Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ _______-________AÐSEIMPAR GREIINiAR__ Sátt um stjórnkerfi fiskveiða ÞVÍ ER haldið fram að frjálst framsal auð- veldi um of auðsöfnun á fárra hendur og leiði til mestu eignatilfærslu í samanlagðri íslands- sögunni. Þótt hér sé um misskilning að ræða er ekki staður hér til að rökræða um siðferðileg mörk eignasöfnunar. Þau eru eflaust ekkert fastmótaðri en þau póli- tísku. Ekkert þjóðfélag hefur fundið önnur en pólitísk svör við þeim vanda. Það sem gerir eigna- samruna í sjávarútvegi eftirsóknarverðan er hagkvæmni stærðarinnar og dreifing áhættu. Eignaskipti eða eignakaup gerast ekki ókeypis. Menn borga þær til- færslur. íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki eru sérstæð að því leyti að þar eru veiðar og vinnsla sam- tengdari en víða annarsstaðar er- lendis. Hér er talið að um 80% af veiðum og vinnslu séu eignalega samtengd með einum eða öðrum hætti. Landfræðileg dreifmg vinnslustöðva og útgerða er meiri hér en annarsstaðar. Með veruleg- um samdrætti í heildarafla, eins og varð hérlendis, hlýtur þetta að leiða til nýtingarvandamála. Sér- hæfð vinnsla frystihúsa hefur auk- ist og þarf að verða enn umfangs- meiri til að ná sem bestri nýtingu útúr íjárfestingunni, því land- vinnslan er ekki aðeins komin í samkeppni við sjófrystinguna held- ur einnig fískverkun erlendis. Nú er svo komið að bolfisk- vinnsla í landi á í vök að verjast. Hún er óhagkvæm miðað við þær rekstrarlegu og skipulagslegu að- stæður sem hún býr við r.úna. Ekki verða borguð lægri laun í fisk- vinnslu en þegar eru greidd. Reynd- ar hafa verið ýmsar tegundir af- kastahvetjandi launakerfa til að nýta vinnuaflið sem best. Mikið hefur verið gert til að nýta betur hráefn- ið og þar hefur náðst góður árangur. Nýt- ing tækja og annarra íjárfestinga er hins- vega slök. Vinnslu- tími í þessari stóriðju okkar er liðlega dag- vinnutíminn. Vakta- vinna er nánast óþekkt nema þegar verið er að vinna göngutegundir s.s. síld og loðnu. Hér getur samruni fyrirtækja og stækk- un þeirra skipt sköp- um um arðsemi t.d. bolfisksvinnslu. Ef hægt er með samruna við önnur fyrirtæki að sérhæfa vinnsluna en jafnframt að tryggja jafnt aðstreymi nægilegs hráefnis er samruninn fyllilega réttlætanlegur. Hin meginástæða þess að sam- runi fyrirtækja í sjávarútvegi eykst er meiri þörf en áður fyrir rekstrar- legu öryggi. Það er hægt að auka þetta rekstraröryggi bæði með því að sérhæfa þann rekstur sem fyrir er og jafnframt að taka þátt í veið- um og vinnslu fieiri fiskitegunda. Það dreifir heildaráhættu rekstrar- ins. Öflug, vel rekin og ábatasöm sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að taka jafnhliða þátt í veiðum og vinnslu á bolfiski sem og uppsjávar- fiskum og stunda veiðar utan land- helginnar. Þessar breyttu aðstæður kalla á sameiningu fyrirtækja, sem leiða þarf til betri nýtingar fjárfestinga og tryggari afkomu. Samruni og sameining eru því vísbendingar um jákvæða þróun sem skilar sér í meiri framleiðni. Aflamarkskerfið hefur vissulega ýtt undir þessa þróun og er það vel. í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja ríkja engin önnur grundvall- arsjónarmið en við rekstur annarra fyrirtækja. Við höfum löggjöf sem á að vetja okkur gegn einokunar- valdi og of mikilli samþjöppun eigna í atvinnulífinu. Það kann að vera að lögin þurfí að skerpa og laga að sífellt breyttum aðstæðum. í tillögum tvíhöfðanefndarinnar var þess getið að það kynni að koma til þess að setja þyrfti takmörk á of mikla samþjöppun aflaheimilda á einstök fyrirtæki. Það er erfitt að segja til um hvenær að þessu er komið, því það byggist á póli- tísku mati. Sú óeðlilega eignamyndun í sjáv- arútvegi sem almenningur talar um er óháð aflamarkskerfinu eða fijálsu framsali. Þessi eignamynd- un varð til þegar veiðiheimildum var úthlutað ókeypis í upphafi. Sá aðgöngumiði var handhöfum dýr- mætur og ávísun á verðmæti í sjálfu sér eftir að klúbbi leyfishafa var lokað. Það sama hefði gerst ef við hefðum ákveðið að taka upp sóknarmarkskerfí í lokuðum klúbbi útvaldra. Hvorki flota- né sóknar- stýring, segir Þröstur Ólafssson, í þessari þriðju grein af fjórum, hafa neina þá yfirburði yfir núverandi kerfí sem réttlætir umskipti. í Suður-Afríkulýðveldinu eiga tvö risastór útgerðarfyrirtæki 90% af öllum aflaheimildum. Vonandi er að við gætum orðið sammála um að þarna sé of langt gengið. Kveldúlfur hf. og Alliance hf. voru á sínum tíma risastór sjávarútvegs- fyrirtæki. Þau liðu undir lok af eig- in verðleikum. Við myndum fæst vilja sjá veiðar og vinnslu sjávar- fangs í höndum fimm til sex út- gerðaraðila. Hvar þessi sársauka- mörk nákvæmlega eru verður trauðla reiknað út. Þau mörk byggjast á samfélagslegu gildis- mati sem erfitt verður að ná sam- stöðu um. Eðlilegast er að setja hámark á kvótaeign einstakra og skyldra útgerða á hveija fískteg- und, sem væri mismunandi eftir tegundum. Ef sett yrðu 10% heild- armörk af útgefnum aflaheimildum sem hámark gætu einstaka tegund- ir haft mismunandi innbyrðis vægi. En umræðan um þetta er því miður tæpast hafin. Það nægir til andófs að hrópa að þetta eða hitt sé hættulegt. Það dugar hinsvegar ekki til að breyta farvegi þróunar- innar eða setja henni þau ytri mörk sem sátt yrði um. Þar þarf til að koma uppbyggileg, jákvæð hugsun. Annarskonar stjórnkerfi fiskveiða Flest stjórnkerfi eru þannig úr garði gerð að þau samanstanda af efnisþáttum sem annars vegar eru óhjákvæmilegir til að þau geti náð tilgangi sínum og hinnsvegar af þáttum sem skipta má út og setja aðra í staðinn án þess að megin markmiðum verði raskað um of. Þannig er það einnig með kvóta- kerfið. Engar líkur eru á því að nokkru sinni eigi eftir að gefa sókn fijálsa. Takmörkun á sókn, afla, skipakosti eða tækniútbúnaði mun alltaf að lokum miðast við að ekki megi veiða meir en ákveðið leyfi- legt heildarmagn. Hér verður gerð tilraun til að rökræða kosti og galla nýs stjórn- kerfis sem byggist á sóknareining- um í stað aflamarks en hefur vernd- un fiskistofna og sem mesta hag- kvæmni að leiðarljósi. Óhætt er að slá því föstu að engu því fiskveiðikerfi verður kom- ið á sem ekki gengur útfrá því, að við upphaf hvers fiskveiðiárs verði ákveðið og tilkynnt hver skuli verða heildarafli á árinu eftir tegundum. Ef við tökum enga ákvörðun um leyfílegt heildaraflamagn eða hvað veiða megi mikið af hverri tegund er hætt við að við lendum fljótlega í sömu sporum og við vorum í áður en núverandi kerfi var tekið upp. Auðsöfnun á fáar hendur Þröstur Ólafsson Ófrávíkjanleg stærð í sérhveiju nýju kerfí sem tekið kann að verða upp er því eitthvað hámark af leyfi- legum árlegum heildarafla. Með ákvörðun um leyfilegan heildarafla værum við lent í mörg- um sömu erfiðleikum og í afla- markskerfinu. Fiski yrði hent áfram og sóknareiningarnar nýttar þannig að aðeins verðmesti aflinn kæmi að landi. Ef ekkert fast heild- araflahámark er ákveðið heldur aðeins sóknareiningar, er nánast öruggt að sóknareiningarnar verða miðaðar við að á úthlutuðum tíma verði ekki hægt að veiða nema ákveðið magn fisks miðað við stærð og tækniútbúnað flotans. Allir munu reyna að gera sinn hlut sem mestan og aflann sem verðmætast- an. Ef mikill afli berst að landi eina vertíð þrátt fyrir að ástand fisk- stofnanna sé slæmt mun það leiða til aukinna takmarkana á næsta ári. Þess vegna munu menn kasta verðminnsta fiskinum áfram og landa fyrst og fremst verðmiklum fiski. Öll takmörkun á veiðum leið- ir til þess að landaður afli verður takmarkaður við besta fiskinn. Það er blekking að halda öðru fram. Hefur sóknarstýringar- eða flotastýringarkerfíð einhveija aðra eiginleika sem gerir það að hag- kvæmari kosti en aflamarkskerfið? Ekki er auðveldara að stjórna heild- arafla í gegnum þessa aðferð og nánast útilokað að stjórna sókn í einstakar tegundir. Þeirri skoðun hefur verið hreyft að stjórna megi sókninni með því að stjórna íjárfestingunni í flotan- um. Burtséð frá því að slík stýring yrði alltaf afar ónákvæm yrði hún óframkvæmanleg og kostnaður út- gerðanna yrði mikill. Það yrði óframkvæmanlegt að draga úr sókn öðruvísi en leggja skipum. Hvað ætlar útgerðarmaður sem á tvö skip að gera ef hann þarf að draga 15% úr sókn og býr við flota- stýringarkerfi? Af þessari yfírferð verður ekki séð að sóknarstýringar- eða flota- stýringarkerfi hafi neina þá yfir- burði yfir núverandi kerfi sem rétt- lætir umskipti. Breyting hefði bæði vandkvæði og mikinn kostnað í för með sér. Höfundur er hagfræðingur. Aukinn lífeyr- isspamaður FYRIR skömmu síð- an var í undirbúningi hjá Friðriki Sóphus- syni, ijármálaráðherra, nýtt frumvarp um líf- eyrissjóði. Frumvarp þetta olli miklu íjaðra- foki þegar m.a. Dags- brún og ASÍ stóðu í samningaviðræðum við vinnuveitendur nú ný- verið. Frumvarpið hafði farið mjög leynt en innihald þess lak þó út og leiddi umsvifa- laust til viðræðuslita framangreindra aðila. Það sem menn gátu engan veginn fellt sig við var að samkvæmt frumvarpinu átti að krukka í þá meginreglu laga nr. 55/1980 að greiða beri 10% af heildarlaunum til skylduaðildarlíf- eyrissjóðs. Frumvarpið gerði ráð fyrir að prósentan yrði sú sama eða 10% en þó þannig að einungis þyrfti að greiða í skylduaðildarlífeyrissjóð af launum upp að 100.000 kr. en af launum umfram þá fjárhæð mættu launþegar greiða í séreign- arsjóð. Til að fá menn aftur að samn- ingaborðinu gaf Davíð Oddsson, forsætisráðherra, út þá yfirlýsingu að horfið yrði frá þeirri hugmynd að heimilt yrði að skipta lífeyris- sjóðsiðgjaldi á milli samtryggingarsjóðs og séreignarsjóðs þegar laun færu yfir 100.000 kr. mörkin. Hann lof- aði þannig að 10% af heildarlaunum rynnu framvegis, sem hingað til, til skylduaðildarlíf- eyrissjóðs. Frumvarp um lífeyrissjóði Þrátt fýrir yfirlýs- ingu Davíðs Oddsson- ar, forsætisráðherra, er enn unnið að frum- varpi um h'feyrissjóði enda nauðsynlegt að skýrar reglur gildi um starfsemi þeirra. Lífeyrissjóðirnir hafa yfir miklu fjármagni að ráða og mikið ríður á að þeir ráðstafi því á skyn- samlegan hátt. Þannig má vænta að hið leynilega frumvarp geymi reglur um fjárfestingu lífeyrissjóða og eftirlit með starfsemi þeirra. Það sem verður þó hvað forvitnilegast að fá að vita er frumvarpið lítur dagsljósið er hvort í því verði að finna reglur um séreignarsjóði eða séreignardeildir. Þrátt fyrir yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, var umræddu ákvæði enn haldið inni í frumvarpinu. Það var ekki fyrr en Jón Tryggvi Jóhannsson eftir mikið þref við ASÍ og VSÍ að því var kippt út. Séreign Á undanförnum misserum hafa menn reynt mikið að bera saman samtryggingarsjóði og séreignar- sjóði. Einnig hafa verið uppi hávær- ar raddir sem talað hafa fyrir því a,ð hver maður eigi að hafa fullt frelsi til að velja sinn eigin lífeyris- sjóð sjálfur — að afnema eigi skyldu- aðild að tilteknum lífeyrissjóðum. Líkurnar á að fullkomnu frelsi verði komið á verður að telja hverf- andi. Þau sömu rök og iágu að baki setningu laga nr. 55/1980 urti skylduaðild að lífeyrissjóði eiga hreinlega enn við. Þjóðfélagsleg hagkvæmni mælir með að skyldu- aðildarkerfinu verði við haldið. Samanburð á samtryggingarsjóð- Lífeyrísþegar verða sí- fellt stærri hluti þjóðar- innar. Jón Tryggvi Jó- hannsson telur mikil- vægt að þeir geti stólað á sinn eigin lífeyrissjóð. um og séreignarsjóðum er útilokað að gera svo nokkurt vit sé í. Báðir hafa sína kosti og gaila en svo ólík- ir eru þeir að beinn samanburður verður alltaf óraunhæfur. Fyrir fáeinum árum var gerð út- tekt á lífeyrissjóðakerfi því er nú er hér við lýði. Niðurstaða úttektar- innar var sú að kerfið væri mjög gott og að S-in þrjú væru þar lykil- atriði en S-in þijú standa fyrir sjóð- söfnun, samtryggingu og skylduað- ild. í ljósi framanritaðs verður að telja líklegt að í náinni framtíð verði ekki hróflað við því lífeyrissjóðakerfi sem við búum við í dag, en fastlega má þó gera ráð fyrir að miklar breyting- ar komi til með að eiga sér stað á þessu ári eða næstu árum hvað við- bótarlífeyrissparnað áhrærir. Vænta má að sá lífeyrisspamaður yrði í séreignarformi. Kemur hér margt til. Ungt fólk er farið að huga alvarlega að lífeyrisrétti sínum og sættir sig illa við að tekjur sínar lækki þegar starfsæfi lýkur. Til þess að tekjurnar lækki ekki verður til að koma viðbótarsparnaður. Margir aðilar bíða óþreyjufullir eftir því að fá leyfí til þess að mega taka við viðbótarsparnaðinum. Þeir aðilar yrðu væntanlega lífeyrissjóðir, bankar, sparisjóðir, tryggingafélög og verðbréfafyrirtæki. Þannig hefur t.d. Lífeyrissjóður verslunarmanna sótt um það til fjármálaráðuneytis- ins að fá að stofna séreignardeild þar sem sjóðfélögum í sjóðnum yrði gefínn kostur á að greiða þangað inn viðbótarsparnað. Þegar Landsbankinn keypti hluta í VÍS fyrir fáeinum vikum kom fram í máli formanns bankaráðs Lands- bankans að þau kaup hefðu verið gerð í trausti þess að Landsbankinn fengi með eðlilegum hætti að taka þátt í lífeyrissparnaði landsmanna. Hvati til viðbótarsparnaðar Islenska þjóðin eldist hratt og þannig verða lífeyrisþegar landsins sífellt stærri hluti þjóðarinnar. Mik- ilvægt er að ellilífeyrisþegar fram- tíðarinnar geti stólað á sinn eigin iifeyrissjóð og lífeyrissparnað og verði þannig ekki uppá almanna- tryggingakerfíð komnir. Eina leiðin til að svo geti orðið er að löggjafínn geri það fýsilegt að launþegar leggi meira fyrir til elliáranna en lög nr. 55/1980 og reglugerð skylduaðild- arlífeyrissjóðs viðkomandi launa- manns mælir fyrir um. Skv. frumvarpi um lífeyrissjóði er gert ráð fyrir að verkalýðshreyf- ingunni og atvinnurekendum verði heimilt að semja um viðbótariðgjald og að það renni þá í séreignarsjóði. Ákvæðið er í takti við það sem koma skal en nauðsynlegt er þó að ein- hver hvati komi til sem gerir það eftirsóknarvert að leggja meira fyr- ir til eftirlaunaáranna. Sem ímyndað dæmi um möguleg- an hvata til aukins lífeyrissparnaðar væri t.d. að heimila greiðslu ákveð- ins hundraðshluta launa til viður- kennds séreignarsjóðs eða séreign- ardeildar lífeyrissjóðs. Þannig mætti hugsa sér t.d. að heimilt yrði að greiða til séreignarsjóðs eða sér- eignardeildar lífeyrissjóðs viðbótar- iðgjald sem næmi t.d. 5% af launum. Það yrði síðan samningsatriði verka- lýðshreyfíngarinnar og atvinnurek- enda hvernig 5% skiptust á milli launamanns og atvinnurekanda. Vel mætti hugsa sér að 2% yrðu dregin af Iaunum en atvinnurekandi greiddi 3% á móti eða öfugt. Iðgjaldshluti launþega yrði frádráttarbær frá skatti en kæmi til skattlagningar við greiðslu lífeyris þegar þar að kæmi. Komi til hvati á borð við þann sem hér að framan var nefndur má ætla að launþegar geti aukið ellilíf- eyri sinn töluvert, fjármálastofnanir myndu keppa um að taka við viðbót- ariðgjaldinu og ríkissjóður myndi njóta góðs af til langs tíma litið. Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.