Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 35 hugsa alltaf um þig. Mig dreymdi í nótt að þú værir lifandi hjá ömmu og ég væri hjá ykkur. Þú færðir okkur, prinsessunum þínum, morg- unmat í rúmið og við vorum öll svo glöð. Nú ætla ég að hugsa vel um ömmu mína, því hún er svo sorg- mædd, því þú ert farinn. Guð geymi þig, elsku afi. Þín Björg. Elsku góði afi minn. Ég elska þig rosalega mikið, þú varst svo góður við mig, gafst mér frostpinna og bland í poka. Mig langaði svo að hafa þig lifandi lengur, en þú varst svo veikur og þurftir að fara á sjúkrahús. Þar voru allir hjá þér. Ég er allt- af sorgmædd því þú ert dáinn. Núna ert þú hjá Guði og þar líður þér vel. Elsku góða amma, ég skal koma, sofa hjá þér og hugga þig. Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem engin í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) í minningu afa míns. Þín Valdís, 6 ára. „Nú er hann afi minn dáinn,“ sagði 6 ára dóttursonur minn við mig og var mikil sorg í röddinni. Skildi ég það vel, því þeir voru ein- staklega samrýndir nafnarnir. En hann, Afi, og skrifa ég það með stórum staf, var alveg sérstakur afi barnabarna sinna fjögurra, þeirra Bjargar og Valdísar Krist- jánsdætra og Leifs Georges og Kristófers Smára Gunnarssona. Þeim hjónum Björgu og Leifi kynntist ég árið 1986 þegar elstu börnin okkar felldu hugi saman og hafa þau kynni öll verið á einn veg, ljúf og góð og hefi ég litið á þau sem góða vini frá fyrstu kynnum. Nú þegar Leifur hefur lagt upp i ferðina löngu, sem bíður okkar allra, þá minnist ég margra ánægju- legra samverustunda með þeim hjónum, bæði á heimili þeirra og heimili barna okkar og ekki síður nokkurra skemmtiferða, sem við fórum ásamt fleira fólki til ýmissa á afa sínum. Til aðgreiningar frá Hallgrími eldri var sá litli ætíð kallaður Haddi. Hallgrímur bar Hadda litla á höndum sér frá fyrsta degi og allt þar til yfir lauk. Þegar Hallgrímur var að vinna fyrir norð- an tók hann nafna sin, ungan, með sér og voru þeir nafnarnir ófá sumrin i Vatnsdal við leik og störf. Árin liðu og Haddi fór að spila handbolta. Afi hans var þá alltaf á áhorfendapöllunum ef hann gat komið því við og hvatti nafna sinn með nærveru sinni. Fyrir ári síðan, þegar Hallgrímur varð áttræður, kom sú staða upp að Selfossliðið fór norður til Akureyrar til að spila við KA og fór hann þá með liðinu norður. í byijun leiks var Hallgrím- ur kallaður út á völl, og hann hyllt- ur í tilefni dagsins af áhorfendum og leikmönnum sem sýnir vel hversu hlýjan hug leikmenn og áhangendur Selfoss-liðsins báru til hans. Þó svo að leiðir okkar Jónasar skildu var Hallgrímur áfram okkur Hadda alveg sérlega góður og bjó Haddi hjá afa sínum í Skaftahlíð- inni í nokkur ár og stóð „hornstof- an“ ávallt reiðubúin fyrir hann. Hallgrimur var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir okkur sem hann mögulega gat og eftir að ég eignaðist eiginmann og fleiri börn var hann ávallt hinn mesti aufúsu- gestur á heimili okkar. Var hann einatt hjá okkur á stórum stundum og deildi með okkur bæði gleði og sorg. staða á okkar fagra landi. Líka ferða í sumarbústaði og veiðihús þar sem húsbóndinn naut sín vel við að matreiða góðan mat fyrir gesti sína, en hann var sérstaklega flinkur matreiðslumaður. En sl. sumar hittumst við svo öll norður á Hvammstanga, þar sem börnin okkar búa. Þar fór fram brúðkaup þeirra og skírn yngri son- arins og vorum við Leifur skírnar- vottar barnabarnsins. Það var ynd- islegur dagur, sem mun lifa í minn- ingunni. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist mér gamall stóll sem á sér svolítið sérstaka sögu. Hann var illa farinn og bað ég Leif um að taka hann og laga fyrir mig. Var það auðsótt mál og skemmst frá að segja þá er þessi stóll í dag fallegasta hús- gagnið, sem ég á í búi mínu og ber meistara sínum fagurt vitni. Mér er sagt af þeim sem til þekkja, að Leifur hafi verið einn af fremstu húsgagnabólstrurum landsins. Um leið og ég kveð Leif með þökk fyrir góða vináttu, sendi ég Björgu, sonum þeirra, tengdadætr- um og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur. Lilja Hjartardóttir Howser. Leifur Jónsson var góður maður. Það sem einkenndi hann framar öllu var traust hans á manngæsku annarra og aldrei vildi hann trúa því að illska gæti leynst í nokkrum manni. Hann lifði lífi sínu með jafn- aðargeði og tók þeim áföllum sem á daga hans drifu eins vel og hann gat. Hann var mjög atorkusamur og gerði hvað sem var til þess að öllum liði sem best í kringum hann. Við munum bæði eftir öllum stund- unum sem við áttum með þeim hjón- um, en þar var ekkert til sparað svo okkur liði sem kóngafólki í návist þeirra. Við minnumst vinar okkar Leifs Jónssonar með miklum söknuði, og ekki síst þakklæti fyrir að fá að fylgja slíkum heiðurs- manni eins og honum í gegnum líf- íð. Ennþá skilur Magnús ekki af hveiju „afi Leifur" las alltaf með gleraugun uppá enninu en ekki á nefinu eins og allir hinir. Kæri Leifur, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Elsku Bíbi „tanta“, synir, tengdadætur og barnaböm, drott- inn guð verndi ykkur og gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg og gefi ykkur ekki síður styrk til þess að halda áfram að lifa lífinu lifandi. Anna Guðný og Magnús. Hallgrímur vann alla tíð sem húsasmiður, en hann var húsa- smíðameistari að mennt og þótti sérlega vandvirkur fagmaður. Hann átti við veikindi að stríða á miðjum aldri, en með mikilli þrautseigju komst hann yfir þau. Eftir það tímabil tók hann til við að sauma út myndir af mikilli snilld. Var sú handavinna alveg stórkostlega vel gerð og sum úttöldu verkin eftir hann hreinustu listaverk og bar heimili hans glöggt vitni um hve góður handverksmaður hann var. Haddi sér nú á eftir ástríkum afa sínum og ég og fjölskylda mín á eftir sérlega tryggum og ljúfum vini. Ég þakka, fyrir hönd okkar allra, góðar samverustundir og bið Guð að blessa minningu hans. Helga Jónsdóttir. í dag kveðjum við ástkæran afa okkar, Hallgrím Hansson. Afi var okkur alltaf góður og okkur þótti mjög vænt um hann. Hann fór með okkur í mörg ferða- lög og var alltaf hress og kátur. Afi var einnig mjög heimilislegur. Hann bakaði brauð og pönnukökur og einnig saumaði hann mikið í, bæði myndir og púða. Afi eyddi miklum tíma í smíðar í bílskúrnum sínum. Hann var mjög duglegur og var alltaf vinnandi. Við munum ávallt bera minn- ingu hans í hjarta okkar og okkur mun alltaf þykja vænt um hann. Viktoría og Ágústa. EINAR THORLA CIUS HALLGRÍMSSON + Einar Thorlac- ius Hallgríms- son fæddist á Akur- eyri 26. september 1941. Hann lést á dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hát- úni 12, 30. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hallgrímur Einarsson, ljós- myndari, f. 1878 á Akureyri, d. 1948, og Laufey Jónsdótt- ir, f. 1907 i Klaust- urhólum í Gríms- nesi, d. 1953. Börn þeirra eru Magnús, f. 6.11. 1932, Ólafur, f. 11.8. 1934, og Eygló, f. 12.3. 1936. Fyrri kona Hallgríms var Guðný Marteinsdóttir, f. 30.4. 1886, d. 7.6. 1928. Börn þeirra eru Einar Th., f. 10.3. 1912, d. 2.2. 1938. Ásta, f. 13.5. 1914, d. 18.3. 1916, Jónas, f. 28.3. 1915, d. í jan. 1977, Olga Þor- björg, f. 14.1. 1917, Kristján Vilhelm, f. 8.2. 1919, d. 17.10. 1963, Gyða Vilhelmína B(jel- seth, f. 3.6. 1922, og Ástríður Marta, f. 22.8.1924, d. 4.4.1944. Einar missti foreldra sína ungur og fór þá í fóstur að Klausturhólum í Grímsnesi hjá þeim Guðnýju Friðbjörnsdóttur og Björgvini Magnússyni. Einar kvæntist 4. júní 1966, Valgerði Helgadóttur, f. 28.11. 1938, og eignuðust þau þrjár dætur. 1) Elín Björk, f. 11.11. 1963, maður hennar er Ómar Kristjáns- son, f. 30.7. 1957, og eiga þau tvær dætur saman, Val- björgu, f. 15.2. 1988, og Ólínu Björk, f. 16.9. 1992. 2) Laufey, f. 29.12. 1965, maður hennar er Magnús Guðberg Jónsson, f. 24.3. 1962, og eiga þau tvö börn saman, Einar Thorlacius, f. 14.6. 1992, og Mar- ínu Hrund, f. 14.7. 1994. 3) Ólöf, f. 31.1. 1969, maður hennar er Guðjón Skúla- son, f. 1.1. 1967, og eiga þau einn son: Hilmi Gauta, f. 23.6. 1995. Einar lauk gagnfræðaprfói frá Núpi, Dýrafirði, 1959. Lærði skipasmíði í Skipasmíða- stöð Njarðvíkur 1962-1966. Lauk sveinsprófi frá Iðnskóla Keflavíkur 1967. Einar var virkur í félags- störfum og starfaði m.a. í Hjálparsveit skáta Njarðvík og var einn af stofnendum sveitar- innar, Kirkjukór Njarðvíkur og Ungmennafélagi Njarðvíkur. Arið 1970 varð Einar fyrir slysi sem varð til þess að hann lamaðist og hefur hann lengst- um búið á dvalarheimili Sjálfs- bjargar, Hátúni 12, Reykjavík. Utför Einars fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, nú er komið að leið- arlokum á þinni löngu og ströngu lífsgöngu. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti, þakklæti fyrir að kenna okkur að líta björtum augum á lífið, taka erfíðleikum, bíta á jaxlinn og læra að meta það sem við höfum. Söknuði yfir því að geta ekki lengur tekið þátt í glað- værð þinni, sungið með þér og hleg- ið. Við munum misvel eftir þeim tíma sem við höfðum þig heima, en heyrðum seinna þær sögur hve áhugasamur og stoltur pabbi þú varst. í blóma lífsins varstu sviptur heilsu þinni og þeim tækifærum sem við hefðum getað átt saman. Það voru erfiðir tímar framundan, en með viljastyrk mömmu og þraut- seigju gátum við átt mjög ánægju- legar stundir með þér. Þær eru minnisstæðar ferðirnar úr Njarðvík í Hátúnið. Alltaf tókstu á móti okk- ur hress og kátur. Á hátíðisdögum var mikil tilhlökkun að fá þig heim. Söfnuðust þá saman fjölskyldan og vinir til að hitta þig. Elsku pabbi, við munum láta minningu þína lifa með barnabörn- unum sem þú varst svo stoltur af. Kallið er koraið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst. þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við viljum þakka starfsfólki og vistmönnum í Hátúni 12 fyrir góða umönnun og félagsskap. Þínar dætur, Elín, Laufey og Ólöf. Það er 12. júní 1952. Ég bíð á hlaðinu heima í Klausturhólum. Mamma hafði sagt mér að Einar kæmi í dag. Ég hlakkaði til að eign- ast nýjan vin. Hann ætlaði ekki bara að vera um sumarið, heldur um veturinn líka. Þetta eru fyrstu minningar mínar um uppeldisbróð- ur minn og vin, Einar Th. Hall- grímsson. Hann var fæddur á Akur- eyri 26. september 1941 og var því 55 ára þegar hann lést á páskadag. Þótt aldurinn væri ekki hár, kom andlátið ekki á óvart, því árið 1969 fékk Einar heilablóðfall og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Eins og áður kemur fram kom Einar alkominn að Klausturhólum þegar hann var 10 ára gamall, en þá var faðir hans látinn og móðir rúmliggjandi á sjúkrahúsi. Hún lést rúmu ári eftir að Einar kom að Klausturhólum. Var hann eftir það eins og einn af okkur systkinunum, og tók þátt f gleði okkar og sorg- um, svo og þeim störfum sem til féllu á heimili okkar. Við Einar urðum fljótt góðir félag- ar, þrátt fyrir 6 ára aldursmun, sem er talsverður á þessum árum. Margt kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka. Ekki verður þó margt talið upp í þessum fátæklegum orð- um. Prakkarastrikin löngu gleymd, ef þau hafa þá nokkum tíma verið einhver, og ástæðulaust að rifja þau upp nú. Ónnur atvik persónuleg og einskis virði á prenti, þó í minning- unni séu það stóratburðir hjá þeim er þetta skrifar. Ég minnist hve Einar var fljótur að lesa og las hann fyrir mig margar sögur á kvöldin, og einhvem tíma las hann fyrir mig allar Ævintýrabækurnar, sem hann hafði að ég held fengið í jólagjöf. Samverunnar við Einar þessi ár minnist ég með þakklæti og sökn- uði. En bemskuárin liðu fljótt. Að loknum bamaskóla fór Einar í gagn- fræðaskóla í Reykjavík og að Núpi í Dýrafirði. Þau ár var hann á sumr- in í Klausturhólum, allt fram undir 1960. Þá fór Einar til sjós og var á togara um tíma, en hóf síðan nám í skipasmíðum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og starfaði þar þar til hann veiktist árið 1969. í Njarðvík eignaðist Einar sitt heimili ásamt eiginkonu sinni og dætmm. Þrátt fýrir þau alvarlegu veikindi sem hrjáð hafa Einar um helming af ævi hans virtist hann alltaf glaður. Ég veit þó, að hann hefur átt erfíðar stundir í öll þessi ár, sem veikindi hans hafa staðið. En Einar átti góða að, sem gerðu allt það fyrir hann sem þau gátu, og á ég þar við eigin- konu hans, dætur, og systkini svo og fjölskyldur þeirra. En nú er þessu langa stríði lífs og dauða lokið. Eins og ætíð, sigrar dauðinn að lokum. Við, sem vomm samferða á lífsleið- inni, kveðjum góðan dreng og vin, ^ og þökkum honum samfylgdina. Ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til eiginkonu, dætra og systkina, og íjölskyldna þeirra. Björn Ó. Björgvinsson. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,“ segir Tómas Guðmunds- son þegar hann veltir fyrir sér lífs- hlaupi manna og er það vel til fund- ið. Mér dettur þessi samlíking í hug þegar ég nú minnist Einars Hall- grímssonar. Jafnframt hefí ég það rakt í huga hve hann hefði verið heftur seinni helming ævi sinnar. Kynning okkar hófst með því að ég hitti frænku mína í Austur- stræti og hún sagði mér frá ungum manni sem langaði að komast í iðn- nám. Ekki síst fyrir það hvernig hún lýsti þessum unga manni þá greiddi það götuna og hann réðst í skipasmíðanám í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Þetta var árið 1962. Þessi nýi vinnufélagi varð fljótlega kær vinur minn og áttum við margt sameiginlegt næstu átta árin. Einar var á þessum árum glæsi- legur maður, var vel á sig kominn, íþróttamaður, félagslyndur og söngmaður. Yndi Einars öðru frem- * ur var útivist og fjallgöngur en sú þrá hefír fest tök á fleirum af þeim frændum. Tveir bróðursynir hans eru nú um þessar mundir á leið upp á Everesttind ef þeim greiðist för. Við áttum samleið í nokkrar æf- ingagöngur og leitir að týndum mönnum á þessum árum og vorum ávallt göngufélagar mér til mikillar ánægju og upplyftingar. Árið 1966 giftist Einar eftirlif- andi konu sinni, Valgerði Helga- dóttur, og eiga þau þijár dætur. Árið 1970 réðst Einar til sjós á netabát. Varð hann þá fyrir slysi og hefír hann síðan verið örkumla maður. Var allt gert til þess að bægja frá þeim dómi en án árang- urs. Eftir það lagði hann ekki á meiri ófærur en hjólastóllinn leyfði. Þetta var harður dómur og var hann illa vopnum búinn til að mæta honum. En þó. Hann var gæddur jafnaðargeði og innri styrk og þetta hélt honum uppi í þessi 27 ár sem hann var bundinn við stólinn. En síðast en ekki síst var það fjölskylda hans sem stóð við bakið á honum órofa öll þessi ár. Þegar hugsað er til hlutverks Valgerðar þá koma efst í hugann #■ hinar stóru konur fortíðarinnar sem aldrei létu bugast af mótlætinu en stóðu eins og klettar í gegnum þykkt og þunnt. Þær bera heill og velferð þjóðanna á herðum sér. Við gömlu félagarnir þínir, Ein- ar, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Hjálparsveitinni og kirkjukórnum minnumst þín með hlýjum huga og þökk fyrir samfylgdina. Þú hefur heyrt þegar: „Hvellt er í Bröttukleif hornið þeytt.“ Þér var ekkert að vanbúnaði. Ég legg við eyra. Oddbergur Eiríksson. Skilafrestur minningar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað -» þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.