Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ Ó6 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Aldraðar hasarhetjur ALDURINN er að færast yfir helstu hasarhetjur Hollywood og leita nú peningamennirnir hátt og lágt eftir ungum hetjum til þess að taka við. Stallone, Schwartzenegger.og Harrison Ford eru allir um eða yfir fimm- tugt og ekki jafn stæltir leng- ur. Mel Gibson, Bruce Willis og Tom Cruise halda enn dampi en ungir áhorfendur vilja nýjar hetjur. Steven Seagal og Jean-Claude Van Damme seljast ekki lengur vel í Bandaríkj- unum en bæta það upp með gífurlegum vin- sældum á alþjóðamark- aðinum. Það sama má i rauninni segja um síð- ustu hasarmynd Stallone „Daylight". Hún féll í Bandaríkjunum en náði sér á strik í Evrópu og Asíu. Nýtt blóð ^ Nicholas Cage og Will Smith þóttu óliklegar hasarhetjur. Síðan lék Cage í „The Rock“ og Smith í „Bad Boys“ og „Independence Day“ og þóttu standa sig vel. Nú er „Bad Boys 11“ væntanleg og í sumar fáum við að sjá Cage í hasarmyndinni „Con Air“. Hollywood veðjar nú á velgengni Brad Pitt í spennu- myndinni „The Devil’s Own“ og George Clooney í „Batman and Robin“. Einnig er fyrrverandi Leðurblökumaðurinn Val Kilmer að reyna fyrir sér sem Dýrlingurinn, „The Saint“. Framleiðendur dreymir jafn- framt um að fá Matthew McConaughy til þess að leika á móti sprengingum og tækni- brellum. Ýmsir leikarar hafa síðustu ár daðrað við þennan flokk kvik- mynda en ekki viljað byggja feril sinn á þessum myndum. Má nefna Keanu Reeves (,,Speed“), Daniel Day-Lewis („The Last of the Mohicans"), Cristian Slater og John Travolta („Broken Arrow“). Jafnframt hafa gömlu brýnin Schwartzenegger og Stallone reynt að vinna nýja markaði með gamanmyndum og hefur austurríska vöðvatröllinu gengið betur með þá um- breytingu en gamla boxaranum. Aldurinn hefur ekki hindrað Clint Eastwood og Sean Connery í því að leika áfram í hasarmyndum þannig að ekki er öll nótt úti fyrir hasarhetjur eftir fimmtugt. Þeir geta leikið lærimeistara og gamla leyni- þjónustumenn eins og Connery í „The Rock“ og Eastwood í „In the Line of Fire“. GAMLAR og nýjar hasarhetjur: Harri- son Ford og Brad Pitt leika í spennu- myndinni „The Devil’s Own“. USTÁKOKKAR....TjjL M OG DÁSAMIEGURMATUR! í TILEFNI15ÁRAAFMÆLIS OKKAR: Kvöld og helgar- tilboð ♦ ♦♦ allan aprílmánuð Hcfurðu boðið fjölskyldunni út að borða nýlcga? JÍ/fxtibs&iMl í forrétt: Rjómsveppasúpa ___________Veljið:__________ Okkar landsfræga LAMBASTEIK BERNAISE með bakaöri kartöflu GRÍSALUND með gráðostasósu. NAUTAPIPARSTEIK ________með villisveppum.__ J ZFlottu&li í&lnuHim í bcwum et' iiuiifulbw í uerðinu/ oy soo uufhituóifíæsiletfi &ulutbaiHim. AÐEINS KR. 1390,- MYNPBONP Tortrygginn tryggingasali Tryggingasvindl (Escape Clause)___________ Spennumynd ★ ★'/i Framleiðendur: Danilo Bach. Leikstjóri: Brian Trenchard-Smith. Handritshöfundur: Danilo Bach. Kvikmyndataka: Bert Tougas. Tónlist: Ken Thorne og Richard Marvin. Aðalhlutverk: Andrew Macarthy, Paul Sorvino og Kenneth Welsh. 95 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 24. mars. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. RICHARD Ramsay virðist vera kominn á græna grein í lífinu. Hann á fallega eiginkonu og hefur vel launaða stöðu hjá tryggingafyrir- tæki. En líf hans tekur gífurlegum breytingum, þegar í hann hringir væntanlegur morðingi hans og seg- ist vera að vinna fyrir konu Ric- hards. Eftir þessa upplifun lendir Richard í heimi tortryggni og und- irferlis, sem nær hámarki þegar hann er ákærður fyrir morðið á eig- inkonu sinni. „Trygginga- sviridl" er eins og saga eftir Agöthu Christie með smá skammti af of- sóknarbrjálæði. Myndin gerir í því að varpa grun á allar þær persón- ur, sem birtast á skjánum, og henni tekst það að mestu leyti, vegna þess að aðalsöguhetjan er haldin of- sóknaræði. Það eru tvær megin- ástæður fyrir því að myndinni tekst ætlunarverk sitt, en þær eru leikurinn og leikstjómin. Flestir leikaramir standa sig vel, en bestur er Andrew Macarthy, sem túlkar ofsóknaróða tryggingasalann af mikilli innlifun. Myndin er oft á tíðum þó nokkuð spennandi og er það leikstjóranum Brian Smith að þakka, því hann litar alla myndina með tortryggni Ramsa- ys og verður það til þess að „Trygg- ingasvindl" er ekki eins fyrirsjáanleg og aðrar myndir þessarar tegundar hafa tilhneigingu til að vera. Ottó Geir Borg Endirinn ónýtur Drápskrukkan (The KillingJar)_______ Spennumynd ★ '/2 Framleiðandi: Paragon Pictures. Leiksljóri: Evan Crooke. Handrits höfundur: Marc Mullin. Kvik- myndataka: Michael G. Wojchec- hhowski.Tónlist: David Williams. Aðalhlutverk: Brett Cullen, Tamlyn Tomita og Wes Studi. 116 mín. Bandaríkin. Egmont Film/Myndform 1997. Utgáfudag ur: 24. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. MICHAEL Stanford flytur ásan eiginkonu sinni til heimaslóðann þar sem hann tekur við vínræktar- landi fjölskyldunnar. Hann er á heimleið að næturlagi þegar hann sér bíl á vegarkantinum. Hann er þar með eina vitnið að hryllilegu morði. Þegar hann er fenginn til að rifja upp sýnina með dáleiðslu, blandast saman slæmar æsku- minningar og ódæð- ið. Það er margt ágætlega gert í þessari mynd. Hún verður ansi spenn- andi undir lokin og ófyrirsjáanleg, sem er sannarlega kostur MYNDBÖND Eyja Dr. Moreau SÍÐUSTU VIKU (The Island ofDr. Moreau) ★ 'h 1hefndarhug (Heaven’s Prisoner) -k'h Eyðandinn Skriftunin (Eraser) ★ ★ 'h (Le Confessional) ★ ★ ★ ★ Sporhundar Margfaldur (Bloodhounds) ★ (Multiplicity)'k ★ 'h Glæpur aldarinnar Hættuleg ást (Crime ofthe Century) ★ ★ ★ 'h (Sieeping With Danger) ★ Próteus Draumar og brimbretti (Proteus) ★ (Blue Juice)-k ★ Svaka skvísa 2 Draumurinn um Broadway (Red Blooded 2) ★ 'h (Manhattan Merengue) Bardagakempan 2 1 nunnuklaustri (Shootfighter 2) ★ (Changing Habits) ★ ★ Ást og skuggar Morðstund (OfLove and Shadows) ★ ★ (A Time to Kiil)k ★ ★ Stolt Celtic - liðsins ibúð Joe (Celtic Pride) ★ ★ 'h (Joe’s Apartment) ★ Vi Töfrandi fegurð Alaska (Stealing Beauty) ★ ★ ★ (Alaska)k ★ í miðlungsmynd. Því miður veldur endirinn miklum vonbrigðum, þar sem ástæðan fyr- ir öllum þessum hryllingi og sál- arkvölum er vægast sagt tak- mörkuð, og gerir því það sem á undan er komið hálftilgangslaust. Hildur Loftsdóttir ít PIERCE Brosnan ætlar ekki að verða gamall og grár Bond. Ekki gamall Bond PIERCE Brosnan segist ekki ætla að leika í fleiri Bond- myndum en núverandi samn- ingur hans segir til um. Hann er nú að hefja vinnu við mynd tvö, „Tomorrow Never Dies“, en hann skrifaði undir að leika James Bond í fjórum kvik- myndum. Leikarinn, sem er 43 ára, segist ekki vilja að áhorfendur horfí á hann eldast. „Ég vil ekki að fólk horfí á mig hrörna og sjái mittið gildna og hárið þynnast. Það væri alveg hræðilegt." TOM Cruise hefur í hyggju að leika öfgafull- an þjóðernissinna. Kvikmynd um öfgamenn DÓMSMÁLIÐ yfír Timothy McVeigh, sem er sakaður um að hafa sprengt upp stjóm- sýsluhús í Oklahoma-borg fyr- ir tveimur árum, er á allra vörum í Bandaríkjunum. í Hollywood hefur umræðan um almenna vopnaeign banda- rískra borgara og herstyrkur fólks sem aðhyllist nýnasisma ýtt við kvikmyndagerðar- mönnum. Heyrst hefur að leikstjórinn Rob Reiner og Tom Cruise séu að undirbúa kvikmynd sem eigi að fjalla á dramatískan hátt um þessi mál. Talið er að þeir ætli að heija vinnu við myndina snemma á næsta ári. Fjölhæfur tónlistar- maður Tónlistamaðurinn Harry Connick yngri leikur á næst- unni á móti Söndru Bullock í rómantísku gamanmyndinni „Hope Floats". Connick þótti undrabarn á tónlistarsviðinu. Hann lærði á píanó hjá jazzist- anum Ellis Marsalis og hefur unnið Grammy-verðlaun fyrir plötur sínar. Connick hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir en lék í sinni fyrstu mynd árið 1990. Það var í stríðsmyndinni „Memphis Belle“. Síðan hefur hann m.a. leikið í mynd Jodie Foster „Little Man Tate“ og í spennu- myndinni „Copycat". Forrest Whitaker mun leik- stýra „Hope Floats“ og eiga tökur að hefjast í maí í Texas. Síðar á þessu ári á Connick að leika á móti Aliciu Silver- stone í „Excess Baggage".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.