Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 29 AÐSENDAR GREINAR Um veg og pósthús á Heklu SÚ VAR tíð að ísland var þekkt- ast fyrir tvennt, hið stórbrotna eld- fjall Heklu og hverinn Geysi í Haukadal. Nú blundar Geysir eins og karl með kransæðastíflu, líklega of gamall til að gera á honum aðgerð. Þrátt fyrir öll vísindin og þekkinguna fá ofsatrúarmenn að ráða ferðinni, Geysir skal sofa í sína arma. Dýrmætari væri Geysir karlinn ef gerð væri á honum var- anleg aðgerð og hann á ný fengi að fremja sín frægu sprengigos. Geysir væri enn dýrmætari ef hann næði heilsu sinni og fyrri reisn. Án nokkurra skemmda væri hægt að finna leið til að lækka yfirborð og koma gosi af stað án stuðnings sápu. Hekla Hekla er eitt kunnasta eldfjall í heimi og höfðu rithöfundar mið- aldamanna vitneskju um hana. Var hún á þeim tíma talin inngangur að helvíti og trúðu menn því að þar loguðu sálir fordæmdra í eilíf- um eldi. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu á Heklutind 20. júní 1750. Þe'ir héldu frá Selsundi, þeim bæ sem hefur í raun verið miðstöð rannsókna og ferða- laga á fjallið í aldir. Þeir félagar gátu varla orða bundist er þeir stóðu á Heklutindi yfir þeirri fegurð og víð- sýni sem blasti við sjónum. Þeir sáu aust- ur jökla fjölda stöðu- vatna á hálendinu sem enginn vissi deili á, háfjöllin upp af Norð- urlandi og lengst í ómælisfj arskanum reis Herðubreið _ eins og háreist höll. Á öll- um ferðum sínum um landið hafa þeir vart komið á aðra eins sjónarhæð. Svo segir í árbók ferðafélagsins 1995. Öld ferðafólks Nú er runnin upp öld ferða- manna og sú þjóð sem nýtir en jafnframt virðir og varðveitir auð- lindir sínar á mikla möguleika. Aðgengi að náttúruperlum er eitt atriðið, að færa sér í nyt ýmislegt sem á fáa sína líka er mjög mikilvægt. Millj- ónir manna sækjast eftir ævintýrum, og sá hópur stækkar, sem vill komast í að upplifa eitthvað sérstakt. Hekla lá orðið utan við alla ferðamannaslóð, hún var torsótt og að- gengi ekki á nútíma- vísu. Nú eru Rangæ- ingar að vakna og taka til að gera sínar auðlindir gildandi. Heklumiðstöð er starf- rækt í Brúarlundi við góðan orðstír. Vega- slóðar að fjallinu eru lagfærðir og ferðamenn svara strax og sýna fjallinu nýjan áhuga. Enn aðrir hafa áttað sig á Njáls- sögu, þeirri perlu í bókmenntum veraldar, og innlendir og erlendir ferðamenn fara á Njáluslóð með sagnaþulum eins og Jóni Böðvars- syni. Þannig verður örlagasagan og eldfjallið að verkefni í skólum um víða veröld, sem auglýsir land- ið sem ferðamannaland. Áustast á Að standa á Heklutindi, segir Guðni Agústsson, yrði nýtt ævintýri í ferðaþjónustu veraldar- innar. mörkum tveggja sýslna situr svo Þórður í Skógum og hefur dregið að sér sögu kynslóða úr tveimur sýslum og með aðstoð góðra manna byggt upp eitt merkasta byggðasafn á íslandi. Skógaskóli fengi aukabúgrein, yrði alþjóðleg- ur Háskóli í sögu og náttúruvísind- um. Byijunin gæti hafist með fjar- kennslu á alnetinu og síðan náms- staður hópa í styttri og Iengri námsferðum til þessa stórbrotna lapds. Vegur á Heklu Ferðaþjónusta kallar á hraða og nýjar aðferðir. Einar, bóndi og al- þingismaður, á Geldingalæk reið gæðingi sínum Tryllingi á Heklu- tind fyrr á þessari öld. Athafna- Guðni Ágústsson menn hafa viljað leggja vegslóða á fjallið baka til en ekki fengið. Er hugmyndin galin eða gullið tækifæri í atvinnusköpun? Hver yrðu viðbrögðin ef vegur yrði lagð- ur á Heklu, þar yrði staðsett póst- hús og ferðamenn fengju stimpil um að þeir hefðu komið að fordyri helvítis og ættu aðra vist vísa. Auðvitað yrði að gæta þess að valda hvergi jarðraski eða spjöllum á klæðum hinnar fögru drottning- ar. Allt þetta yrði að vinna undir eftirliti og umsjón fremstu náttúru- vísindamanna, hvorki sjónmengun eða umhverfísspjöll mættu eiga sér stað. Hekla væri ósnortin eftir sem áður - vegurinn væri háður einka- leyfi og aldrei alfaraleið, akstur alltaf í höndunum á sérhæfðum mönnum, en fjallið yrði á ný í frétt- um um víða veröld. Athöfnin á pósthúsinu og áhrifin af að standa á Heklutindi yrðu nýtt ævintýri í ferðaþjónustu veraldarinnar. Þetta og þvíumlíkt er að gerast i mörgum löndum, því ekki að skoða þessa leið í alvöru. Rangæingar eiga ekki höfn en sagan og náttúruperlurnar eru með þeim hætti að þær munu skila, sé rétt staðið að málum, gjaldeyri á við marga frystitogara. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Ráðstefna um framtíðarsýn í atvinnu- o g umhverfismálum AÐ undanförnu hef- ur töluverð umræða átt sér stað um umhverfis- mál í þjóðfélaginu og má rekja hana til áætl- ana stjómvalda um fyrirhugað álver á Grundartanga. Slík umræða er afar brýn þótt tilefnið gæti verið ánægjulegra. Eins og flestir vita erum við langt á eftir öðrum þjóðum í allri umræðu og aðgerðum sem varða umhverfisvernd. Annars staðar hefur fólk árum saman látið sig umhverfismál varða og tekið virkan þátt í vernd- un umhverfisins með beinni þátt- töku í ýmsum verkefnum. Við höf- um lengi vitað að erlendis er sorp víða flokkað á hverju heimili, fólk notar almenningssamgöngur í stað einkabíla og svo mætti lengi telja. En það er eins og við höfum staðið í þeirri trú að í okkar hreina og óspillta landi ættu umhverfismálin að vera baráttumál fáeinna sérvitr- inga sem fórna mannorði sínu til að vekja okkur hin til umhugsunar. Ráðamenn hafa meðal annars stutt hugmyndir sínar um aukna stóriðju hérlendis með þeim rökum að með stóriðju skapist fjöldi nýrra starfa. Það er rétt að atvinnuleysi hefur stóraukist hérlendis á undan- förnum árum. En er það mögulegt að hér sé um að ræða skammtíma lausnir sem í framtíðinni munu skerða möguleika okkar til at- vinnusköpunar á öðrum sviðum? Umræðan um fyrirhugað álver á Grundartanga kallar eftir því að stjórnvöld móti samræmda heildar- stefnu í atvinnu- og umhverfismál- um. Umhverfismál hafa frá upphafi verið ofarlega á stefnuskrá Kvenna- listans. Lögð hefur verið áhersla á mikil- vægi þess að lagt sé mat á áhrif aðgerða á umhverfi áður en í þær er ráðist og að tekið sé tillit til um- hverfissjónarmiða ekki síður en fjár- hagslegra við ákvarð- anir um skipulag og hvers konar fram- kvæmdir eða rekstur. Gera þarf ítrustu kröfur um að mengun sé ævinlega í lág- marki og þeim kröfum fylgt eftir með virku eftirliti og viðbúnaði til að bregðast við um- hverfisslysum. Auk þess þarf að tryggja aukið vægi umhverfisráðu- neytisins í stjórnkerfinu þannig að íslendingar aftarlega á merinni í umhverfis- málum. Sigrún Erla Egilsdóttir minnir á ráðstefnu á vegum Kvennalistans um framtíðarsýn í atvinnu- og umhverfismálum á morgun. því sé gert kleift að snúa vörn í sókn á öllum sviðum umhverfis- mála. Hvað atvinnumál varðar er mikilvægt að mótuð sé samræmd atvinnustefna til langs tíma. Stefna í atvinnumálum þarf að byggjast á fjölbreytni, hún þarf að taka mið af þörfum framtíðar jafnt sem nútíðar og að vera nátt- úrunni vinsamleg. Laugardaginn 5. apríl nk. stendur Kvennalistinn fyrir ráðstefnu um framtíðarsýn í atvinnu- og umhverfismálum í Rúgbrauðsgerðinni (Borgartúni 6). Ráðstefnan stendur frá kl. 9.30 til 16.00, hún er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Dagskráin er tvískipt og fjallar fyrri hluti ráð- stefnunnar um umhverfísmál en seinni hlutinn um atvinnumál. í umræðu um umhverfismál munu Erfingjarnir, samtök ungs áhuga- fólks um umhverfisvernd, segja frá sjónarhorni ungs fólks á umhverf- ismálin. Einnig verður rætt um umhverfisvernd og alþjóðasamn- inga, umhverfismat og áhrif stór- iðju á ímynd landsins. Á seinni hluta ráðstefnunnar er ætlunin að varpa fram möguleikum til at- vinnuuppbyggingar sem menga umhverfið sem allra minnst. Rætt verður um lífræna ræktun og nýt- ingu á sérstöðu Islands til heilsu- ræktar og lækingar, útflutning á hugviti og hugbúnaði, framleiðslu og notkun á vetni sem eldsneyti, möguleika í ferðaþjónustu, nýtingu á sérstöðu þjóðarinnar til rann- sókna í lífvísindum og læknisfræði og hönnun sem óþijótandi auðlind. Það er von þeirra sem að ráðstefn- unni standa að sem flestir sjái sér fært að sækja hana og taka þann- ig virkan þátt í umræðu um um- hverfismál sem varðar okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennalistans. Glœsileg hnífapör fö) SILFURBÚÐIN vX_/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina - Art. Deco borðstofusett Mahogny borðstofusett ntíU 43tofnn& t>gr?A muntt Nýkomnar vörur Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 Sigrún Erla Egilsdóttir HAPPDRÆTTI ae Vinningaskrá 45. útdráttur3. aprfl 1997 r Ibúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 10906 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr, 200.000 (tvöfaldur) 15100 18643 73523 78469 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvofaldur) 49 17141 23888 38109 62255 72150 391 20227 34254 40973 67162 73815 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvc ifaldur 125 10072 18497 30114 38954 49376 58233 69544 521 11174 18741 30150 39608 49415 58276 70049 1128 11438 18976 30200 39984 50101 58518 70139 1158 12063 19600 31189 40159 50868 59549 70195 1354 12092 19845 31552 40191 51099 59855 71127 1744 12204 20593 31563 40386 51404 60664 71163 1890 12214 20697 32070 40569 51782 60730 71321 2479 13221 20748 32541 41315 51934 60958 71978 3259 13512 21862 32713 41488 52311 61862 72838 3604 13897 21867 32876 41626 53076 62407 73543 3639 13964 22146 32977 42189 53150 62464 73753 3649 14332 22925 33351 43298 53330 62573 74160 3693 14402 23426 33361 44444 53387 63251 74411 3882 14659 24168 33381 45023 53394 64156 74581 5313 15060 24928 33715 45464 53633 64201 74880 5414 15369 25273 33769 46023 53659 65184 74886 5809 15429 25291 33910 46194 54453 65337 75363 6036 15706 25779 33948 46825 54691 65591 75997 6135 15858 25926 34172 47008 55517 66041 76761 6215 16290 26263 34622 47094 55548 66150 77913 6655 16379 26431 34842 47677 55730 66319 78085 6733 16783 26707 34845 47680 55984 67293 78275 7020 16859 27000 35031 47726 56063 67328 78872 7205 16951 27109 35068 47855 56218 67579 79071 7233 17034 27712 35413 48199 56937 68448 79104 7928 17138 28847 35713 48343 57139 68482 79378 8509 17313 29053 36597 48417 57217 68521 79477 8636 17932 29879 36959 48446 57727 68690 79531 8891 18048 29924 37239 48930 58024 69083 10065 18396 30000 38757 48981 58191 69101 Næsti útdráttur fer fram 10. april 1997 Heimasíða í Interneti: Http//www.itn.is/das/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.