Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MAGNÚS M.
BRYNJÓLFSSON
+ Magnús M.
Brynjólfsson
var fæddur í Kaup-
mannahöfn 11.
febrúar 1936. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík mánu-
daginn 24. mars
síðastliðinn. Hann
var ættleiddur sex
mánaða gamall af
heiðurshjónunum
.... Marie Cesselie
Brynjólfsson fædd
Brask sem var af
dönskum ættum, f.
2. ágúst 1899, d. 19.
maí 1978, og Magnúsi J. Brynj-
ólfssyni kaupmanni hér í borg,
f. 31. ágúst 1899, d. 1. júlí 1973.
Systir Magnúsar er Elsa Magn-
úsdóttir, f. 19. nóv. 1933, gift
Skafta Benediktssyni og eiga
þau þrjár dætur.
Hinn 20. október 1962 kvænt-
ist Magnús eftirlifandi eigin-
konu sinni, Sigrúnu Guðmunds-
dóttur húsmóður og bankarit-
ara, f. 27. janúar 1938. Foreldr-
ar hennar eru Þórey Þorkels-
> dóttir húsfreyja, f. 15. janúar
1911, d. 8. september 1968, og
Guðmundur Kr. Halldórsson
húsgagnasmíðameistari, f. 6.
janúar 1908, nú vistmaður á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli í Reykjavík.
Kjörsonur Sigrúnar
og Magnúsar frá
fæðingu er Magnús,
f. 29. september
1974. Magnús stund-
aði nám í Verslunar-
skóla Islands og út-
skrifaðist þaðan
1956. Hann var tvö
sumur í verslunar-
skóla í Oxford á
Englandi og eitt
sumar við nám í
Miinchen í Þýska-
landi. Hann starfaði
sem skrifstofumaður í eitt ár
þjá Wilhelm Norðfjörð. Arið
1957 hóf hann almenn verslun-
arstörf hjá föður sínum í Leður-
verslun Jóns Brynjólfssonar,
Austurstræti 3, og eftir lát hans,
1973, sem framkvæmdastjóri
fyrirtækisins þar til það var
selt. Síðustu árin starfaði Magn-
ús hjá fjármáladeild Ríkisspítal-
anna. Frá 1973 var hann stjóm-
arformaður Ora - lgöt og rengi
hf. Magnús var félagi í Odd-
fellow-reglunni frá 1964.
Útför Magnúsar M. Brynj-
ólfssonar fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Hinsta kveðja frá
eiginkonu og syni
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
~ ‘ Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þegar ævirððull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hei er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Mitt faðirvor
Ef öndvert allt þér gengur
^ og undan halla fer,
skal sókn í huga hafín,
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigi ævi
í óskafarveg leitt,
og vaxið hveijum vanda,
sé vilja beitt.
Þar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður, sem þú væntir.
Það vex, sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við þvi besta,
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nomahöndum,
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þijú orð við hvert mitt spor:
Fegurð, gleði, friður -
mitt faðirvor.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Góður vinur, félagi og' frændi er
látinn.
í fyrstu virðist svo ofureðlilegt
t
Eiginmaður minn og faðir,
JÓN ÞORGEIR JÓNSSON
vélstjóri
frá Birnhöfða,
Hrafnistu Reykjavík,
lést 18. mars sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Ágústína Elíasdóttir,
Óskar Rafn Þorgeirsson
og fjölskyldur.
;í.'
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ARNAR KARL BRAGASON,
Hvammstangabraut 25,
Hvammstanga,
lést þann 27. mars síðastliðinn.
Útför hans verður gerð frá Hvammstangakirkju
laugardaginn 5. apríl kl. 14.00.
Bragi Arason, Laufey Margrét Jóhannesdóttir,
Jóhannes Kári Bragason,
Sveinn Ingi Bragason,
Kolbrún Bragadóttir.
að menn deyi, því ekkert líf er án
dauða og enginn dauði til án lífs.
Þessum staðrejmdum fær enginn
breytt. En þrátt fyrir þessa vitn-
eskju verðum við sem eftir lifum
alltaf jafnundrandi þegar dauðinn
knýr dyra hjá nánum vinum og
ættingjum. Fregninni um andlátið
fylgir sársauki og harmur. Mitt í
treganum vakna síðan margar
áleitnar spumingar, spurningar
sem enginn fær svarað nema sá
einn sem öllu ræður.
Það eru svo óteljandi minningar
sem sækja á hugann þegar ég
hugsa um Magnús vin minn. Magn-
ús var sonur þeirra sæmdarhjóna
Marie og Magnúsar J. Brynjólfsson-
ar, fyrrverandi leðurvörakaup-
manns í Reykjavík, en þau era
bæði látin fyrir allmörgum árum.
Kynni okkar Magnúsar tókust fyrir
43 áram eða sumarið 1954 þegar
foreldrar okkar buðu okkur í veiði-
ferð í Grímsá í Borgarfirði. Nafna
mínum var falið að taka mig í læri
og deila með mér stöng. Veiðitæki
átti ég engin og þótti honum sjálf-
sagt að ég fengi afnot af sínum
tækjum. Upp frá þessum kynnum
man ég varla nokkurt sumar sem
leiðir okkar hafa ekki legið saman
við veiðar, fýrstu árin við ýmsar
ár, en hin síðari árvisst við Iðu, þar
sem við veiddum saman nokkram
sinnum á hveiju sumri. Magnús var
góður og fengsæll veiðimaður sem
unun var að fylgjast með við veiðar.
Eftir lát föður síns tók Magnús
við Leðurvöraverslun Jóns Brynj-
ólfssonar og rak hana í mörg ár,
fyrst í Austurstræti og síðan í Bol-
holti í Reykjavík, þar til rekstrinum
var hætt fyrir nokkram árum. Til
margra ára höfum við Magnús átt
farsælt samstarf í stjórn Ora ehf.
Magnús var drengur góður í þess
orðs fyllstu merkingu, samvinnufús
og bóngóður ef til hans var leitað.
Hann var glaðlyndur og var oft
með spaugsyrði á vör í góðra vina
hópi. Hann var trúrækinn og far-
sæll í sínu einkalífi. Hann átti því
láni að fagna að eiga góðan lífsföru-
naut sér við hlið, eiginkonuna Sig-
rúnu og einkasoninn Magnús sem
þau hjónin unnu svo heitt og gáfu
svo mikið af ást og umhyggju.
Víst mun ég eiga bágt með að
trúa því, sjá ekki framar Magnús
vin minn við við veiðar, með glampa
í augum og bros á vör og veit ég
að þar mæli ég einnig fyrir munn
veiðifélaga okkar.
Lífshlaup Magnúsar á seinni
árum var oft erfítt, hann upplifði
og háði harða báráttu fyrir lífi sínu
við illvíga sjúkdóma og oft var tví-
sýnt um hvort lífið eða dauðinn sigr-
aði, uns yfir lauk.
Elsku Sigrún og Magnús, á sorg-
arstundu kemur fátt annað okkur
að haldi en bænin, og því bið ég
algóðan Guð að styrkja ykkur í
harmi ykkar og söknuði. Ég og fjöl-
skylda mín viljum að leiðarlokum
þakka Magnúsi fyrir allan þann
trúnað og hlýju er hann sýndi okk-
ur og aldrei brást.
Blessuð sé minning hans.
Magnús Tryggvason.
Við lát Magnúsar M. Brynjólfs-
sonar, 24. mars síðastliðinn, er enn
eitt skarð höggvið í vinahópinn. í
hálfa öld, eða rúmlega það, höfum
við átt vináttu hver annars, vináttu
sem varð til þegar við stunduðum
barnaskólanám í Melaskólanum í
Reykjavík.
Það voru eftirvæntingafull börn
sem söfnuðust saman í portinu við
nýbyggðan Melaskólann fyrir rúm-
um fimmtíu árum. Þetta vora
krakkar sem komu víða að. Flestir
úr Miðbæjarskólanum, en aðrir ann-
ars staðar frá, eins og til dæmis
úr Landakoti og fleiri skólum. Það
var ekki laust við að það væri kvíði
í sumum, kvíði um það með hveijum
þeir lentu í bekk. Þetta voru Vest-
urbæingar, krakkarnir könnuðust
við andlitin án þess beinlínis að
þekkjast. En þarna urðu til kynni
hóps sem átti eftir að halda saman
í gegnum árin þó á köflum skildu
leiðir. Eftir að barnaskóla sleppti
fórum við allir til náms í Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar við Öldu-
götu. Eftir vera okkar í þeim ágæta
skóla skiptust leiðir og þrátt fyrir
að við færam hver í sína áttina í
nám og störf hélst samband okkar
og vinátta.
Það var margt brallað saman á
þessum áram. Við ferðuðumst sam-
an um landið, fórum í útilegur, fór-
um á skíði og skemmtum okkur
vel. Ávallt var Maggi, eins og við
kölluðum Magnús heitinn, miðdepill
og þungamiðja félagsskaparins,
hann var það akkeri sem hélt hópn-
um saman, traustur, trúr og trygg-
lyndur. Hann var rólegur og hlýr
maður. Engan höfum við þekkt sem
hefur verið eins nákvæmur og hann
var. Allir h'.utir áttu sinn stað og
snyrtimennsku hans var viðbrugðið.
Hann var mikill náttúruunnandi,
skíðaíþróttin átti hug hans og einn-
ig naut hann íslenskrar náttúru í
laxveiði, oftast í Iðu. Maggi var
einstaklega barngóður og löðuðust
börn okkar að honum. Honum eig-
um við að þakka hve margar ljós-
myndir eru til af börnum okkar.
Þegar gamli Melaskólahópurinn
svo um síðir fór að hugsa um að
festa ráð sitt þá má segja að, með
fáum undantekningum, festumst
við í hnappheldunni á svo til sama
árinu. Eiginkonur okkar urðu auð-
vitað bestu vinkonur og samgang-
urinn hélst áfram.
Lánsamur var Maggi þegar hann
kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni,
Sigrúnu Guðmundsdóttur. Þau vora
samhent um að byggja sér fallegt
heimili og síðar einnig sumarbú-
staðinn Bernskuminni í Svarfhóls-
skógi þar sem þau, ásamt Magnúsi
syni sínum, áttu sér sælureit.
Fyrir tæpum tuttugu áram lést
einn úr vinahópnum, Om Amljóts-
son, langt um aldur fram, en við
höfum áfram verið svo lánsamir að
eiga ekkju hans, Höllu Gísladóttur,
að vini. Margs höfum við bernsku-
vinimir og eiginkonur okkar að
minnast og margt að þakka, en
umfram allt að hafa átt hvert ann-
að að í gegnum árin í sorg og í
gleði. Í nóvember síðastliðinn fóram
við öll saman til Dublin á írlandi
til að halda upp á sextíu ára af-
mæli okkar karlanna. Það var
skemmtileg ferð og við höfðum það
notalegt saman að vanda. Maggi
lék á als oddi og vonuðumst við til
að hann væri á batavegi eftir sín
erfiðu veikindi. Eftir að Maggi
veiktist og gekkst undir fyrstu
hjartaaðgerðina, fyrir um fimm
árum, stóð Sigrún ætíð eins og
klettur við hlið hans, studdi hann
og annaðist eins og best mátti vera.
Við biðjum góðan Guð að blessa
minningu Magnúsar M. Brynjólfs-
sonar, vinar okkar. Elsku Sigrún
og Magnús, megi Guð styrkja ykk-
ur í ykkar miklu sorg og halda
verndarhendi sinni yfír ykkur.
Ámi, Lilja, Jón, Anna,
Þorsteinn, Sonja og Halla.
Elsku Maggi.
Orð segja ekki allt, en okkur
langar til að minnast með örfáum
orðum þeirra góðu kynna og vin-
áttu sem myndaðist þegar Sigrún
systir mín kom með þig inn í fjöl-
skyldu okkar á Þórsgötu 10, og
þeirrar vináttu sem myndaðist milli
þín og tengdaforeldra þinna, sem
var ástúð og kærleikur og þeirrar
artarsemi sem þú hefur sýnt föður
mínum í öll þessi ár sem liðin eru
síðan Eyja lést, og veit ég að hann
mundi vilja þakka þér fyrir allt sem
þú og Sigrún systir hafið gert fyrir
hann, og kveðja kæran tengdason
ef honum væri unnt að tjá sig um
það.
Það er margs að minnast, margra
gleðistunda á Þórsgötunni sem var
miðpunktur fjölskyldunnar, veiði-
túranna sem við fórum saman fyrr
á áram og allar þær góðu stundir
sem við áttum á heimilum okkar og
í sumarbústaðnum ykkar. Og var
yndisleg ferð þangað síðastliðið
sumar í sælureitinn Bernskuminni.
Elsku Maggi, þú varst okkur ekki
bara mágur og svili heldur sá besti
vinur sem við höfum eignast.
Maggi minn, þrátt fyrir veikindi
þín síðustu árin áttir þú og þín fjöl-
skylda góðar stundir saman sem
gott er að eiga í minningunni. Við
þökkum fyrir að hafa fengið að vera
þér samferða í öll þessi ár, og fyrir
þín hlýju faðmlög sem þú ávallt
sýndir okkur og okkar bömum, og
allt sem þú hefur gert fyrir okkur.
Ég vil þakka þér, Maggi minn, fyrir
góðu stundimar sem við áttum einir.
Nú skiljast leiðir í bili, góður Guð
geymi þig. Elsku Sigrún og Magn-
ús, góður Guð geymi ykkur, styrki
og veiti ykkur sálarró.
Gunnar, Thelma
og fjölskylda.
Nú þegar Maggi frændi — eins
og við systkinin kölluðum hann allt-
af — hefur yfirgefið okkur og farið
til annarra heimkynna þá hrannast
upp glaðværar bernskuminningar
tengdar honum. Þau hjón, Sigrún,
föðursystir mín, og Magnús voru
heimagangar á heimili okkar í
Álftamýri og vora miklir kærleikar
á milli þeirra og foreldra minna. Á
hveiju sumri fórum við saman í
útilegur og á vetrum var farið á
skíði. Þetta vora ljúfustu stundir
bamæsku minnar. Seinna á mínum
unglingsárum, þegar ég gekk í
Hagaskóla, þá varð ég heimagang-
ur hjá Sigrúnu og Magga á Tómas-
arhaga. Þau tóku ekki annað í mál
en að ég kæmi í hádegismat til
þeirra enda langt í Álftamýri að
fara. Mér var strax tekið opnum
örmum á þeirra heimili. Þá voru
þau nýbúin að eignast Magnús litla
og voru ákaflega hamingjusöm.
Maggi frændi kom alltaf heim í
hádeginu til þess að vera með fjöl-
skyldunni sem hann unni svo mjög
og var svo stoltur af. í minningum
mínum frá þessum tíma ljómar and-
lit Magga frænda þar sem hann
heldur á Magnúsi litla og glettist
við okkur Sigrúnu. Guð geymi þig,
Maggi frændi, og þakka þér fyrir
samveruna og ljúfar minningar.
Elsku Sigrún og Magnús, Guð gefi
ykkur styrk í sorg ykkar.
Bryndís J. Gunnarsdóttir.
Látinn er langt um aldur fram
kær vinur sem hefur búið við mjög
skerta heilsu um árabil.
Leiðir okkar Magnúsar lágu sam-
an er við hófum nám í Verzlunar-
skólanum haustið 1953. Sem bekkj-
arbræðrum tókst með okkur traust
vinátta, sem alla tíð hefur haldist.
Þegar litið er til baka eftir 44
ára kynni hrannast upp endurminn-
ingarnar.
Við Magnús áttum mörg sameig-
inleg áhugamál og ber þar helst
að nefna stangveiðina. Margar voru
farnar veiðiferðirnar til heiða í bláa
Willis-jeppanum í fögru íjallavötn-
in.
Mér er minnisstæð síðasta veiði-
ferðin sem við félagarnir fóram, þá
í Norðurá, en þá var heilsuleysið
farið að gera vart við sig. Eftir að
hafa snætt gómsæta grillsteik um
kvöldið skrapp Magnús út í bíl, kom
að vörmu spori með þá gjöf, sem
er mér gjafa kærust, níu feta flugu-
stöng, með hjóli og línu. Síðan sagði
hann: „Gunni minn, þetta færi ég
þér til minningar um allar þær
minnisstæðu veiðiferðir, sem við
höfum átt saman.“ Þarna var
Magnúsi best lýst.
I minningarbók minni úr Verzló
1956 skrifaði Magnús þetta spak-
mæli: „Þú skalt haga þér í lífinu
eins og við veizluborð."
Magnús hafði þetta spakmæli
ávallt að leiðarljósi, því framkoma
hans einkenndist af prúðmennsku
og snyrtimennsku.
Kæri Maggi, að leiðarlokum
þakka ég þér samverustundirnar
og vinarþelið yfir íjóra áratugi.
Ég þakka ykkur Sigrúnu allar
góðu stundirnar á ferðalögum inn-
anlands sem utan. Þá þakka ég
heimboðin í ykkar unaðsreit, sum-
arbústaðinn í Vatnaskógi.
Fjölskyldan i Sæviðarsundi 11
vottar Sigrúnu og Magnúsi, syni
þeirra, okkar innilegustu samúð.
Við huggum okkur við, að ávallt
mun lifa minningin um góðan
dreng.
Megi Guð vera með ykkur.
Gunnar Hjaltested.