Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR EQUITANA er vettvangur fróðleiks, skemmtunar, gleði og söngs. Bjarkar á Tóftum, Einar Bolla- son, Hólmgeir í Haughúsum, Gunnar í Skjálk, Helga Einarsdóttir, Benedikt Ólafsson, Haraldur í Andra, Gísli á Leirubakka og Jón Halldórsson áttu góða daga á sýningunni í ýmsum erindagjörðum, flest þó að skoða og skemmta sér. Equitana ’97 , Fölnandi stj arna íslenska hestsins íslenski hesturinn hefur verið ein skærasta stjarna Equitana frá því hann kom þar fyrst fram. Held- ur virðast þó vinsældir þessa undrahests hafa dvínað á síðustu sýningum. Valdimar Kristinsson sem fylgst hefur með framgöngu íslenska hestsins o g íslendinga á þessari sýningu frá 1985 gerir hér grein fyrir því sem fyrir augu og eyru bar á nýafstaðinni sýningu. ÍSLENSKIR aðilar og fyrirtæki hafa um árabil verið með sýningar- bása á Equitana og tekið þátt í sýningum með íslenska hestinn. Þetta hefur verið unnið í náinni samvinnu við þýska aðila. Að venju veltu menn fyrir sér hver árangur- ^ inn er að lokinni hverri sýningu því vissulega kostar það mikla peninga að leigja aðstöðu og uppihald í tíu daga eða meira. Heimurinn sigraður annað hvert ár Metnaður íslendinga sem sækja Equitana heim snýst fyrst og fremst um frammistöðu íslenska hestsins í kvöldsýningunum. Fyrstu fregnir sem íslendingum bárust af frammi- stöðunni á fyrstu sýningum sem íslenski hesturinn var þátttakandi í voru á þá leið að íslenski hestur- inn væri að sigra Þýskaland og all- an heiminn og svo var lengi vel j framan af. Islenski hesturinn sigr- j aði heiminn reglulega annað hvert ár. Einnig snerust hlutirnir talsvert mikið um að Íslendingarnir, þ.e. mannfólkið, væru fijálslegir og skemmtilegir, öðru vísi en hinir, að sjálfsögðu með góðri aðstoð Bakk- usar. Þetta tókst mjög vel því hvergi var gleðin meiri en í íslensku básun- um þar sem síkátir og ölkærir land- ar héldu uppi stöðugu stuði frá hádegi og fram á nótt. Margt er breytt á tuttugu og fimm ára afmæli Equitana. Sýning „ íslensku hestanna er komin í fast ■ far sem virðist djúpt og erfitt upp úr að komast. Undanfamar þrjár sýningar hefur íslendingum þótt framlag íslenska hestsins á kvöld- sýningum lélegt og var engin breyt- ing á því nú. Undirritaður sá síð- ustu tvær kvöldsýningarnar að þessu sinni og getur ekki með nokkru móti tekið undir þá skoðun að þetta hafi verið hreint og klárt lélegt. Alltof algengt er að ef ekki er allt í toppi þá finnist fólki allt ómögulegt og lélegt. Nær væri að segja að sýning íslensku hestanna líði fyrir hugmynda- og tilbreyting- arleysi, alltaf hjakkað í svipuðu eða sama farinu. Afleiðingin er sú að nú voru íslensku hrossin fyrst á dagskrá kvöldsýningar í stað þess að vera með síðustu atriðunum. Undirtektir áhorfenda við íslensku hestunum voru nokkuð svipuð og verið hefur, kannski heldur minni en áður. Nýjar góðar hugmyndir vantar Auðvitað eru góðu hugmyndirn- ar á sveimi allt í kringum okkur, vandamálið er bara að þær detti inn í huga einhvers. Til dæmis eins og þegar Gunnar Bjarnason sá mikli hugmyndasmiður stakk upp á að senda Nonna og Manna á Equit- ana. Þá voru þeir piltar frægir um allt Þýskaland og hugmyndin hitti beint í mark. Þátttaka þeirra í kvöldsýningunum virkaði vel og allt ætlaði um koll að keyra í íslensku básunum. Var það ógleymanlegt öllum þeim er með fylgdust þegar unglingsstúlkurnar fylltu alla ganga við íslandshestabásana og ruddust að þeim stað þar sem Nonni og Manni sátu og gáfu eiginhand- aráritanir. Það er líka athyglisvert að það skuli hafa verið eldri maður á eftirlaunum sem fékk þessa frá- bæru hugmynd. íslenska atriðið byijaði með hrossasmölun í dulúðlegri þoku inn- an um eldfjöll og hveri. Því næst ríður inn Rúna Einarsdóttir í gervi álfadrottningar á stóðhestinum Fána frá Hafsteinsstöðum. Síðar koma inn á sviðið nokkrir knapar með íslenska fánann og riðin er hefðbundin munsturreið á tölti og endað á „skeiðsprettum" þar sem sama lagið er leikið undir og gert var 1985 og líklega verið notað frá því íslenskir hestar komu fyrst fram á Equitana. Svona hefur þetta verið lítið breytt í gegnum árin og nú virðist þetta ekki ganga lengur til að halda þeim vinsældum sem ís- lenski hesturinn naut á kvöldsýn- ingum Equitana áður fyrr. Toppmenn og -hestar tregir til þátttöku í grein sem undirritaður ritaði eftir Equitana ’95 var sagt að ís- lensku hestarnir væru fallnir af þeim stalli og nefndar ýmsar hugs- anlegar ástæður fyrir því hvernig komið væri. Sú staðreynd að ís- lensku hestarnir skuli komnir fremst í kvöldsýninguna segir meira en mörg orð um fallandi vinsældir íslenska hestsins á Equitana. Til upprifjunar mætti nefna þau helstu. Fremstu knaparnir virðast ekki lengur ginkeyptir fyrir þátttöku í Equitanasýningum, eigendur topp- hesta sömuleiðis nískir að lána þá af ýmsum ástæðum, má þar nefna þungt reiðfæri fyrir ganghesta sem eykur slysa- og álagsmeiðsli, hætta á ýmiskonar sýkingum þar sem mörg hross koma saman. Aðstaða til upphitunar fyrir sýningar er afar bágborin í það minnsta fyrir ís- lenska hesta sem þurfa rými. Þarna spila fjármunir stóra rullu og hags- munir margra aðila. Ungmennfé- lagsandinn er löngu dauður á þess- um vettvangi, allir vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn, sem má teljast eðli- legt. Þessi orð má ekki skilja svo að aðeins fáist miðlungshestar í ís- lenska atriðið með knöpum í svipuð- um gæðaflokki. Stóðhestamir Fáni frá Hafsteinsstöðum og Þótti frá Hólum eru engir aukvisar svo dæmi sé tekið en hinsvegar hefðu að ósekju mátt vera fleiri hestar af sama eða svipuðum gæðaflokki. Sama gildir um knapa eins Rúnu og Karly Zingsheim, Angantý Þórð- arson og Svein Hjörleifsson svo dæmi sé tekið. Allt knapar í fremstu röð. Góð aðsókn í básana Af þeim aðilum sem voru með bása frá íslandi má nefna íshesta, Flugleiðir, Arinbjörn á Brekkulæk og Hestasport í Skagafirði. Heldur færri aðilar en oft áður en þessir aðilar hafa hinsvegar verið þaul- sætnir á Equitana. Allir létu þeir vel af útkomunni að þessu sinni, Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞÓTT ekki gangi sem skyldi í kvöldsýningunum á íslenski hestur- inn marga aðdáendur á Equitana sem komu og heilsuðu upp á hann í Islandsþorpinu. STÓÐHESTURINN Þótti frá Hólum komst vel frá sínu, sigraði í töltkeppni ganghesta af ýmsum kynjum og kom vel fyrir á kvöldsýningum. Knapi er Angantýr Þórðarson. ÞRÁTT fyrir góða framgÖngu Rúnu Einarsdóttur og Fána frá Hafsteinsstöðum tókst ekki að lyfta þætti islensku hestanna á kvöldsýningunni á hærra plan en verið hefur á undanförnum sýningum. Ekki er hægt með neinu móti að taka undir gagnrýnis- raddir sem segja að íslenska sýningin hafi verið léleg þótt vissu- lega vanti hugmyndaauðgina. töldu það vel þess virði að vera með bás til að viðhalda sambandi við eldri viðskiptavini og til að skapa ný viðskiptasambönd sem kæmu síðar. Af þýskum aðilum er fyrst og fremst um að ræða ræktendur og hrossasala og reiðtygjaframleið- endur. Einnig er I.P.Z.V. (Land- samband eigenda íslenskra hesta í Þýskalandi) ávallt með bás til kynn- ingar á starfsemi sinni og íslenska hestinum. Hagsmunir þessara aðila sem mynda Islandshestaþorpið eru í mörgu sameiginlegir þótt_ sam- keppnin sé á fullu. Herbert Olason sá um veitingasöluna í þorpinu eins og oft áður auk þess að selja reið- tyri- Sú yfírlýsing var gefin út fyrir sýninguna nú að í ráði væri að stefna að árlegri Equitanasýningu í Essen en þær hafa sem kunnugt verið haldnar annað hvert ár. í Is- landsþorpinu fékk þessi hugmynd dræmar undirtektir. Á fundi „þorpsbúa" lýsti aðeins einn aðili Walter Feldmann því yfir að hann myndi taka þátt í sýningu 1998. Aðrir kváðust ekki verða með. Und- ir lok sýningarinnar bárust þau tíð- indi að meiri líkur væru á að fallið yrði frá þessari hugmynd. Þess má geta að Equitana var haldin í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fyrra og er stefnt að árlegri sýningu þar enda hestaheimurinn mun stærri þar en í Evrópu. Sumir þeirra sem eru með bása standa að skipulagningu og fram- kvæmd á sýningu íslensku hest- anna. Það virðist orðin viðtekin venja að þeir sem þar standa fremstir í flokki fá allháværa gagn- rýni. Á því var engin breyting nema síður væri að þessu sinni. Oft hefur myndast spenna milli Þjóðveija og íslendinga í þessu samstarfi, stund- um verið kvartað yfir frekju í þeim þýsku. Aðstandendur íslenska hestsins vilja vera áfram á toppnum með hann eins verið hefur lengst af. Því miður hefur hallað undan fæti og hinir svartsýnu telja að með sama áframhaldinu styttist í að ís- lenski hesturinn verði ekki meðal atnða á kvöldsýningum. Á þessari stundu er eðlilegt að spurt sé hversu miklir hagsmunir séu í húfí að hafa íslenska hestinn innan við hið gullna hlið kvöldsýn- inganna. Höfum við efni á að falla út eða vera bara „með“ eins og gjaman er sagt þegar fjallað er um þátttöku íslendinga í Ólympíuleikun- um? Ef ekki, hversu miklu er þá kostandi til og hveijir eiga að borga brúsann. Ekki er ósennilegt að sag- an um „Litlu gulu hænuna" geti endurtekið sig eina ferðina enn þeg- ar tekið verður á þessum málum. Þegar ungmennafélagsandinn er dauður reyna allir að komast eins létt frá hlutunum og mögulegt er. Kannski verður hægt að fjármagna sýningu íslenskra hesta á Equitana með hagnaði af „Saga Reitschule“ sem að sögn gengur vel. Þörf er á góðum hugmyndum á borð við þær sem Gunnar Bjarnason hefur sett fram í gegnum tíðina og virkað vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.