Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 19 ERLENT FERJAN yfir Stórabelti siglir fram hjá nýju brúnni, sem brátt verður opnuð fyrir bílaumferð. Morgunblaðið/ómar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. STORABELTISBRÚIN var að hluta tekin í notkun um páskana, þegar járnbrautarsamgöngnr hófust um brúna og járnbrautar- göngin, sem tengjast þeim, rúmu hálfu ári síðar en ætlað var. Al- menningi gafst um leið tækifæri til að fara fótgangandi hálfa brúna, um 6 km, og þrátt fyrir hífandi rok fóru þúsundir manna um brúna frá Sprogo, þar sem seldur var bjór og önnur hress- ing. Móttökur almennings koma hins vegar endanlega í Ijós þegar bílaumferð hefst 1998. Efasemdir eru um öryggi jarðganganna við brúna og gangaótti gæti haft áhrif ef marka má skoðanakann- anir og eins brúartollur, sem ný- lega var ákveðið að lækka til að örva umferðina. Stórabeltisbrúin hefur verið í undirbúningi síðan 1986 að ákvörðun var tekin um fram- kvæmdir, sem síðan hófust 1988, en alveg frá því á siðustu öld hafa verið uppi vangaveltur um brú milli Fjóns og Sjálands. Fram- kvæmdin hefur kostað níu manns- líf. Brúin er bæði ætluð lestar- og bílsamgöngum og skiptist Stórabeltisbrúin að hálfu leyti í gagnið framkvæmdin í þrjá hluta, þar sem eyjan Sprogo er tengiliður- inn. Hin 6,8 km langa austurbrú frá Sjálandi til Sprogo er næst- mesta hengibrú i heimi og sigling- arhæðin undir hana er 65 metrar. Um brúna liggur fjögurra akreina vegur fyrir bíla og bifhjól. Undir hafsbotninum undir brúnni eru 8 km járnbrautargöng og dýpið þar er mest 75 metrar. Frá Sprogo liggur svo 6,6 km löng vesturbrú- in, sem er bæði fyrir bíla- og járn- brautarumferð. Heildarkostnað- ur reiknaður í verðlagi 1988 er 21,6 milljarðar danskra króna, um 220 milljarðar ísl. kr., og fór hann um fjórðung fram úr áætlun. Greidd upp á 30 árum Þegar bílaumferð hefst um brúna 1998 mun brúartollurinn upp á 200 danskar krónur, rúmar 2.000 ísl. kr., nýtasttil að greiða niður skuldir og vexti, sem nú nema um 38 milljörðum danskra króna. Nýlega var ákveðið að lækka tollinn úr 250 i 200 krónur fyrir fólksbila og um leið ákveðið að brúin yrði greidd upp á 30 árum í stað um 14 ára, sem fyrst var reiknað með. Járnbrautar- ferðin milli Óðinsvéa og Kaup- mannahafnar tók 3 tima, en mun í vetur styttast í fimm stundar- fjórðunga. En brúin mun einnig breyta samkeppnisaðstöðu járn- brautanna við flugfélögin. Samkvæmt skoðanakönnunum þjáist þriðja hver kona af ótta við jarðgöng en aðeins tiundi hver karl. Reynslan frá Ermasunds- göngunum milli Bretlands og Frakklands sýnir þó að hræðslan minnkaði eftir að göngin voru tekin í notkun, þó slys í göngun- um yki hana aftur. Björgunaræf- ingar í Stórabeltisgöngunum hafa ekki verið traustvekjandi, en yfirvöld fullvissa almenning um að öryggið sé eins og best verði á kosið. Lestarferð um göngin tekur aðeins átta minútur og því varla tími til að verða verulega hræddur. Næsta danska brúin er Eyrar- sundsbrúin, sem mun tengja Kaupmannahöfn og Málmey árið 2000. Fehmer-brúin frá Suður- Sjálandi til Þýskalands er stöðugt umhugsunarefni stjórnmála- manna. Reynslan af nýjum brún- um tveimur mun vísast vega þungt þegar ákvarðanir verða teknar um slíka framkvæmd og þá hvort nýja brúin verður sú örvun fyrir atvinnu- og efnahags- lífið, sem vænst er. Þegar ævin- týraskáldið H.C. Andersen sigldi frá Fjóni til Sjálands 1819 fannst honum hann kominn út á heims- höfin. Vegfarendum nútimans er vísast ofar í huga að með Stóra- beltisbrúnni tengist Sjáland þjóð- vegakerfi meginlands Evrópu. Þrýst á Clinton að biðja um fé Washington. Reuter. ÞRÝSTINGURINN í fjáröflun fyrir forsetaframboð Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta varð svo mikill síðari hluta árs 1995 að Demókrataflokkurinn lagði hart að Clinton og A1 Gore varafor- seta, að hringja í þá sem líklegast- ir væru til að leggja ríflega fram í kosningasjóðinn. Þetta kemur fram í nýbirtum skjölum, sem skrifstofa forsetans ákvað að birta. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um fjáröflunarað- ferðir demókrata og repúblikana í Bandaríkjunum. í skjölunum kemur fram að fjár- ins var þörf til að greiða fyrir sjón- varpsauglýsingar, sem kostuðu rúmar 3,2 milljónir dala, um 220 milljónir ísl. kr. Þrýstu háttsettir flokksmenn í Demókrataflokknum mjög á forsetann að veita þeim lið í fjáröfluninni. Hann segist ekki muna eftir því að hafa hringt í fjáða stuðningsmenn en útilokar það þó ekki. Gore segist hins vegar hafa hringt í „fáein“ skipti. A einu minnisblaði er þrýst á að forsetinn hringi 18-20 símtöl og varaforsetinn 10. Þá er óskað eftir því að Clinton sé viðstaddur nokkra óformlega kvöldverði með stuðningsmönnum, að Gore mæti á tvo óskilgreinda fundi eða samkom- ur og að Hillary Rodham Clinton forsetafrú láti sjá sig á tveimur slíkum samkomum. Á öðru minnisblaði er símtölun- um Ijölgað upp í 20 fyrir Clinton, 15 fyrir Gore og 10 fyrir Hillary Clinton. Sundurskotin skyrta Clydes STARFSMAÐUR uppboðsfyrir- tækis í San Francisco heldur uppi skyldu hins útlæga glæpa- manns, Clyde Barrow, sem var drepinn ásamt glæpafélaga sín- um Bonnie, í fyrirsát lögreglu. Skyrta Clydes, ásamt fleiri mun- um úr eigu hans, verður seld á uppboði 14. apríl nk. Litir: Hvítt, svart og fura O 6 sk. 80x123sm 18.800,- © 5 sk. 40xl23sm 12.500,- © 3 sk. 80x78sm 11.600,- O 2 sk.80x56sm 7.900,- © 2 sk. 40x56sm 6.400,- Afgreiðslutími Mán.-föstud. 10:00-18:30 Laugardag: 10:00-17:00 Sunnudag: 13:00-17:00 Fyrir alln snjalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.