Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Afrýjunarnefnd um mál Lífs og sögu gegn Miðlun Samkeppnisráð felli úr gildi ákvörðun sína ÁFRÝJUNARNEFND sam- keppnismála hefur úrskurðað að Samkeppnisráð felli úr gildi ákvörðun sína í máli bókaútgáf- unnar Lífs og sögu ehf. gegn sam- keppnisráði. Upphaf málsins má rekja til þess að Líf og saga sótti mál á hendur Miðlun ehf. vegna meintra brota á höfundarrétti og hugsan- legs ritstuldar í tengslum við út- gáfu síðarnefnda fyrirtækisins á bókinni Dear Visitor ’96, sem ætl- uð er erlendum ferðamönnum. Rit- stjóri Dear Visitor ’96 var áður ritstjóri sambærilegrar bókar, Gests, sem Líf og saga gaf út. Líf og saga gerði athugasemdir við útgáfuna til Samkeppnisstofnunar í janúar síðastliðnum og felldi sam- keppnisráð þann úrskurð í maí að Miðlun ehf. hefði með viðskipta- háttum sínum við kynningu og sölu á fyrirhugaðri útgáfu Dear Visitor brotið gegn ákvæðum sam- keppnislaga. Miðlun ehf. kærði ákvörðun samkeppnisráðs um að fyrirtækið hefði brotið gegn góðum viðskipta- háttum til áfrýjunamefndar sam- keppnismála, en nefndin staðfesti fyrri niðurstöðu með úrskurði 6. desember sl. Atvinnuleyndarmál verið rofið í ákvörðunarorðum sam- keppnisráðs sagði m.a.: „sam- keppnisráð telur ekki ástæðu til frekari íhlutunar í tilefni af erindi Lífs og sögu ehf.“ Þessu vildu forsvarsmenn Lífs og sögu ekki una og áfrýjuðu ákvörðuninni einnig til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Krafðist áfrýjandi þess að áfrýjunarnefndin felldi framangreinda ákvörðun sam- keppnisráðs úr gildi og legði fyrir ráðið að taka málið til efnislegrar meðferðar. í úrskurði áfrýjunarnefndarinn- ar segir að samanburður bókanna Dear Visitor og Gests sýni að í mörgum tilvikum sé að finna sömu eða mjög sambærilegar greinar í báðum bókunum og séu þær sum- part skreyttar sömu ljósmyndum. Fleiri samlíkingar megi ennfrem- ur finna. Áfrýjunarnefndin telur að atvinnuleyndarmál hafi verið rofið með óeðlilegum hætti í tengslum við útgáfu bókarinnar Dear Visitor. Af framansögðu leiði að ekki verði hjá því komist að fella ákvörðun samkeppnisráðs úr gildi. Búnir að bora 60% ganganna STARFSMENN Fossvirkis eru nú búnir að sprengja 3.280 metra undir Hvalfjörð. Er það 60% af heildarlengd Hvalfjarðarganga. Sprengingarnar hafa gengið vel að undanförnu, að sögn Björns A. Harðarsonar jarðverk- fræðings hjá Speli hf. Lítið vatn er i göngunum og góðar aðstæð- ur til vinnu. Fossvirkismenn eru komnir 1.850 metra að sunnanverðu og 1.430 metra að norðanverðu. Heildarlengd ganganna verður 5.484 metrar og hafa þeir því lagt að baki 60% leiðarinnar und- ir fjörðinn. Samkvæmt áætlunum verktakans ná bormennirnir að sunnan- og norðanverðu saman í árslok. Bjartsýnustu menn spá því að það verði fyrr, eða í lok október, og miða þá við ganginn í verkinu undanfarnar vikur. Mikil vinna er eftir í göngun- um þó sprengingum ljúki á þessu ári og verður umferð ekki hleypt í gegn um þau fyrr en í október á næsta ári. Rektorskjör í HÍ Þorsteinn hættur við ÞORSTEINN Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, hefur dregið framboð sitt til emb- ættis háskólarektors til baka. Kjörið fer fram í Háskóla ís- lands 16. apríl nk. í orðsendingu til starfs- manna háskólans, þar sem Þorsteinn tilkynnir ákvörðun sína, lýsir hann yfir stuðningi við Véstein Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, en tekur þó fram að stuðnings- menn sínir séu að sjálfsögðu óbundnir af þeirri ákvörðun. Allir kjörgengir Allir prófessorar háskólans eru kjörgengir til embættis rektors en aukitveggja hlnna fyrrnefndu höiðu þeir Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, Páll Skúlason, prófessor í heimspeki, og Þórólfur Þór- lindsson, prófessor í félags- fræði, gefið kost á sér. Andlát SIGURÐUR SIGURÐSSON SIGURÐUR Sigurðs- son fréttamaður lést á heimili sínu í Reykjavík í fyrrinótt eftir lang- varandi veikindi, 77 ára að aldri. Sigurður vann við Ríkisútvarpið í 37 ár, meðal annars sem íþróttafréttamað- ur, og var þjóðkunnur sem slíkur. Sigurður fæddist í Hafnarfirði 27. janúar 1920. Foreldrar hans voru Sigurður Sig- urðsson bifreiðarstjóri og síðar kaupmaður og Elísabet Böðvarsdóttir síðar kaupmaður. Fósturforeldrar hans voru Þórður Gunnlaugsson, kaup- maður í Reykjavík, og Ólafía í. Þorláksdóttir. Sigurður lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands 1938 og var við fiðlunám í Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1940-44. Hann var við skrifstofustörf hjá I. Brynjólfsson & Kvaran frá 1938. Árið 1943 réðst hann til Ríkisútvarpsins og vann þar í 37 ár. Fyrst var hann fulltrúi í inn- heimtudeild og innheimtustjóri en síðan fréttamaður frá árinu 1964 og aðstoðarfrétta- stjóri frá 1974. Hann var jafnframt íþrótt- afréttamaður á árun- um 1948 til 1971, þar af að aðalstarfí hjá útvarpi og sjónvarpi árin 1966-71. Sig- urður lét af störfum 1980. Sigurður var um skeið formaður Sam- taka íþróttafrétta- manna og formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins og sat í varastjórn BSRB. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir brautryðjendastörf á sviði íþrótta- fréttamennsku og hlaut fjölda ann- arra viðurkenninga fyrir störf sín. Þar má nefna Gullmerki Alþjóða- sambands íþróttafréttamanna og Sambands íþróttafréttamanna í Finnlandi og á íslandi. Einnig gulL merki Vals og heiðursmerki FRÍ og KSÍ. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Sigríður Sigurðardóttir verslun- arstjóri. Þau eignuðust þtjú böm, Ingibjörgu, Hrafnhildi og Sigurð Öm. DAGSKRA 05.04. Ta?knival Skeifunni kl. 10.30-11.30: Fréttabréfa- og mynd- vinnsla med Corcl Draw á Internetinu. Tæknival Hafnarfirði kl. 12.30-13.30: Fréttabréfa- og mynd- vinnsla meó Corel Draw á Internetinu. Einnig. adeins i Hafnarf.. kynning a Heimabanka. Sparisjoós Hafnarfjardar. Verif) velkomiu! I i Tæknival Sketfunni 17 Reykjavfkurvegi 64 108 Reykjavík 220 Hafnarf iröi Simi 550 4000 Sfcni SSO 4020 N«tfang: Netfang: motUkaOtaekn'ivaUs fjordurOtaeknival.b %*? Langsnið eftir Hvalfjarðargöngi viðHólabrú . „ . Sunnan inum (horft inn fjörðinn) fiarðar (HIL á telkningu = 4/1) vlð H v a Ijj o r o u r v Setlög y Berglög ’ <nn Nú er búið að sprengja '—-JTTSÍÍ .. ogum 1.850 metra aö sunnanverðu. 150 Samtals 3.280 m, um 60% ganganna. 1.430 m að norðanverðu ~ O 1 2 3 4 5 6 km JARÐGÖNGIN verða um 5.484 m löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar. Þrjár akreinar verða á veginum I göngunum að norðanverðu, en tværað sunnanverðu. Hallinn að norðan verður svipaður og I Bankastræti en að sunnan minni en i Kömbunum. Skátar fara á gönguskíðum þvert yfir landið Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson LEIÐANGURSMENN í skíðagönguferðinni „frá Fonti til Táar“, Ólafur Jónsson, Stefán Gunnarsson, Eyrún Bjömsdóttir, Daði Þorbjörnsson og Guðmundur Birgisson koma að brúnni yfir Jökulsá á Fjöll- um en þar þurfti að stíga af skíðunum og draga farangursskeljarnar yfir brúna. Vaðbrekku, Jökuidal. FERÐALAG félaga í Hjálparsveit skáta úr Garðabæ á gönguskíðum frá Fonti á Langanesi á Reykja- nestá gengur að óskum. Göngu- garparnir lögðu af stað frá Fonti laugardaginn 22. mars og gera ráð fyrir að vera komnir á leiðar- enda á þriðjudag eða miðvikudag I næstu viku. Leiðangursmenn héldu af stað fimm saman en einn heltist úr lestinni vegna eymsla í hnjám. Jafnvel er þó von á að hann sláist í hópinn aftur. Þeir draga farang- urinn á eftir sér á skeljum og er ækið 40-50 kíló hjá hverjum þeirra. Eftir fjögurra daga göngu frá Fonti var leiðangurinn stadd- ur við brúna yfir Jökulsá á Fjöll- um við Grímsstaði. Bóndinn gekk úr rúmi Að sögn leiðangursmanna hafði ferðin gengið vel til þessa, og höfðu þeir notið frábærrar gest- Frá Fonti til Táar risni Þórshafnarbúa eftir átta tíma göngu utan af Fonti til Þórs- hafnar. Nóttina áður höfðu þau gist hjá Ragnari Guðmundssyni á Nýhól og notið gestrisni hans með veislukosti, einnig gekk Ragnar úr rúmi og svaf sjálfur í eldhúsinu svo leiðangursmenn gætu allir sofið í rúmi. Nýhóll á Fjöllum er síðasta byggða bólið sem leiðangursmenn gista áður en Iagt er á hálendið. Á hálendinu verður gist í fjalla- skálurn, en einnig hafa leiðangurs- menn með sér Ijöld til að gista í. Ætluðu yfir Langjökul í gær Magnús Smith, félagi í Hjálp- arsveit skáta í Garðabæ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sennilega væri þetta lengsta skíðaganga sem farið hefði verin hér á landi. Hann var í símasambandi við ferðalangana í fyrrakvöld og voru þeir þá staddir á Hveravöllum. í gær voru þeir komnir í Fjall- kirkjuskála við Langjökul og ætl- uðu að halda yfir jökulinn ef vind- átt yrði hagstæð. Næsti áfanga- staður er skálinn Slunkaríki við Hlöðufell, þá Skógarhólar við Þingvelli, Lækjarbotnar og Krísu- vík. Ef allt gengur að óskum lýk- ur leiðangrinum á Reykjanestá á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. I ) I I > I I > i i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.