Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 4,3 milljóna króna tap á hlutabréfasjóðnum íshafí á árinu 1996 Verkfall bankamanna Geymsluhagn- aður hlutabréfa 429 milljónir TAP varð á rekstri hlutabréfasjóðs- ins íshafs á síðasta ári sem nemur 4,3 milljónum króna, en sjóðurinn hét áður Útvegsfélag samvinnu- manna hf. Hins vegar nær þreföld- uðust eignir sjóðsins og námu í árslok í fyrra tæpum 1.180 milljón- um króna samanborið við tæpar 418 milljónir króna í árslok árið 1995, en hlutabréfaeign sjóðsins er nú metin á markaðsvirði en var áður reiknuð á framreiknuðu kaupverði. Þessar breytingar voru gerðar í kjölfar nafnbreytingar á sjóðnum á síðastliðnu ári, en þá var samþykkt- um félagsins breytt og þær aðlagað- ar hlutverki félagsins sem hluta- bréfasjóðs. Matsreglum á eignum sjóðsins var breytt þannig að í stað þess að meta hlutabréfaeign á framreiknuðu kaupverði er hluta- bréfaeignin metin á markaðsvirði. Áhrif breytingarinnar eru þau að hlutabréfaeignin og eigið fé sjóðsins er um 429 milljónum króna hærra en það hefði verið ef eldri aðferðir hefðu verið notaðar, en breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniður- stöðu sjóðsins. Hluthöfum fjölgaði um 143 í hinum nýju samþykktum fé- lagsins er ijárfestingarstefnu sjóðs- ins meðal annars lýst þannig að hún felist aðallega í því að fjárfesta í hlutabréfum sjávarútvegsfyrir- tækja og fyrirtækja tengdum sjáv- arútvegi sem talin séu eiga góða vaxtarmöguleika. Hluthafar í árs- lok voru 168 og hafði fjölgað um 143 á árinu. Aðalfundur félagsins er haldinn í dag. Stærsti einstaki hluthafinn er íslenskar sjávarafurð- ir hf. eins og verið hefur, en eignar- hlutur fyrirtækisins nemur 61%. Fjárfestingar félagsins á síðasta ári voru talsverðar. Keypt voru hlutabréf fyrir 388 milljónir króna og seld bréf fyrir 191 milljón króna. Hlutafé var aukið á árinu 125 millj- ónir króna, en að öðru leyti var fengið lánsfé til kaupanna að því er fram kemur í skýrslu stjórnar. Hækkun bréfa er færð á sérstakan eiginfjárreikning sem óinnleystur geymsluhagnaður, en í rekstrar- reikning er aðeins fært það sem er innleyst á tímabilinu við sölu hluta- bréfa. Hlutabréfasjóðurinn á hlut í 24 hlutafélögum, sem nánast öll eru í útgerð og fiskvinnslu eða nátengd slíkum rekstri. Stærsti eignarhlut- urinn að markaðsvirði er í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum að verð- mæti rúmar 262 milljónir króna, en einnig á sjóðurinn stóra eignar- hluti í Búlandstindi, Borgey og Básafelli. Arður og söluhagnaður hlutabréfa nam rúmum 12,6 millj- ónum króna á síðasta ári og vaxta- tekjur tæpum 6,8 milljónum króna. Vaxtagjöld voru tæpar 17,5 milljón- ir og vaxtagjöld 7,3 milljónir. Tap ársins var því 4,3 milljónir króna samanborið við 7,9 milljóna króna tap árið áður. GSM-starfsleyfið kostar 23 millj. NÝJA íslenska símafélagið, dóttur- kostnaðar sem því fylgir. „Greiða fyrirtæki Islenska útvarpsfélagsins, sótti um frest til þess að skila inn umsókn um starfsleyfi fyrir GSM- farsímaþjónustu hér á landi en var synjað um frestinn af útboðsaðilum. Sigurgeir H. Sigurgeirsson, deild- arstjóri í samgönguráðuneytinu, segir að félaginu hafi verið synjað um frest til 1. júní þar sem erfitt væri að breyta út frá auglýstum útboðsfresti og að útboðið hafí verið auglýst fyrst fyrir 5 mánuðum þann- ig að útboðsfresturinn hafi verið nægur. Hann segir að nú verði haf- ist handa við að skoða hvort umsókn íslenska farsímafélagsins ehf., sem var eini umsækjandinn um starfs- leyfi 2 fyrir GSM-farsímaþjónustu hér á landi, uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til leyfishafa, Meðal skil- yrðanna er að 80% landsmanna geti notfært sér þjónustu leyfishafa inn- an fjögurra ára og að dreifingin nái til 15 stærstu þéttbýlisstaða lands- ins. Eins verður leyfishafi að hafa starfsstöð á íslandi og vera skráður á Evrópska efnahagssvæðinu. „Ef íslenska farsímafélagið uppfyllir þau skilyrði gerum við ráð fyrir að geta gefið út starfsleyfíð í júnímánuði.“ Sigurgeir segir að það komi ekki á óvart að ekki skyldu fleiri sælqa um starfsleyfi vegna þess mikla þarf 23 miiljónir króna fyrir starfs- leyfið og þarf Póstur og sími hf. einnig að greiða sömu upphæð ef þeirra starfsleyfi verður endurnýjað en einnig verður gerð sama úttekt á því fyrirtæki og á íslenska farsíma- félaginu. Kostnaðurinn við að koma upp dreifikerfi fyrir GSM farsíma- þjónustu hér á landi er mörg hund- ruð milljóna króna fjárfesting þannig að það eru mjög fáir sem hafa það bolmagn hér á landi nema með er- lendri samvinnu af einhverju tagi.“ Ekki fýsilegur kostur Að sögn Sigurðar G. Guðjónsson- ar, lögmanns islenska útvarpsfé- lagsins, leist félaginu illa á þau skil- yrði sem fram komu í útboðslýsing- unni hvað varðar að ná til 80% lands- manna á fjórum árum og 15 stærstu byggðakjarnanna. Því hafi niður- staða fyrirtækisins og þeirra banda- manna, innlendra og erlendra, verið sú að starfsleyfið væri ekki fýsilegur kostur. „Okkar tilfinning var helst sú að þetta væri sett upp með þess- um hætti til þess að hindra sam- keppni og þeir erlendu aðilar sem við leituðum til um upplýsingar og ráðgjöf ráðlögðu okkur að sækja ekki um á þessum forsendum." Aðalfundarboð Aðalfundur Þorra ehf. verður haldinn föstudaginn 18. apríl 1997 í Hamraborg 1,3. hæð, kl. 20.30. e.h. Dagskrá: 1. Skv. 14. gr. félagslaga. 2. Önnur mál. Stjórnin. Hlutabréfaeign Hlutabréfasjóðsins íshafs (áður Útvegsfélag Samvinnumanna) Bókfært verð Nafn- verð Eignar- hlutd. Vinnslustöðin Þús. krónur Búlandstindur Borgey Básafell Fiskiðjusamlag Húsavíkur Loðnuvinnslan Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda Tangi Kaupfélag Árnesinga Skagfirðingur Gunnarstindur Hólmadrangur Guðmundur Runólfsson Snæfellingur Oddi Freyja Hraðfrystihús Eskifjarðar Síldarvinnslan SR Mjöl /(JU Þormóður rammi Árnes Skagstrendingur \a\ Grandi Útqerðarfélaq Akurevrinqa 262.162,6 137.236,9 135.992.7 112.304.8 91.291,8 57.500,0 57.061,0 44.324,6 31.786.3 24.312.1 18.426.4 16.480,0 13.691.1 9.000,0 5.461.4 1.633.4 1.590,0 354,0 308,8 240,0 147,0 136.4 132,7 127.5 87.387.5 85.773,0 45.330,9 32.087,1 42.860,0 25.000,0 18.586.6 21.107,0 23.000,0 11.000,0 12.284,2 3.662,2 3.042,5 10.000,0 6.000,0 1.600,0 187,0 30,0 80,0 50,0 100,0 22,0 35,0 25,5 7,8% 25,3% 10,6% 6,6% 8,3% 6,1% 3,8% 4,2% 21,7% 2,3% 9,6% 4,7% 4,6% 4,25 5,9% 0,9% SÁMTALS: 1.021.700,7 429.250,5 Lokað fyrirvið- skipti KOMI til verkfalls Sambands ís- lenskra bankamanna verður lokað fyrir viðskipti á Verðbréfaþingi Is- lands nema stjóm þingsins ákveði annað á síðari stigum. Nokkrir þingaðilar standa utan við kjaradeiluna og starfa því áfram, þrátt fyrir verkfall. Tækniástæður valda því að einungis hluti þessara þingaðila getur tengst viðskiptakerfi þingsins á meðan á verkfalli stendur. Stjóm þingsins ákvað því á fundi í gær að stöðva viðskipti á þinginu fyrst um sinn, að því er fram kemur í frétt sem Morgunblaðinu hefur bor- ist. Starfsmenn þingsins em ekki félagar í SÍB og verður skrifstofa þingsins því opin kl. 9-17 á virkum dögum. Þingaðilar sem eiga viðskipti með skráð verðbréf meðan á verk- falli stendur skulu tilkynna þau sam- kvæmt reglum þingsins fyrir hádegi fyrsta afgreiðsludag eftir að verkfalli lýkur. Sjónvarpsefni áfram dreift á breiðbandi SAMKOMULAG hefur náðst milli Fjölmiðlunar hf. og Pósts og síma hf. um að P&S haldi áfram að dreifa Stöð 2, Sýn, Fjolvarpinu og Bylgjunni um breiðbandskerfið, a.m.k. þar til annað verður ákveð- ið. Þeir sem nota breiðbandið til þess að ná efni þessara fjölmiðla þurfa því ekki að óttast um hag sinn í bili, en í fréttatilkynningu frá Fjölmiðlun hf. og Sýn hf. segir að það sé ekki ætlun sjónvarps- stöðvanna að dreifa efni sínu á breiðbandi Pósts og síma nema slíkt hafi ekki í för með sér neinn kostnaðarauka fyrir áskrifendur sjónvarpsstöðvanna. Fjölmiðlun hf. á og rekur Stöð 2, Sýn, Fjölvarpið og Bylgjuna en um nokkurt skeið hefur P&S dreift efni þessara miðla um breiðbands- kerfi sitt. Á miðvikudag óskaði Sigurður G. Guðjónsson, lögfræð- ingur Fjölmiðlunar hf., eftir því við Guðmund Björnsson, forstjóra P&S, að þessari dreifingu yrði hætt þegar í stað. Jafnframt sak- aði hann starfsmenn P&S um að viðhafa rangar fullyrðingar og að vega gróflega að viðskiptahags- munum Fjölmiðlunar í viðtölum í fréttatímum ríkisfjölmiðlanna. Allt að 1.000 heimilum nota ekki loftnet Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull- trúi Pósts og síma, segir að fyrir- tækið hefði að sjálfsögðu orðið við óskum Fjölmiðlunar hf. ef þeim hefði verið haldið til streitu. „Við höfum dreift þessu efni um nokk- urt skeið og getum hætt því hve- nær sem er ef þeir vilja. í viðræð- um sem áttu sér stað í dag [í gær] óskuðu fulltrúar Fjölmiðlunar eftir því að efninu yrði dreift áfram á breiðbandinu enn um sinn. Hefði dreifingu efnisins um breiðbandið verið hætt eins og til stóð hefði það haft vandræði í för með sér fyrir þá áskrifendur Stöðvar 2 og Fjölvarpsins, sem notast við breið- bandið, og notast ekki við loftnet. Samkvæmt lauslegri talningu okk- ar er hér um allt að eitt þúsund heimilum að ræða en við vitum ekki hve mörg þeirra hafa verið í viðskiptum við Fjölmiðlun hf.“ Hrefna sagði að P&S vildi að svo stöddu ekki tjá sig um ásakanir Fjölmiðlunar í garð fyrirtækisins. Samgönguráðherra um breiðbandið Ekkí um óeðlilega samkeppni að ræða HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra segir að dreifing sjón- varpsefnis um breiðband Pósts og síma feli ekki í sér óeðlilega samkeppni við Fjölmiðlun hf., sem rekur Stöð 2, Sýn og Fjöl- varpið, eða aðrar einkareknar sjónvarpsstöðvar. Hann segist ekki hafa trú á öðru en forráða- menn Fjölmiðlunar og P&S nái samkomulagi um afnot af breið- bandinu sem allir geti sætt sig við. Halldór segir að ljósleiðarinn hafí verið lagður um landið til að hann yrði notaður þjóðinni til hagsbóta. „Þessi byltingar- kennda Qarskiptatækni hefur enga þýðingu ef hún er ekki notuð. Breiðbandið bætir mynd- gæði og eykur hraða sjálfra fjar- skiptanna til muna. Þá ætti það líka að geta kveðið niður þær deilur sem hafa verið uppi um takmarkaðar bylgjulengdir loftsins því að burðargeta breið- bandsins er óþijótandi. Það má vera að einhveijum kunni að þykja þessi þjónusta dýr til að byrja með, þegar verið er að greiða niður fjárfestinguna, en þjónustan verður eflaust ódýrari þegar fram í sækir. Ég er ekki í vafa um að fulltrúar fyrirtækj- anna tveggja nái fljótlega sam- komulagi um framtíðarnotkun á breiðbandinu sem allir geta sætt sig við,“ sagði Halldór. Vextir húsbréfa lækka HLUTABRÉF fyrir tæpar 85 millj- ónir króna að markaðsvirði seldust á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnum í gær, sem teljast óvenju mikil viðskipti á einum degi, einkum með tilliti til þess að ekki var um neinar sérstaklega stórar sölur að ræða á markaðnum í gær. Þá héldu vextir langtímaverðbréfa áfram að lækka í viðskiptum gær- dagsins og lækkaði 96/2 flokkur húsbréfa um 10 punkta frá upphafi til loka viðskipta. Viðskipti með hlutabréf voru alls 123 talsins og voru stærstu ein- stöku viðskiptin með hlutabréf í Hraðfyrstistöð Eskiíjarðar fyrir tæpar 5,5 milljónir króna. Hins veg- ar urðu mest viðskipti með bréf SR-mjöls fyrir rúmlega 15 milljónir króna að markaðsvirði, Flugleiða fyrir tæpar 9 milljónir króna og Vinnslustöðvarinnar fyrir um 7 milljónir króna. Hækkun á gengi hlutabréfa í SR-mjöli og Vinnslu- stöðinni nam um 8% í viðskiptum dagsins. Gengið á hlutabréfum í Vinnslustöðinni var 3,05 í fyrstu viðskiptum dagsins, en við lokun höfðu átt sér stað viðskipti á geng- inu 3,29. Með sama hætti hækkaði gengi hlutabréfa SR-mjöls úr 6 í 6,65. Hlutabréfavísitalan hefur hækkað frá áramótum um 17,58%. Þá lækkuðu einnig langtímavext- ir nokkuð í viðskiptum gærdagsins. Mest lækkaði ávöxtunarkrafa hús- bréfa um 10 punkta í 5,66%, en einnig lækkaði ávöxtunarkrafa spariskírteina til 10 ára um 8 punkta og til 20 ára um 3 punkta í 5,07%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.