Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ að muna eftir þér, en ég skal ekki gleyma að segja honum frá þér og sögunum sem þú sagðir okkur. Einnig mun ég segja honum frá því hversu góð þú varst við hann, hvernig þú leyfðir honum að toga í þig og bíta, þangað til þið hlóguð bæði og skemmtuð ykkur konung- lega, hversu gáfuleg sem þið nú voruð. Elsku amma mín, Guð geymi þig, og viljið þið í sameiningu vaka yfir afa Gunnari og veita honum styrk í söknuði sínum. Ég kveð þig nú með þessum orðum og broti úr bæninni sem við lásum saman ekki fyrir löngu, sem pabbi þinn kenndi mömmu minni Hrafnhildi, þegar hún var lítil. Ó, sólarfaðir, sipdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Ragnheiður Arngrímsdóttir. í dag, föstudaginn 4. apríl, verð- ur amma Nína borin til moldar. En eftir lifa ljúfar minningar um dýr- mætar samverustundir. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni að fara í heimsókn til ömmu Nínu og afa Gunnars. Þegar ég var lítil kom amma á móti okkur útá tröppur, breiddi út faðminn og kall- aði: „Úllalla! Úllalla! Hver er komin að heimsækja ömmu sína!?“ Amma var ætíð stór og mikilvægur þáttur í mínu lífi. Sem barn og unglingur var ég mikið hjá henni, enda vel- komin hvenær sem var til að vera eins lengi og ég vildi. Amma og afi áttu smekklegt og fallegt heimili og voru gestrisin mjög. Amma var fyrirmyndar hús- móðir, stjómsöm og ákveðin, og passaði hún uppá að alltaf væri til nóg af góðum mat að ógleymdum kökum og öðru góðgæti sem hún lumaði á. Það var alltaf gaman þeg- ar fjölskyldan hittist hjá ömmu og afa hvort sem það var til að borða saman sunnudagssteikina, skera laufabrauð, eða til að halda uppá jólin saman. Það var ifka vinsælt hjá okkur elstu bamabömunum, eins og okkur Röggu frænku, að fá að gista saman hjá ömmu og afa. Þá kletta og oft í Litla-Hvamm sem þið afi hélduð svo grænum og fín- um, garðurinn kringum Kofann er svo failegur og gróskulega vaxinn. Alltaf varstu á fjórum fótum að dúlla við blómin þin sem uxu svo vel, svo varstu svo ánægð að sjá ber á jarðarbeijaplöntunum þínum og við krakkarnir fengum að borða þau. Steinarnir voru á sínum stað, mikið áttirðu marga fallega steina heima í stofu á hillunni. Árið sem pabbi minn dó varstu svo yndisleg að gista hjá okkur systrunum til að koma okkur i skól- ann, því mamma fór svo snemma í vinnuna, við vorum svo litlar þá. Alltaf varstu til staðar til að hjálpa ef á þurfti að halda. Mér finnst gaman að hugsa til þess að fyrsta utanlandsferð min hafi verið með þér, pabba og mömmu, ég var tveggja ára þegar við sigldum með Gullfossi til Danmerkur í heimsókn og svo heim aftur í næsta túr þeg- ar pabbi kom að sækja okkur. Nú sit ég hérna í Danmörku með kertaljós og sakna þín. Það er svo erfítt að komast ekki heim til að fylgja þér síðasta spölinn, en amma, veistu hvað, ég er búin að fínna mér fallega kirkju hérna sem ég ætla að fara í og imynda mér að ég sitji hjá þér í Hjallakirkju. Elsku amma, svo taka þau öll vel á móti þér, afí, pabbi minn, ísa- fold, Magga. Og sýna þér þennan nýja heim. Ég bið góðan guð að blessa þig alla tíð, elsku amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hvíl í friði. Þín FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 37 MINNINGAR fórum við allar í náttföt og sátum undir teppi með nammi í skál og horfðum á sjónvarpið til dagskrár- loka. Maður fann lítið fyrir kynslóða- bili í návist ömmu, hún var ætíð svo opin, jákvæð og ung í anda. En amma var ekki aðeins hress og skemmtileg, hún var líka há og glæsileg kona og var ég alltaf hreyk- in af því að eiga hana fyrir ömmu. Þegar ég var unglingur var hún ekki nema rúmlega fímmtug og fyr- ir utan það að vera mér góð amma var hún mér líka mikil vinkona. Al- veg eins og við mömmu þá gat ég talað um allt við ömmu og það voru ófá skiptin sem við sátum langt frameftir nóttu spjallandi um alla heima og geima. Þá bar á góma allt frá ástarmálum til yfimáttúru- legra málefna eins og framhaldslífs - sem við vorum sannfærðar um að tæki við eftir þetta líf. Á Verslunarskólaárum mínum dvaldist ég oftast hjá ömmu og afa á meðan jóla- og vorpróf stóðu yfir. Ekki var hægt að hugsa sér ákjósan- legri stað til að vera á í próflestri, því þau dekruðu við mig og gáfu mér ómetanlegan stuðning og hvatningu. Þau höfðu alltaf tíma til að aðstoða mig og ætíð var amma til með eitthvað góðgæti handa okk- ur þegar hún kallaði á mig í lestrar- pásu. Inn á milli tarna tókum við okkur tíma til að slappa af og spiluð- um þá gjaman á spil, eða réðum krossgátu saman. Það jók óneitan- lega á sjálfstraustið að umgangast ömmu og afa, þau voru alltaf svo hreykin af því hvað mér gekk vel og þau gáfu mér margt gott í vega- nesti, ástúð og umhyggju og ekki síst sjálfstraust og virðingu. Mér er það minnisstætt, frá þessum tíma, þegar ég valdi mér ritgerðarefnið: „Þegar amma var ung.“ Þá skemmtu amma og mamma sér vel við að rifja upp gömlu timana fyrir mig. Amma átti margargóðar æsku- minningar úr Sigtúnum og ekki var síður gaman að skyggnast inní heim síldaráranna á Dalvík þar sem amma og afí ólu að mestu upp dætur sínar með dyggum stuðningi Stínu frænku og Sigríðar langafasystur. Á Dalvík naut amma Nína sín sem húsmóðir á stóru heimili þar sem mikið var um gestagang og hátíðahöld. Fyrir mér voru þessar frásagnir ömmu ávallt baðaðar ævintýraljóma, hvort sem það var beijatínslan í Fjallinu á sumrin, snjóþyngslin 'á veturna, Akureyrarferðimar eða heimsóknir Egils langafa þegar hann kom hlað- inn framandi gjöfum frá útlöndum. Frá síðustu árum er mér ljúft að minnast þess þegar ég var að koma heim í frí. í tilhlökkuninni gerði ég mér mynd af heimkomunni og var sú mynd aldrei án ömmu, enda var hún alltaf mætt heim til okkar til að fagna mér meðan hún hafði heilsu til. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin var amma áfram jákvæð, gef- andi, áhugasöm og ung í anda. Hún hafði gaman af sömu hlutunum og við barnabörnin, hvort sem það voru brandarar, bíómyndir, að fá sér hamborgara og franskar eða að setjast inn á kaffihús. Hún var alltaf opin fyrir því sem var nýtt og spennandi og nýju langömmu- börnin sem við Ragga frænka bætt- um í afkomendahóp ömmu í sumar fengu að finna það. A næsta ári, 1998, hefðum við átturnar, eins og við kölluðum okk- ur, allar átt stórafmæli. Amma Nína var elst af áttunum þ.e. fædd 1928, svo var mamma fædd 48, Ragga systir hennar 58, ég 68 og Kristín systir 78. Ég skrifaði ömmu um daginn að við þyrftum að skipu- leggja allsheijar stórveislu á næsta ári af þessu tilefni - ég gat ekki ímyndað mér að hún yrði ekki leng- ur hjá okkur. Ég bið guð að veita afa Gunn- ari, mömmu, Hröbbu og Röggu, þeirra mökum og börnum, systkin- um ömmu og öllum ástvinum styrk og trú á þessari erfiðu stundu með minninguna um ömmu í hjarta. Elsku amma mín, með söknuði kveð ég þig í bili. Ég veit að þú trúðir því að þegar þessi lífi lyki biði okkar björt og fögur tilvera. Þú átt alltaf þinn stað í mínu hjarta. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Blessuð sé minning þín. Þín dótturdóttir, Jónína Guðrún Arnardóttir (Nína litla). t Útför konunnar minnar, SIGRÍÐAR GUÐVARÐSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Sauðárkróki, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 14.00. Friðrik J. Friðriksson. t Elsku systir mín og frænka, MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR Hellukoti, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Jórunn Andrésdóttir, Ester Þorsteinsdóttir og fjölskylda. Hjartkær vinur minn, HALLGRÍMUR TRYGGVASON prentari, Hátúni 12, andaðist á Landspítalanum 1. apríl. Ólöf Sigurlásdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Gnoðarvogi 66, Reykjavík, er lést fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 8. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags islands. Edda Guðjónsdóttir, Guðjón Sigurðsson og Guðný Þ. Þálsdóttir, Jóhannes Sigurðsson og Valgerður Andrésdóttir, Sigurður Logi Jóhannesson, Ólöf Edda Guðjónsdóttir, Andrés Már Jóhannesson, Einar Orri Guðjónsson og Tómas Hrafn Jóhannesson. + Faðir okkar, afi, vinur og bróðir, KRISTJÁN ATLI SIGURJÓNSSON, Vallargötu 29, Þingeyri, lést á heimili sínu annan páskadag. Útförin verður auglýst síðar. Kaja Clementina Kristjánsdóttir, Ásta Signhildur Kristjánsdóttir, Linda Margréta, Jóna Olsen, Sólveig Sigurjónsdóttir, Ólafia Sigurjónsdóttir, Andrés Sigurjónsson, Elínborg G. Sigurjónsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, HERMANNS HERMANNSSONAR, Garði, Hellissandi. Veronika Hermannsdóttir, Arnbjörg Hermannsdóttir, Kristbjörg Hermannsdóttir, Guðmundur Bæringsson, Kristín Hermannsdóttir, Sæmundur Bæringsson, Helga Hermannsdóttir, Sævar Friðþjófsson og fjölskyldur þeirra. Sigríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Baldur Már Arngrímsson, Sigurður Örn Sigurðsson, Linda Metúsalemsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON fyrrv. íþróttafréttamaður, Espigerði 2, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 3. apríl. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STEINUNN SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR BECK frá Ásbyrgi, Reyðarfirði, sem lést á dvalarheimilinu Skjóli í Reykjavík þann 19. mars sl., verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju á morgun, laugardaginn 5. apríl, kl. 14.00. Kristinn Þ. Einarsson, Ragnheiður I. Einarsdóttir, Margrét S. Einarsdóttir, Marinó Ó. Sigurbjörnsson, Örn Einarsson, Sigríður Sigurðardóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. tr* Inga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.