Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Verkamannaflokkurinn kynnir stefnuskrá sína fyrir bresku kosningarnar Menntamál sett á oddinn í „Sáttmála við þjóðina“ London. Reuter. Reuter TONY Blair, forsætisráðherraefni breska Verkamannaflokksins, gefur eiginhandaráritan- ir í verslanamiðstöð í Lundúnum í gær, skömmu eftir að hann kynnti stefnuskrá flokks síns, sem ber heitið „Sáttmáli við þjóðina“. BRESKI Verkamannaflokkurinn gerði í gær grein fyrir stefnuskrá sinni fyrir kosningamar 1. maí. Þar eru gefín 10 loforð í „Sáttmála við þjóðina“ og því heitið að stjóma Bretlandi frá miðju stjórnmálanna. íhaldsflokkurinn birti sína stefnuskrá á mið- vikudag og ekki var liðinn sólarhringur þegar Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, hét því að hækka ekki tekjuskatta, tryggja litla verð- bólgu, veita mörg þúsund ungmennum atvinnu á nýjan leik og sýna forustu í Evrópu. „Á hinni róttæku miðju“ „Ég skora á hvem sem er að hafna því að þetta sé róttæk áætlun," sagði Blair. „En hún er á hinni róttæku miðju, nútímaleg, framsýn og að öllu leyti samstillt tíðaranda og eðlisávísun Bretlands okkar daga. Með öðmm orðum, hér er hinn nýi Verka- mannaflokkur, en hvorki áætlun vinstrimanna né íhaldsmanna. Hér em farnar ótroðnar slóðir og leitast við að fá raunvemlegan stuðning frá öllum stigum þjóðarinnar. Þetta bjóðum við Bret- um í dag. Nýtt upphaf." Blair sagði á blaðamannafundi að með birt- ingu stefnuskrár stóru flokkanna tveggja ættu kjósendur þess kost að gera upp á milli „framtíð- ar og fortíðar, milli flokks fyrir fjöldann og flokks fyrir hina fáu, milli fomstu og stjórnleysis". Að sögn Blairs hefðu kjósendur nú mælistiku í höndunum til að meta frammistöðu Verka- mannaflokksins, sem ylti á því hvort þeir efndu loforðin tíu. „Við gerum þá staðreynd að dyggð að stefnu- skráin lofar ekki jörðinni," sagði Blair og vísaði þar til heits í stefnuskrá íhaldsflokksins um að gera Bretland að „besta stað á jörð“. ,,[í stefnu- skránni] segir ekki að við getum gert allt. Það em engir töfrasprotar eða skyndilausnir," sagði Blair. Bilið breikkar Verkamannaflokkurinn hefur nú verið í stjórn- arandstöðu í 18 ár, en skoðanakannanir benda til þess að fátt geti komið í veg fyrir að þar verði breyting á þegar Bretar ganga að kjörborð- inu 1. maí. Samkvæmt könnun, sem dagblaðið Times birti í gær hefur Verkamannaflokkurinn nú náð 55% fylgi, en 27% kváðust styðja Ihalds- flokkinn. Blair segir í stefnuskránni að menntamál verði „forgangsmál númmer eitt“ og auknu fé verði varið til þeirra. Einnig hyggst hann nota skatt- tekjur af umframhagnaði vatns-, gas-, rafmagn- sveitu og annarra fyrirtækja, sem íhaldsmenn einkavæddu, til þess að skapa 250 þúsund manns atvinnu. Að auki er því heitið í „sáttmála" Verka- mannaflokksins að veita aukið fé til heilbrigðis- mála, umhverfisverndar og draga úr spillingu í stjómmálum. Einnig kveðst hann ætla að „veita Bretlandi þá forustu í Evrópu, sem bæði Bret- land og Evrópa þarfnast". Engin viðbrögð bárust frá íhaldsmönnum þeg- ar Verkamannaflokkurinn kynnti stefnuskrá sína utan hvað maður klæddur kjúklingabúningi var settur til höfuðs Blair og á hann að elta hann á röndum meðan á kosningabaráttunni stendur. Á ensku eru þeir kallaðir kjúklingar, sem telj- ast huglausir, og vísar búningurinn til þess að Blair hefur skorast undan kappræðum við Maj- or. Verkamannaflokkurinn var hins vegar ekki lengi að gagnrýna stefnuskrá Majors á miðviku- dag og veittist sérstaklega að tillögum um skattalækkanir, sem sagðar voru óábyrgar. Viðbrögð á fjármálamörkuðum í London voru lítil, bæði á miðvikudag og fimmtudag. Sérfræð- ingar sögðu að í áætlun Verkamannaflokksins kæmi ekkert á óvart og þar væri ekkert að finna, sem fengi blóðþrýsting verðbréfasala til að hækka. Menn hefðu hins vegar skeytt litlu um loforð íhaldsmanna þar sem litlar líkur væru taldar á að þeir myndu fá tækifæri til að efna þau. Lögregla gagnrýnd fyrir fólsku Sao Paulo. Reuter. BRASILÍSKIR embættismenn sögðu á miðvikudag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á meintu harðræði lögreglunnar. Sýndar hafa verið myndir í sjón- varpi af fólskulegri framkomu við vegfarendur á götum úti og hafa þær vakið hörð viðbrögð. Myndirnar voru teknar í síðasta mánuði í Sao Paulo og sýndu lög- regluþjóna stöðva bifreiðar og beija á ökumönnum með kylfum. Þá sést foringi lögreglumanna ganga um með skammbyssu og ógna bílstjórum og farþegum, og lögreglumenn krefja vegfarendur um peninga. Eftir að hafa látið kylfuhöggin dynja á bílstjóra og farþegum einnar bifreiðar sést lögreglumað- ur skjóta a.m.k. tveimur skotum á eftir bifreið er henni var ekið í burtu. Fylgdi fréttinni að við það hefði farþegi særst til ólífis. -----------» ♦ «------ Skýr skila- boð til NATO FINNAR og Svíar sendu Atlants- hafsbandalaginu (NATO) þau skilaboð á miðvikudag, að síður en svo bæri að líta á hlutleysi þeirra og stöðu utan hemaðarbandalaga sem frambúðarfyrirkomulag. Jaakko Blomberg, aðstoðarráð- herra í finnska utanríkisráðuneyt- inu, og Ulf Hjertonsson, starfsbróð- ir hans í því sænska, ítrekuðu við Gebhardt von Moltke, aðstoðar- framkvæmdastjóra NATO, að hlut- leysið væri hvorki til frambúðar né takmark í sjálfu sér. Er þetta sagt hafa gerst á fundi í Brussel. Finnar og Svíar áskildu sér á fundinum rétt til að breyta stefnu sinni í varnarmálum og áréttuðu að væntanlegt samkomulag Rúss- lands og NATO mætti ekki spilla eða draga úr áhrifum þeirra. Sögð- ust þeir vilja sjá skýrar ráðstafanir af hálfu NATO til þess að yfirlýs- ingar um opnar dyr og öryggi fyr- ir alla öðluðust trúverðugleika. Deilt um niðurstöður væntanlegrar skýrslu um Estoniu-slysið Yinnubrögð áhafnar harðlega gagnrýnd Stokkhólmi. Reuter. fyrir að nokkrum mán- uðum liðnum. Óhætt að þekja flakið með steypu? í sænskum sjón- varpsþætti á miðviku- dagskvöld, voru settar fram miklar efasemdir um að hægt væri að þekja Estoniu með steypu, steinum og sandi, þar sem hún hvíl- ir á hafsbotni, eins og staðið hefur til. Áætlun þessi hefur verið gagn- rýnd, ekki síst af að- standendum þeirra sem fórust með henni en í fyrra hófust sænsk og eistnesk stjórnvöld handa við þetta. í fyr- rasumar hættu Svíar skyndilega við, sögðust bíða lokaskýrslu rann- sóknamefnarinnar. Því var neitað að ástæðan væri viðvaran- Lifrar- bólguveira í jarðar- berjum Washington. Reuter. ÞÚSUNDIR bandarískra skólabama, sem borðuðu sýkt jarðarber, vom sprautuð með lyfi við lifrarbólgu í gær en þá þegar höfðu á annað hundrað böm veikst. Ekki er vitað hvemig lifrarbólguveiran barst í jarðarberin, en þau vom keypt frosin. Flest komu tilfellin upp í skólum í Michigan og talið er að nemendur og starfslið skóla í nokkrum ríkjum til viðbótar kunni að hafa neytt sýktra beija. Á innflytjandi berjanna yfir höfði sér ákæm um glæp- samlegt athæfí en berin komu að öllum líkindum frá Mexíkó. Samkvæmt bandarískum lög- um verða öll matvæli, sem neytt er í bandarískum skólum, að vera framleidd í Bandaríkjun- um. Einkenni lifrarbólgu líkjast flensu, og leiðir hún fólk sjaldan til dauða. Raunar fá þau böm sem bólusett era, ekki bóluefni við lifrarbólgu, heldur lyf, sem á að koma í veg fyrir að fólk veikist, sem þegar er sýkt. ÁHÖFN feijunnar Estoniu, sem fórst á Eystrasalti árið 1994, verður harðlega gagnrýnd í lokaskýrslu rannsóknarnefndar um slysið, sem birt verður á næstu mánuðum, að því er fullyrt er í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Þá segir að nefnd- in staðfesti að léleg hönnun stafn- hlera feijunnar hafí verið aðalorsök þess að hún fórst, en að fjölmargt sé við vinnubrögð áhafnarinnar að athuga. f sænska útvarpinu var hins vegar fullyrt í fyrradag að skuldinni væri eingöngu skellt á hönnun og frágang hlerans. Hlerinn, sem var að bílaþilfari Estoniu, rifnaði af í illviðri er feijan var á leið frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms í september 1994. Vatn flæddi inn á þilfarið, skipið tók að hallast og sökk. Alls fórast 852 með skipinu, þar af um 500 Svíar. Dagens Nyheter hefur eftir heim- ildarmönnum úr rannsóknamefnd- inni að áhöfn skipsins, sem var að mestu skipuð Eistlendingum, sé harðlega gagnrýnd. Skipið hafí ver- ið illa hlaðið í Tallinn og áhöfnin hafi neyðst til að fylla jafnvægis- tanka til að rétta skipið af. Það hafði í för með sér að ekki var hægt að rétta það þegar það fór að hallast í ölduganginum. Vöruðu stjórnendur ekki við Sagt er að stjómendur feijunnar í brúnni hafi ekki litið á skjái þar sem sást á bílaþilfarið. Tveir starfs- menn í vélarrúmi hafí hins vegar séð á slíkum skjá að vatn var farið að flæða inn á þilfarið en ekki látið vita í brúnni, að því er segir í blað- inu. Þá er fullyrt að sjálfstýring hafí verið á allan tímann og að hraðinn kunni að hafa aukið álagið á stafn- hlerann. Þegar viðvörunarbjöllur fóra loks í gang, allt of seint, fengu ekki allir farþegar aðvöran á máli sem að þeir skildu, og beiðni til nærstaddra skipa um aðstoð var ennfremur send of seint af stað. í síðasta mánuði lýsti Uno Laur, hinn eistneski formaður rannsókn- arnefndarinnar, því yfír að áhöfnin hefði ekki gerst sek um alvarleg mistök en að hún hefði verið sein að setja aðvöranarkerfíð í gang. Útgáfu lokaskýrslu nefndarinnar, hefur hvað eftir annað verið frestað en vonast er til þess að hún liggi ir jarðfræðinga, sem segja hafsbotninn of veikan til að þola fargið. Mánuði eftir að Svíar hættu aðgerðum, brast botninn á litlum kafla við skipið og það liggur því ekki eins tryggilega skorðað og fyrr. Aðstandendur hinna látnu, en flest líkin eru enn um borð í feij- unni, voru ekki látnir vita af þessum erfíðleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.