Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Jónína Guðrún Egilsdóttir Thorarensen var fædd í Sigtúnum, Selfossi, hinn 15. mars 1928. Hún lést á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Daní- - elsdóttir, f. 4.8. 1900, d. 29.12.1994, og Egill Gr. Thor- arensen, kaupfé- lagsstjóri, Selfossi, f. 7.1. 1897, d. 15.1. 1961. Jónína var yngst fjögurra systkina, næstyngstur Bene- dikt, f. 1.2. 1926, Erla, f. 29.4. 1923, og Grímur, f. 6.6. 1920, d. 3.8. 1991. Jónína giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Gunnari Páls- syni, f. 29.3. 1924, hinn 15.7. 1947 og eignuðust þau þrjár dætur. Gunnar er Dalvíkingur, sonur hjónanna Ráðhildar Ing- varsdóttur og Páls Friðfinns- sonar. Dætur Jóninu og Gunn- ars eru: 1) Hrafnhildur, f. 23.7. 1947, gift Guðmundi Svavars- syni. Börn Hrafnhildar frá fyrra hjónabandi eru Ragn- heiður Arngrímsdóttir, sambýl- ismaður Steinarr Bragason, og Gunnar Arngrímur Arngríms- son. 2) Kristin, f. 14.12. 1948. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekki um þig, ó móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrardís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matth. Joch.) Ég vildi að ég væri skáld, hjart- ans mamma mín, því fegurstu ljóð sem ég þekki eru ort til móður. Ég verð að láta mér nægja kveðju og þakklæti fyrir allt sem þú gafst Hennar börn eru Jónína Guðrún Arn- ardóttir, gift Jakob Ohyaon, búsett í ísrael, Kristín Arna Arnardóttir _ og Benedikt Ármann Arnarson. Kristín var gift Erni Ar- manni Sigurðssyni, þau slitu samvistir. 3) Ragnheiður, f. 29.3. 1958, gift Sig- urði Páli Óskars- syni, þeirra synir eru Egill Orri og Snorri Páll. Barna- börn Jónínu og Gunnars eru þrjú. Jónína ólst upp í föður- húsum á Selfossi, en flutti með móður sinni til Reykjavíkur 15 ára að aldri og stundaði nám við Kvennaskólann í Reykja- vík. Hún fór síðan til náms í Bretlandi þar sem þau Gunnar kynntust. Þau hjónin stofnuðu heimili sitt í Drápuhlíð 38 í Reykjavík, en fluttu til Dalvik- ur, þar sem Gunnar tók við síldarútgerð eftir andlát föður síns. Þau fluttu þá aftur til Reykjavíkur 1964 þar sem þau bjuggu upp frá því, síðast í Garðabæ. Útför Jónínu verður gerð frá Garðakirkju, Alftanesi, í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. okkur, mér og bamabörnunum þín- um. Þú vitnaðir svo oft í Matthías. „Ég man þau ár, og ég man þau tár.“ (M. Joch.) Að fá að vera dótt- ir þín verður mér leiðarljós alltaf. Þú verður eins og alltaf fyrirmynd- in okkar. Guð leiði þig í faðm ljóssins. Þín dóttir, Kristín. Mig langar til að kveðja hana mömmu mína með nokkrum orðum. MINIMINGAR Það eru margar góðar minningar sem koma í hugann á svona stund- um, minningar um góða móður og sérstaklega góða vinkonu. Það sem stendur þó kannski helst uppúr af okkar samvem á undan- fömum ámm em tvær utanlands- ferðir, sem við fórum saman, og hversu mikið við nutum þeirrar samvem. Mamma var mikil lífs- nautnakona og hafði einstaklega gaman af því að ferðast. Lét hún ekki veikindi sín stoppa sig í því. Við nutum alls þess besta í sólinni og held ég að síðasta ferðin okkar saman, ásamt yngri syni mínum, hafi verið henni og mér einn sá besti tími sem við áttum saman. Næsta ferðalag var líka komið á borðið hjá okkur. Þá ætluðum við að sigla eins og fínar frúr í Karab- íska hafinu. Elsku mamma mín, einhvern tímann ætla ég að fara í þessa ferð sem við vorum búnar að ákveða saman og þá skála ég við þig í fínasta kampavíni eins og við vomm búnar að ákveða og ég veit að þú verður þá hjá mér. Ég kveð þig, elsku mamma, og veit að núna líður þér vel á öðram stað og að þú vakir yfir okkur öllum sem söknum þín svo sárt. Guð geymi þig, mamma mín, þín elsk- andi dóttir, Ragnheiður. Jónína Guðrún Egilsdóttir Thor- arensen andaðist á Vífilsstaðaspít- ala um nónbil, miðvikudaginn 26. mars, eftir alllangvinn veikindi. Hún var fædd 15. mars 1928, og var því á 70. aldursári er hún lést. Var hún yngst fjögurra barna Krist- ínar og Egils, fædd að Sigtúnum, Selfossi. Jónína, eða Nína, eins og hún var ævinlega kölluð, bar nafn ömmu sinnar, Jónínu Guðrúnar Egilsdóttur frá Múla, d. 13.10. 1934, merkrar myndarkonu, sem var okkur systkinum afar kær. Afí Grímur og amma Jónína bjuggu í Sigtúnum þar til þau síðar fluttu í nýbyggt hús sitt. Það er mikið lán ungum bömum að eiga góðar ömm- ur og njóta samvista við eldri ætt- menni. Heimilið var fjölmennt og átti amma sitt heiðurssæti í bað- stofunni og sat þar við tóvinnu, með blessaðan rokkinn sinn. Við það undirspil seig höfgi ljúft á ung- JÓNÍNA GUÐRÚN EGILSDÓTTIR THORARENSEN % J. Sigfríður Ein- I arsdóttir var fædd á Þórodds- stöðum í Ölfusi 8. september 1910. Hún lést á dvalar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Eiríksson, bóndi á Þóroddsstöðum í Ölfusi, f. 12. júní 1866, d. 24. apríl 1947. Kona hans var Magnea Arna- r dóttir húsfreyja, f. á Þórkötlu- stöðum í Grindavik 31. janúar 1868, d. 31. janúar 1941. Sigfríður giftist Kristjáni Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur og ég hef verið að rifja upp góðar minn- ingar. Þá er mér minnisstæðast, þegar þú spilaðir við mig og þú lést mig alltaf vinna því ég var svo tapsár. Og þegar þú last sögur fyr- ir mig, Gilitrutt var alltaf mitt uppá- hald. Ég man sögumar úr sveitinni og allar ferðimar í Kofann. Ég get *■ enn heyrt hláturinn þinn og man enn brosið þitt. Ég man hvað mér fannst gijónagrauturinn þinn góður og að fá soðið kjöt hjá þér var allt- af með því besta sem ég fékk. Ég veit ekki hvort þú vissir af mér þegar ég kom stundum til þín í_ Sunnuhlíð og hélt utan um þig. Ég lagði höfuðið í fangið á þér og Teitssyni 13. maí 1938, ættuðum úr Borgarfirði, síðar bónda í Riftúni í Ölfusi, d. 2. maí 1990. Börn þeirra í aldursröð eru: Lilja, f. í Reykjavík 15. mars 1938; Hrafn- hildur, f. á Akranesi 31. október 1940; Erlendur Ragnar, f. í Riftúni 12. mars 1944; Einar Magn- ús, f. í Riftúni 4. janúar 1947; Kári, f. í Riftúni 20. maí 1950; og Hörður Teitur, f. 20. október 1953. Útför Sigfríðar fór fram frá Hjallakirkju í Ölfusi 29. mars sl. talaði við þig. Stundum tókst þú í hárið á mér og straukst það eins og þú gerðir þegar þú burstaðir hárið mitt fyrir mörgum ámm. Þú varst mér svo dýrmæt og sérstök. Ekta amma. Mér fínnst sárt að geta ekki kom- ið til íslands og kvatt þig. Þú lifir í minningu minni. Guð geymi þig, amma mín. Saknaðarkveðja, þín Halla. Elsku Sigga mín. Ég sendi þér mína síðustu kveðju héðan frá Norður-Noregi. Ég var 16 ára gömul þegar ég hitti þig fyrst. Ég man hlýjuna þína, kímni og gáfur. Ég man ljóðin sem þú fórst með fyrir mig. Ég man sög- umar og ljóðin sem þú fórst með yfír börnunum mínum. Ég man sumrin austur í Kofa. Ég man löngu samtölin um lífið og tilveruna, dauð- ann og hvað tekur við. Af öllu hjarta óska ég þér góðrar heimkomu til þeirra sem þér þótti vænt um. Af öllu hjarta, takk fyrir allt. Þín Guðmunda. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta Þessar hendingar úr sálmi Dav- íðs komu aftur og aftur upp í hug- ann daginn sem vinkona mín og fyrrverandi nágrannakona Sigfríð- ur Einarsdóttir lést eftir erfiða sjúkdómslegu. Og hún veitti hugg- un, fullvissan um að nú nyti hún hvíldar þeirrar, sem sálmurinn gef- ur fyrirheit um, en hvíldarinnar var orðin þörf. Ég er þess fullviss að Sigfríður hefði kosið að um hana yrði ekki skrifað að henni látinni, svo hljóð- lega sem hún vildi lifa lífi sínu, en ég veit hins vegar að hún virðir mér það til vorkunnar að vilja minn- ast hennar með nokkmm fátækleg- um orðum, svo lengi var samfylgd okkar sem aldrei bar skugga á. Kynni okkar Sigfríðar hófust fyr- ir rúmum 50 áram þegar hún og maður hennar fluttu frá Akranesi hingað í Ölfus, en þar höfðu þau búið um tíma. Með komu Sigfríðar og Kristjáns í Ölfusið hófst merkilegur þáttur í lífí þeirra. Það að byggja upp á jörð, sem hafði verið í eyði nokkur ár, kostaði mikið átak við uppbygg- ingu á mannvirkjum á jörðinni, sem SIGFRIÐUR EINARSDÓTTIR ar brár. Nína var svo lánsöm að erfa marga góða kosti ömmu sinn- ar, sem var jafnlynd kona og glað- lynd. Hún var nægjusöm og um- talsfróm og leiddi hjá sér óþarfa deilur, en föst fyrir ef á reyndi. Nína ólst upp á Selfossi til 15 ára aldurs, á stóru heimili, og í ört vax- andi byggð. Böm og unglingar nutu leikja og frjálsræðis á Selfossi þessi árin, og góðan skóla áttu þau. Nína fluttist með móður sinni til Reykja- víkur þar sem móðir okkar bjó um árabil á Guðrúnargötu 6. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík, en sigldi til Englands til frekara náms. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Gunnari Pálssyni, en þau gengu í hjónaband 15.7. 1947 og settu saman bú í Drápu- hlíðinni, Reykjavík. Gunnar vann lengi að bókhaldsstörfum hjá ýms- um fyrirtækjum, og var vel fær á því sviði, lengst vann hann þó hjá Fasteignamati ríkisins, allt til starfsloka. Heimili þeirra ungu hjónanna varð strax myndarheimiliog var svo jafnan síðan. Eftir lát föður Gunn- ars flutti fjölskyldan til Dalvíkur, þar sem hann tók við síldarútvegi hans. Þar stóðu þau fyrir stóru búi og erilsömu, ásamt talsverðum at- vinnurekstri, uns síldin hvarf, eins og oft áður og þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Nína var snillingur í matreiðslu, og soðningin varð að veislumat í höndum hennar. Hún lagði hönd á plóginn í brauðstritinu, og vann um 18 ára skeið í eldhúsi Borgarspítal- ans. Þar kunni hún til verka og gat með því veitt sér ánægjuna af að ferðast með fjölskyldu, og dætrum seinni árin, til sólarlanda, og naut þess innilega. Gunnar fékk leyfí frá störfum um skeið og var ráðinn á vegum skandinavískrar stofnunar um þróunarhjálp til starfa í Kenýa. Þar dvöldu þau hjónin um eins og hálfs árs skeið við áhugaverð verk- efni, ásamt yngstu dóttur sinni, frá því snemma árs 1977. Margt dreif á daga þessara ágætu hjóna um hálfrar aldar hjú- skaparskeið, og skin og skúrir gengu yfir eins og verða vill, en eitt stóð óhaggað, ást og samheldni hjónanna. Það var mikil gæfa, sem seint verður fullþökkuð. Nína átti láni að fagna í fjöl- framkvæmt var á fáum árum með mikilli vinnu og eljusemi. Við aukin kynni okkar Sigfríðar kom í ljós að hún var mörgum góðum kostum búin. Hún var ákaflega list- ræn og listfeng eins og hún átti ætt til og hafði þann hæfileika að geta búið til fallega hluti úr nánast öllu. Sigfríður var hlédræg í allri framkomu. Hún var fámál allt að því þögul stundum, en lagði þó sitt til málanna og hafði ákveðnar skoð- anir, enda greind kona. Hún sá ekki ástæðu til að hafa sig mikið í frammi og taldi það ekki vera í sínum verkahring að segja öðrum til, hvorki um orð né athafn- ir. En þrátt fyrir þessa hlédrægni og látlausa framkomu hennar, sem mjög mótaði samskipti okkar, var hún samt alltaf tilbúin til að veita aðstoð ef hún hélt að einhvers stað- ar væri aðstoðar þörf. Þannig var Sigfríður, fyrir það ber að þakka alveg sérstaklega. Við nágrannar hennar urðum þess oft varir. Þetta heitir að eiga góða nágranna. Þau Sigfríður og Kristján voru mjög samhent í að koma búskapn- um í sem best horf. Byijunarerfið- leikar hentu þau eins og oft vill verða, en dugnaður og þrautseigja þeirra beggja yfirunnu erfíðleikana. Fljótt fóra börnin að létta undir sem auðveldaði þeim hjónum að stækka búið, sem þýddi betri fjár- hagsafkomu. Snemma á þeirra búskaparárum urðu þau veitendur og urðu þar að leiðandi traustir einstaklingar í sveitarfélaginu. Sú ákvörðun þeirra að flytja burt úr sveitinni var tekin vegna heilsubrests Kristjáns. Það var árið 1963. Það var ekki sárs- aukalaust því bæði voru þau hjón þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast og alast upp og lifa sín manndóms- ár í faðmi blómlegra byggða. skyldutengslum sínum. Hún var ætíð vinkona og félagi dætra sinna og bamabarna og þeirra er sárastur söknuður við fráfall hennar. Traust- an vin átti hún þar sem mágkona hennar, Kristín Pálsdóttir, var. Kært var með þeim systmm, henni og Erlu, sem ætíð höfðu gott sam- band. Gunnar minn. Við Guðbjörg vott- um þér og þínum innilegustu samúð okkar um leið og við þökkum liðnar ánægjustundir og bjartar minning- ar. Guð blessi þá látnu. Benedikt Thorarensen. Elsku amma Nína. Hvernig kveðjum við þá sem við elskum vitandi að kveðjan er líklega sú síðasta? Því get ég ekki svarað þó svo að þannig hafí því verið háttað hjá okkur fyrir nokkrum dögum. Ég kvaddi bara eins og venjulega, með kossi og sagðist sjá þig fljótt aftur. Ég vonaði að þú myndir hrista þessi veikindi af þér, eins og þú varst vön, en það fór ekki svo. Nú óska ég þess að ég hefði tekið utan um þig og sagt þér hversu óendan- lega vænt mér þykir um þig og hversu mikið ég met vináttu þína. Ég veit að þér líður betur núna og þú andar alveg örugglega léttar, en það er bara svo erfitt að vera óeigingjam á svona stundu, ég vildi hafa þig lengur héma hjá okkur. Ég sakna þín. Þú varst svo góður vinur, amma. Ég hef alltaf getað talað um alla hluti milli himins og jarðar við þig, og þú með þinni hreinskilni sagðir þína skoðun á hlutunum, hvort sem þú varst á sama máli og ég eða ekki. Alltaf þótti okkur Gussa bróður gaman að koma til ykkar, þín og afa, sama hvar í heiminum þið vor- uð; Afríku, Þingvöllum, vinnunni (frostpinnarnir spilltu nú ekki fyrir því), eða bara heima hjá ykkur. Gussi fékk að æfa sig á spilagöldr- um á þér og ég teiknaði handa þér myndir og þú dáðist að öllu saman. Eftir að við uxum úr grasi, hættu frostpinnarnir að trekkja að og við göldmðum nú ekki mikið né teikn- uðum handa þér en heimsóknirnar vom þó alls engu síðri. Nú á ég lítinn son, Arngrím Braga, sem á því miður ekki eftir Sigfríður sýndi það í verki að hún trúði á mátt gróðurmoldarinnar, hún var snjöll garðyrkjukona, þess sjást glögg merki á hennar fyrrum bújörð hér í nágrenni. Sigfríður var svo lánsöm að njóta góðrar umönnunar barna sinna í erfiðum veikindum, sem öll sýndu henni mikla umhyggju og ástúð. Þar voru þau að endurgjalda henni þá miklu umönnun og móðurást, sem hún hafði ávallt sýnt þeim í bernsku. Ég þakka Sigfríði langa og góða samfylgd og vináttu. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur og þakka alla vin- semd í okkar garð. Ragnheiður Jóhannsdóttir, Bakka. Elsku amma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þem tregatárin strið. (V. Briem.) Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig í sumar, þegar ég kem heim. Elsku amma mín, minningarnar um þig hrúgast upp í hugann nú. Heimsóknirnar til ykkar afa í Mos- gerðið og svo seinna í Skólagerðið, ferðirnar austur í Kofa voru ófáar; hvað þið afi vomð dugleg í kartöflu- garðinum. Alltaf var labbað upp í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.