmanna og Flugleiða en átjándi fundurinn er rágerður í dag. At- kvæðagreiðsla um verkfallsboðun Félags íslenskra atvinnuflugmanna stendur nú yfir og á henni að ljúka síðdegis miðvikudaginn 9. apríl. FÍA hyggst boða þriggja daga verkfall sem hefjast á klukkan 20 föstudaginn 18. apríl og standa til miðnættis þann 20. Ótímabundið verkfall er síðan boðað frá mið- nætti föstudagsins 25. apríl. Fulltrúar FIA vilja sjá fyrir end- ann á viðræðum á meðferð á starfs- aldurslista félagsins vegna stofnunar Flugfélags íslands áður en eiginlegar kjaraviðræður hefj- ast. Hefur aðeins lítils háttar verið fjallað um kröfur flugmanna en meðal þeirra er krafa um hærra álag á næturflug sem í dag er 15%. Kemur sú krafa til vegna aukins næturflugs á síðustu árum. Krefjast félagsfundar í Dagsbrún/Framsókn Fiindað um samn- inga á sunnudag STJORNIR Dagsbrúnar og Fram- sóknar samþykktu í gær að verða við áskorun félagsmanna í félög- unum að halda fund til að íjalla um nýgerða kjarasamninga fé- lagsins. Forystu Dagsbrúnar voru afhentir undirskriftalistar 570 manna þar sem krafist var félags- fundar. Fundurinn verður í Bíó- borginni kl. 13.30 næstkomandi sunnudag. Forsvarsmenn undirskriftalist- anna segja það sanngjarna og eðlilega kröfu að haldinn verði félagsfundur þar sem félagsmönn- um gefst kostur á að koma með fyrirspurnir og tjá sig um nýgerða samninga. í yfirlýsingu frá þeim segir: „Athuga ber að tilgangur og tilverugrundvöllur verkalýðsfé- laga er að höndla með kjarasamn- inga félagsmanna. Ef ekki er ástæða til að halda félagsfund og ræða kjarasamninga. Hver er þá tilgangur félagsfunda?" Samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórnum Dagsbrúnar og Framsóknar reyndust 105 nöfn af þeim 570 sem voru undir áskor- uninni ekki að finna í félagsskrám. „Við teljum að við höfum staðið vel að kynningu á samningunum. Við höfum sent út 8.000 bréf rneð samningum til félagsmanna. Ég man ekki eftir svo ítarlegri kynn- ingu á samningum síðan ég kom í Dagsbrún. Áður var kannski skrifað undir að morgni og samn- ingar bornir undir fund seinna um daginn. Ef hins vegar fjöldi félags- manna skorar á okkur að halda félagsfund þá tökum við henni. Okkur dettur ekki í hug að stinga henni undir stól,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar. Atkvæðagreiðsla að hefjast Atkvæðagreiðsla um samninga Dagsbrúnar og Framsóknar hefst 8. apríl og lýkur 10. apríl. Greidd verða atkvæði á skrifstofu Dags- brúnar í Skipholti 50a milli kl. 9 og 19. Félagsmenn í Dagsbrún og Framsókn fengu kjarasamningana senda í pósti í þessari viku. Á kjörskrá eru rösklega 6.000 félagsmenn. 20% þurfa að greiða atkvæði til að atkvæðagreiðslan teljist gild. Ef þetta lágmark næst ekki teljast samningarnir sam- þykktir óháð niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar. Halldór sagðist ekki eiga von á öðru en að samningurinn yrði sam- þykktur í atkvæðagreiðslunni. Þetta væri góður samningur. Hann sagðist að vísu gjarnan hafa viljað ná lægstu tölunum upp í 70 þús- und krónur strax, en það mætti á móti segja að það væri tæplega við því að búast að fallist yrði á kröfu félaganna um 40% hækkun á lágmarkstaxta í einum samn- ingi. „Einhvern tímann hefði þótt góður árangur i samningum að hækka lægsta taxta félagsins um 12.000 krónur." Morgunblaðið/Kristinn -■ FÉLAGAR í Dagsbrún, sem stóðu að undirskriftarsöfnuninni, gengu á fund Halldórs Björnsson- ar formanns félagsins í hádeginu í gær. Grunnslóð verði lokuð stórum fiskiskipum í UMRÆÐUM á Alþingi í gær um heildarlög um veiðar í landhelginni lýstu nokkrir stjórnarandstöðu- þingmenn yfir vilja sínum til þess að grunnslóð væri lokuð stórum fiskiskipum og réttur smábáta í litl- um byggðarlögum til veiða á þess- um svæðum væri sérstaklega tryggður. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalags, taldi rétt- ast að grunnslóð væri í þessu sam- bandi miðuð við tuttugu mílna flar- lægð frá ströndunum. Hann sagði að með núverandi frumvarpi væri að nokkru leyti opnað fyrir að ráð- herra gæti látið byggðasjónarmið ráða við veiðar, en að lengra ætti að ganga í þeim efnum. Guðný Guðbjörnsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, sagði að íslendingar gætu töluvert lært af Færeyingum varðandi það að veija hagsmuni byggða og að tryggja fiskvinnslu- fólki mannsæmandi laun. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráherra sagði fiskveiðistefnu Færeyinga vera nán- ast það sömu og Kvennalistans, en miðað við það ástand sem ríkti í Færeyjum væri lítt fýsilegt að fara þá leið. Guðný sagði að finna yrði milliveg milli hagkvæmnissjónarm- iða, sem væru allsráðandi hér á landi, og byggðasjónarmiða sem öllu réðu í Færeyjum. ------» ♦ ♦---- 1.500 milljónir til stöðvunar uppblásturs EGILL Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, hefur lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi um að til ársins 2005 verði 1.500 milljónum króna varið til stöðvunar jarðvegs- og gróðureyðingar til viðbótar þeim íjárveitingum sem Landgræðslu rík- isins er þegar veitt. Þingmaðurinn vísar til þings- ályktunar sem samþykkt var á ár- inu 1990 um að uppblástur á helstu sandfokssvæðum yrði stöðvaður um aldamótin 2000. Hann segir að Ijóst sé að sú áætlun náist ekki, en stefna eigi að þessu marki eftir aldamót. Bæjarfulltrúar um mótmæli íbúa Setbergshverfis við breikkun Reykjanesbrautar Ósáttir við að fallið sé frá Ofanbyggðarvegi Bæjarstjórinn í Hafnarfírði lýsir skilningí á andstöðu íbúa í Setbergs- hverfi við skipulagstillögu í aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem gerír ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar með mislægum gatnamótum við hverfíð. Bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna segist mótfallinn tillögunni. „ÉG SKIL íbúana mætavel. Þetta eru miklar breytingar frá því sem var og ég eins og þeir átti von á því að hér kæmi svokallaður Ofan- byggðarvegur sem hefur verið á dagskrá lengi og Hafnfirðingar hafa horft lengi til,“ sagði Ingvar Vikt- orsson, bæjarstjóri í Hafnarfírði. „En svo virðist sem í þeim tillögum sem nú eru í gangi frá Vegagerð- inni sé Ofanbyggðarvegurinn því miður ekki inni í myndinni. Hins vegar segja skipulagsfræð- ingar mér að þó svo Ofanbyggðar- vegurinn kæmi mundi hann ekki verða notaður nema að litlu leyti vegna þess að sú umferð sem er á Reykjanesbrautinni sé fyrst og fremst umferð Hafnfirðinga sjálfra, það sé lítill hluti sem fari alla leið suður eftir.“ Ingvar var spurður hvort það hafí verið mistök að byggja upp Setbergshverfið á þann hátt sem gert var á árunum um 1980. „Það má kannski segja það. Menn gerðu alltaf ráð fyrir Ofanbyggðarvegi og ég hef enn þá trú að hann komi og ég tel að það skipti máli hvar hann á að koma. Það var alltaf talað um að hann kæmi þar sem Flóttamannavegurinn kemur til Hafnarfjarðar og þá yrði hann á svipuðum slóðum og tillögur gera ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði þegar búið er að færa hana til.“ Reykjanesbraut er þjóðvegur í eigu og umsjá Vegagerðarinnar. Um það hvort bæjarstjórn Hafnar- fjarðar réði þar af leiðandi engu um staðsetningu vegarins sagði Ingvar Viktorsson að svo væri ekki. „Vegagerðin veður ekkert yfir okk- ur en þeir eru með peningana í þetta. Tvöföldun Reykjanes- brautarinnar hefur verið inni í myndinni og við höfum lengi vitað að þessi vegur er of þröngur.“ Ingvar sagði að fundur yrði hald- inn með íbúum í Setbergshverfi um málið á mánudag. „Mér fmnst nauðsynlegt að leita annarra lausna heldur en að fara út í svona mikla mannvirkjagerð. Ég legg mjög mikla áherslu á að halda bænum heilum og reyna að finna aðra lausn en að btjóta upp Hafnar- fjörð með þessari stofnbraut,“ sagði Valgerður Sigurðardóttir, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, þegar leit- að var álits hennar á skipulagstillög- unni um tvöföldun Reykjanesbraut- ar með mislægum gatnamótum við Setbergshverfí. Skaðar fasteignamat „Ég vil fínna aðra lausn á þess- um umferðarþunga sem er þarna innanbæjar," sagði Valgerður. „Það er mikill þung umferð á Reykjanesbrautinni og það er verið að tala um að leysa þennan vanda með mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut og Lækjargötu en þetta verða gríðarlega mikil mann- virki og ég er ósammála því að þetta verði gert.“ Um það hvaða lausna hún vildi leita í staðinn sagðist Valgerður vilja athuga hvort ekki væri hægt að breikka götuna eins og gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi og hafa tvær akreinar í hvora átt án mislægra gatnamóta. „Ég held að þessar framkvæmdir komi til með að skaða Setbergshverfið. Hús þurfa að víkja til að þessar fram- kvæmdir geti gengið í gegn og ég lít þannig á að það skaði fasteigna- mat í hverfinu þegar hús þurfa að víkja og það eru komin svona mik- il mannvirki við einbýlishúsahverfi eins og Setbergshverfið er,“ sagði Valgerður. Valgerður kvaðst einnig leggja áherslu á að fara þurfi strax í það að byggja upp Ofanbyggðarveg og verja þeim peningum, sem setja ætti í tvöföldun Reykjanesbrautar og gerð mislægra gatnamóta, í Ofanbyggðarveginn. Jafnframt þurfi að finna Iausn á því í viðræð- um við Garðbæinga hvernig teng- ingu brautarinnar við Garðabæ verði háttað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.