Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 45 ! 1 i I I I I i í i ( < ( < < < I < Undur veraldar Fyrirlestraröð á vegum Raunvísindadeildar HÍ og Hollvinafélags hennar KRISTJÁN Leósson eðlisfræðingur flytur laugardaginn 5. apríl fyrirlest- urinn „Frá rafeindum til rökrása: Vangaveltur um tölvutækni fortíðar og framtíðar." Fyrirlesturinn er sá fjórði í fyrirlestraröðinni Undur ver- aldar sem haldin er á vegum Raun- vísindadeildar Háskóla Islands og Hojlvinafélags hennar. I erindinu verður lýst framleiðslu- ferli örrása, rætt um þróun tölvunn- ar frá upphafi og fram til ársins 2010 og velt vöngum yfir því hvaða tækni muni taka við af tölvutækn- inni í framtíðinni. Fyrirlesturinn hefst kl. 14 í sal 2 í Háskólabíói. Aðgangur er ókeypis og ölium heimill. Námskeið í Garðyrkju- skólanum GARÐYRKJUSKÓLINN heldur á næstunni námskeið sem ætluð eru almenningi í Garðyrkjuskólanum. Laugardaginn 19. apríl frá kl. 10-16 verður námskeið í blómaskreytingum fyrir áhugafólk í svonefndu Axels- húsi við Garðyrkjuskólann. Uffe Balslev, kennari á blómaskreytinga- braut, mun leiðbeina þátttakendum við gerð ýmiss konar skreytinga sem námskeiðsgestir fara síðan með heim. Sama dag ki. 10-16 verður hald- ið námskeið um pottaplöntur og stofublóm. Lorýa Björk Jónsson, kennari við skólann og umsjónar- maður pottaplöntusafns skólans, mun leiðbeina um umhirðu og með- höndlun pottaplantna. í lok nám- skeiðsins mun hún sýna þátttakend- um pottaplöntusafn skólans þar sem fínna má um 350 ólíkar plöntur. Laugardaginn 26. apríl kl. 10-16 verður haldið námskeið um matjurð- ir í heimilisgarðinum. Umsjónarmað- ur þess er Gunnþór Guðfinnsson kennari við skólann. Skráning á þessi námskeið fer fram hjá endurmenntunarstjóra skólans alla virka daga frá kl. 8-16 eða á skrifstofu skólans. Islands- meistaramót í svarta Pétri NÍUNDA íslandsmeistaramótið í svarta Pétri fer fram sunnudaginn 6. apríl á Sólheimum í Grímsnesi. Mótið hefst ki. 15 og lýkur kl. 18. Stjómandi mótsins er Bryndís Schram. Keppt er um veglegan farandbikar og eignabikar auk þess sem allir frá verðlaun. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa og mun aðstoðarfólk vera við hvert spilaborð. Settir eru saman tveir stokkar af spilum þannig að eins spil parast saman. Allir eiga að hafa tækifæri til að vera með. Gert verður hlé á mótinu og boðið upp á pylsur og gos. Þátttaka tilkynnist í síma 486-4430, þátttökugjald er 300 kr. Innifalið verður pylsur, gos og sæl- gæti. Skipulagðar sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 13 og komið til baka um kl. 19.30. Fargjald kostar 1.000 kr. báðar leiðir. Myndir Dja Frez hjá MÍR NÆSTU tvær kvikmyndirnar, sem sýndar verða á sunnudagssýningum MIR í bíósalnum Vatnsstíg 10, eru báðar gerðar undir stjórn rússneska leikstjórans Ilja Frez en með 20 ára millibili. Nk. sunnudag, 6. apríl, kl. 16. verður myndin „Fyrstabekkjarbarn" frá árinu 1948 sýnd, en 13. apríl myndin „í sóttkví", sem er frá átt- unda áratugnum. Handrit að mynd- HÓPMYND af fulltrúum þingsins. Fremst á myndinni er heiðursfélagi Bandalagsins María Pétursdóttir. MBL/Róbert Fragapane Morgunblaðið/Sig. Fannar. ÁSGEIR Ásgeirsson, á Selfossi, við nýju bílaþvottastöðina. Þmg Bandalags kvenna 81. ÞING Bandalags kvenna í Reykjavík var haldið á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 8. mars. Þingið sóttu um 80 konur af Reykjavíkursvæðinu. Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað 30. maí 1917 og fagnar því 80 ára afmæli í ár. Stjórnina skipa Þórey Guð- mundsdóttir formaður, Jóhanna Gunnarsdóttir varaformaður, Þorbjörg Jóhannsdóttir gjald- keri, Bryndís Jónsdóttir ritari, Kristrún Ólafsdóttir vararitari, Sigríður Hjálmarsdóttir og HervörJónasdóttir meðstjórn- endur. í Bandalaginu eru aðildar- félögin 21. Út frá greinagerð frá atvinnu og jafnréttisnefnd var ályktað um kjarasamninga sem nú standa yfir: „81. þing Bandalags kvenna í Reykjavík haldið að Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 8. mars 1997 hvetur aðila vinnumarkaðar- ins, samtök opinberra starfs- manna, ríki og sveitarfélög, til að sameinast um að ganga þegar í stað til kjarasamninga. Séstök áhersla verði lögð á að bæta stöðu kvenna sem að stórum hluta taka laun samkv. lægstu töxtum. Nú er lag að afmá þann smánarblett á þjóðfélaginu að greidd séu laun sem eru langt undir viðurkennd- um framfærslumörkum." Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KOLFINNUR frá Kjarnholtum sem vakið hefur athygli fyrir mikinn vilja og góð grip mun ekki mæta sjálfur til leiks en hins vegar munu afkvæmin halda merki hans á lofti í sýningu Vestlendinga og er nú að sjá hvort þar kunna að leynast föður- betrungar. Knapi á Kolfinni hér er Olil Amble. Vestlendingar í reiðhöll Gusts Forsmekkur að fjórðungsmóti Bílaþvotta- stöð opnuð á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. NÝ bílaþvottastöð hefur verið opnuð á Selfossi. Stöðin er til húsa hjá Shell-skálananum við Suður- landsveg. Um er að ræða mjög fullkomna þvottastöð sem er al- sjálfvirk. Ekki hefur bílaþvotta- stöð verið starfrækt á Selfossi áður og þykir mönnum vera kom- inn tími til, enda er þjónustusvæð- ið stórt og gífurleg umferð í gegn- um bæinn ádegi hveijum. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar bindur hann miklar vonir við að fólk notfæri sér þess þjónustu. „Stöðin er mjög vistvæn og þau hreinsiefni sem notuð eru við þvottin menga ekki umhverfið,“ segir Ágeir. Þvottakerfið er 7 mínutur að taka bílinn í gegn og innifalin er Ijöruhreinsun, sápu- þvottur, bón og þurrkun. inni „Fyrstabekkjarbarn" samdi hið kunna rússneska skáld Évgení Schwartz, en nokkur ieikverka hans fýrir börn hafa verið sýnd hér á landi, m.a. í Þjóðleikhúsinu. Tónlistin er eftir Kabalévskí. I myndinni segir frá fyrstu skóla- göngu ungrar telpu, Maijúsu. Um langt árabil hófst skólaganga barna í íjölmörgum skólum víðsvegar um Sovétríkin á því að þau sáu kvik- myndina „Fyrstabekkjarbarn" á fyrsta degi sínum í barnaskólanum. Enskur texti fylgh myndinni. Aðgangur er ókeypis. Hlutu vinning í Sólarleik VINNINGSHAFAR í Sólar-Bónus- leik hafa verið dregnir út. Vinningur var tveggja vikna ferð til Costa del Sol með Heimsferðum. Ferðirnar hlutu Bára Dís Benediktsdóttir, Dal- aseli 13, Reykjavík, og Berglind Helga Bergsdóttir, Kolbeinsmýri 1, Seltjarnarnesi. Þá voru einnig dregnir út vinnings- hafar í Brazzaleik. Vinningur var þriggja vikna ferð til Brasilíu og Spánar fyrir tvo með Heimsferðum. Ferðirnar hlutu Guðrún Eggertsdótt- ir, Bjargi, Borgamesi, og þau Björg Bragadóttir og Þorvaldur Þráinsson, Arnartanga 54, Mosfellsbæ. VESTLENSKIR hestamenn munu um helgina gefa forsmekkinn að væntanlegu fjórðungsmóti sem haldið verður á Kaldármelum um mánaðamótin júní og júlí í sumar. Bjóða þeir upp á fjórar sýningar í reiðhöll Gusts í Kópavogi og verður fyrsta sýningin í kvöld og hefst hún klukkan 21. Tvær sýn- ingar verða á laugardag klukkan 14 og 21 og ein á sunnudag klukk- an 15. Meðal þess sem boðið verður upp á er fyrst að nefna afkvæma- sýningu Kolfinns og Dags frá Kjarnholtum og Stíganda frá Sauðárkróki en allir hafa þessir hestar hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og verða sýndir til heið- ursverðlauna í sumar ef að líkum lætur. Þá verða einnig sýnd af- kvæmi Geysis frá Gerðum. Ingi- mar Sveinsson mun sýna hross út af Pílu frá Eyjólfsstöðum auk þess að luma á leyninúmeri. Skúli í Svignaskarði mætir með hryssuna Maísljörnu frá Svignaskarði og sýnir listir sínar og hryssunnar. Nemendur Bændaskólans á Hvanneyri munu mæta með trippi sín sem þeir koma til með að sýna á skeifudaginn og gefa sýningar- gestum kost á að sjá hvernig gengur með tamningu þeirra. Verða þeir væntanlega undir sljóm og handleiðslu Ingimars Sveinssonar. Dagskránni lýkur með skeiðsprettum í gegnum höll- ina og þykir líklegt. að elsti iþróttamaður ársins sem hlotið hefur það sæmdarheiti hjá félagi muni mæta á laugardagssýning- una. Er hér átt við gömlu kemp- una Jón Hallsson frá Búðardal sem var valinn íþróttamaður árs- ins hjá Glað í Dalasýslu á síðasta ári. Jón sem er áttatíu og fjög- urra ára mætir þar væntanlega með vekring sinn Gosa. Vestlendingar komu með 90 hross í bæinn sem koma munu fram en hver sýning stendur yfir í rúma tvo tíma með hléi. Reiðhöll- in tekur aðcins á fjórða hundrað manns svo fólki er ráðlagt að tryggja sér miða í tíma. Ráðstefna um framtíðarsýn í atvinnu- og um- hverfismálum KVENNALISTINN stendur fyrir ráðstefnu laugardaginn 5. apríl undir yfirskriftinni: Framtíðarsýn í atvinnu- og umhverfismálum. Ráðstefnan verður haldin í Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6, og stendur frá kl. 9-16. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Dagskráin er tvískipt, annars vegar verður fjallað um um- hverfismál og hins vegar varpað fram ýmsum möguleikum til um- hverfisvænnar atvinnuuppbygg- ingar. Fyrir hádegi verður fjallað um umhverfisvernd og alþjóða- samninga, umhverfismat og áhrif stóriðju á ímynd landsins. Einnig munu Erfingjar, samtök ungs fólks um umhverfisvernd, greina frá sjónarhorni ungs fólks á um- hverfismálin. Eftir hádegi verður rætt um framleiðslu og notkun vetnis sem eldsneytis, lífræna ræktun og nýtingu á sérstöðu ís- lands til heilsuræktar og lækn- inga, útflutning á hugviti og hug- búnaði, nýtingu á sérstöðu þjóð- arinnar til rannsókna á lífvísind- um og læknisfræði, möguleika á ferðaþjónustu og hönnun sem óþrjótandi auðlind. ■ HÓTEL KEA Á laugardags- kvöld skemmta Snörurnar ásamt hljómsveitinni KOS. LEIÐRÉTT Rangt nafn í FRÉTT { Morgunblaðinu 27. marz síðastliðinn um tilraunahús fyrir Háskóla íslands við Reykja- víkurhöfn var rangt farið með nafn Jóns Braga Bjarnasonar prófess- ors. Velvirðingar er beðist á þess- um mistökum. Ford en ekki Bedford í MYNDARTEXTA í útvarpskynn- ingu í gær var ranghermt að mynd- in væri af Bedford-bifreið, hið rétta er að þetta er amerískur Ford ár- gerð 1942.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.