Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 25 2,7 grömm hjá okkur Air Titanium fæst aöeins Kammertríó Þórshafnar í Norræna húsinu KAMMERTRÍÓ Þórshafnar eða Tórshavnar Kamartrio heldur tón- leika í Norræna húsinu sunnudag- inn 6. apríl kl. 20.30. Kammertríó- ið skipa þau Berghild Poulsen sópr- an, Ami Hansen píanó og Bjarni Berg sem leikur á klarinett. Á efnisskránni eru verk eftir L. Cherubini, W.A. Mozart, Fr. Schubert og R. Schumann. Auk þess eru verk eftir finnska tón- skáldið B. Crusell, færeysk tón- skáld, Eyþór Stefánsson og eitt grænlenskt verk eftir Jonathan Petersen. í kynningu segir: „Það var fyrir nokkrum árum sem Berghild Poul- sen, Bjarni Berg og Ámi Hansen hófu að leika saman. Þau fluttu m.a. „Der Hirt auf den Falsen“ eftir Schubert en það verk hafa þau flutt oftast á tónleikum. Tríóið hlaut góðar móttökur frá byijun og var ákveðið að halda samstarfinu áfram undir heitinu Tórshavnar Kamartrio. Tríóið hef- ur haldið sjálfstæða tónleika og einnig leikið með öðram tónlsitar- mönnum. Það hafa ekki verið skrif- uð mörg tónverk fyrir tríó af þessu tagi, en það hefur samt tekist að endurnýja efnisskrána og nokkur tónskáld hafa samið verk sérstak- lega fyrir kammertríóið.“ Teikningar í Skruggusteini RANNVEIG Jónsdóttir sýnir teikningar í listmunagalleríinu Skruggusteini í Hamraborg 20a í Kópavogi, frá 5.-25. apríl. Teikningarnar eru allar frá síð- asta ári og myndefnið m.a. sótt til Ólympíuleikanna í Grikklandi. Þær eru unnar með bleki og olíukrít. Rannveig nam við Myndlista- skólann á Akureyri 1978-1983 og Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1984-1987. Hún hefur sótt mörg námskeið og tekið þátt í samsýningum m.a. í Hafnarborg 1991 og 1997 og myndskreytt bækur. Hún kennir við Lækjaskóla í Hafnarfirði. Skruggusteinn er opinn alla virka daga kl. 12-18 og laugar- daga kl. 11-16. ------» ♦ ♦----- Gallerí Listakot SÝNING Drafnar Guðmundsdótt- ur myndhöggvara í Galleríi Lista- koti, er framlengd til 14. apríl. Á sýningunnu era 51 verk. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1993, og hefur haldið nokkrar einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum síðan hún útskrifaðist. Sýningin er opin mánudaga kl. 12-18, á laugardögum kl. 10-18, og sunnudögum kl. 16-18. Gl€RRUGNflV€RlSUNIN í MJÓDD GL€RRUGNRV€RSLUN K€FLRVÍKUR Kostur að reka gallerí í tengslum við vinnustofurnar STOFNENDUR gallerísins þekktust áður en þeir fóru að starfa saman. Nokkrar þeirra höfðu verið saman í skóla. Framkvöðlarnir eru þær Erla B. Axelsdóttir málari, Helga Ár- manns grafíker, Margrét Salome Gunnarsdóttir, Sigrún Gunnarsdótt- ir og Elínborg Guðmundsdóttir sem allar era leirlistakonur. Sú síðast- nefnda hefur dregið sig út úr hópn- um en Gerður Gunnarsdóttir, sem vinnur skúlptúr, hefur bæst við. Frá upphafi hefur ART-HÚN verið til húsa á Ártúnsholtinu, nánar tiltek- ið að Stangarhyl 7. Þegar þær stækk- uðu við sig fluttu þær upp á efri hæðina og eru nú komnar í glæsileg húsakynni þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Njóta verk þeirra sín vel í björtum og rúmgóðum salar- kynnum og aðstaða til vinnu er góð. Opið er alla virka daga eftir hádegi. Þar eð þær hafa aukið við rýmið ætla þær að brydda upp á þeirri nýjung að leigja út aðstöðu fyrir listamenn til lengri eða skemmri tíma, meðal annars til að auka fjöl- breytnina á því sem þær bjóða upp á. En hvernig er það, ætli karlmaður komi til greina sem leigjandi? „Kyn skiptir ekki máli, listamenn eru af báðum kynjum," segja þær. Þær eru sammála um að það sé afar skemmtilegt og gefandi að reka gallerí sem þetta. „Hér er oft mikið um að vera og hingað koma bæði einstaklingar og hópar. Við höfum fengið nemendur úr nokkrum fram- haldsskólum borgarinnar í heimsókn sem hafa fengið að fylgjast með því hvernig listin verður til. Hópar utan af landi, sem eru að koma í menning- arferð til Reykjavíkur, hafa iitið inn hjá okkur. I tengslum við ísland- skynningu Flugleiða hafa komið til okkar erlendir gestir." Óhreinar og huggnlegar Ætli það sé ekkert erfitt að vera með fólk inni á gafli hjá sér þegar þær eru að vinna? Ekki vilja þær viðurkenna það. „Okkur finnst skap- um ásamt íslenskri konu sem hefur búið í Bandaríkjunum í þijátíu ár og heitir Móa Boyles. Eitt meginmarkmiðið með starf- semi ART-HÚN er að hver og ein þeirra sem þarna starfa geti unnið að list sinni í næði en notið félags- skapar og hvatningar hinna. Segja þær þetta hafa gengið eftir sem sjá- ist best á því að samstarfið hefur enst vel og lengi. „Við getum lokað að okkur ef við viljum fá næði,“ segja þær. „Stundum finnst manni listamenn vera of hræddir við að vera í samstarfi með öðrum lista- mönnum." Nýliðinn í hópnum, Gerður Gunn- arsdóttir, segir að hún hafi ekki gert sér grein fyrir meðan hún vann ein hve hún hafi verið orðin einangr- uð. „Þegar maður fer að vinna í svona hópi áttar maður sig fyrst á því,“ segir hún. „Þetta hefur haft þau áhrif á mig að mér finnst ég frjórri og sköpunarmátturinn meiri,“ bætir hún við. Ætli það sé aldrei erfítt fjárhags- lega að reka svona gallerí? Þær við- urkenna að þetta sé ekki allt dans á rósum. Það hafi komið erfið tíma- bil í rekstrinum en að öllu leyti finnst þeim mikill kostur að reka gallerí í tengslum við vinnustofumar. „Það tekur tíma að vinna sig upp,“ segja þær. En við erum bjartsýnar og stöndum vel sarnan." Auk þess að starfa hver á sínu sviði hafa ART-HÚN konur fengist við iðnhönnun ýmiss konar eins og smíði á skartgripum, einnig hafa þær búið til veglega bjórstúta fyrir Víking bragg á Akureyri sem sjá má á börum landsins. Þær hafa gert verðlaunagripi meðal annars fyr*r Reykjavíkurborg og ýmis golfmót. Sjálfar standa þær fyrir stærsta kvennagolfmóti landsins, ART-HÚN golfmótinu, sem haldið er til skiptis á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur, Grindavíkur og Hafnaifyarðar. Þar eru vegleg listaverk í verðlaun sem hópurinn hannar og gefur. Svo segja má að þessum framtakssömu lista- konum sé fátt óviðkomandi. I 2,7 grömm!! Magnús Kjartansson tónlistamaöur velur aöeins það besta fyrir sjónina, HOVA háskerpugler og AIR RIM, léttustu umgjörö í heimi, 2,7 grömm. f f \ Gerðu kröfu um gæöi J j glersins þegar sjónin ^er annars vegar. HOYA gleriö gefur mesta skerpu. í dag 4. apríl. fra kl. 12:00-18:00 veitir „Anna og útilitið" ráögjöf við val a umgjörðum í verslun okkar í Mjódd. Anna F. Gunnarsdottir Fyrir átta árum opnuðu fímm myndlistarkonur vinnustofur og sölugallerí undir heitinu ART-HÚN. Sú nýbreytni fylgdi starfseminni að þar gafst fólki tækifæri til að kynnast lista- mönnunum að störfum. Nú hafa þær stækkað við sig húsnæði og fylgja því auknir möguleikar sem þær segja frá í viðtali við Hildi Einarsdóttur. Morgunblaðið/ Ásdís ART-HÚN konur fyrir framan stóra leirbrensluofninn sinn, talið frá vinstri, Helga Ármanns, Margrét Salome Gunnarsdóttir, Erla B. Axelsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Gerður Gunnarsdóttir. ast nánari tengsl við fólk sem kemur í ART-HÚN." Það kynnist okkur og sér hvernig við vinnum. Hér eram við í okkar vinnugöllum, óhreinar og huggulegar. Sumir viðskiptavin- anna hafa komið aftur og aftur til að fylgjast með verki sem er í smíð- um. Þannig eignumst við líka okkar fasta kúnnahóp." ART-HÚN konur hafa haldið einkasýningar og samsýningar víðs vegar, bæði heima og erlendis, í eig- in galleríi og utan þess. Þær hafa líka brallað ýmislegt saman. „Við fórum nokkrar í eftirminnilega ferð til Saratoga Springs í New York fylki fyrir nokkrum árum og sóttum þar listaháskóla. Þar kynntumst við bandarískum listamönnum. Tveir þeirra komu hingað til lands og unnu hér í nokkrar vikur og héldu svo sýningu á afrakstrinum. Fyrir þeirra tilstuðlan sýndum við í John Almqu- ist Gallery í Chicago nokkru seinna. í leiðinni höfðum við heilmikla land- kynningu. Chicago-sýningin var síð- an send áfram til Saratoga Springs, þar sem við sýndum í Pompeii Muse- Léttasta umí*jörö í heimi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.