Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 47 BRÉF TIL BLAÐSIIMS_____ Enn um „borgara- lega fermingn“ Frá Torfa Ólafssyni: j ÞAÐ kann að þykja borið í bakka- Ífullan lækinn að minnast enn einu sinni á athöfn sem einhveijir kunn- | áttuleysingjar um merkingu ís- lenskra orða hafa kosið að kalla „borgaralega fermingu" og á að koma í stað fermingar fyrir það fólk sem ekki vill láta ferma börn sín. Nú er það öllum frjálst að halda hvaða hátíðir sem hugur þeirra girn- ist, til minningar um hvað sem þeir | vilja, og auðvitað er öllum í sjálfs- Ivald sett hvort þeir láta ferma börn sín eða ekki, en ef þau eru ekki fermd á ekki að segja að þau séu fermd. Ferming þýðir í huga alls þorra manna staðfesting á skírnar- heiti, sem gefið hefur verið fyrir hönd ómálga barns og þegar það er talið hafa aldur til, staðfestir það þetta heit, ef það vill. Ferming þýð- ir það og ekkert annað, nema þá ferming farartækis en ég geri ekki ráð fyrir að menn eigi við hana, þótt hún sé að ég held ævinlega borgaraleg. Ég skil vel að menn skuli vilja hafa einhveija athöfn þegar böm þeirra kveðja æskuskeiðið og ég skil líka vel að börnin skuli vilja fá sína veislu og sínar gjafir. Þannig var það líka í Austur-Þýskalandi á dögum kommúnista, þeir ömuðust við fermingni eins og öðmm kirkju- legum athöfnum og bjuggu því til í staðinn fyrir hana athöfn sem þeir kölluðu „Jugendweihe“ (æskulýðs- vígslu), eins og þegar Rússar tóku upp dýrkun jarðneskra leifa Leníns til þess að trúaður almenningur fyndi ekki eins sárt til þess að missa dýrlingana sína. Og enn í dag er Jugendweihe í góðu gildi í Þýska- landi austanverðu, 86.000 athafnir framdar á síðastliðnu ári meðal fólks sem ekki játar kristna trú. Nema unglingamir em ekki lengur látnir heita Flokknum og sósíalismanum trú og tryggð. Það er engin „borgaraleg ferm- ing“ til, frekar en „borgaraleg skírn“ eða „borgaraleg messa." Ef þeir sem slíka athöfn vilja geta ekki fundið upp neitt viðhlítandi heiti á þessa athöfn sína, ættu þeir að leita sér hjálpar hjá íslenskri málstöð eða einhveijum sem kann betur skil á íslensku máli en þeir eða hefur fijórra ímyndunarafl. TORFI ÓLAFSSON, pósthólf 747,121 Reykjavík. Akstur í Gígjugjá Fri Jóni Baidri Þorbjörnssyni: SEM betur fer hefur áhugi lands- manna fýrir óspilltri náttúm og nátt- úmgersemum landsins þróast mjög til betri vegar á undanfömum ára- tugum. Einnig hafa augu almenn- ings opnast fyrir kostum hreyfingar og útivistar. í samræmi við þetta hefur t.d. akstur inn að víti í Oskju alfarið verið aflagður og ekki er leng- Íur ekið heldur eingöngu gengið um Hólmatungur innan þjóðgarðs Jök- ulsárgljúfra. Ukast til hefur verið tekið fyrir akstur til þessara og fleiri álíka svæða vegna þess að bílaum- ferð þykir ijúfa friðhelgi fallegra staða, svo ekki sé minnst á möguleg landspjöll. Hin sérkennilega náttúmsmíði Gígjugjá og svæðið þar sem flóðið rauf Skeiðaráijökul flnnst mér ekki síður merkilegt á sinn hátt heldur en áðumefnd svæði, jafnvel þó að þessi náttúmsmíð eigi ekki eftir að reynast jafn varanleg. Æskilegt er að íslendingar sýni henni sömu virð- ingu og öðram sambærilegum nátt- urusmíðum. Því vil ég hvetja öku- menn, aðra en þá sem beinlínis þurfa að fara í rannsókna- eða atvinnutil- gangi um svæðið, að leggja bíl sínum þar sem Stóri farvegur og flóðsfar- vegurinn mætast og fá sér heilsu- samlegan göngutúr þaðan upp í jök- ulgjána. Sýna öðram tillitssemi og upplifa þannig ósnortinn hrikaleik náttúmnnar án vélardruna, án út- blástursfnyks. Allt verður þetta reyndar hinn sjálfsagðasti hlutur þegar tekið er tillit til þess að umrætt svæði er — samkvæmt mínu landakorti — innan þjóðgarðsins í Skaftafelli. JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON, Fögrubrekku v/Vatnsenda, Kópavogi. t .1 I I : í 4 4 4 Ert þú EINMANA Vantar þig vin að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 Skiny bómuilar joggingbolir og buxur. Skiny nærföt íyrir dömur og herra iMpl BÚÐIN | GARÐATORGl SÍMI 565 6550 Noröurlandaráð veitir umhverfisverölaun aftur í ár. Verðlaunin nema 350.000,- dönskum krónum og verða veitt einka- fyrirtæki eða opinberri stofnun, rannsóknarstofnun eða ráðgjafa sem með afgerandi hætti hefur stuölað að því aö draga úr álagi á umhverfi af völdum framleiðslu- starfsemi, notkunar eða förgunar á framleiösluvöru. Tilgangur verðlaunanna er aö beina augum manna aö náttúru- og umhverfismálum á Noröurlöndunum. Viðfangsefnið er að þessu sinni: Vinnslu- eða vöruþróun sem leiðir til verulegra umbóta fyrir umhverfið. Öllum er heimilt að koma meö tillögur um verð- launahafa. Tillögum skal fylgja rökstudd verkefnis- lýsing ásamt upplýsingum um hver vinnur eða hefur unnið verkið. Verkefniö veröur aö standast kröfur um sérfræöiþekkingu og hafa gildi fyrir breiöa hópa á einu eða fleirum Norðurlandanna. Verkefnislýsingin má í hæsta lagi vera tvær A-4 blaðsíöur. Verðlaunin er ekki hægt að veita vöru sem framleidd er eða unnin undir skrásettu vörumerki. Verðlaunahafinn verður valinn af dómnefnd sem í sitja fulltrúar allra Norðurlandanna ásamt sjálfstjórnar- svæðunum Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Tillagan veður að hafa borist eigi síöar en 30. mat 1997 til: Nordisk Rád Danmarks Riges Delegation Christiansborg, 1240 Kbbenhavn K. Sími 0045 3337 5958, fax 0045 3337 5964 Nánari upplýsingar fást hjá Huga Ólafssyni I umhverfisráöuneytinu. Kynning í apótekinu Iðufelli í dag kl. 14-18 Skemmtileg sumartaska með þremur lúxusprufum fylgir kaupum á nýja kreminu Lift Activ eða ef keypt er fyrir kr. 2000 eða meira * VICHYI LABORATOIRES HEILSULIND HÚÐARINNAR Fæst eingöngu í apótekum Mánaðartilboð 1.04.97 - 01.05.97 ^5% af allri trévöru. Tréhitafeönnur nú ÍBtJCm 5*990 áður fer. 7.990 Vorum að taka upp stell frá Wedgwood í nýju „HOME“ llnunni. Þola ofn, örbylgju, frysti og uppþvottavél. SUÐo nL*ND 10 lei við Faxafen - Suðurlandsbraut 52 Sími 553 6622 < x < SBRAur MC IDONALDS rtur Nielsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.