Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 27
Hljómsveitin Islandica
Islandica á
tónleikum í
Borgar-
firði
ÞJÓÐLAGAHLJÓMSYEITIN
Islandica mun halda tónleika
í Mótel Venusi í Hafnarskógi
við Borgarnes sunnudaginn
6. apríl nk. kl. 16.00 á vegum
Tónlistarfélags Borgarfjarð-
ar.
Hljómsveitin Islandica er
nú búin að starfa í hartnær
áratug, og hefur frá upphafi
einbeitt sér að flutningi ís-
lenskrar alþýðutónlistar. Gísli
Helgason leikur á flautur og
melodíku, Herdís Hallvarðs-
dóttir á bassa, Ingi Gunnar
Jóhannsson á gítar og Guð-
mundur Benediktsson á
hljómborð og gítar. Um söng-
inn sjá þau öll fjögur í samein-
ingu.
A efnisskránni eru fyrst og
fremst íslensk þjóðlög og aðr-
ar alþýðuperlur, en ýmis önn-
ur lög úr fórum hljómsveitar-
meðlima fljóta þó einnig með.
Útsetningar eru flestar gerð-
ar af Gísla Helgasyni, en í
útsetningum sínum, einkum á
þjóðlögunum, fer Islandica oft
ótroðnar slóðir. Það ætti því
að vera óhætt að lofa áheyr-
endum fjölbreyttum tónlistar-
flutningi.
Gluggasýn-
ing í Sneglu
KYNNING á myndum eftir
Ernu Guðmarsdóttur stendur
yfir í Sneglu dagana 4.-12.
apríl. Myndirnar eru málaðar
á silki og myndefnið sótt í
íslenska náttúru.
Erna lauk námi frá kenn-
aradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands árið 1985.
Hún hefur haldið einkasýn-
ingar og tekið þátt í nokkrum
samsýningum.
Snegla listhús er á horni
Grettisgötu og Klapparstígs
og er opið mánudaga til föstu-
daga kl. 12-18 og laugardaga
10-14.
ÚR Borgarfirði. Blanda.
Málverkasýn-
ing á Café
Mílanó
SIGURÐUR Haukur sýnir 14
málverk á Café Mílanó, Faxa-
feni 11.
Málverkin eru öll unnin
með olíu á striga og eru þau
öll til sölu.
Tákn dagrenningar
DÓMKIRKJAN í Niðarrósi.
SJONMENNTIR
Norræna húsið
An ddyri
NIÐARÓS í
BRENNIDEPLI
BODVAR SCJELDERUP
Opið alla daga á tírnum Norræna
hússins. Til 9. apríl. Aðg. ókeypis.
ÞAÐ ER merkileg sýning sem
sett hefur verið upp í anddyri Nor-
ræna hússins, ber nafnið „Tákn
dagrenningar" og hefur með tákn-
mál miðalda og fornaldar að gera.
Hófst upphaflega á Ólafshátíð í
Þrándheimi 1995 og er höfundur
hennar arkitektinn, píramítafræð-
ingurinn og rithöfundurinn Bodvar
Schjelderup. Vísar til sögunnar af
Ólafi helga og hlutverki hans og
er sett saman í tilefni þúsund ára
afmælishátíðar Þrándheims. Hún
er sjónræn framsetning á þeim
táknum og fyrirboðum sem sýna
mikilvægi norska þjóðardýrlingsins
Ólafs helga lífs sem liðins, svo og
dómkirkjunnar í Niðarósi. Tákn-
málið er sagt vera mjög greinilegt
í stóra píramítanum (Giza) og sýn-
ir að tölur, mál, rúmfræði og tákn-
myndir eru mikilvæg verkfæri við
miðlun upplýsinga um tilgang lífs-
ins og markmið alheimsins.
Þetta eru mikil fræði svo sem
margur hefur haft grun um, en þau
voru augljóslega mun dýpri og al-
gildari vísindi til forna en menn
gerðu sér fulla grein fyrir. Eru nú
smám saman að koma upp á yfir-
borðið og skýrast, bæði fyrir rann-
sóknir hugsjónamanna sem hafa
komist á sporið og orðið gagntekn-
ir af þeim, svo og ofurrtækni nú-
tímans sem stöðugt umbyltir fyrri
kenningum um þróun lífsins.
Við þekkjum hér helst til rann-
sókna og kenninga Einars heitins
Pálssonar um hugmyndafræði
landnámsmanna á íslandi ogtengsl
hennar við önnur menningarsamfé-
lög. Jafnframt urðu menn um hans
daga áþreifanlega varir við ýmis
tregðulögmál sem í gangi eru hjá
fræðimönnum og háskólaborgur-
um. Minnir ekki svo lítið á að skóla-
spekingar næstliðinna alda og
kennslufræðingar nútímans hafa
rangtúlkað upprunalegar kenning-
ar Platós um mikilvægi listar sem
frumatriði í uppeldi mannsins, með
afleiðingum sem víða blasa við og
mjög áþreifanlega í næsta um-
hverfi okkar. Með brögðum listar
og skynrænum athöfnum er mögu-
legt að fá fólk til að hugsa sjálf-
stætt og taka við sér, síður með
því að halda að því margþvældum
og stöðluðum tímalegum fræðigr-
illum. Lífsfyllingin felst einfaldlega
og öðru fremur í því að skynja
umheiminn, vettvang mannsins og
lögmál allífsins.
Það er svo alveg borðleggjandi,
að fyrri tíma menningarskeið höfðu
til að bera dýpri skilning á ýmsum
fyrirbærum náttúrunnar en nú-
tímamaðurinn hefur lengstum gert
sér grein fyrir, enda mikið til glat-
að hæfiieikanum til að skynja þau.
Þetta kemur áþreifanlega fram í
byggingu hofa og hörga fornaldar
og miðalda, sem hvarvetna lúta
sérstökum lögmálum um tölur,
mál, rúmfræði og tákn. Voru mikil-
væg verkfæri við miðlun upplýs-
inga um tilgang lífsins og mark-
mið alheimsins, mun síður einangr-
uð og staðbundin en að búa yfir
miklum vísindum, leyndardómum
sem menn eru kannski nú fyrst að
leysa.
Byggingar fyrri alda bera í sér
öllu ríkari skilaboð um táknmál og
sjónræna töfra en flest það sem
við sjáum í nútímanum. Forn-
Grikkir og Rómveijar réðu yfir
kunnáttu sem mönnum er enn huL
in ráðgáta, svo sem hinn fullkomni
hljómburður í útileikhúsum þeirra
er helst til vitnis um. Þar réðu
engar tilviljanir heldur háþróuð
vísindi sem mönnum hefur báglega
gengið að leika eftir á seinni tím-
um. Bygging píramítanna, forn-
sögulega sóiarhofsins í Stonehenge
og margra annarra furðuverka
veraldar eru sömuleiðis nær yfir-
skilvitleg undur á vegferð manns-
ins.
Þetta fór saman við yfirburða
þekkingu á lífrænum og sjónræn-
um þáttum flatarmálsfræðinnar,
sem mörgum iðkendum strang-
flatalista nútímans voru og eru
ekki að fullu ljós. Mönnum er líka
gjarnt að skilgreina og einnig for-
dæma strangflatalist á röngum
forsendum, meður því að þau vís-
indi er hún framber eru ekki upp-
götvun seinni tíma, heldur byggð
á ævafornum lögmálum blóðríkra
lífsmagna. Jafnframt eru litir form
og fletir tengdir mjög djúphugsuð-
um boðskap, sem sér stað í flestum
trúarbrögðum, og er í grunnhugs-
un merkilega líkur, þótt höf og
heimsálfur skilji á milli.
Gullna sniðið er fullkomnasta
dæmið um samræmi sem alltaf
gengur upp, er endanlegt og jafn-
framt fjærst öllum glundroða og
tilviljunum. En það merkilega við
lögmálið er, að þó menn byiji á
tilviljunum innan þess enda menn
á reglu, og það er ástæða þess að
listamenn sem höndlað hafa og
skynja þessi lögmál mála rökrétt
þó svo þeir sletti litunum á dúka
sína, hið óformlega verður þá form-
legt, formleysan að rökfræði. En
til þess að öðlast slíka fullkomnun
í vinnubrögðum sínum þarf mikla
þjálfun, sem kemur einna skýrast
fram í austurlenzkri kalligrafíu,
ásamt þeirri miklu vinnu og aga
er liggur að baki þess að tileinka
sér hana.
Loks voru það ekki einungis töl-
ur og rúmfræðileg tákn sem allt
snérist um, heldur höfðu einnig
birtuskil og skuggar, ljósið sjálft
og sólargangurinn hlutverki að
gegna við mótun og byggingu
mannvirkja. Þar af leiðandi hið
undursamlega samræmi við um-
hverfið í píramítum, hofum jafnt
sem dómkirkjum miðalda.
Rannsóknir Bodvars Schjelder-
up eru hvernig sem á málið er litið
verðar allrar athygli. Bakgrunnur
þeirra virðist af mjög trúarlegum
toga, jafnvel yfirhöfnum, sem kann
að gera þær tortryggilegar í aug-
um ýmissa. Kaldir reiknimeistarar
kunna að véfengja niðurstöður
hans og þær kunna að vera hrekj-
anlegar á pappírunum. En þá má
minnast þess að rökfræði fornaldar
var ekki af sama toga og nútím-
ans, aðrar skynvíddir námu fjar-
lægðir, rými og tíma. Scjhelderup
holdgerir pílagrím sem byggir brýr
milli trúar fyrirboða og tákna er
hann telur jafnt spegil til fortíðar,
guðdómsins sem allífsms.
Bragi Ásgeirsson
Leitað í lind
litanna
SÝNING á verkum Daða Guðbjörns-
sonar í baksal Gallerís Foldar við
Rauðarárstíg verður opnuð laugar-
daginn 5. apríl kl. 15. Sýninguna
nefnir Daði Leitað í lind litanna.
Klukkan 15.30 mun Guðbjörn Guð-
björnsson tenór flytja lög.
í kynningarhorni gallerísins verð-
ur kynning á ljósmyndum Klaus
Kretzer. Sýningin stendur til 20.
apríl.
Daði Guðbjörnsson stundaði nám
við Myndlistaskólann í Reýkjavík
1968-1976, Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1976-1980 og við
Rijksakademie van Beelöcnde
Kunsten í Amsterdam, Hollandi,
1983-1984. Hann hefur haldið
margar einkasýningar og tekið þátt
í fjölda samsýninga hérlendis og
erlendis á síðustu árum. Verk eftir
Daða eru í eigu helstu safna lands-
ins svo og fjölmargra stofnana, fyr-
irtækja og einstaklinga.
Klaus Kretzer er verkfræðingur
að mennt og hefur verið búsettur á
íslandi síðan 1992. Hann er mikill
áhugamaður um ljósmyndun. Klaus
hefur meðal annars starfað sem leið-
sögumaður við Jökullónið á Breiðu-
merkursandi og þar voru myndirnar
teknar sem sýndar eru í kynningar-
horninu.
Gallerí Fold er opið daglega frá
kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17
og sunnudaga frá kl. 14-17.
Múmínálfar í Norræna húsinu
SÝNDAR verða þijár finnskar teikni-
myndir um múmínálfana, „Vár i
Mumindalen", í Norræna húsinu
sunnudaginn 6. apríl kl. 14.
Vorið er komið og vinir okkar eru
að vakna til lífsins á ný. í Múmíndaln-
um sofa nefnilega allir yfír vetrartím-
ann í heila þrjá mánuði. Og ævintýr-
in bíða þeirra. Við fylgjumst með
þeim þegar þeir finna töfrahattinn
og kynnumst nýjustu uppfínningunni
þeirra.
Myndirnar eru byggðar á sögum
eftir Tove Jansson. Myndin er 64
mín. að lengd og er með sænsku tali.
Aðgangur er ókeypis.
Maður með mönnum
ÞRJATIU sjálfboðalið-
ar á aldrinum milli tví-
tugs og sextugs opna
í dag sýningu á
Mokka-kaffi, þar sem
svara verður leitað við
spurningunni „Hvem-
ig skyldi hinn lokaði
íslenski karlmaður líta
út inn við beinið?"
„A sýningunni
stöndum við í sporum
ljósmóðurinnar meðan
listaspýrurnar brjóta
tilfinningalífinu leið
gegnum þagnarhjúp
verkanna hver með
sínu nefi. Þetta er allt
gert í þágu vísindanna
með það fyrir augum
að auka mönnum
skilning á þessu einkennilega af-
sprengi náttúruaflanna hér uppi á
norðurhjara,11 segir í kynningu.
Ennfremur segir: „íslenski karl-
maðurinn er það sem er kallað á
útlensku „survivor". Hann lifir allt
af. Við sjáum hann gjarnan fyrir
okkur inni í ísköldum öldudal með
hafsaugað sem eina viðmiðið og
mállausa fiskana allt í kring. Hann
er draumaverkefni hvaða mann-
fræðings sem er. Hvaða furður ger-
ast innra með honum verða ávallt
stórmerki þeim sem ekki þekkja til
þessara dularfullu og séríslensku
staðhátta. Sú sjónræna
samantekt sem hangir
núna á Mokka sýnir
okkur í fyrsta sinn inn
í einmana sjálf íslenska
karlmannsins eins og
það lítur út í dag. Þetta
er heimur sem hefur
hingað til verið
harðlæstur öllum öðr-
um en honum sjálfum."
Karlmennirnir sem
létu í té sýni til þessar-
ar rannsóknar eru: Ari
Alexander Magnússon,
Birgir Andrésson,
Bjarni Sigurbjörnsson,
Bragi Halldórsson,
Daníel Þorkell Magn-
ússon, Egill Snæ-
björnsson, Finnbogi
Pétursson, Georg Guðni Hauksson,
Gylfi Gíslason, Hallgrímur Helga-
son, Hannes Lárusson, Haraldur
Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson,
Jóhann Ludwig Torfason, Jóhann
Valdimarsson, Jón Óskar, Jón Sæ-
mundur, Karl Jóhann Jónsson,
Kristbergur Pétursson, Kristinn
Hrafnsson, Ómar Stefánsson,
Steingrímur Eyfjörð, Stefán Geir
Karlsson, Svanur Kristbergsson,
Sveinbjörn Halldórsson, Tómas Atli
Ponzi, Victor G. Cicia, Þorri Hrings-
son, Þorvaldur Þorsteinsson og Þór-
oddur Bjarnason.
SAMSETT sjálfs-
mynd Þorvalds
Þorsteinssonar.