Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 17
RAGNAR Steinn eigandi Bugtar ehf. handsalar sölusamninginn
við Lars Envall sölustjóra Bic Ballograf AB.
Nýr dreifingaraðili með Bic
BUGT ehf. hefur tekið við sölu-
og dreifingu á Bic, Ballograf og
Conté vörum hér á landi.
Fram kemur í frétt frá Bugt
að Bic fyrirtækið hafi verið stofn-
að árið 1953 af frakkanum Marcel
Bich, en hann hafði þá í 8 ár unn-
ið að endurbótum á kúlupenna
Ungveijans Laslo Biro. Bic kúlu-
penninn varð fyótlega þekktur
fyrir gæði og lágt verð, en nú
seljast um 15 miiyónir af Bic kúlu-
pennum á dag. Á árunum 1973-
1975 setti fyrirtækið á markað
Bic kveikjara og Bic rakvélar.
Árið 1979 var fyrirtækið sam-
einað Conte sem framleiddi eink-
um blýanta. Þá er fyrirtækið
Ballograf jafnframt í eigu Bic,
en það hefur frá árinu 1947 fram-
leitt fyllingar í kúlupenna. Kúlan
í fyllingunum er úr ryðfríu stáli
og fylgir öllum vörum fyrirtækis-
ins lífstíðarábyrgð.
Arabískur prins
kaupir hlut íApple
Dubai. Reuter.
SAUDI-ARABÍSKI milljarðamær-
ingurinn al-Waleed bin Talal prins
kveðst hafa keypt 5% hlutabréfa í
Apple tölvufyrirtækinu á opnum
markaði á undanförnum vikum fyrir
115 milljónir dollara.
Um miðjan síðasta mánuð til-
kynnti prinsinn að hann hefði keypt
5% í flugfélaginu Trans World
Airlines.
Viku síðar tilkynnti hann að hann
hefði keypt 5% í norska skipafélag-
inu Norwegian Cruise Lines fyrir
20 milljónir dollara.
Kaupir Oracle Apple?
Um svipað leyti sagði prinsinn frá
byggingarframkvæmdum upp á 500
milljónir dollara í Riyadh, þar sem
hann hyggst reisa verzlunarbygg-
ingar og hótel í hinni frægu Four
Seasons-keðju.
Fréttir herma að hópur fjárfesta
Morgunfundur hjá VÍ
Þróuná
matvæla-
markaði
VERSLUNARRÁÐ islands gengst
fyrir morgunverðarfundi um þróun
í dreifíngu og smásölu matvæla
þriðjudaginn 8. apríl nk. í Sunnusal
Hótels Sögu frá klukkan 8:00 til 9:30
í fréttatilkynningu frá VÍ kemur
fram að framsögumenn fundarins
verði Dr. John Sawson, prófessor
við Háskólann í Edinborg, Höskuld-
ur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs ÍS, og Sigurð-
ur Jónsson, framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtaka íslands.
„John Dawson hefur getið sér
gott orð fyrir hagnýtar rannsóknir
og ráðgjöf á sviði dreifingar og
smásölu matvæla bæði á Bretlands-
eyjum og meginlandi Evrópu. Auk
þess að sinna kennslu og fræða-
störfum við Háskólann í Edinborg
hefur hann starfað sem ráðgjafi
nokkurra af helstu verslunarkeðjum
Englands og Spánar," segir í frétta-
tilkynningu.
Fundargjald er 1.500 krónur og
er fundurinn öllum opinn. Þátttaka
tilkynnist fyrirfram í síma 588 6666.
undir forystu forstjóra Oracle Corp,
Larrys Ellison, hafi áhuga á meiri-
hluta hlutabréfa í Apple. Um þær
fréttir sagði prinsinn að hann mundi
fylgjast með atburðarásinni og sjá
hvaða ráðstafanir Ellison, stjórn
Apples og fleiri mundu gera til að
auka hagnað hluthafa Apples.
Al-Waleed á hlut í bandaríska
bankarisanum Citicorp, smásölufyr-
irtækinu Saks Fifth Avenue og
Plaza Hotel, Euro Disney og Canary
Wharf í Docklands-hverfí Lundúna.
Hann á einnig hlut í sjónvarps- og
auglýsingafyrirtæki Silvios Berlusc-
onis, fyrrum forsætisráðherra,
Mediaset.
Fyrr á þessu ári keypti hann hót-
el Georgs V í París. í fyrra samdi
hann við poppstjörnuna Michael
Jackson um samvinnu um tónleika,
kvikmyndir, sjónvarp, skemmti-
garða og hótel.
Tap hjá
álfyrirtæki
í Hollandi
Beverwý'k, Hollandi.
STÁL- og álfyrirtækið Kon-
inklijke Nederlandsche Hoogo-
vens en Staalfabrieken NV í
Hollandi hefur skýrt verulega
minni hagnaði
Þó eru tölurnar talsvert hag-
stæðari en búizt hafði verið við
og fyrirtækið kveðst hjartsýnt
á horfumar 1997. Hlutabréf í
fyrirtækinu hækkuðu í verði.
Nettóhagnaður 1996 nam
326 milljónum gyllina eða 169
milljónum dollara miðað við
507 milljónir gyllina 1995 og
260-310 milljónir, sem sér-
fræðingar höfðu spáð.
Sanana
Biddu um Banana Boat
ef þú vilt spara 40-60%
Hlutabréf
íNewcastle
á yfirverði
London. Reuter.
HLUTABRÉF í úrvalsdeildarliðinu
Newcastle United seldust á yfirverði,
þegar þau voru sett í umferð í kaup-
höllinni í London á miðvikudag.
Hlutabréf í knattspyrnufélögum
snarhækkuðu í verði í fyrra, en mik-
il leiðrétting hefur átt sér stað á
síðustu vikum og hafa lið í neðstu
sætum úrvalsdeildar og fyrstudeild-
arlið orðið harðast úti.
Bjartsýni vegna hugsanlegra
tekna af útsendingum í greiðslu-
sjónvarpi hefur gufað upp og vax-
andi framboð hlutabréfa í knatt-
spyrnufélögum hefur gert fjárfesta
vandlátari.
Þó setja æ fleiri félög bréf í um-
ferð. Bréf í Bolton Wanderers verða
boðin til sölu síðar í þessum mánuði
eftir 22 milljóna punda yfirtöku fjár-
festingarfyrirtækis er kallast Mosaic
Investments.
------♦ ♦ ♦
Airbus vill selja
tugi véla til Kína
Pekin^. Reuter.
EVRÓPSKA flugiðnaðarsamsteypan
Airbus Industrie vonast til að geta
notfært sér þörf Kínveija á skjótri
eflingu innanlandsflugs og selt þeim
75 flugvélar í næsta mánuði.
Samningurinn kann að verða und-
irritaður þegar Jacques Chirac
Frakklandsforseti fer til Peking í
maí samkvæmt góðum heimildum.
Auk þess að selja Kínveijum 75
flugvélar gerir Airbus sér vonir um
að þeir tryggi sér forkaupsrétt á 25
til viðbótar.
Aðalfundur
Aöalfundur Granda hf.
verður haldinn föstudaginn
4. apríl 1997, kl. 17:00
í matsal fyrirtækisins að
Norðurgarði, Reykjavík.
DAGSKRÁ___________________________
í. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og
ársreikningur félagsins munu liggja frammi
á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
.
í '
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent
á fundarstað.
Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði
tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf
skrifleg beiðni um það að hafa borist
félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara,
þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá
fundarins.
Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn,
en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera
það skriflega. STJÓRN GRANDA HF.
GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK
Lavamat 9205
„Öko-System" sparar allt aS 20% sápu
Taumagn: 5 kg
VindingarhraSi: 1000 og 700 snúninga
UKS kerfi: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu
Variomatik vinding: Sérstakt vindingarkerfi
fyrir viSkvæman þvott og ull
Ullarkerfi: Ullarvagga; ullinni vaggaS
„Bio kerfi"
Fuzzy-logig: Sjálfvirk vatnsskömtun
eftir taumagni, notar aldrei meira vatn
en þörf er á
Aukaskolun: Sér hnappur, skolar fjórum
sinnum í staS þrisvar
Þýskt vöpumepki
þýskt hugvit
þýsk fpamlelðsla
ÞRIGGJA ÁRA
ÁBYRGÐ Á ÖLLUM
AEG
ÞVOTTAVÉLUM
...bjóðum við
mest seldu
AEGþvottavélina á íslandi
á sérstöku afmælisverði
BRÆÐURNIR
Umboðsmenn:
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Votturlend: Málnlngarþjónustan Akranosi, Kf. Borgfirölnga, Borgarnesl. Blómsturvollir, Hellissandl. Quöni Hallgrímsson, Qrundarfirði. Ásubúö.Búöardal.
Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvfk.Straumur,(safiröi.Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf.
Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö.
Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vfk, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK,
Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirklnn, Selfossi. Rás, Þortákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubœjarklaustri. Brlmnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík.
Rafborg, Qrindavík.
II ii l^l■lll■■■lll■illl■■l^|||ll i imii iii
I tílefni
sjötíu og fimm ára
atmælisárs
Bræðranna Ormsson