Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐ BREYTA FORSENDUM AKVARÐANIR skipulagsyfirvalda raska á stundum högum fólks og rýra eignir þeirra. íbúar Setbergs- hverfis í Hafnarfirði eru þeirrar skoðunar að það eigi við um nýjar skipulagstillögur, sem þeir telja að gangi á for- sendur þessarar tiltölulega nýlegu byggðar. Hjalti Arn- þórssson, talsmaður íbúa, segir í viðtali við Morgublaðið í gær, að fólk hafi fjárfest i húsnæði á þessu svæði á ákveðnum staðfestum skipulagsforsendum, sem gerðu m.a. ráð fyrir því að Reykjanesbraut yrði tvöfölduð, en yrði áfram tengibraut með 40 til 60 km hámarkshraða. Ný skipulagstillaga breyti forsendum umtalsvert, sem staðarval bygginga var reist á, ef hún nái fram að ganga, þ.e. aðstæðum í hverfinu og rýri verðmæti húseigna. Jóhannes Kjarval, skipulagsstjóri Hafnarfjarðar, segir á hinn bóginn, að tillagan sé tæknilegt svar við auknum umferðarþunga, þegar orðnum og fyrirsjáanlegum. Fallið hafi verið frá áður ráðgerðum ofanbyggðavegi þar sem Hafnfirðingar hafi ekki möguleika á þriðju stofnbrautinni inn í bæinn. Sú braut þyrfti að liggja um Garðabæ, sem hafnað hafi framkvæmdinni. Árekstrar vegna skipulagsbreytinga og byggðaþróunar, sem sveitarfélög ráða ferð um, hafa ítrekað sagt til sín undanfarið. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að horfa til réttar fólks, sem breytingar af þessu tagi bitna illa á, þegar búsetuskilyrði versna umtalsvert og eignir rýrna í verði. Einstaklingar og fjölskyldur taka ákvarðanir um framtíðarheimili og fjárfestingu í íbúðarhúsnæði að teknu tilliti til ákveðinna forsendna, m.a. skipulagsforsendna, sem sveitarfélög hljóta að bera ábyrgð á gagnvart viðkom- andi. Það er alls ekki viðunandi að sveitarfélög breyti þessum forsendum eftir á, ef það raskar umtalsvert högum fólks eða rýrir eignir þess. Krefjist heildarhagsmunir slíkra breytinga þurfa fullar bætur að koma fyrir. Rétt einstakl- inga og fjölskyldna gagnvart stjórnvaldsákvörðunum af þessu tagi þarf að tryggja sem kostur er. MEIRA RÉTTLÆTIOG LÆGRI SKATTAR BARÁTTA gegn skattsvikum skilar vaxandi árangri, miðað við þær tölur, sem komu fram í svari Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi fyrr í vikunni. Frá því embætti skattrannsóknarstjóra var stofnað fyrir fjórum árum hefur starfsemin skilað rúmlega milljarði króna í ríkissjóð, sem ella hefði verið stungið undan. Þar af komu 555 milljónir í ríkissjóð á síðasta ári, ríflega helmingi meira en árið áður. Þessi árangur er skref í rétta átt. Betur má þó ef duga skal. Samkvæmt mati nefndar á vegum fjármálaráðherra, sem skilaði skýrslu fyrir fjórum árum, má ætla að árlega verði ríkissjóður og sveitarfélögin af um ellefu milljarða króna tekjum vegna skattsvika. Á fjórum árum hefur því aðeins tekizt að ná í u.þ.b. einn tuttugasta hluta þeirrar upphæðar. Hert eftirlit með skattsvikum og efldar skattrannsókn- ir stuðla í fyrsta lagi að auknu réttlæti í skattkerfinu. Það er óþolandi fyrir almenna launþega, sem standa skil á skatti af hverri krónu sem þeir vinna sér inn, að horfa upp á að stór hluti þeirra, sem afla tekna, borgi lítið sem ekkert í sameiginlegan sjóð landsmanna - að minnsta kosti miklu minna en þeim ber. Þetta á ekki sízt við um ýmsa hópa, sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. Að- gerðaleysi stjórnvalda gagnvart skattsvikurum grefur undan skattasiðferði og stuðlar beinlínis að auknum skatt- svikum. í öðru lagi liggur beint við að takist að draga verulega úr skattsvikum og fletta ofan af margvíslegri svartri at- vinnustarfsemi mun það auka tekjur ríkissjóðs, sem síðan ætti að gera stjórnvöldum kleift að lækka skatthlutfallið. Og lægra skatthlutfall stuðlar að betri skattskilum. Það eru því hagsmunir hins almenna, heiðarlega skatt- greiðanda að skattaeftirlit og skattrannsóknir verði efld og haldið verði áfram á sömu braut og undanfarin fjögur ár. Til lengri tíma litið eru það einnig hagsmunir al- mennra skattgreiðenda að stuðla að því að minnka neðan- jarðarhagkerfið, til dæmis með því að afþakka „nótulaus“ viðskipti. Bókagerðarmenn fagna aldarafmæli samtaka sinna í dag , :.v Morgunblaðið/Ól.K.M. HÉR er Styrkár Sveinbjörnsson, sem nú er látinn, við blýsetningarvél í Odda. Fyrsta sjukrasam- lagið stofnað af HÍP MARKMIÐ með stofnun Hins 'íslenzka prentar- afélags er orðað svo í annarri grein félagslag- anna: „Tilgangur félags vors er að efla og styrkja samheldni meðal prentara á íslandi; að koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð bor- inn af prentsmiðjueigendum; að styðja að öllu því, er til framfara horfir í iðn vorri, og að svo miklu leyrti sem hægt er, tryggja velmegun vora í framtíðinni." Aðalhvatinn að stofnun HÍP var öryggisleysi í at- vinnumálum og lágt kaup og snýst félagsstarfið um þessa tvo aðalþætti mörg næstu ár. Einnig var deilt mik- ið um nema og vinnu þeirra. Rúmum áratug áður en HÍP er stofnað höfðu prentarar í Reykjavík stofnað Kveldvökuna, sem kallað er skemmti- og fræðslufélag. Gaf það út Kveldstjörnuna í nokkur ár og þar kemur m.a. fram að í félagsmönnum blundar einnig sú hugmynd að ná samstöðu í viðskiptum sínum við at- vinnurekendur. Má telja stofnun Kveldvökunnar vísi að stofnun sjálfs stéttarfélagsins og 2. janúar 1887 er prentarafélagið gamla stofnað. Starfar það aðeins í þijú ár og leggst niður vegna atvinnuleysis meðal prentara þegar þeir hverfa til ann- arra starfa. Fyrsta sjúkrasamlagið En aftur að HIP. Strax á þriðja fundi félagsins er farið að ræða stofnun styrktar- og sjúkrasjóðs og fyrsta sjúkrasamlag hérlendis er stofnað af prenturum i ágúst 1897. Greiddu atvinnurekendur sjúkrasam- laginu 10 aura vikulega fyrir hvern starfsmann og félagsmenn 20 aura. Sjúkrasamlagið starfaði í fjóra ára- tugi og stóðu félagsmenn allan þann tíma einir undir sjúkratryggingum félagsmanna. Síðar var stofnaður atvinnuleysistryggingasjóður sem starfræktur var í rúma hálfa öld og komið er á ellitryggingu og eftir því sem almannatryggingakerfið dafnaði breyta prentarar starfsemi þessara sjóða og stofna síðar lífeyrissjóð. HÍP lætur margvísleg málefni til sín taka og vinnur m.a. ötullega að því að komið sé á stöðugri iðn- fræðslu fyrir prentnema. Nemar gáfu félaginu bókasafn snemma á öldinni við inngöngu sína í félagið og hafa sífellt bæst í það bækur sem félags- menn og útgefendur hafa gefið. Þá hafa konur alla tíð verið virkir Tólf prentarar komu saman sunnudaginn 4. apríl 1897 og stofnuðu Hið íslenzka prentara- félag en allmörg misserí áður höfðu prentarar rætt nauðsyn þess að stofna stéttarfélag. í dag starfa samtök bókagerðarmanna undir einum hatti en Félag bókagerðarmanna var stofnað árið 1980. Sameinastþar stéttarfélög heillar starfsgreinar og fagnar greinin nú ald- arafmæli sínu og miðar við stofnun HIP. MORGUNBLAÐIÐ í pressunni. Viðar Janusson notar kústskaft til að ýta við stilliskrúfunum fyrir farfann en hann var lengi pressu- maður, fyrst í blýinu og síðar á offsetvélunum. Myndin er tekin í þáverandi húsnæði prentsmiðju Morgunblaðsins við Aðalstræti. Tónlist eftir prentara á afmælishátíð AFMÆLISHÁTÍÐ bókagerðar- manna fer fram í Borgarleikhúsinu í Reykjavík í dag og hefst klukkan 15. Lúðrasveit verkalýðsins leikur frá klukkan 14.40 í anddyrinu. Meðal dagskráratriða má nefna ræðu Sæmundar Árnasonar, for- manns Félags bókagerðarmanna, hljómsveit bókagerðarmanna und- ir stjórn Magnúsar Ingmarssonar leikur lög eftir prentara, sönghóp- ur starfsmannafélags Frjálsrar Ijölmiðlunar syngur lög eftir prentara, fluttur verður leikþáttur undir stjórn Arnar Árnasonar, Karls Ágústs Ulfssonar og Sigurð- ar Siguijónssonar, Flosi Ólafsson flytur hátíðarhugvekju og Jósef Gíslason leikur einleik á píanó. Að lokinni dagskrá verða gest- um boðnar veitingar. Allir bóka- gerðarmenn, fyrrverandi og núver- andi, eru velkomnir til þessarar afmælishátíðar. þátttakendur í prentverki. Fyrst er getið Kristjönu _ Markúsdóttur sem hóf störf hjá ísafoldarprentsmiðju árið 1892 við ílagningu í hraðpressu. Bættust fleiri í hópinn eftir því sem pressum fjölgaði en þær voru einnig dijúgar við störf í bókbandi. Var stofnað Félag prentsmiðjukvenna árið 1918. Aðeins þijár konur luku prófi í setningu og þrjár í bókbandi fyrir sameiningu bókagerðarfélag- anna en síðan hefur þeim fjölgað ört. Á lýðveldisárinu var stofnað Bygg- ingasamvinnufélag prentara og voru fyrst reist þijú hús við Hagamel í Reykjavík þar sem eingöngu bjuggu prentarar fyrstu árin en síðar þijú stórhýsi við Nesveg, Laugarnesveg og Sólheima. Eignuðust mun færri prentarar íbúðir þar. Þá festi HÍP kaup á jörðinni Miðdal í Laugardal og er þar nú mikið sumarhúsahverfi þar sem bæði félagið og félagsmenn eiga sína bústaði. Félagið keypti árið 1941 húsið við Hverfisgötu 21 í Reykjavík og er þar nú aðsetur bókagerðarmanna. Rætt- ist þar langþráður draumur um fé- lagsheimili. Nutu félagsmenn aðstoð- ar Kvenfélagsins Eddu sem er félag eiginkvenna prentara. Eddu-konur höfðu löngum sýnt hug sinn til prent- arafélagsins, meðal annars í dyggri aðstoð í verkfallsátökum og aðstoð við félagsheimili prentara sem vígt var 1. maí 1956. Vinnuvikan styttist Eins og fyrr segir hafa kjara- og atvinnumál löngum verið fyrirferðar- mikil viðfangsefni HÍP. Árið 1906 var samið við Gutenberg og Isa- foldarprentsmiðju um tíu stunda vinnudag sex daga vikunnar, hálfs mánaðar veikindafrí og 52% álag á auka- og næturvinnu. Ekki var um sumarfrí að ræða á þessum tíma. Árið 1954 var vinnuvikan orðin átta stundir fimm daga vikunnar á sumr- in, unnið hálfan laugardag hálfan maí og september en annars unnið alla laugardaga. Sumarleyfi var 12 dagar eftir eins árs starfsaldur, 15 eftir tíu ára starf og 18 dagar eftir 18 ár í iðninni. Aukavinnuálag var 60% og nætur- og helgidagaálag 100% og veikindadagar 12 árlega. I dag er unnið átta tíma fimm daga vikunnar, sumarleyfi eru 25 dagar eftir ár í starfi og 28 eftir áratug. Þeir sem hafa 9 ára starfsreynslu geta óskað eftir vetrarorlofi og leng- ist þá heildarorlofið í 33 daga. Saganí 100 ár og stéttartal AFMÆLISRIT og stéttartal bóka- gerðarmanna í 400 ár koma út í dag í tilefni af 100 ára afmæli sam- taka bókagerðarmanna. Er stéttar- talið í tveimur bindum og hefur að geyma æviskrár 2.200 manna og afmælisritið er rúmlega 700 blaðsíðna bók með fjölda mynda. Þá verður í dag sérstök afmælishá- tíð í Borgarleikhúsinu í Reykjavík þar sem tímamótanna verður minnst í máli og myndum. Tæp þrjú ár eru síðan samið var við dr. Inga Rúnar Eðvarðsson fé- lagsfræðing um að taka saman þá sögu bókagerðarmanna sem kemur út í dag. Með honum störfuðu í ritnefnd þau Svanur Jóhannesson, Sæmundur Árnason og Þóra Elfa Björnsson. Bókin nefnist „Samtök bókagerðarmanna í 100 ár“ og er þar fjallað um þau féiög sem ís- lenskir bókagerðarmenn hafa átt með sér allt frá stofnun Prentara- félagsins 1887 og starfaði stutt. Rakin er starfsemi Hins íslenzka prentarafélags sem stofnað var fyrir einni öld, Bókbindarafélags íslands, stofnað 1906, Prentmynda- smiðafélags íslands 1947 og Offset- prentarafélags íslands 1951. Tvö síðastnefndu félögin voru samein- uð í Grafíska sveinafélaginu árið 1973. Félögin þijú sameinuðust síð- an í Félag bókagerðarmanna 2. nóvemberárið 1980. Mikil framsýni Ingi Rúnar Eðvarðsson sagði er bókin var kynnt í gær að honum hefði fundist merkilegast að kynn- ast þeirri framsýni sem prentarar sýndu á margan hátt, m.a. með stofnun fyrsta sjúkrasamlagsins í landinu, styrktar- og sjúkrasjóðs og sjóðs til tryggingar vegna at- vinnuleysis. Þá sagði hann að kjarabarátta hefði Iöngum verið varnarbarátta um að halda kaup- mætti en prentarar bjuggu við þokkalega góð kjör á kreppuárun- um. Hafi prentarar um margt ver- ið fremstir í flokki í kjarabaráttu og vísað öðrum félögum veginn í þeim efnum. Ingi Rúnar kvaðst hafa reynt að skyggnst nokkuð inn í líf og kjör þeirra sem komu við sögu félaganna og lífga uppá efni bókarinnar. Fyrsti prentarinn hér- lendis er talinn Jón sænski, sem einnig var prestur og hafði lært í Svíþjóð. Starfaði hann við prent- verk Jóns Arasonar á Hólum og sonur Jóns sænska, Jón, var í læri hjá honum og því talinn fyrsti prentneminn. Nýtt stéttartal bókagerðar- manna er í tveimur bindum, alls 824 blaðsíður, og annaðist Þor- steinn Jónsson ættfræðingur rit- sljórn þess. Ritnefnd var skipuð þeim Svani Jóhannessyni, Sæmundi Arnasyni og Guðbrandi Magnús- syni. Prentaratal hafði komið út á árunum 1953-54, bókbindaratal að hluta á árunum 1965-69 og Bóka- gerðarmenn komu út árið 1976. Hafði margs kyns heimildasöfnun farið fram vegna útgáfu þessara bóka og er að nokkru byggt á henni og síðan bætt við nýjum félögum. Alls eru birtar æviskrár 2.200 manna og má segja að tugþúsundir manna komi auk þeirra við sögu. Rúmlega 1.100 félagsmenn Sæmundur Arnason formaður Félags bókagerðarmanna kynnti bækumar en prentvinnsla þeirra fór fram hjá Odda. Hægt er að fá bækurnar saman í öskju eða hvort rit í sínu lagi. Sæmundur sagði jafn- framt í stuttu ávarpi að félagsmenn séu í dag rúmlega 1.100 en hafi verið um 700 við sameiningu félag- anna árið 1980. Um 30% em konur og í sjö manna stjórn samtakanna em tvær konur. Sæmundur sagði atvinnuástand í stéttinni þokkalegt, atvinnuleysi væri um 4% og helst bitnaði það á elstu félögunum og þeim sem ekki byggju yfir tölvu- kunnáttu en stórstígar breytingar hafa orðið í allri prentvinnslu á síð- ustu tveimur áratugum. Morgunblaðið/Ásdís HOFUNDAR stéttartals og sögu bókagerðarmanna. Þorsteinn Jóns- son (t.v.) og Ingi Rúnar Eðvarðsson. SVANUR Jóhannesson, nýkjörinn heiðursfélagi (t.h.), og Sæmundur Árnason, formaður FBM, sátu í báðum ritnefndunum. ASÍ ogVSÍ gagnrýna ákvæði í lífeyrisfrumvarpi Grundvöllur lífeyrismála að riðlast? Ákvæði í nýju frumvarpi ríkisstjómarínnar um lífeyrísmál hefði í för með sér gerbreytta uppbyggingu lífeyrískerfisins að mati Alþýðusambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins. Fjármálaráðherra segirþessa gagnrýni byggða á misskilningi. RÍKISSTJÓRNIN breytti á miðvikudag nokkrum ákvæðum í frumvarpi um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Var m.a. breytt ákvæði um lágmarksið- gjald til lífeyrissjóðanna þannig að það verði 10% og renni að öllu leyti til samtryggingar í almenna lífeyrissjóði. Jafnframt var breytt ákvæði um aðild að lífeyrissjóði. í fyrri frum- varpsdrögum sagði að aðildin færi eftir því sem kveðið væri á um í kjara- samningum stéttarfélaga og atvinnu- rekenda og í samþykktum hlutaðeig- andi lífeyrissjóðs. í frumvarpinu, sem ríkisstjornin afgreiddi á miðvikudag, segir að aðild að lífeyrissjóði fari eft- ir því sem kveðið er á um í sérlögum, ráðningarsamningum eða kjarasamn- ingum stéttarfélaga og atvinnurek- enda og í samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóðs. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að þessi breyting sé ger- samlega óviðunandi og út í hött, því þarna væri verið að opna fyrir að atvinnurekendur geti ráðið lífeyris- sjóðsaðild starfsmanna sinna. Hann sagði að með þessu væri ver- ið að stíga mjög afdrifaríkt skref sem gengi þvert á það sem gengi og gerð- ist í öðrum löndum: að auka mögu- leika á séreignalífeyri með því að ganga á samtryggingu. „Með frumvarpinu, eins og það kom fyrst fram, var búið að taka út ákvæði um að fólk eigi að vera í lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfs- hóps. Það viljum við fá inn aftur. Þá er þarna verið að útiloka lífeyrissjóðina frá því að sýsla með viðbótariðgjaldið [það sem er umfram 10%] og við viljum gjarnan að lífeyrissjóðirnir geti verið með séreignadeildir," sagði Ari. Gerbreytt skipulag Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að sér sýnd- ist að með ákvæðinu um ráðningar- samninga væri verið að gerbreyta því skipulagi í lífeyrismálum, sem nú gilti, því sjóðirnir hlytu þá eðli málsins sam- kvæmt að fara að keppa um viðskipti við fyrirtæki. „Ef það á að vera fqalst val um sjóðina hlýtur það að leiða til þess, að mismunandi aidurslíkur karla og kvenna hafa áhrif á réttindamyndun þeirra og því munu karlar og konur ekki hafa sömu lífeyrisréttindi. Yfir höfuð muni vátryggingasjónarmiðin ráða réttindunum en ekki þessi al- mannatryggingasjónarmið, sem hafa verið lögð til gi'undvallar uppbyggingar lífeyrissjóðakerfisins," sagði Þórarinn. Ilagsmunir Landsbanka? Þórarinn benti á að Landsbankinn hefði nýlega keypt helmingshlut í Vátryggingafélagi Islands með það að yfirlýstu markmiði að geta gerst umsvifamikill á lífeyristrygginga- markaði. Því væri útilokað annað en horfa á málið í því samhengi. „Fjárhagslegir hagsmunir þessara aðila sýnast því hafa meira vægi en þjóðfélagsleg stefnumótun um hvernig eigi að tryggja hagsmuni aldraðra. Þetta er einnig efnahagspóiitískt mál, því ef samfélagstryggingin er skert, þannig að ákveðnir hópar fái lítil rétt- indi, þá þýðir það að stærri hluti af framfærslubyrði þessa fólks lendir aft- ur á almannatryggingakerfinu sem kallar aftur á aukna skatta. En Vinnu- veitendasambandið hefur litið mjög ákveðið á uppbyggingu lífeyrissjóða- kerfisins sem þátt í að halda aftur af vexti ríkiskerfisins,“ sagði Þórarinn. Misskilningur Friðrik Sophusson íjármálaráð- herra sagði að þessi gagnrýni væri byggð á misskilningi. Frumvarpið gerði ráð fyrir því að öllum launa- mönnum væri gert að taka þátt í fé- lagslegri samtryggingu lífeyrissjóða- kerfisins. Það sem réði lífeyrissjóðsað- ild væri í fyrsta lagi sérlög, t.d. um lífeyrissjóði bænda, ríkisstarfsmanna óg sjómanna. Að slíkum lögum sleppt- um giltu kjarasamningar á vinnu- markaði en þegar hvorki lögum né kjarasamningum væri til að dreifa gætu gilt ráðningarsamningar. „Ástæðan er sú að til eru lífeyris- sjóðir sem starfsfólk greiðir í sam- kvæmt ráðningarsamningi. Dæmi um það er Samvinnulífeyrissjóðurinn. Breytingin er því fyrst og fremst sú, að þeir sem tilheyra starfsgreinasviði, en eru utan kjarasamninga, geta val- ið sér lífeyrissjóð sem getur tekið við þeim samkvæmt samþykktum sín- um,“ sagði Friðrik. Hann sagði að ástæðan fyrir því að tekið er út ákvæði í núgildandi lögum um að starfsfólk eigi að vera - í lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps, sé m.a. að ýmsir telji þetta bijóta í bága við ákvæði stjórn- arskrár um félagafrelsi. Hefur þetta raunar verið kært til Mannréttinda- dómstóls Evrópuráðsins. Aðspurður sagði Friðrik að lífeyr- isfrumvarpið tengdist á engan hátt kaupum Landsbankans á VIS, enda hefði undirbúningur þess hafist löngu áður en það mál kom upp. Fundur með ráðherra Þórarinn sagðist aðspurður telja það skynsamlegt, að halda í frumvarp- inu lágmarksiðgjaldi sem svaraði til 10% af launum. Ari sagði einnig að breytingar, sem gerðar hefðu verið á> þessu í frumvarpinu, væru til bóta. Þær breytingar voru í samræmi við yfirlýsingu sem forsætisráðherra gaf við gerð kjarasamninga fyrir páska um að forræði almennra lífeyrissjóða á 10% framlaginu verði tryggt í frum- varpinu. ASÍ og VSÍ hafa óskað eftir fundi með fjármálaráðherra til að ræða önnur atriði frumvarpsins og verður sá fundur í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks af- greiddi frumvarpið í gær en þingflokk- ur Framsóknarflokks afgreiddi málið á miðvikudag. Samkvæmt upplýsing- * um Morgunblaðsins voru skoðanir mjög skiptar meðal sjálfstæðismanna þar sem sumum þótti frumvarpið ekki ganga nægilega langt til að tryggja einstaklingum valfrelsi í lífeyrismál- um en öðrum að höggvið væri of > nærri aðilum vinnumarkaðar varðandi lífeyrismál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.