Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Afrýjunarnefnd um mál Lífs og sögu gegn Miðlun Samkeppnisráð felli úr gildi ákvörðun sína ÁFRÝJUNARNEFND sam- keppnismála hefur úrskurðað að Samkeppnisráð felli úr gildi ákvörðun sína í máli bókaútgáf- unnar Lífs og sögu ehf. gegn sam- keppnisráði. Upphaf málsins má rekja til þess að Líf og saga sótti mál á hendur Miðlun ehf. vegna meintra brota á höfundarrétti og hugsan- legs ritstuldar í tengslum við út- gáfu síðarnefnda fyrirtækisins á bókinni Dear Visitor ’96, sem ætl- uð er erlendum ferðamönnum. Rit- stjóri Dear Visitor ’96 var áður ritstjóri sambærilegrar bókar, Gests, sem Líf og saga gaf út. Líf og saga gerði athugasemdir við útgáfuna til Samkeppnisstofnunar í janúar síðastliðnum og felldi sam- keppnisráð þann úrskurð í maí að Miðlun ehf. hefði með viðskipta- háttum sínum við kynningu og sölu á fyrirhugaðri útgáfu Dear Visitor brotið gegn ákvæðum sam- keppnislaga. Miðlun ehf. kærði ákvörðun samkeppnisráðs um að fyrirtækið hefði brotið gegn góðum viðskipta- háttum til áfrýjunamefndar sam- keppnismála, en nefndin staðfesti fyrri niðurstöðu með úrskurði 6. desember sl. Atvinnuleyndarmál verið rofið í ákvörðunarorðum sam- keppnisráðs sagði m.a.: „sam- keppnisráð telur ekki ástæðu til frekari íhlutunar í tilefni af erindi Lífs og sögu ehf.“ Þessu vildu forsvarsmenn Lífs og sögu ekki una og áfrýjuðu ákvörðuninni einnig til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Krafðist áfrýjandi þess að áfrýjunarnefndin felldi framangreinda ákvörðun sam- keppnisráðs úr gildi og legði fyrir ráðið að taka málið til efnislegrar meðferðar. í úrskurði áfrýjunarnefndarinn- ar segir að samanburður bókanna Dear Visitor og Gests sýni að í mörgum tilvikum sé að finna sömu eða mjög sambærilegar greinar í báðum bókunum og séu þær sum- part skreyttar sömu ljósmyndum. Fleiri samlíkingar megi ennfrem- ur finna. Áfrýjunarnefndin telur að atvinnuleyndarmál hafi verið rofið með óeðlilegum hætti í tengslum við útgáfu bókarinnar Dear Visitor. Af framansögðu leiði að ekki verði hjá því komist að fella ákvörðun samkeppnisráðs úr gildi. Búnir að bora 60% ganganna STARFSMENN Fossvirkis eru nú búnir að sprengja 3.280 metra undir Hvalfjörð. Er það 60% af heildarlengd Hvalfjarðarganga. Sprengingarnar hafa gengið vel að undanförnu, að sögn Björns A. Harðarsonar jarðverk- fræðings hjá Speli hf. Lítið vatn er i göngunum og góðar aðstæð- ur til vinnu. Fossvirkismenn eru komnir 1.850 metra að sunnanverðu og 1.430 metra að norðanverðu. Heildarlengd ganganna verður 5.484 metrar og hafa þeir því lagt að baki 60% leiðarinnar und- ir fjörðinn. Samkvæmt áætlunum verktakans ná bormennirnir að sunnan- og norðanverðu saman í árslok. Bjartsýnustu menn spá því að það verði fyrr, eða í lok október, og miða þá við ganginn í verkinu undanfarnar vikur. Mikil vinna er eftir í göngun- um þó sprengingum ljúki á þessu ári og verður umferð ekki hleypt í gegn um þau fyrr en í október á næsta ári. Rektorskjör í HÍ Þorsteinn hættur við ÞORSTEINN Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, hefur dregið framboð sitt til emb- ættis háskólarektors til baka. Kjörið fer fram í Háskóla ís- lands 16. apríl nk. í orðsendingu til starfs- manna háskólans, þar sem Þorsteinn tilkynnir ákvörðun sína, lýsir hann yfir stuðningi við Véstein Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, en tekur þó fram að stuðnings- menn sínir séu að sjálfsögðu óbundnir af þeirri ákvörðun. Allir kjörgengir Allir prófessorar háskólans eru kjörgengir til embættis rektors en aukitveggja hlnna fyrrnefndu höiðu þeir Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, Páll Skúlason, prófessor í heimspeki, og Þórólfur Þór- lindsson, prófessor í félags- fræði, gefið kost á sér. Andlát SIGURÐUR SIGURÐSSON SIGURÐUR Sigurðs- son fréttamaður lést á heimili sínu í Reykjavík í fyrrinótt eftir lang- varandi veikindi, 77 ára að aldri. Sigurður vann við Ríkisútvarpið í 37 ár, meðal annars sem íþróttafréttamað- ur, og var þjóðkunnur sem slíkur. Sigurður fæddist í Hafnarfirði 27. janúar 1920. Foreldrar hans voru Sigurður Sig- urðsson bifreiðarstjóri og síðar kaupmaður og Elísabet Böðvarsdóttir síðar kaupmaður. Fósturforeldrar hans voru Þórður Gunnlaugsson, kaup- maður í Reykjavík, og Ólafía í. Þorláksdóttir. Sigurður lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands 1938 og var við fiðlunám í Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1940-44. Hann var við skrifstofustörf hjá I. Brynjólfsson & Kvaran frá 1938. Árið 1943 réðst hann til Ríkisútvarpsins og vann þar í 37 ár. Fyrst var hann fulltrúi í inn- heimtudeild og innheimtustjóri en síðan fréttamaður frá árinu 1964 og aðstoðarfrétta- stjóri frá 1974. Hann var jafnframt íþrótt- afréttamaður á árun- um 1948 til 1971, þar af að aðalstarfí hjá útvarpi og sjónvarpi árin 1966-71. Sig- urður lét af störfum 1980. Sigurður var um skeið formaður Sam- taka íþróttafrétta- manna og formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins og sat í varastjórn BSRB. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir brautryðjendastörf á sviði íþrótta- fréttamennsku og hlaut fjölda ann- arra viðurkenninga fyrir störf sín. Þar má nefna Gullmerki Alþjóða- sambands íþróttafréttamanna og Sambands íþróttafréttamanna í Finnlandi og á íslandi. Einnig gulL merki Vals og heiðursmerki FRÍ og KSÍ. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Sigríður Sigurðardóttir verslun- arstjóri. Þau eignuðust þtjú böm, Ingibjörgu, Hrafnhildi og Sigurð Öm. DAGSKRA 05.04. Ta?knival Skeifunni kl. 10.30-11.30: Fréttabréfa- og mynd- vinnsla med Corcl Draw á Internetinu. Tæknival Hafnarfirði kl. 12.30-13.30: Fréttabréfa- og mynd- vinnsla meó Corel Draw á Internetinu. Einnig. adeins i Hafnarf.. kynning a Heimabanka. Sparisjoós Hafnarfjardar. Verif) velkomiu! I i Tæknival Sketfunni 17 Reykjavfkurvegi 64 108 Reykjavík 220 Hafnarf iröi Simi 550 4000 Sfcni SSO 4020 N«tfang: Netfang: motUkaOtaekn'ivaUs fjordurOtaeknival.b %*? Langsnið eftir Hvalfjarðargöngi viðHólabrú . „ . Sunnan inum (horft inn fjörðinn) fiarðar (HIL á telkningu = 4/1) vlð H v a Ijj o r o u r v Setlög y Berglög ’ <nn Nú er búið að sprengja '—-JTTSÍÍ .. ogum 1.850 metra aö sunnanverðu. 150 Samtals 3.280 m, um 60% ganganna. 1.430 m að norðanverðu ~ O 1 2 3 4 5 6 km JARÐGÖNGIN verða um 5.484 m löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar. Þrjár akreinar verða á veginum I göngunum að norðanverðu, en tværað sunnanverðu. Hallinn að norðan verður svipaður og I Bankastræti en að sunnan minni en i Kömbunum. Skátar fara á gönguskíðum þvert yfir landið Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson LEIÐANGURSMENN í skíðagönguferðinni „frá Fonti til Táar“, Ólafur Jónsson, Stefán Gunnarsson, Eyrún Bjömsdóttir, Daði Þorbjörnsson og Guðmundur Birgisson koma að brúnni yfir Jökulsá á Fjöll- um en þar þurfti að stíga af skíðunum og draga farangursskeljarnar yfir brúna. Vaðbrekku, Jökuidal. FERÐALAG félaga í Hjálparsveit skáta úr Garðabæ á gönguskíðum frá Fonti á Langanesi á Reykja- nestá gengur að óskum. Göngu- garparnir lögðu af stað frá Fonti laugardaginn 22. mars og gera ráð fyrir að vera komnir á leiðar- enda á þriðjudag eða miðvikudag I næstu viku. Leiðangursmenn héldu af stað fimm saman en einn heltist úr lestinni vegna eymsla í hnjám. Jafnvel er þó von á að hann sláist í hópinn aftur. Þeir draga farang- urinn á eftir sér á skeljum og er ækið 40-50 kíló hjá hverjum þeirra. Eftir fjögurra daga göngu frá Fonti var leiðangurinn stadd- ur við brúna yfir Jökulsá á Fjöll- um við Grímsstaði. Bóndinn gekk úr rúmi Að sögn leiðangursmanna hafði ferðin gengið vel til þessa, og höfðu þeir notið frábærrar gest- Frá Fonti til Táar risni Þórshafnarbúa eftir átta tíma göngu utan af Fonti til Þórs- hafnar. Nóttina áður höfðu þau gist hjá Ragnari Guðmundssyni á Nýhól og notið gestrisni hans með veislukosti, einnig gekk Ragnar úr rúmi og svaf sjálfur í eldhúsinu svo leiðangursmenn gætu allir sofið í rúmi. Nýhóll á Fjöllum er síðasta byggða bólið sem leiðangursmenn gista áður en Iagt er á hálendið. Á hálendinu verður gist í fjalla- skálurn, en einnig hafa leiðangurs- menn með sér Ijöld til að gista í. Ætluðu yfir Langjökul í gær Magnús Smith, félagi í Hjálp- arsveit skáta í Garðabæ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sennilega væri þetta lengsta skíðaganga sem farið hefði verin hér á landi. Hann var í símasambandi við ferðalangana í fyrrakvöld og voru þeir þá staddir á Hveravöllum. í gær voru þeir komnir í Fjall- kirkjuskála við Langjökul og ætl- uðu að halda yfir jökulinn ef vind- átt yrði hagstæð. Næsti áfanga- staður er skálinn Slunkaríki við Hlöðufell, þá Skógarhólar við Þingvelli, Lækjarbotnar og Krísu- vík. Ef allt gengur að óskum lýk- ur leiðangrinum á Reykjanestá á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. I ) I I > I I > i i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.